Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Side 31
Stóra ferðablaðið 29. mars 2019 KYNNINGARBLAÐ DOKKAN BRUGGHÚS: Eðalbjór með tæru lindar- vatni úr vestfirskum fjöllum Dokkan brugghús er lítið fjölskyldufyrirtæki á Ísafirði sem stofnað var árið 2017 þar sem eigendurnir töldu vanta brugghús á svæðið. Á Dokkunni er bruggaður úrvalsbjór þar sem uppi- staðan er framúrskarandi lindarvatn sem á upptök sín í fjöllum Vestfjarða. Allt neysluvatn á svæðinu er fengið úr Vestfjarðagöngunum sem opnuð voru 1996. „Einn helsti kostur vatnsins hérna er hvað það er jafnt, það skiptir ekki máli hvort það er vetur, vor, sum- ar eða haust, vatnið er alltaf eins,“ segir Hákon Hermannsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Það er nóg að gera á Dokkunni en tveir starfsmenn eru þar í fullu starfi auk þess sem fleiri verkefni falla til. Dokkan er til húsa að Sindragötu 11 á Ísafirði. „Við erum með það sem ég kalla gestastofu og þar er krani og gestir geta bragðað á veigunum okkar,“ segir Hákon en Dokkunni hefur verið afar vel tekið. „Sumarið í fyrra var okkar fyrsta sumar og aðsókn fór fram úr björtustu vonum,“ segir Hákon en bæði erlendir og innlendir ferðamenn heimsækja Dokkuna. „Yfir vetrartímann eru innlendir ferða- menn fleiri. Hér var til dæmis haldið afar vel heppnað skíðanámskeið og margir þátttakendur þar komu við hjá okkur á eftir. Mörgum líkar vel að fá sér bjór eftir að þeir hafa verið á skíðum,“ segir Hákon. Framundan er tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður, sem verður haldin um páskana og einnig í byrjun maí er Fossavatns- gangan og má búast við því að margir gestir þessara viðburða komi við á Dokkunni. Þrjár tegundir frá Dokkunni eru nú komnar í sölu í Vínbúðunum en auk þess er Dokkubjór til sölu á flestum veitingahúsum á Ísafirði ásamt því að vera á nokkrum börum á höfuð- borgarsvæðinu. Upplýsingar um tegundirnar og annan fróðleik er að finna á vefsíðunni dokkanbrugghus.is #dokkanbrugghus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.