Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 41
FÓKUS - VIÐTAL 4129. mars 2019 var ritstjóri fyrstu árin en Magnús stýrir því í dag. Þeim félögum fannst vanta að RÚV sinnti svæðinu sem skyldi. Af byggðasjónarmiðum buðu þeir því fram krafta sína sem verktakar árið 1999. Það kom í hlut Gísla að vera fréttaritari og boltinn fór svo að rúlla. Árið 2003 gerði hann þættina Út og suður og árið 2005 var hann kominn alveg yfir á RÚV. Var þetta stórt skref fyrir sveita- pilt? „Já, það var það. En samt gerð­ ist þetta eiginlega án þess að ég hefði stjórn á. Ég lenti í þessu, eins og sagt er. Fram að þessu hafði ég aldrei hugsað út í að verða sjón­ varpsmaður, hélt að ég gæti það ekki og að það höfðaði ekki til mín. Um leið og ég prófaði þetta, þá fann ég hvað ég hafði gaman af þessu og athyglisþörfin nærðist eins og púkinn á fjósbitanum.“ Mýtan um furðulega landsbyggðarfólkið Gísli hefur þrætt landið þvert og endilangt og dregið fram það áhugaverðasta úr hverju byggðar­ lagi fram á skjái landsmanna í þáttum sínum, fyrst Út og suður og síðar Landanum. Hann segir að markmiðið sé ekki að sýna fólki „kynlega kvisti úti á landi.“ Það sé mýta sem hugsanlega hafi skap­ ast þegar Árni Johnsen og Ómar Ragnarsson kynntu Gísla á Upp­ sölum fyrir þjóðinni. „Markmiðið er beinlínis að eyða þessari mýtu. Að sýna fram á að það sé venjulegt fólk úti á landi eins og í Reykjavík. Furðu­ legasta fólk sem ég hef hitt býr ekki á landsbyggðinni,“ segir Gísli og brosir breitt. „Það er auðvitað matsatriði hvaða fólk telst skrýtið, en ég hef haft þá reglu að taka ekki viðtal við neinn sem er skrýtnari en ég sjálfur. Það sem við höfum tekið fyrir er venjulegt fólk sem er að gera óvenjulega hluti og skemmtilega.“ Gísli segir að það hafi einnig verið markmið í upphafi, með Út og suður, að taka dagskrárgerðina út á land. En á þeim tíma hafi ver­ ið sár skortur þar á, meðal annars vegna fjárskorts. En þættir þeirra voru ódýrir, aðeins tveir menn með eina vél. „Þetta hjálpaði okkur líka að nálgast viðmælendur. Við vor­ um að ræða við fólk sem aldrei hafði verið í sjónvarpsviðtali áður og okkar aðferð var ekki eins yfir­ þyrmandi og almennt viðgekkst. Þegar ég sjálfur var fyrst tekinn í sjónvarpsviðtal, þá mætti mér tíu manna teymi með stóra ljóskast­ ara og ég sökk ofan í stólinn af hræðslu. Fólki fannst þægilegra að tala við tvo lúða með litla mynda­ vél.“ Hver er eftirminnilegasti við- mælandinn? „Það var Steinólfur Lárus son heitinn, frá Fagradal á Skarðs­ strönd, vísindamaður og lífskúnstner með meiru. Hann var einstaklega vel máli farinn og gerði í því að stuða fólk með glanna­ legum sögum. Síðan hitti ég svo margt merkilegt fólk, í hverri viku eiginlega. Annar mjög eftirminni­ legur þáttur var þegar ég fékk að fara með konu inn í hús í Vest­ mannaeyjum, hús sem hafði graf­ ist undir í gosinu og staðið óhreyft í fjörutíu ár. Þarna fundum við meðal annars gömul leikföng.“ Návígi við náttúrulegar og mannlegar hamfarir Gísli hefur starfað í beinni frétta­ mennsku hjá RÚV þó svo að hann hafi mestmegnis verið í dagskrár­ gerð undanfarið. Hann er mikil göngugarpur og náttúrubarn. Því eru þær fréttir sem tengjast nátt­ úrunni, svo sem af eldgosum og miklum óveðrum, það sem hann saknar hvað mest. Á sínum tíma var honum gjarnan teflt fram í návígi við náttúruöflin. Gísli viðurkennir fúslega að hann sé spennufíkill. „Að koma að gosinu í Fimm­ vörðuhálsi var ógleymanleg stund. Þótt það væri mun minna en til dæmis Holuhraunsgos­ ið, þá myndaðist þarna tilkomu­ mikill hraunfoss með glæringum og látum,“ segir hann með glampa í augum. Gísli þekkir einnig návígi við annars konar hamfarir. Árið 2016 fylgdu hann og Karl Sigtryggsson, úr Landanum, varðskipinu Tý suð­ ur til Miðjarðarhafsins þar sem ver­ ið var að bjarga flóttafólki á leið til Evrópu. Úr varð verðlaunuð heim­ ildamynd í tveimur hlutum. „Upphaflega var hugmyndin að gera þætti um íslensku hetjurnar á Tý. En fljótlega áttuðum við okk­ ur á því að áherslan yrði að vera á þennan mannlega harmleik. Sagan var samt sögð að miklu leyti í gegn­ um áhöfnina. Það var ógleymanleg reynsla að standa þarna og horfa í augun á fólki sem var að stíga upp úr bráðum lífsháska og búið að upplifa mikla þolraun þar á und­ an.