Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 10
10 29. mars 2019FRÉTTIR F yrr á árinu skilaði ríkisendur skoðun af sér skýrslu um Fiskistofu og eftirlit stofnunarinnar. Ýmis- legt kom fram í þessari skýrslu um hluti sem betur mega fara í starf- semi stofnunarinnar. Þar á meðal er nefnt að flutningar stofnunar- innar frá Hafnarfirði til Akureyrar hafi reynst henni erfiðir og kallað á mikla starfsmannaveltu auk mikils kostnaðar. En það var eitt og ann- að sem ekki kom fram í skýrslu ríkisendurskoðunar enda sneri hún eingöngu að eftirlitsþætti stofnunarinnar. DV hefur rætt við nokkra núverandi og fyrrverandi starfsmenn Fiskistofu sem segja að miklar brotalamir séu í starf- semi stofnunarinnar. Miðað við frásagnir þeirra virðist starfsemi stofnunarinnar að mörgu leyti vera mjög ómarkviss og að eftirlit hennar skili litlum árangri. Þá segja margir heimildarmenn að stjórnun innan stofnunarinn- ar sé ákaflega slæm og ómark- viss. Sumir sögðu að þar væri nánast ógnarstjórn þar sem starfs- fólki hafi verið sagt upp og starfs- lokasamningar gerðir við starfs- menn sem ekki voru stjórnendum þóknanlegir til þess eins að losna við þá. Starfsandinn er sagður í allra lægstu lægðum og stjórn- endur geri ekkert til að reyna að bæta úr því. Einnig kom fram að vinnustaðasálfræðingar hafi verið að störfum innan Fiskistofu til að reyna að bæta ástandið. Slæmur starfsandi og léleg stjórnun Heimildarmenn DV segja að starfsandinn innan Fiskistofu sé í molum. Þar sé beitt einhvers kon- ar ógnarstjórnaraðferð sem yfir- mennirnir, sem eru staðsettir á Akureyri, Hafnarfirði og Horna- firði, noti en þeir eru sagðir mjög harðir og mjög illa liðnir. Kom fram að fólki væri sagt upp störf- um fyrir litlar sakir og sumir hafi verið neyddir til að skrifa undir starfslokasamning ef þeir létu ekki nægilega vel að stjórn og hefðu aðrar skoðanir en yfirmennirnir. Vel er fylgst með starfsfólki og því ekki treyst einn þumlung. Sem dæmi um þetta var nefnt að búnaður hafi verið settur í alla bíla stofnunarinn- ar til að hægt væri að fylgjast með notkun þeirra. Eyþór Björnsson fiskistofustjóri stað- festir að búnaðurinn hafi verið settur í bíl- ana. „Fiskistofa hefur, líkt og margir vinnuveitendur sem eru með bif- reiðar í rekstri, sett upp ferilvökt- unarkerfi í bifreiðar stofnunar- innar. Tilgangur vöktunar er að stuðla að hagkvæmum rekstri bif- reiða Fiskistofu, tryggja umferð- aröryggi almennt og öryggi þeirra sem ferðast í bifreiðum stofn- unarinnar, að halda aðgengileg- um gögnum sem nýst geta vegna ágreinings um atvik sem tengjast eignatjóni eða ætluðu tjóni vegna notkunar þeirra og til að skipu- leggja veiðieftirlit stofnunar- innar.“ Stjórnunin á veiði- eftirlitssviði er sögð lé- leg og afraksturinn lítill sem enginn. Það er í góðu sam- ræmi við skýrslu Ríkisendurskoðunar um þá erfiðleika sem Fiskistofa á við að etja í eftirliti, það BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR Sérsmíðum eftir óskum hvers og eins Gylfaflöt 6-8 / S. 587 6688 / fanntofell.is n Eftirlitsbúnaður settur í bíla n Vinnustaðasálfræðingar kallaðir til n Dagpeningar úr böndunum „Dagpeningar vegna verkefna innanlands voru á síð- asta ári 33,2 milljónir. Fiskistofa Dagpeningar starfsmanna námu 40 milljónum á síðasta ári. Eyþór Björnsson Staðfestir að eftirlits- búnaður hafi verið settur í bíla. Starfsandi og traust í molum á Fiskistofu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.