Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 64
29. mars 2019 13. tölublað 109. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Opnunartímar: Fim: 10:00 – 18:00 · Fös: 10:00 – 18:00 · Lau: 11:00 – 16:00 · Sun: 12:00 – 16:00 Sýnendur: Anna Þórunn Hauksdóttir + Bryndís Bolladóttir + Dögg Guðmundsdóttir + Guðmundur Lúðvík + Heiðdís Halla Bjarnadóttir + Hlynur Atlason + Kolbrún Leósdóttir & Leó Jóhannsson + iHanna home + Morra + Sigurjón Pálsson + Hring eftir hring + Pastelpaper + S. Stefánson & Co. + Sigga Heimis + „Íklædd arkitektúr“ nemendasýning fatahönnunarnema Listaháskóla Íslands undir stjórn Katrínar Káradóttur og Dainius Bendikas. Við hundsum ekki þennan mat! M yrru Bakarí er fyrsta hundabakarí Íslands sem sérhæfir sig í að baka hundanammi úr íslensku hráefni án auka- og uppfyllingarefna. Melkorka Gunnlaugsdóttir, eigandi bak- arísins, fékk hugmyndina árið 2017 og tók það hana þrotlausa vinnu og margar andvökunæt- ur að koma fyrirtækinu af stað. „Frá því að ég fór úr eldhús- inu heima og þangað sem ég er komin núna var heljarinn- ar ferli. Það var mjög erfitt að finna húsnæði sem bæði kost- aði ekki of mikið og uppfyllir einnig allar kröfur. Þetta byrj- aði þannig að ég hugsaði með mér að það væri nú örugg- lega eitthvað í ísskápnum sem væri á síðasta séns og ákvað að prófa að mixa eitthvað saman. Eftir á að hyggja þá var þetta skelfilegt, bæði ljótt og myglaði á skömmum tíma en hundun- um fannst þetta mjög gott,“ segir Melkorka í samtali við DV. Vinkona Melkorku gaf henni hundakökujárn og eftir það fór boltinn að rúlla. „Þá bökuðust bitarnir bet- ur og ég varð mér svo úti um þurrk ofn og þannig fer allur raki úr þeim og þeir geymast því betur. Þar sem gæludýrana- mmi er flokkað sem fóður hjá MAST þá eru alls kyns kröfur sem þarf að uppfylla. Ég var al- veg að gefast upp á tímabili því ég hreinlega hélt að þetta væri ekki gerlegt en eftir um 300 símtöl þá fann ég rými, tæki og tól. Loksins fékk ég leyfi hjá MAST og síðan þá hefur áhugi verið góður. Eins og er þá erum við að framleiða kjötsagsbita úr hreinu lambakjötssagi og eggj- um, allt er handbakað í járninu góða og þurrkað. Svo erum við líka með hreina nautalifur.“ Melkorka stofnaði fyrsta hundabakarí Íslands Eurovision- stjarna finnur ástina Skáld gefur út Dagatal Þ órunn Erna Clausen, leik- og tónlistarkona, hefur fundið ástina í örmum Olgeirs Sigur- geirssonar, knattspyrnukappa og Eyjamanns. Parið hefur ver- ið saman í nokkurn tíma og geislar af hamingju að sögn kunnugra. Eiginmaður Þórunnar, Sig- urjón (Sjonni) Brink, varð bráðkvaddur vegna heilablóð- falls árið 2011. Átti hann lag ásamt Þórunni í Eurovision það árið og sáu hún og vin- ir þeirra um að fylgja laginu áfram í keppninni. Þórunn hefur komið að keppninni síðan og átti með- al annars sigurlagið í fyrra, Our Choice, sem Ari Ólafsson flutti. Olgeir er leikja- hæsti leikmað- ur Breiðabliks frá upphafi og starfar sem þjálfari yngri félagsins. S kerjafjarðarskáldið Krist- ján Hreinsson orti ljóð á dag í eitt ár, alls 366 ljóð sem nú eru komin út í bókinni Dagatal. Í ljóðunum er talað um dag- ana og hefur bókin því nýstárlega merk- ingu. Bók- in fæst hjá höfundi og eru eintök- in númeruð og aðeins 366 talsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.