Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 25
Stóra ferðablaðið 29. mars 2019 KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir / kolla@dv.is Umsjón: Jóhanna María Einarsdóttir / johanna@dv.is Ölver er 77 tonna stálbátur sem siglir frá Ísafirði með farþega í hvalaskoðun og við köllum þetta náttúrulífsferðir. Náttúran í Ísafjarðar­ djúpi er afar heillandi og við sjáum til dæmis eyjarnar Vigur og Æðey, svo er það fjallahringurinn og sagan í Djúp­ inu. Við leggjum áherslu á góða leið­ sögumenn sem tala bæði ensku og íslensku og fræða farþega um söguna hér,“ segir Ragnar Ágúst Kristinsson, annar eigenda hins nýstofnaða ferða­ þjónustufyrirtækis Amazing Westfjords. Ísafjarðardjúpið er afar fýsilegur staður til að skoða dýralíf, eins og hval (hnúfu­ bak), fugla og seli. „Nemandi í haf­ og strand­ veiðastjórnun sem starfar hjá okkur sem leiðsögumaður taldi að allt að 70– 80 hnúfubakar væru í Djúpinu síðasta sumar og oft eru 6 til 10 hvalir í kring­ um okkur í einu. Það spillir ekki fyrir að það er mikil veðursæld á þessu svæði,“ segir Ragnar og bætir því við að maður upplifi náttúruna og náttúru fegurð svæðisins frá allt öðru sjónarhorni þegar hennar er notið af sjó. Mikill meirihluti farþega í hvala­ skoðunarferðunum er erlendir ferða­ menn og margir þeirra koma frá skemmtiferðaskipum. Hér er hins vegar um mjög góða afþreyingu og upplifun fyrir Íslendinga að ræða og frábært tækifæri til að kynnast náttúrufegurð Vestfjarða. Ferðirnar er hægt að bóka beint á vefsíðunni amazing­westfjords. is. Að sögn Ragnars verður boðið upp á tvær tveggja og hálfs tíma ferðir á dag alla daga vikunnar í sumar, frá 15. maí og út september á Ölver. Gaman er að segja frá því að báturinn Ölver, sem byggður var sem fiskibátur árið 1990 en var breytt í farþegabát árið 2017, dregur nafn sitt af einum af vættum Ísafjarðar­ djúps. Þeir voru Ölver, Straumur og Flosi. Ölver var höfðingi af svæðinu sem heygður var með bát sínum á Hvassaleiti á Stigahlíð í haug sem kallaður er Ölvershaugur. Flosi er heygður í Ármúlafjalli og Straumur á Straumnesi, þannig að það sést á milli þeirra allra. Sjóstangaveiðiferðir með Rostungi Amazing Westfjords rekur líka far­ þegabátinn Rostung ÍS sem tekur sjö farþega í einu og verða ferðir í boði með honum frá miðjum maí og inn í haustið. Auk þess að skoða heillandi náttúrufegurðina í Djúpinu er einnig hægt að renna fyrir þorsk og fleiri fisktegundir, það mjög vinsælt sport bæði fyrir Íslendinga og útlendinga. Upplýsingar og bókanir í sjóstangaveiði með Rostungi eru í gegnum netfangið info@amazing­westfjords.is. eða í síma 888­1466. Fyrir utan þessar ferðir eru síðan alls konar sérferðir boði. „Það er til dæmis verið að skipuleggja kirkjuferð norður í Grunnavík , farið er með vinnu­ og vinahópa í matar­ og skemmtiferðir, til dæmis í Vigur, Hesteyri og fleiri staði eftir óskum,“ segir Ragnar. Fyrirtækið hóf reglulegar ferð­ ir sumarið 2017 en fjöldi farþega margfaldaðist síðasta sumar. Að sögn Ragnars var byrjað að bóka á fullu fyrir áramót og hefur mikið verið bókað það sem af er árinu: „Ef fjölgunin sem stefnir í gengur eftir, þá spring ég annaðhvort úr monti eða álagi,“ segir Ragnar að lokum og hlær. Hann hlakkar til spennandi túristavertíðar í sumar. Sjá nánar á vefsíðunni amazing-westfjords.is Hvalaskoðun, sjóstangveiði og ægifegurð Ísafjarðardjúps AMAZING WESTFJORDS:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.