Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Blaðsíða 43
FÓKUS - VIÐTAL 4329. mars 2019 Eftir nokkrar ferðir í Costco var Siggi orðinn uppiskroppa með pláss heima hjá sér. „Ég var með 200 rúllur af klósettpappír og tíu lítra af súrsætri sósu og eitthvað svona sem mig vantaði bara ekki neitt, þannig að ég hef ekki farið í Costco lengi. Mér fannst mig vanta þetta, en auðvitað vantaði mig ekkert af þessu, en ég hef til dæmis ekki keypt klósettpappír núna í ár.“ Hann gerði sér stundum ferð í Costco bara til að geta tekið upp myndband, en hann hefur ekki sett inn slíkt síðan í fyrrasum- ar, enda bæði afsakaður vegna slyssins og einfaldlega ekki átt er- indi þangað að eigin sögn. „Ein- hleypur maður þarf ekki að fara nema svona tvisvar á ári.“ Þekktur sem Costco gaurinn Siggi mættur aftur í verslunina eft- ir nokkurra mánaða fjarveru. Athyglissjúkur einfari Siggi hefur fundið athyglissýk- inni farveg á fleiri stöðum en sem Costco gaurinn. Hann var í Útvarp Suðurlandi með morgunþátt fyrr á árum og segist hafa fengið góða útrás þar. Einnig var hann kominn á fullt með Leikfélagi Suðurlands þegar hann slasaðist og aðalhlut- verk í sýningu sem gekk mjög vel meðan Siggi lá bataleguna. „Sem er leiðinlegt fyrir mig þar sem ég hélt að ég væri ómissandi,“ segir Siggi, sem lék áður aðalhlutverkið í Naktir í náttúrunni sem gekk fyr- ir fullu húsi þrjátíu sýningar, fyllti Þjóðleikhúsið og var valin besta áhugamannasýningin. Í henni kom Siggi nakinn fram, allt fyrir frægðina og athyglissýkina. „Þar fékk maður aldeilis mat fyrir athyglissýkina. Ég held að þetta sé eitthvað í karakternum. Við þurftum ekki að slást um athygli bræðurnir,“ segir Siggi og bætir við að honum finnist best að vera einn. „Ég er soldið tvöfaldur að því leytinu, athyglissjúkur ein- fari.“ Leikfélagið var fyrsta félags- starfið sem Siggi tók sér fyrir hend- ur og kom það mörgum á óvart. „Ég hef forðast félagsstörf eins og heitan eldinn, sennilega af því að þar er oftast svona rammi og ég funkera illa innan hans. Ég er líka með bullandi athyglisbrest, algjör sveimhugi úti um allt og að þurfa að mæta alltaf klukkan þetta ein- hvers staðar, það hentar mér ekki. Að vera lengi á sama vinnustað er helvíti fyrir mér og ég verð leiður á öllu undir eins. Maður er svolítið klofinn persónuleiki.“ Siggi gekk í leikfélagið á þeim forsendum að leikritið yrði að- eins sýnt tíu sinnum eða svo. „Það kom mér á óvart með leikritið hvað mér fannst gaman. Ég er svo- lítið svekktur yfir að hafa ekki byrj- að fyrr að leika, þetta er það al- skemmtilegasta sem ég geri,“ segir Siggi, en segist of gamall fyrir leik- listarskóla, en hann muni klár- lega leika meira í áhugamanna- leikhúsi. Hann hefur tekið að sér veislustjórn, en ekki fundist það gaman. „Ég er með svolítið svart- an húmor sem höfðar ekkert alltaf til meirihlutans, ég get ekki far- ið og skemmt einhvers staðar og sagt eitthvað sem mér finnst ekki fyndið og stundum sjokkerar mað- ur fólk.“ Yngri bróðir Sigga, Sólmundur eða Sóli, hefur komið mikið fram sem uppistandari og hefur Siggi einnig gert eitthvað af því. „En ef þú hefur ekki virkilega gaman af því þá gerir þú það ekki sérstak- lega vel. Sóli hefur virkilega gam- an af þessu og hann er mjög latur þannig að það er þægilegt fyrir hann að vera í þessu þar sem þetta er ekki erfiðisvinna,“ segir Siggi og brosir stríðnislega. „Þetta er búið að vera markmið hjá honum svo- lítið lengi að vera skemmtikraftur og hann er með meðfædda hæfileika í þetta. Hann hefur alltaf verið góður að herma eftir og verið mjög fyndinn. Ég er svo sem talinn fyndinn en þetta hentar mér alls ekki.“ Blaðamaður spyr hvort leið- sögumaðurinn komi til greina og svarar Siggi að það myndi eflaust henta honum ágætlega. Hann seg- ist þó ekki vanur að gera fram- tíðarplön, helst ekki til lengri tíma en næstu tveggja til þriggja daga. „Það hefur komið vel út, það gerist alltaf eitthvað óvænt og skemmti- legt, mér finnst það mjög gaman. Þegar mér er boðið í afmæli verð ég að setja áminningu í símann og láta hann pípa, ekki daginn áður heldur sama dag.