Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 52
52 29. mars 2019TÍMAVÉLIN Hreidur.is • Auðbrekka 6 •Sími 822 7242 HREIÐUR.IS Heilbrigðis- og hamingjubankinn Í lok ársins 1913 gaf Egill V. Sandholt prentari út nýárskort í formi ávísana. Ávísanirnar voru frá Heilbrigðis- og ham- ingjubanka Íslands og áttu þær að færa fólki „þrjú hundruð sex- tíu og fimm gleðilega og ham- ingjusama daga.“ Egill teikn- aði sjálfur ávísanirnar sem voru mjög smekklega úr garði gerð- ar eins og segir í Morgunblaðinu þann 5. desember árið 1913. Ávísanirnar voru prentaðar næstu árin en einnig kom það fyrir að nýárskveðjur voru birt- ar í blöðunum í formi ávísana frá Heilbrigðis- og hamingjubank- anum. Upp úr 1920 virðist siðurinn hafa lagst af og hamingjubank- inn hafa lagst í híði í hálfa öld. Þann 20. nóvember árið 1968 var hins vegar greint frá því í Vísi að „nýr banki og nýr gjaldmiðill“ hefði verið stofnaður. Voru þetta sömu ávísanirnar nema hvað innilegum jólaóskum hafði verið bætt við nýárskveðjurnar. Kórar sameinaðir gegn djassinum D agana 28. til 29. júní árið 1945 fór fram sjötti aðal- fundur Landssambands blandaðra kóra í Reykja- vík. Í sambandinu voru átta kór- ar og 320 söngfélagar. Á aðal- fundinum voru mættir fulltrúar úr kórunum auk formanna og söngstjóra. Brynjólfur Sigfússon, söng- stjóri frá Vestmannaeyjum, bar upp brýnt erindi á fundinum; uppgang djassins á Íslandi og áhrif hans á ungu kynslóðina. Lagði hann fram tillögu um að vinna bæri að því að draga sem mest úr áhrifum djassins. Var til- lagan samþykkt einróma. Gerræði landssambands- ins stöðvaði ekki þar. Á fundin- um var einnig samþykkt tillaga um að skorað yrði á stjórnvöld í landinu um að gera stafróf tón- fræðinnar að prófskyldri náms- grein og þá bæði í efri bekkjum barnaskólanna og öllum æðri skólum landsins. Söngmót Dóm- kirkjan í Reykjavík. tónleikar Poison og Quireboys í Kaplakrika mistókust. Sigurður svaraði Gunnari og sagðist ekki óttast fyrirbænirnar. „Mér finnst það slæmt ef menn ætla að biðja á þann veg að aðrir skaðist á því,“ sagði hann. „Spurningin er hvort frelsunin er þá meira virði en tjónið sem af því getur hlotist, því er spurn- ing hvort þetta fólk er skaðabóta- skylt.“ Sagði hann að þungarokkarar væru ekki útsendarar djöfuls- ins og að Ozzy hefði tekið sér tak undanfarin ár. Væri hættur í eitur lyfjum og orðin ráðsettari. Handklæði og pottaplöntur Hvort sem það var vegna fyrir- bæna Krossara eður ei, þá fór svo að Ozzy komst ekki á Skagarokk. Í staðinn var ákveðið að fá hans gömlu félaga úr Black Sabbath til að fylla í skarðið. Þá voru eft- ir Tony Iommi og Geezer Butler úr upprunalegu hljómsveitinni og sjálfur Ronnie James Dio hafði tekið við hljóðnemanum. Þann 25. apríl sagði Sigurður við DV að forsalan hefði farið vel af stað. Næstum allir miðar í sæti á Jethro Tull hefðu klárast á fyrsta degi. Áhuginn á tónleikum Black Sabbath væri einnig mikill þó að ekki hefði selst jafn vel á þá. Sig- urður sagðist hafa tekið við miða- pöntun frá manni á Húsavík sem var svo spenntur að hann hefði komið gangandi og það þó að miðinn myndi kosta 15 þúsund krónur. Um sumarið byrjaði spenn- an að magnast. Fréttir bárust af því að meðlimir Jethro Tull hefðu beðið um alls konar skringi- lega hluti, eins og rokkstjörn- ur gera oft. Vitaskuld báðu þeir um ákveðinn fjölda handklæða, öll ný en þvegin einu sinni. Þá þurftu tíu tveggja metra háar pottaplöntur að vera til staðar og hringlaga borð með fjórum stól- um að hætti franskra kaffihúsa. Einnig bárust fregnir af því að meðlimir Black Sabbath, líkt og Ozzy sjálfur, væru í stanslausum barningi við ameríska sértrúar- söfnuði. Mikið tap Hin mosfellska rokksveit Gildran var fengin til að hita upp fyrir Jethro Tull. Þeir voru orðnir alvanir enda höfðu þeir hitað upp fyrir Uriah Heep, Status Quo og Nazareth. Um tíma var ætlunin að breska sveitin UFO hitaði upp fyrir Black Sabbath. En svo fór að hinir norsku Artch með Eirík Hauksson í fararbroddi sáu um það. Loks kom að tónleikahelginni. Tónleikar Jethro Tull tókust mjög vel og mikil stemning. 1.500 miðar seldust, sem átti að vera nóg til að halda tónleikunum á pari, það er ef það sama tækist seinna kvöldið. En á Black Sabb- ath mættu einungis 250 manns og margir á útsölumiðum. Ekk- ert var hins vegar upp á hljóm- sveitina sjálfa að klaga. Um viku eftir tónleikana greindi Siguður frá því að um- talsvert tap hefði verið á tónleik- unum, 2,5 milljónir króna þegar allt var tekið til. Var þetta umtals- vert meira tap en tónleikahaldar- ana hefði getað órað fyrir. Kom þá í ljós að einnig hefði orðið tap á hljómleikum Jethro Tull. Jagger eða McCartney Skömmu eftir að tapið af Skagarokki var kunngert fóru að heyrast kvittir um að tónleika- haldararnir ætluðu að reyna að endurheimta tapið með öðrum tónleikum. Þá ekki þungarokks- tónleikum á Akranesi heldur stórtónleikum í Reykjavík. Þann 15. október var greint frá því í Pressunni að verið væri að hugleiða „stórt nafn“ en Sig- urður vildi ekki segja um hvern væri að ræða. Áreiðanlegar heim- ildir blaðsins voru þær að það væri annaðhvort Mick Jagger eða Paul McCartney. Fyrst var farið á fjörurnar við Jagger sem var að gefa út sólóplötu. Síðan McCart- ney. Af þessu varð hins vegar ekki og aðstandendur Skagarokks sátu uppi með tapið, það er að segja allir nema Sundfélag Akraness. Sundfélaginu bjargað Tæpu ári eftir Skagarokk, í júní árið 1993, sagði Sigurður við DV að ævintýrið hefði verið tilraun sem mistókst, lottó sem ekki gekk upp. Þá var ljóst að heildartapið var átta milljónir. Aðstandend- urnir sóttu um styrk hjá bæn- um en fengu ekki. Sundfélagið hafi hins vegar fengið styrk upp á sömu upphæð og þeir lögðu und- ir sem áhættufé. Sá styrkur var merktur sem tækjakaupastyrkur. „Þetta er of mikið tap fyrir venjulegar sálir og því halda þessir aðilar ekki aftur rokkhátíð á Akranesi á þessari öld,“ sagði Sigurður. Kannski voru Krossarar því bænheyrðir eftir allt saman. n Sigurður Sverrisson Talsmaður tónleika- haldara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.