Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 42
42 FÓKUS - VIÐTAL 29. mars 2019 S igurður Sólmundarson varð landsþekktur sem Costco gaurinn vegna myndbanda sem hann birti á Facebook. Eftir skelfilegt bílslys stuttu fyrir jólin 2018 stendur hann á kross­ götum hvað atvinnumál varðar. Hann segist vera athyglissjúkur með eindæmum, en líður þó best einum með sjálfum sér. Blaða­ maður settist niður með Sigurði yfir kjötbollum í Ikea og ræddi lífið og tilveruna og fór síðan jómfrúar­ ferð sína í Costco undir dyggri handleiðslu Sigga. „Ég er mjög fjölhæfur,“ segir Siggi þegar blaðamaður spyr hvort ekki sé ráð að spjalla saman yfir snæðingi. Hann er 41 árs gam­ all og hefur alla sína tíð unnið við múrverk, en gerir það ekki í dag af augljósum ástæðum, því hann er enn að ná sér eftir slysið í desem­ ber. Hann er fæddur og upp­ alinn í Hveragerði og flutti í bæ­ inn tíu ára. Þar fór hann í Lang­ holtsskóla í tvö ár, flutti síðan í Grafarvog og kláraði grunnskól­ ann þar. „Eftir það fór ég í Skóga­ skóla undir Eyjafjöllum og var þar í tvö ár, það var mjög gaman. Svo fór ég eina önn í FSU og svo var bara minni skólagöngu lokið. Svo tók ég knattspyrnuþjálfaranám­ skeið og svoleiðis spillerí,“ segir Siggi. Hann segir að bóklegt nám hafi margoft komið upp í huga hans, „en það var einhvern veg­ inn allt annað mikilvægara á þess­ um tíma. Maður þoldi ekki að vera blankur og vildi vinna og svona. Algjör vitleysa sko.“ Hann segist mjög harður á því að börn hans klári nám og sjálfan hefur hann aldrei langað jafn mik­ ið í skóla eins og núna. Siggi hefur starfað við múrverkið í tuttugu ár. „Ég kláraði aldrei skólann, en alltaf fundist þetta gaman einhvern veg­ inn og henta mér, at í þessu inni á milli og já, bara skemmtilegt, mjög skemmtilegt. Núna er maður á pínu kross­ götum og sennilega ekki að fara að múra aftur. Með enga menntun á bak við sig og lélegt grunnskóla­ próf, þá fer maður að hugsa upp á nýtt hvort sé ekki sniðugt að ná sér í einhver réttindi. Það er ekki mikil eftirspurn eftir fótfúnum mönnum með athyglisbrest og lélegt grunn­ skólapróf.“ „Og miðaldra,“ bætir blaða­ maður við. „Já, og miðaldra,“ seg­ ir Siggi og hlær, „þú sérð þetta ekki í atvinnuauglýsingum. Ég er opinn fyrir öllu.“ Ikea­ferð Siggi mundi eftir að mæta með handskrifaðan inn­ kaupamiða. Fór í drasl eftir bílslys á aðventu „Þetta var einn af þessum dögum þegar maður á ekki að fara fram úr,“ segir Siggi um 12. desember 2018. „Ég hætti snemma í vinnunni og var að keyra heim þegar ég datt bara út, einhver sauðsháttur. Það kom bíll á móti og ég sveigði á minn vegarhelming en þá kom hinn bíllinn í hliðina á mér. Maður fór í drasl en það er allt að koma. Ég man ekkert rosa­ lega vel eftir þessu, hausinn er magnaður, maður blokkar út rest. Ung stelpa var í hinum bílnum, hún slapp ótrúlega vel, bara nán­ ast alveg. Sem betur fer, það hefði verið töluvert erfiðara að lifa með þessu hefði það ekki verið.“ Siggi braut olnboga, úlnliði, læri og ökkla. „Þetta fór eiginlega allt í spað, nema höndin slapp vel. Ég er allavega orðinn góð­ ur í henni. Hitt fór helvíti illa og það tekur tíma að jafna sig á því, en það kemur vonandi að mestu leyti til baka,“ segir Siggi sem var á spítala í fimm vikur og í hjólastól í rúma tvo mánuði. „Það var ekki gaman, það var rosa munur að komast á hækjur. Ég var með góða æfingu, þar sem ég slasaði mig illa árið 2011 og þá var ég á hækjum í meira og minna ár. Ég fékk vinnuvél á löpp­ ina á mér, braut allt í hnénu og var í stöðugum aðgerðum þá, þannig að ég er kominn með gott safn af nöglum. Mér telst til að ég hafi ver­ ið með átján, svo var tekin ein og hálf skrúfa, þannig að ég er með sextán og hálfa, held ég, í löppun­ um. Það er títaníum í þessu og það pípir ekki, það er út af einhverju öðru sem pípir á mig.“ Siggi var með lágmarks­ tryggingar þegar hann lenti í slysinu, bara þessar dæmigerðu slysatryggingar. „Maður verður ekki ríkur af þessu, það er alveg á hreinu. Ég hefði tryggt mig betur ef þetta hefði átt að bjarga fjárhagn­ um.“ Eftir slysið Siggi var á spítala í fimm vikur á aðventu 2018. Landsþekktur sem Costco gaurinn Siggi varð landsþekktur og fékk nafnbótina Costco gaurinn þegar myndband af honum í verslun­ inni varð „viral“ á netinu. „Ég var í Amsterdam ásamt þremur vinum mínum þegar Costco var að opna, við vorum að fylgjast með á netinu og fannst það geðveikt fyndið hvað fólk var að missa sig yfir þessu og ég pantaði mér kort þarna úti. Svo þegar ég kom heim og fór að sækja kortið tók ég upp myndband sem átti að verða einkahúmor okkar á milli og setti það á Facebook. Það fór síðan á eitthvert flug og þá varð eiginlega ekki aftur snúið. Ég varð að halda þessum bolta á lofti því ég er náttúrlega athyglissjúkur og þetta var auðveldasta athygli sem ég hef nokkurn tíma fengið, 100 þúsund áhorf á eitthvert mynd­ band þetta var bara „no brainer“.“ „Ekki mikil eftirspurn eftir fótfúnum mönnum með athyglisbrest og lélegt grunnskólapróf“ n Bílslys og andlegir erfiðleikar breyttu lífi Sigga n Landsþekktur sem „Costco gaurinn“ Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is MYND: HANNA/DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.