Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 20
20 FÓKUS 29. mars 2019 NÆSTI KAFLI HEFST HJÁ OKKUR KVÍSLARTUNGA, 270 MOSFELLSBÆR 86.900.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Parhús á 2 hæðum 286 M2 7 BOÐGRANDI 3, 107 REYKJAVÍK 48.500.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Fjölbýli 96 M2 4 LEIÐHARMAR 12, 112 REYKJAVÍK 98.000.000 kr. Tegund Stærð Herbergi Einbýli á 2 hæðum 280 M2 7 Grensásvegi 13 / 108 Reykjavík / S. 570 4800 www.gimli.is BJÓÐUM UPPÁ FRÍTT SÖLUVERÐMAT Ég hef ekki upplifað neitt nei- kvætt gagnvart mér sjálfum, en hef lesið ýmislegt á netinu og oft fæ ég kjánahroll vegna þess hvern- ig talað er um þetta. Fyrir mér er þetta hetjusaga, eitthvað sem ég er stoltur af og ég er alveg opinn með. Ég get talað um þetta eins og enginn sé morgundagurinn. Ég hef meira að segja rætt um um- skurðinn á McDonald’s hérna í Danmörku. Umskurður er ekki eitthvað til þess að skammast sín fyrir og það getur enginn breytt þínum skoðunum. Við eigum að vera opin með það sem við gerum, hvort sem það eru kynfæri okkar eða ekki. Þau eru ekkert til þess að skammast sín fyrir.“ Halldór segir að umræðan um umskurð megi ekki vera eins nei- kvæð og hún hefur verið, þar sem margir karlmenn þurfi að gangast undir þessa aðgerð til þess að geta lifað góðu lífi. Segist hann ræða umskurðinn mjög opinberlega og að oft hafi hann komist að því að karlmenn í kringum hann séu einnig umskornir, aðeins vegna þess að hann ræddi það að fyrra bragði. „Við eigum að gera það sem við getum til þess að lifa betur og ekki vera feimin við að vera við sjálf. Það er ekki erfitt að opna þessa umræðu. Átt þú erfitt með að fá standpínu? Farðu til læknis. Átt þú erfitt með sjálfsfróun? Farðu til læknis. Við eigum ekki að forðast lækna, við eigum að leita til þeirra. Þeir hjálpa okkur.“ Ekki öll typpi eins Annar maður sem blaðakona ræddi við tók ákvörðun um að koma ekki fram undir nafni en þótti viðfangsefnið þó það mik- ilvægt að hann var einnig tilbú- inn til þess að deila reynslu sinni. Hann köllum við Ragnar. Ragnar segist ekki hafa séð mikið rætt um málefnið, en að ungum karlmönn- um ætti að vera kennt að getnað- arlimir séu ekki allir eins og að hjá sumum séu gallar sem gæti þurft að laga. „Læknar höfðu tvisvar sinnum framkvæmt aðgerð sem víkkaði forhúðina. Í bæði skiptin virkaði aðgerðin tímabundið eða var illa gerð. Ég var ekki viss og ákvað því sjálfur að fara í þessa aðgerð. For- húðin var of þröng og komst ekki niður fyrir kónginn í fullri reisn. Ég stundaði kynlíf án örvunar, í raun og veru, fram að því. Svo var þrifn- aður leiðinlegur, forhúðarostur al- gengur og óþefur einnig. Munn- mök og kynlíf sjálft var dauft og ég var búinn að eyða yfir tuttugu árum í að ímynda mér hvernig það væri að stunda kynlíf þar sem typpið fengi örvun. Það þótti mér leiðinlegt.“ Ragnar segist ekki hafa verið mjög kvíðinn fyrir aðgerðinni sjálfri en hafði hann þó áhyggjur af því að getn- aðarlimur hans yrði afar viðkvæmur eftir að forhúðin yrði fjar- lægð. „Stundum fann ég sársauka þegar hann gægðist út fyrir húð- ina og skrapaðist við buxur. Ég snerti hann sjaldan sjálfur þar sem það var óþægilegt. Þetta er eitthvað sem gerðist vegna þess að hann hafði aldrei verið snertur en eftir aðgerð vandist snerting fljótt og þetta er ekki vandamál í dag. Ég hafði líka haft áhyggjur af því að missa forhúðina sem er til- finningarík og fitl við hana veitti unað. Þessar áhyggjur voru þó óþarfar því þrátt fyrir að sá hluti af forhúðinni sem eftir stendur sé ekki næmur fyrir örvun þá er húð- in rétt fyrir neðan kónginn og að ytri húðinni sem eftir stóð enn þá næm.