Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 54
54 PRESSAN 29. mars 2019 H lýr haustdagur í byrjun september 1980 var um margt mjög sérstakur fyrir Robert (Bobby) Shafran, 19 ára, frá Scarsdale, sem er skammt frá New York-borg. Upp var runninn fyrsti dagur hans í Sullivan Community College í Loch Scheldrake. Margir nemend- ur sem hann mætti, heilsuðu hon- um innilega, buðu hann velkom- inn aftur og allir kölluðu þeir hann Eddy. Þetta vakti að vonum nokkra undrun hjá Bobby þar sem hann hafði aldrei áður komið þarna. Þegar hann sagði fólki að hann héti Bobby en ekki Eddy brosti fólk, klappaði honum á öxlina, faðmaði og hló. Þegar hann hafði fundið herbergi sitt á heimavistinni flýtti hann sér inn og læsti. Augnabliki síðar var bankað. Það var Micha- el Domnitz, sem hafði verið her- bergisfélagi Edwards (Eddy) Gal- land önnina á undan. Hann vissi að gamli herbergisfélagi hans hafði alls ekki í hyggju að koma aftur í Sullivan Community en maðurinn, sem stóð fyrir fram- an hann, var nákvæmlega eins og Eddy Galland, í smáatriðum. „Ert þú ættleiddur og fæddur 12. júlí 1961?“ Spurði hann vantrúaður. Bobby svaraði báðum spurningunum ját- andi. „Þú átt tvíburabróður.“ Þetta grunaði hvorki Bobby né fjölskyldu hans. Ungu mennirnir voru í uppnámi yfir þessari upp- götvun og hlupu í næsta símaklefa og hringdu í Eddy Galland sem bjó á Long Island með foreldrum sínum. Skömmu síðar settust þeir upp í Volvo-bifreið Bobbys og óku í einum áfanga til Long Island en þangað komu þeir seint um kvöld. Þeir knúðu dyra og Eddy opnaði. Tvíburarnir störðu á spegilmynd sína Eins og lygasaga Fjölmiðlar fengu fljótlega veður af málinu og byrjuðu að fjalla um Bobby og Eddy sem höfðu verið aðskildir sex mánaða gamlir og komið í fóstur hjá sitthvorri fjöl- skyldunni. Nokkrum vikum síð- ar lagði nemandi við Queens College í New York dagblað fyrir framan skólabróður sinn, David Kellman, og benti á ljósmynd af Eddy og Bobby. David stífnaði upp og horfði vantrúaður á myndina. Eddy og Bobby líktust honum í einu og öllu. Hann hringdi í Eddy og nokkrum dögum síðar voru þrí- burarnir sameinaðir á nýjan leik. Bræðurnir höfðu alist upp við mjög mismunandi aðstæður. Bobby hjá fjölskyldu í efstu lög- um samfélagsins, Eddy hjá milli- stéttarfjölskyldu og David hjá verkamannafjölskyldu. Eftir að þríburarnir hittust og saga þeirra var opinberuð undr- uðust margir að enginn hefði sagt þeim að þeir væru þríburar. Þá vakti það undrun að þremur árum áður en fjölskyldurnar ættleiddu drengina höfðu þær allar ættleitt stúlkur og þá í gegnum Louise Wise Service. Þetta truflaði þó ekki þríburana sem svifu nánast á skýi og nutu samvistanna. „Við erum stór fjölskylda og við elskum hver annan.“ Sögðu þeir einum rómi í viðtali við NBC Today 1980 og bættu við að þeir hlökkuðu til að eiga gott líf saman. Þeir voru stöðugt í kast- ljósi fjölmiðla, innanlands sem utan. Þeir fluttu að lokum saman í íbúð í Queens og lífið lék við þá. Eina skiptið sem þeir sýndu for- tíð sinni áhuga var á fyrri helmingi níunda áratugarins en þá höfðu þeir uppi á móður sinni og heim- sóttu hana. Þetta var í eina skipt- ið sem þeir hittu hana og því hefur verið haldið vandlega leyndu hver hún er. Hún var 19 ára þegar hún eignaðist þá. Hún upplýsti aldrei hver faðir þeirra er. Hún glímdi við andleg veikindi á þessum tíma og síðar. Hún gaf þríburana strax til ættleiðingar eftir að hún ól þá, en hún eignaðist reyndar fjórbura en fjórði drengurinn var andvana fæddur. Líkir og ólíkir Árið 1988 opnuðu þríburarnir veitingastaðinn Triplets Rouman- ian Steakhouse í Soho í New York. Reksturinn gekk vel og fyrsta árið var veltan um ein