“ Í áhugamannaleikhúsi Siggi er að eigin sögn athyglissjúkur ein- fari. Líkamleg slys ekkert á við andlega erfiðleika Fyrir nokkrum árum fór Siggi yfir um andlega og var lokaður inni á geðdeild að eigin ósk. Hann seg- ist aldrei hafa verið þunglyndur, en fékk taugaáfall í apríl 2012, um þremur mánuðum eftir skiln- að. „Ég var að vakna eftir þrettán mánaða samband og vissi ekkert hver ég var og það var ekkert bjart framundan. Ég er nú mjög bjart- sýnn maður að eðlisfari, en þarna var ég kominn á ystu brún og sá enga leið út nema þú veist,“ segir Siggi og á þar við sjálfsvíg, þótt hann nefni orðið ekki, „en sem betur fer gerði ég það ekki, held- ur fór og lét leggja mig inn, það var ekkert annað í boði. Ég rankaði við mér á síðustu stundu, eiginlega, það var mjög gott, fór í viðtöl og meðferðir og fékk ákveðin verkfæri til að tak- ast á við kvíða og slíkt. Ég hef ekki fundið fyrir þessum einkennum síðan. Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu, þetta var svolítið úr mínum karakter og segir manni að það geta allir lent í þessu.“ Siggi hefur lent í tveimur alvar- legum slysum og segir þau ekkert við hliðina á andlega áfallinu. „Að brjóta í sér beinin er hégómi við hliðina á því að glíma við djöfla í hausnum á sér.“ Hann segir mikil- vægt að horfa á andleg veikindi al- veg upp á nýtt: „Þetta kostar ekk- ert smá mörg mannslíf á hverju ári. Og ef þú kemst inn á geðdeild þá er þér hent út daginn eftir eins og með mig, ég hefði ekki þurft að vera lengur, en það eru örugg- lega aðrir sem eru sendir út of snemma. Ég held að það sé of al- gengt að fólk fái ekki viðeigandi hjálp. Það verður að fara að stokka upp í þessum málaflokki, þetta er skelfi- legt. Ef það myndu 35 karlmenn lenda í bílslysum á hverju ári, þá yrði eitthvað gert, það yrði stofnuð nefnd og fleira. Það er allt of mikið vesen að leita sér hjálpar, ég varð hreinlega að segja að ég væri að fara að drepa mig til að fá að kom- ast inn á geðdeild. Ég varð að láta loka mig inni, það var það sem var,“ svarar hann aðspurður hvort að viðtalsmeðferðir hefðu ekki nægt. „Þetta var það alvarlegt, það var svona þriggja mánaða aðdragandi að þessu, ég var steinhættur að sofa og ég fann að ég varð að fara inn á geðdeild.“ Blaðamaður spyr hvort andleg- ir erfiðleikar hafi aftur látið á sér kræla þegar hann lenti í bílslysinu í fyrra. „Ég var svo glaður að vera á lífi að ég leyfði mér ekki að hleypa neikvæðum hugsunum inn. Auð- vitað er maður oft neikvæður og fúll, en ef maður leyfir því að taka yfirhöndina þá geta bara hræðileg- ir hlutir gerst. Andlegir sjúkdóm- ar eru miklu, miklu verri en ein- hver beinbrot, ég tala bara af eigin reynslu um það. Þegar þú ert bú- inn að kynnast því að vera svona í hausnum, það er sársauki sem er ekki hægt að lýsa, það verður allt svo lítilfjörlegt við að lenda í slíku.“ Siggi segir að það hafi hjálpað honum mikið í bataferlinu að hann hann fékk að vera með börnin sín. „Ég var mjög mikið með þau á eft- ir og það hjálpaði mér mjög mikið. Ég hefði ekki viljað missa af andlegu erfiðleikunum, það er svo skýtið þar sem þetta var erfiðasti tími lífs míns. Ég hef aldrei þrosk- ast jafn mikið á stuttum tíma eins og þá, ég hefði aldrei sagt það þá, en geri það í dag þótt þetta hafi ver- ið ógeðslegur tími. Sumir ná sér aldrei af svona, og verða hreinlega öryrkjar, ég hef fullan skilning á því. Ég var bara heppinn, það var ekk- ert öðruvísi.“ Blaðamaður og Siggi eru sam- mála um að minnka þurfi for- dóma gagnvart andlegum sjúk- dómum, þar sem margir veigri sér við að leita hjálpar vegna fordóma. „Þetta verður aldrei 100 prósent leyst, en það er klárlega hægt að gera miklu miklu betur, hvað held- ur þú að það myndi spara ríkissjóði mikla peninga að laga þetta. Þetta er allt saman skóli ef maður tek- ur því rétt og setur sig ekki of mik- ið í fórnarlambsgírinn. Það hefur aldrei neitt slæmt komið fyrir mig nema ég hafi átt sök á því sjálfur, en svo á maður ekkert að kenna alltaf sjálfum sér um og berja sig. Þú munt alltaf finna utanaðkom- andi aðstæður sem eru vondar fyrir þig og auðvitað kemur fyrir að ein- hver gerir þér eitthvað illt, en þú mátt ekki hjakka stöðugt í því. Hver er sinnar gæfu smiður, það er bara þannig.“ n „Að brjóta í sér bein- in er hégómi við hliðina á því að glíma við djöfla í hausnum á sér MYND: HANNA/DV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.