Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 49
FÓKUS 4929. mars 2019 Suðurlandsbraut 14 • 108 Reykjavík • Sími 588 0188 • slysabaetur@slysabaetur.is VIÐ SÆKJUM BÆTURNAR Ekki flækja málin. Frægir Íslendingar á fermingardaginn Ingólfur Ragnarsson Geirdal, tónlistar- og töframaður, 25. apríl 1982 „Ég fermdist vorið 1982 og fékk frá foreldrum mínum utan- landsferð til frænku minnar sem þá bjó í Seattle, heimabæ Jimi Hendrix. Fyrir fermingarpeningana keypti ég minn fyrsta rafmagnsgítar og bassa handa Silla bróður ásamt vinyl- plötum með Alice Cooper, AC/ DC, Deep Purple, Jimi Hendrix og fleirum. Hljóðfærin voru ódýrar eftirlíkingar en dugðu okkur til að læra eftir plötun- um og má segja að þarna hafi verið lagður grunnurinn að tónlistarsamstarfi okkar bræðra, sem hefur varað æ síðan.“ Atli Steinn Guðmundsson lagerkall, prófarkales- ari og fréttaritari, 27. mars 1988 „Það var fallegur sunnudagur, 27. mars 1988, þegar séra Bragi Friðriksson heitinn sletti á mig skinninu, eins og það var kallað til forna þegar illa uppfrætt barn var fermt. Þetta var í Garðakirkju og lítið rætt um það á þessum tíma hvort nafnalistar fermingarbarna í fjölmiðlum teldust birting viðkvæmra persónuupp- lýsinga um trúarskoðanir. Ég valdi mér ritningargrein úr sálmum Davíðs í von um að komast að því hvar hann hefði keypt ölið þrátt fyrir bjórbann sem enn gilti á Íslandi þetta vor. Síðar tók ég ásatrú en hef nú snúist til búddisma.“ Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, ráðgjafi og einn af stofnendum Miðflokksins og annar varaborgar- fulltrúi flokksins í Reykjavík, 14. apríl 1985, Breiðholtskirkja „Prestur var séra Lárus Halldórsson heitinn sem var prestur í Breiðholtskirkju. Á þessum tíma var kirkjan í byggingu og því fór athöfnin fram í Bústaðakirkju. Ég fékk Sanyo útvarps- og kassettutæki sem var með tvöföldum kassettuspilara. Það þótti því vinsælt að taka upp vin- sældarlista Rásar tvö. Ég fékk alls 27 þúsund krónur í peninga og veislan var haldin heima hjá mér. Um kvöldið þegar ég lagðist þreyttur til svefns hafði mamma keypt ný rúmföt og búið um rúmið mitt. Líklega hef ég aldrei sofnað eins vel enda frábær dagur sem var að baki.“ Bjarni Hafþór Helgason, tónskáld og fyrrum fjöl- miðlamaður, 2. maí 1971, Húsavíkurkirkja „Ég vildi ekki láta taka af mér sérstaka fermingar- mynd, þannig að hún er ekki til. Ég fékk góðar hefð- bundnar fermingargjafir en þó vakti nokkra athygli gjöfin frá foreldrunum en það var 22 calibera riffill. Ég var 14 ára og þurfti að bíða í tvö ár með að fá að skjóta úr honum en á þessum tíma fékk maður bys- suleyfi 16 ára. Ég hafði mikið talað um að það væri stóri draumurinn minn að eignast riffil, pabbi og mamma ákváðu að láta það eftir mér og gerðu mig alveg himin- sælan. Það var tekin af mér ein ljós- mynd með riffilinn á fermingardeg- inum en hvernig sem ég leita þá hef ég ekki fundið hana, en hún kemur vonandi í leitirnar einhvern tímann. Ég held að skotvopn séu ekki algeng í gjafapökkum ferm- ingarbarna, hvorki fyrr né síðar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.