Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2019, Síða 14
14 SPORT 29. mars 2019
Brettatjakkar kynningarverð !
Upplýsingar og fyrirspurnir í síma 698 1539 - email: siggi@pmt.is
ETNA ehf. Til sýnis hjá Pmt, Krókhálsi 1.
Galvaniseraður 49.800kr + vsk
Lakkaður 29.800 + vsk
Vonarstjörnur Íslands
n Samantekt á efnilegustu knattspyrnumönnum Íslands n Ný gullkynslóð á leiðinni
Þ
rátt fyrir að margir séu neikvæðir í
garð íslenska A-landsliðins í karla-
flokki þessa stundina eru bjartir tím-
ar fram undan þegar horft er á ungu
kynslóðina. U17 ára landslið karla tryggði sér
í vikunni farseðilinn í lokakeppni EM 2019.
Þetta varð ljóst í kjölfar 4-1 sigurs liðsins gegn
Hvíta-Rússlandi, en Ísland endaði á toppi
riðilsins með sjö stig. Ísak Bergmann Jó-
hannesson skoraði tvö mörk og Andri Fannar
Baldursson og Andri Lucas Guðjohnsen eitt
mark hvor. Lokakeppni fer fram í Dublin dag-
ana 3.–19. maí næstkomandi.
Mikið er til af ungum og efnilegum leik-
mönnum núna og ef rétt verður haldið
á spilunum ætti A-landslið karla að eiga
bjarta framtíð. Þessir ungu drengir gætu á
allra næstu árum farið að banka á dyrnar
og þeim þarf að gefa tækifæri. Endurnýjun-
in á A-landsliði karla hefur gengið illa, þeir
sem hafa fengið tækifæri hafa ekki nýtt það
og kjarninn sem ber liðið uppi hefur verið sá
sami í mörg ár. Í þessari samantekt gefur að
líta nokkrar af vonarstjörnum okkar.
Patrik Gunnars-
son (Markvörður –
2000)
Hefur fengið tæki-
færi með Brentford í
næstefstu deild Eng-
lands. Patrik er sonur
Gunnars Sigurðsson-
ar markvarðar. Patrik er
mikið efni og ef hann
heldur rétt á spöðun-
um, gæti hann brotið
sér leið inn í íslenska
landsliðið á næstu
árum og barist við Rún-
ar Alex Rúnarsson um
stöðuna í marki Íslands.
Oliver Stefánsson
(Varnarmaður – 2002)
Öflugur varnarmaður sem gekk
í raðir IFK Norrköping í Svíþjóð
á dögunum. Oliver lék einn leik
með meistaraflokki ÍA síðasta
sumar. Hann er fyrirliði U17 ára
landsliðsins og virðist vera leið-
togi líkt og faðir hans, en Stefán
Þórðarson, fyrrverandi atvinnu-
maður og leikmaður íslenska
landsliðsins, er faðir hans.
Ísak Bergmann Jóhannesson
(Miðjumaður – 2003)
Það virðist ekki vera svo langt í það
að íslenska landsliðið nýti sér krafta
Ísaks. Þessi öflugi miðjumaður á
ekki langt að sækja hæfileikana.
Jóhannes Karl Guðjónsson, faðir
hans, átti afar farsælan feril á með-
al þeirra bestu. Ísak lék einn leik
með ÍA áður en hann var seldur til
IFK Norrköping í vetur, þar er hann
ekki langt frá aðalliði félagsins. Ísak
lék með aðalliðinu í æfingaferð á
dögunum og gæti spilað í efstu deild
Svíþjóðar á komandi leiktíð. Hann
á eftir að taka út líkamlega styrkinn
en skilur leikinn betur en flestir.
Andri Lucas Guðjohnsen
(Sóknarmaður – 2002)
Eftirnafnið gerir alla spennta,
en það ætti að forðast að setja
einhverja auka pressu á kauða,
þrátt fyrir afrekin sem faðir
hans, Eiður Smári, vann á
ferli sínum. Andri Lucas virð-
ist vera fæddur markaskorari
og hann leikur í dag með Real
Madrid. Hann verður 17 ára
á þessu ári og er orðinn lykil-
maður í U19 ára landsliðinu.
Gera má ráð fyrir að hann
verði kallaður inn í U21 árs
landsliðið í næsta verkefni og
svo ætti að styttast í tækifærið
með A-landsliðinu.
Jón Gísli Eyland
Gíslason (Varnar-
maður – 2002)
Varnarmaðurinn er
kominn með reynslu
úr meistaraflokki með
Tindastóli. Hann tók
skrefið til ÍA í vetur
og hefur verið að fá
tækifæri með meist-
araflokknum þar í vet-
ur. Ætti að fá smjör-
þefinn af Pepsi-Max
deildinni í sumar. Fað-
ir hans er fyrrverandi
markvörðurinn Gísli
Eyland Sveinsson.
Orri Hrafn Kjartansson (Miðjumaður – 2002)
Fjölhæfur miðjumaður sem Fylkir seldi til Hollands síðasta sumar. Orri var byrjaður að
spila með meistaraflokki Fylkis áður en Heerenveen í Hollandi festi kaup á honum. Orri er
fjölhæfur miðjumaður og getur leyst bæði varnar- og sóknarhlutverkið.
Andri Fannar
Baldursson (Miðju-
maður – 2002)
Andri gekk í raðir Bologna
á Ítalíu á dögunum frá
Breiðabliki. Andri Fannar
lék sinn fyrsta leik í Pepsi-
-deildinni síðasta sumar,
aðeins 16 ára. Andri Fann-
ar, sem er nýorðinn 17 ára
gamall, er einn efnilegasti
leikmaður landsins og
öflugur miðjumaður sem
getur náð mjög langt.