Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 62
62 FÓKUS - VIÐTAL 29. mars 2019 og hlæja að fólkinu sem vaknar klukkan 6 til að mæta í ræktina … Kaupir fólk þetta? „Ég borðaði pítsu í gær. Ætla að fá mér víntár á morgun. Er að borða súkkulaði á meðan við töl­ um saman. Ég fæ enn þá hroll yfir ræktarmætingum á morgn­ ana. Ég er enn þá ég, en með nýj­ um áherslum, sem eiga sér stað á fokking kristilegum tíma. Fólk tek­ ur öllum mínum lífsstílsbreyting­ um með fyrirvara reyndar, enda margar ansi skammlífar að baki.“ Margir halda að Guðrún selji Herbalife og sé dóttir Bubba Morthens Nú hefur þú ansi oft gengið skref- inu lengra en margir með lygasög- ur. Jafnvel gleymt að segja fólki frá því að þú hafir verið að ljúga … Eru margir sem trúa þér ekki enn og halda að þú sért að ljúga? „Það halda enn margir að ég selji Herbalife, sé ökukennari, skákmeistari, áhugakona um brunavarnir, hestakona, dóttir Bubba Morthens og systir Emilí­ önu Torrini. Þannig að já, það eru enn þó nokkrir sem halda að öll þessi crossfit­iðkun sé haugalygi. Og ég lái þeim það svo sem ekki.“ Svona ef þú ert ekki að ljúga, getur verið að þú hafir rekið haus- inn í á meðan þú svafst? „Ég ætla ekki að neita fyrir það að hafa kannski fengið höfuðhögg án þess að verða þess vör – enda breytingar búnar að eiga sér stað sem mig hefði aldrei órað fyrir.“ Hvernig má það vera að þú endist svona í þessu? „Ég hef bara aldrei upplifað neitt í líkingu við andann í cross­ fit­salnum. Andrúmsloftið er svo hvetjandi og uppörvandi að þú fyllist áður óþekktri orku og metn­ aði. Langar bara að bæta þig, bæta og bæta. Og þú ert í eigin heimi að gera þitt, ekki með hugann við hvað og hvernig aðrir eru að gera þetta.“ Hvernig er líðanin? „Veistu, hún er stórkostleg. Held þú ættir ekkert að hafa það eftir mér samt – svona ef litið er til þess að ég hef hæðst að öllum sem segja líkamsrækt mannbætandi síðustu þrjú ár. Ég tek það allt til baka bara. Ókei.“ Er þessi Gveiga komin til að vera? „Þessi Gveiga með nýja ívafinu er í það minnsta orðin þriggja mánaða og aldrei hefur nokkuð nýtt ívaf staðið eins lengi. Þannig að ég er eiginlega bara nokkuð sannfærð um að hún sé að festa rætur. Mér finnst meira að segja orðið ansi mikið að taka helgarfrí frá æfingum. Já, þessi nýja Gveiga kemur mér líka í opna skjöldu.“ Var rúmliggjandi daginn eftir fyrstu æfinguna En hvað með allt vínið? Er svona ræktarfólk ekki alltaf að sleppa því að drekka? „Ég tilheyri ekki þeirri tegund ræktarfólks. Og mun aldrei gera.“ Ertu ekkert að laumast í kartöflusalatið á næturnar? „Tæplega tveggja ára gömul dóttir mín vaknar um fimm leytið alla morgna. Þú skalt ekki halda að ég rjúfi snarstuttan nætursvefn minn fyrir neitt, þó um væri að ræða unaðslega vel majónesað kartöflusalat.“ Hvernig var þetta ferli? „Ég var rúmliggjandi daginn eftir fyrstu æfinguna. Bryðjandi verkjatöflur og að furða mig á því hvernig ég gæti hreinlega verið í svona slæmu formi, konan sem hefur ekki hreyft sig af viti í ein­ hver sex ár. Ég fór nánast skríð­ andi í eigin tárum á æfingu tvö en þar með var því versta lokið, svona sirka. Ég næ samt að mása út úr mér eftir hverja einustu æf­ ingu sem ég tek „þetta var það erf­ iðasta sem ég hef gert“ og það er alltaf alveg satt. Æfingarnar verða ekkert auðveldari þótt þú styrk­ ist og bætir þig. Þá gerir þú bara meira og tekur þyngra. Og að finna fyrir bætingum, maður lifandi. Mig langar næstum að segja að það sé betra en rauðvín. En bara næstum.“ Finnur þú mikinn mun eftir að þú fórst að æfa? „Já! Ég sef miklu betur, aðeins til fimm reyndar, sem skemmir þennan bætta svefn töluvert. Ég vil ekki viðurkenna að ég sé hressari í sál og sinni. Af því að þá þarf ég að éta ofan í mig enn fleiri brandara.“ Hvernig eru viðbrögðin á snappinu? „Það trúði mér ekki sála í fyrstu. Ég hafði ekki undan að opna skila­ boð sem flest innihéldu „jeeee right.“ Fólkið í kringum mig gaf þessu viku í mesta lagi. En ég er ný­ lega búin að halda langa ræðu um ágæti þessarar crossfit­ iðkunar að ég held að þeim vantrúuðu fari ört fækkandi.“ Hvað er svo annars framhaldið hjá þér? „Heimsleikar 2020 og mörg járn í eldi í lífi, leik og starfi.“ n Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með Guðrúnu Veigu á Snapchat undir notandanafninu: gveiga85. „Það eru enn þó nokkrir sem halda að öll þessi crossfit-iðkun sé haugalygi. Og ég lái þeim það svo sem ekki. „Þetta hljómar svo ólíkt mér að ég geri meira að segja sjálfa mig hissa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.