“ Gísli segir að ástandið og neyðin þarna hafi verið mun verri en hann átti von á. „Við sáum bát sem var hálfgert vaskafat og áætluðum að hann gæti haldið um hundrað manns. Síðan reyndust vera um 320 í honum.“ Hvað kenndi þetta þér? „Að fara varlega í að kvarta yfir eigin vandamálum,“ segir Gísli og brosir. Dansar á bjargbrúninni Á upphafsárum Skessuhorns vakti Gísli athygli fyrir leiðara sína í Skessuhorni og opnuðust þá óvænt tækifæri. „Mér hefur alltaf fundist leiðar­ ar leiðinlegir og reyndi því að skrifa mína með hæfilegu magni af skætingi og húmor. Það var vegna þeirra sem farið var að leita til mín varðandi veislu­ og samkomu­ stjórn. Þetta byrjaði á þorrablótum í héraðinu en vatt síðan fljótt upp á sig. Strax á fyrsta árinu var ég farinn að blaðra á árshátíðum í Reykjavík.“ Er það rétt að þú getir verið djarfari í talsmáta á skemmtunum en í sjónvarpinu? „Já, stundum. Einn maður sagði að ég kynni að dansa á bjargbrún­ inni án þess að detta fram af. Það getur verið að ég hafi móðgað ein­ hverja í gegnum tíðina, en vonandi sem fæsta, því það er aldrei ætl­ unin. Þetta er eins og í fótboltan­ um, þú skorar ekki nema að skjóta á markið og helst fast. Það er ekki hægt að vera fyndinn án þess að gera grín að neinu.“ Gísli segir að strax í upphafi hafi hann haft ákveðin viðmið. Til dæmis að gera ekki gys að fólki sem er í neyð, ástarsorg eða hefur lent í hörmungum. „Ég geri hins vegar hiklaust grín að minnihlutahópum,“ segir hann ákveðinn og hlær. „Mér finnst það vera mannréttindi að fá að vera tekinn fyrir í gríni, hvort sem mað­ ur á við einhverja fötlun að stríða, tilheyrir ákveðinni kynhneigð eða hvað svo sem það nú er. Annað væri útskúfun. En það er auðvitað ekki sama hvernig grínið er gert. Ég hef ábyggilega stundum farið yfir strikið en reyni að halda mig rétt­ um megin við það.“ Er fólk að öskra fram í? „Já, það kemur fyrir. En ég er alltaf með tæklingar á lager fyrir þannig uppákomur. Grófar tækl­ ingar,“ segir Gísli og glottir við tönn. Fyrir tuttugu árum var Gísli með hvert orð skrifað niður í hand­ rit fyrir skemmtanir en með auk­ inni reynslu noti hann nú aðeins punkta. Eins og uppistandarar endurnýjar hann efnið reglulega og aðlagar það að stað og tilefni. „Það háir mér samt að ég kemst ekki almennilega í gírinn fyrr en rétt áður en ég mæti á staðinn. Ég fresta því sífellt að undirbúa mig en þegar stressið kemur þá kviknar á mér og hugmyndirnar fæðast.“ Hefur þú lent í því að klúðra skemmtun? „Ég hef aldrei fengið margar kvartanir eftir skemmtanir, en ég hef hins vegar upplifað að líða ekki vel á eftir skemmtun. Það er þegar mér hefur fundist mér ekki takast vel upp. Samkomur eru misjafn­ ar og sumar móttækilegri en aðr­ ar. Eitt erfiðasta kvöldið sem ég man eftir var á þorrablóti í Garða­ bæ. Ég vissi að það væru tvö þús­ und manns á blótinu en ljósin voru svo sterk að ég sá ekkert og hljóðið svo hátt að ég heyrði ekkert nema í sjálfum mér. Í annað skipti var ég að skemmta á Ingólfstorgi þann 1. maí. Skemmtunin sjálf gekk glimr­ andi vel en henni var útvarpað. Ég prófaði að hlusta á upptökuna og þá heyrðist enginn hlátur því að hljóðneminn var á sviðinu. Fé­ lagar mínir á Ríkisútvarpinu hefðu mátt gera mér þann greiða að setja dósahlátur á upptökuna,“ segir Gísli og við kveðjum hann með virktum. n „Furðulegasta fólk sem ég hef hitt býr ekki á landsbyggðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.