Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 57
SAKAMÁL 5729. mars 2019 að finna upplýsingar á honum sem leitt gætu lögregluna á slóð hans. Rader fór villur vegar í þeirri ályktun sinni og upp- lýsingar af disklingnum leiddu lögregluna að lokum að heimili hans. Hann var handtekinn skammt frá heimili sínu í Park City þann 25. febrúar árið 2005. Þann 18. ágúst, sama ár, fékk hann tíu lífstíðar- dóma, einn fyrir hvert fórnarlamb, sem hann skyldi afplána hvern á fætur öðrum. Það má því telja nokkuð ljóst að Rader mun aldrei geta um frjálst höfuð strokið að nýju. • Bókhald • Afstemmingar • Ársreikningar BÓKHALD • Launavinnsla • Árshlutauppgjör • Virðisaukaskattsskil 3 SKREF BÓKHALDSÞJÓNUSTA LÖGFRÆÐIRÁÐGJÖF EIGNASKIPTAYFIRLÝSINGAR ÞARABAKKA 3 S. 578 6800 MÆÐUR SEM MYRTU BÖRN SÍN N ú skal nefnd til sögunnar móðir frá bænum Bridgewater í Nova Scot­ ia í Kanada, Penny Boud­ reau að nafni. Þann 27. janúar, 2008, ók Penny með tólf ára dóttur sína, Karissu, að fáförnum vegslóða. Þar sneri hún dóttur sína niður og kyrkti hana með seglgarni. Líkinu fleygði hún á árbakka þar sem það fannst gegnfreðið tveimur vikum síðar. Penny sagði þáverandi sambýlis­ manni sínum, Vernon Macum­ ber, að Karissa hefði horfið úr bílnum þegar hún sá ekki til. Á meðan lögreglan leitaði að Karissu kom Penny fram í sjón­ varpi og bað dóttur sína grát­ klökk um að koma heim. Afarkostir ástmannsins Eftir að líkið af Karissu fannst beindust sjónir að Vernon og Penny, enda höfðu nágrann­ ar þeirra oft orðið vitni að deil­ um þeirra. Einnig var samband mæðgnanna afar stirt og Vernon mun hafa verið afar þreyttur á stöðugu rifrildi þeirra. Þegar upp var staðið fullyrti Penny að hún hefði myrt Karissu vegna afarkosta Vernons, hún hefði fórnað dóttur sinni til að bjarga sambandinu. Við réttar­ höldin sagði Penny að henni hefði fundist verri tilhugsun að glata Vernon en dóttur sinni. Málalyktir urðu þær að Penny fékk lífstíðardóm og fékk árið 2018 heimfararleyfi undir eftirliti. V íkur þá sögunni að Darlie Router, bandarískri konu frá Texas. Árið 1996 var allt í volli hjá Darlie; fjár­ hagurinn í molum og hjóna­ bandið á brauðfótum. Að hennar mati var aðeins eitt til ráða – að myrða syni sína tvo, fimm og sex ára. Og það gerði hún þann 6. júní 1996. Darlie stakk syni sína til bana og veitti sér síðan yfirborðsskeinu á háls­ inn. Meðan á þessu gekk sváfu sjö mánaða sonur hennar og eig­ inmaður svefni hinna réttlátu á efri hæð hússins. Síðan hringdi hún í Neyðarlínuna og sagði af ókunnum innrásarmanni sem hefði ráðist á hana og myrt syni hennar. Dansað á gröfunum Darlie sagði enn fremur að ódæðismaðurinn hefði flúið í gegnum bílskúrinn. Rannsókn á bílskúrnum gaf til kynna að enginn hefði átt þar leið um. Þar var ekkert blóð að sjá eða annað sem benti til óeðlilegra mannaferða. Darlie var handtekin fjórum dögum síðar og við réttar­ höldin var henni lýst sem sjálf­ hverfri efnishyggjukonu sem hefði banað sonum sínum í ör­ væntingarfullri tilraun til að koma fjárhagnum á réttan kjöl. Ekki styrkti það vörn hennar að myndskeið sem tekið var þremur dögum eftir morðið sýndi hana og eiginmann hennar dansa og syngja við leiði sonanna. Darlie dvelur nú á dauðadeild í Texas. KYRKTI DÓTTUR SÍNA DULARFULLUR MORÐINGI Penny Boudreau Vildi ekki missa ástmann sinn. Darlie Router Uppdiktaði dularfulla boðflennu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.