“ Fannst hann ekki geta rætt vandamálið upphátt Ragnar segist ekki hafa verið feim- inn við að ræða aðgerðina enda fannst honum alveg eðlilegt að þurfa á henni að halda. „Ég var kannski ekki nógu feim- inn þar sem dag aðgerðarinnar var ég í eldhúsinu hjá ömmu og bróðir minn ætlaði að keyra mig og sækja, mágkona mín var stödd þarna og spurði mig í hvaða aðgerð ég væri að fara og án þess að missa úr takti sagði ég: „Ég er að fara í umskurð,“ og það sló þögn á alla í eldhúsinu,“ segir Ragnar og hlær. Þar sem Ragnar hafði þegar farið í tvær aðgerðir á forhúðinni ákvað hann að fá svæfingu í þetta skiptið. Því man hann lítið eftir að- gerðinni sjálfri, en segir eftirleik- inn hafa verið einfaldan. „Ég gekk um í joggingbuxum og víðklofa en það lagaðist fljótt. Þetta var voða lítið mál og uppfyllti all- ar mínar væntingar. Það var mjög skrítið að geta snert kónginn fyrst.“ Ragnar segist ekki hafa orðið var við mikla umræðu um aðgerð- ir sem þessar en hann telur kyn- færi fólks alltaf vera feimnismál að einhverju leyti. „Ég hef ekki upplifað neikvæða umræðu gagnvart umskurði full- orðinna karlmanna, en ég tel að neikvæð umræða hafi myndast vegna þess að fólki á að misbjóða limlestingar á börnum byggðar á hindurvitnum og álfasögum. Ég hef aldrei heyrt að umskurður sé neikvæður þegar fullorðnir menn taka ákvörðunina sjálfir. Ástæðan fyrir umskurði ætti samt að vera til að heila manninn, mér finnst um- skurður til þess að fá klámtyppi asnaleg ákvörðun. En mér finnst líka asnalegt að fara í brjósta- stækkun þannig að þetta er litað álit.“ Ragnar var tuttugu og eins árs þegar hann lét fyrst víkka forhúð sína og segir hann að benda mætti ungum mönnum á þá staðreynd að mögulegir gallar geti verið til staðar á getnaðarlimnum sem geri það að verkum að sumir verði að fara í umskurð. Segist hann aldrei hafa heyrt rætt um umskurð eða aðrar aðgerðir á getnaðarlim áður en hann fór sjálfur í aðgerð. Þá leið honum eins og um vandamál væri að ræða sem hann einn væri að glíma við og upplifði að hann gæti ekki rætt það við aðra. „Það tók langan tíma fyrir mig að átta mig á því að umskurður væri valkostur. Ég hefði líklega ekki farið í víkkun aftur ef ég hefði vitað það. Það hefði líklega veitt mér fleiri ár af betra kynlífi ef þetta væri á allra vitorði. Einhvers stað- ar mætti benda ungum karlmönn- um á að typpi fæðast ekki öll jöfn, og fara yfir algengustu gallana sem karlmenn gætu þurft að fá lagaða. Algengir gallar á kynfærum karla ættu að vera hluti af kynfræðslu, og að sama skapi fyrir stelpur. Ég myndi að minnsta kosti benda sonum mínum á þetta, en ég á að- eins dætur. Ég hef hins vegar alltaf lagt áherslu á að dætur mínar séu ekki feimnar við lækna, sem ég var lengi vel. Ég skammaðist mín ekki fyrir þetta en mér finnst leitt að mörgum konum finnist forhúð- ir ljótar, skrítnar eða asnalegar. En þú veist, ætli mörgum karl- mönnum finnist ekki einhver hluti píkunnar falla í sömu flokka. Þetta venst allt saman.“ n „Typpi fæð- ast ekki öll jöfn og það er ekki eitt- hvað til að skammast sín fyrir „Einhvers staðar mætti benda ungum karlmönnum á að typpi fæðast ekki öll jöfn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.