milljón dollara. En stofnun veitingastaðarins var á vissan hátt upphafið að endi hins hamingjusama lífs, sem var bara hamingjusamt á yfirborðinu. Þrátt fyrir að bræðurnir væru líkir þá kom sífellt í ljós að þeir voru einnig ólíkir á margan hátt. Einnig kom fljótlega í ljós að þeir höfðu allir glímt við andleg veikindi á barns- og unglingsaldri. Allir höfðu þeir verið lagðir inn á geðdeild en David hafði oftast verið lagður inn og hafði dvalið lengi á geðdeildum. Þegar Bobby hóf nám við Sulli- van Community College var hann næstum búinn með skilorðsbund- inn dóm sem hann hlaut fyrir að- ild að morði á 87 ára konu, Elodie Henchel, árið 1978. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ekki komið beint að morðinu en hann hafði hylmt yfir með tveimur vinum sínum sem höfðu stolið tveimur demants- hringjum frá gömlu konunni áður en þeir myrtu hana á hrottalegan hátt. Rekstur veitingastaðarins gekk vel og frægt fólk hópaðist þang- að til að umgangast þríburana. En þegar betur kom í ljós hversu ólíkir þeir voru komu brestir í samband þeirra og það varð ansi stirt. Þetta endaði með því að Bobby hætti af- skiptum af rekstri veitingastaðar- ins 1995 og sleit öllu sambandi við Eddy og David. Þetta fékk mjög á Eddy en honum hafði alltaf fund- ist hann vera nánastur bræðrum sínum. Hann glímdi við andleg veikindi og allt virðist þetta hafa orðið honum svo ofviða að hann skaut sig í júlí 1995 á heimili sínu í New Jersey. En þetta hörmulega sjálfsvíg var ekki það eina sem skók tilveru fjölskyldnanna þriggja og þeirra sem fylgdust með. Tveimur mánuðum eftir sjálfs- víg Eddys afhjúpaði blaðamaður- inn og rithöfundurinn Lawrence Wright, hjá The New Yorker, að Louise Wise Service hefði séð um að útvega börn til tilrauna á veg- um hins þekkta sálfræðings Peters Neubauer. Ekki var þá vitað um umfang tilraunanna. Þær snerust um ótilgreindan fjölda eineggja tví- og þríbura. Sumir af tvíburun- um hafa síðan náð saman en aðrir ekki. En þríburarnir voru einnig á meðal tilraunadýranna. Eins og fyrr er getið höfðu fjöl- skyldur þeirra einnig ættleitt stúlk- ur þremur árum áður en þeir voru ættleiddir. Þegar það ferli var í gangi höfðu fjölskyldurnar gefið í skyn að þær vildu gjarnan ættleiða eitt barn til viðbótar. Þegar stúlk- urnar voru ættleiddar samþykktu fjölskyldurnar að Neubauer og starfsfólk hans fengi að gera próf á stúlkunum öðru hverju til að fylgj- ast með þroska þeirra. Á æskuárum þríburanna og allt þar til þeir hittust 1980 komu vísindamenn reglulega heim til þeirra og fjölskyldna þeirra til að fylgjast með þeim. Meðal þess sem var kannað voru áhrif erfða og umhverfis á þroska einstak- lingsins. Ein af ástæðunum fyrir þessari leynd var að mæður allra barnanna, sem tóku óafvitandi þátt í rannsókninni, voru gyðingar sem höfðu gefið börn sín til ætt- leiðingar í gegnum ættleiðingar- stofu gyðinga. Þessari umdeildu tilraun Neu- bauer lauk aldrei. Neubauer lést 2008, 94 ára að aldri. Gríðarlegt magn gagna, sem hann hafði safn- að í tengslum við tilraunina, er geymt í öruggri geymslu í Yale-há- skólanum og má ekki opna þessi gögn fyrr en 2065. n Kaffihlaðborð ýmsar útfærslur, Pinnamatur, smurt brauð, tertur, o.fl. fyrir erfidrykkjuna Afgreitt á einnota fötum tilbúið á borðið Erfidrykkja HRINGDU OG PANTAÐU Í SÍMA 555 1810 Hólshraun 3, 220 Hafnarfjörður / S 555 18 10 og 565 1810 / veislulist@veislulist.is / veislulist.is Þríburarnir sem fundu hver annan Aðskildir á kaldrifjaðan hátt og notaðir til tilrauna Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Eddy, Bobby og David DV hefur ekki vitneskju um hver er hver.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.