Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 44
44 FÓKUS 29. mars 2019 PIZZERIA DALVEGI 2, 201 KÓPAVOGI DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI Jóri hvetur fólk til að hugsa vel um umhverfið Þ ættirnir hafa hreyft við mörgum og vakið upp um- ræðu í þjóðfélaginu. Jór- mundur Kristinsson, eða Jóri, 27 ára gamall nuddari og hjúkrunarfræðinemi sem bú- settur er í Grindavík er einn af þeim sem urðu fyrir miklum áhrif- um vegna þáttarins. Helgina sem fyrsti þátturinn var sýndur stofn- aði hann hóp á Facebook, Hvað getum við gert?, þar sem „mark- miðið er að fá fólk til að tala saman, deila, spá og spekúlera, því við getum þetta ekki nema saman.“ Jóri segir: „Ég hef miklar áhyggjur af lífsháttum okkar og áhrifum sem við höfum á um- hverfið og lífríkið. Ég hef á síðustu árum verið að taka mína lífshætti í gegn og reynt að gera þetta litla sem venjuleg heimili geta gert. Ég horfði síðan á þáttinn Hvað höfum við gert? á RÚV um daginn og ég hreinlega grét. Ég áttaði mig á að það þarf að gera svo miklu meira en að flokka rusl og fara með fjöl- nota poka út í búð. En hvað? Hvað getum við gert? Þannig kom hug- myndin að hópnum. Hálfgert svar við þessum þætti og þessu vanda- máli. Þarna getur fólk deilt hug- myndum og vangaveltum, gjörð- um og markmiðum sem stefna á betri lífshætti.“ En hvaða skref ert þú sjálfur að taka til að hugsa betur um jörðina, endurvinna og annað? „Ég reyni að minnka plast- notkun þar sem ég get, nota sápur, sjampó, tannkrem, tannbursta sem eru ekki í umbúðum til dæmis. Ég segi nei við einnota drasli eins og kaffibollum, hnífapörum og rör- um. Ég keyri um á hybrid-bíl, ég borða ekki kjöt, ég kaupi ekki föt nema þau hafi vottun um sann- gjarna og sjálfbæra framleiðslu. Þetta eru hlutir sem allir geta gert,“ segir Jóri og bætir við að þetta hafi engin áhrif á lifnaðarhætti manns, en ef allir gerðu þetta hefði það stór áhrif á heildarmyndina. „Þú þarft ekki nýjasta tækið, nýjasta bolinn, nýjasta þetta og nýjasta hitt. Láttu hlutina endast, á bak við hvern hlut sem þú átt er stór slóð af framleiðsluferli, sem því miður er ekki alltaf fallegt, þetta er ekki einnota og þetta vex ekki á trjám. Við þurfum ekki allt. Ég sjálfur er alls ekki saklaus, en ég er alltaf að reyna að gera betur, og það ættu allir að gera.“ Myndi verðlaunakerfi hvetja fólk til endurvinnslu? Jóri býr í Grindavík og nýlega kom græna tunnan í bæjarfélag- ið. Jóri segir að fólk sé að reyna að endurvinna, en hins vegar sé lítil hvatning til þess. Sem dæmi megi nefna vandamál í fjölbýli, þar séu of fáar tunnur, þær fyllist fljótt og fólk gef- ist upp. „Það nennir ekki að flokka því það er ekki pláss í tunnunni. Mér finnst líka að til að þetta virki þá þyrfti að vera smá verðlauna- kerfi, líkt og með dósir og endurgjald eða eitt- hvað í þá áttina. Ég veit ekki hvernig, en kannski veit það einhver ann- ar, til þess er hópurinn. Veist þú hvernig við get- um vakið áhuga hjá fólki að flokka rusl?“ Hópurinn fór vel af stað og strax á fyrsta degi voru meðlimir orðnir 200, í dag eru þeir að nálgast 500. „Fólk er að taka þátt í umræðum og það eru margir að gera heilmikið til að skilja minna fótspor eftir sig. Ég vona að fleiri komi í hópinn og taki þátt í umræðunni. Við verðum að gera eitthvað, við komumst ekki hjá því, ekki lengur. Gerum þetta saman. Verðum góðar fyrirmynd- ir og skiljum eftir betri heim fyrir komandi kynslóðir.“ Hér fyrir neðan eru nokkrar setningar úr fyrsta þætti Hvað höfum við gert? „Jörðin er eina heimili okkar og við erum að fara illa með hana.“ „Það að draga úr neyslu, nota minna af auðlindum, fara betur með, það er kjarni málsins. Við leysum ekki vandamál með því að búa til meira drasl með betri hætti. Við leysum vandamálið með því að nota minna drasl.“ – Stefán Gíslason umhverfisstjórnunar- fræðingur „Við gætum orðið fólkið sem tók það á sig að breyta framtíð- inni til góðs.“ – Guðni Elísson, pró- fessor við íslensku- og menningar- deild HÍ „Eins og staðan er í dag þá erum við á braut sem er stórhættuleg.“ – Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs „Þessi áhrif eru alþjóðleg, það er ekki hægt að flýja eitt né neitt.“ – Guðmundur Hálfdánarson, for- seti Hugvísindasviðs HÍ „Ósjálfbær lífsstíll okkar mannanna breytir ekki aðeins veðurfari og loftslagi á jörðinni heldur útrýmir dýra- og plöntu- tegundum, mengar vatn, sýrir haf- ið og sóar og ofnýtir dýrmætar og takmarkaðar auðlindir. Náttúran ræður ekki við hvernig við högum lífi okkar, svo vistkerfið lætur und- an.“ – Sævar Helgi Bragason, um- sjónarmaður þáttanna „Njótum partísins meðan það endist og svo er þetta búið.“ n Í heimildaþáttunum Hvað höfum við gert? sem sýndir eru á RÚV er fjallað um loftslagsbreytingar á jörðinni, hvað valdi þeim, hvaða áhrif þær hafi og hvernig við getum brugðist við þeim. Fjallað er um áhrif neysluhyggju nútímans á loftslagsbreytingar og hvaða lausnir við getum komið með til að draga úr breytingunum og aðlagast nýjum og sjálfbærari lifnaðarháttum. Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.