Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 31
Stóra ferðablaðið 29. mars 2019 KYNNINGARBLAÐ DOKKAN BRUGGHÚS: Eðalbjór með tæru lindar- vatni úr vestfirskum fjöllum Dokkan brugghús er lítið fjölskyldufyrirtæki á Ísafirði sem stofnað var árið 2017 þar sem eigendurnir töldu vanta brugghús á svæðið. Á Dokkunni er bruggaður úrvalsbjór þar sem uppi- staðan er framúrskarandi lindarvatn sem á upptök sín í fjöllum Vestfjarða. Allt neysluvatn á svæðinu er fengið úr Vestfjarðagöngunum sem opnuð voru 1996. „Einn helsti kostur vatnsins hérna er hvað það er jafnt, það skiptir ekki máli hvort það er vetur, vor, sum- ar eða haust, vatnið er alltaf eins,“ segir Hákon Hermannsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Það er nóg að gera á Dokkunni en tveir starfsmenn eru þar í fullu starfi auk þess sem fleiri verkefni falla til. Dokkan er til húsa að Sindragötu 11 á Ísafirði. „Við erum með það sem ég kalla gestastofu og þar er krani og gestir geta bragðað á veigunum okkar,“ segir Hákon en Dokkunni hefur verið afar vel tekið. „Sumarið í fyrra var okkar fyrsta sumar og aðsókn fór fram úr björtustu vonum,“ segir Hákon en bæði erlendir og innlendir ferðamenn heimsækja Dokkuna. „Yfir vetrartímann eru innlendir ferða- menn fleiri. Hér var til dæmis haldið afar vel heppnað skíðanámskeið og margir þátttakendur þar komu við hjá okkur á eftir. Mörgum líkar vel að fá sér bjór eftir að þeir hafa verið á skíðum,“ segir Hákon. Framundan er tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður, sem verður haldin um páskana og einnig í byrjun maí er Fossavatns- gangan og má búast við því að margir gestir þessara viðburða komi við á Dokkunni. Þrjár tegundir frá Dokkunni eru nú komnar í sölu í Vínbúðunum en auk þess er Dokkubjór til sölu á flestum veitingahúsum á Ísafirði ásamt því að vera á nokkrum börum á höfuð- borgarsvæðinu. Upplýsingar um tegundirnar og annan fróðleik er að finna á vefsíðunni dokkanbrugghus.is #dokkanbrugghus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.