Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Síða 4
4 30. ágúst 2019FRÉTTIR
Myrkraverk í Ráðhúsinu
E
r ekkert heilagt? Það er
spurning sem hefur hljó-
mað í höfði Svarthöfða alla
vikuna. Frekar klisjukennd
spurning, eitthvað sem Svarthöfði
myndi alla jafna ekki viðurkenna
að velktist um í heilanum á hon-
um, en Svarthöfði finnur bara ekki
betri lýsingu á þeim óskapnaði
sem þessi fréttavika hefur verið.
Svarthöfði hefur í raun klipið sig
oft í handlegginn í vikunni, svo
mikið og fast að sýnilegir mar-
blettir skreyta fagran pabbalík-
amann. Svarthöfða finnst alveg
makalaust að öllu sé hægt að snúa
upp í popúlistavitleysu meðal
þessara þöngulhausa sem vinna
að borgarmálunum. Svarthöfði
hélt nú kannski að matur væri ekki
meðal þess sem misvitrir stjórn-
málamenn gera sig digra með.
Svarthöfða hins vegar skjátlaðist.
Hvernig er hægt að hafa ímynd-
unarafl til að sveipa sig annað-
hvort kjúklingabauna- eða nauta-
kjötsskykkju og skipta þjóðinni
í tvær fylkingar eins og hendi
væri veifað? Svarthöfða finnst
það ákveðinn hæfileiki út af fyr-
ir sig, þótt vafasamur hæfileiki
sé. Getur verið að það sé verið að
slá ryki í augu okkar borgarbúa
með þessari vitleysu? Er eitthvað
í gangi þarna í Ráðhúsinu sem er
svo ógeðslegt, svo myrkt og við-
bjóðslegt að henda þarf í gang fá-
ránlegum skoðanaskiptum um
mat til að slá okkur út af laginu?
Hvaða myrkraverk gætu það verið?
Svarthöfði nefnilega neitar að
trúa því að borgarfulltrúar verði
svo blóðheitir út af grænmeti. Það
hlýtur að liggja eitthvað meira að
baki. Við Íslendingar hljótum þá
að minnsta kosti að vera heims-
kasta þjóð í heimi fyrir að leyfa
þessum popúlistum að ráðskast
svo mikið með hausinn á okk-
ur að við froðufellum yfir því
hvort börnin okkar fá kjöt eða
grænmeti, eða hvort tveggja, eða
hvorugt í matinn í skólanum.
Það er
staðreynd að…
Fredric Baur lét jarða sig í Pringles-dós,
en hann fann einmitt upp á því íláti.
Í Eþíópíu eru mánuðirnir þrettán.
Banani er skilgreindur sem ber.
Fram til ársins 1984 voru hundar
bannaðir í Reykjavík
Í rúm 3.500 ár hefur heimsfriður
verið á tæpum 230 árum samanlagt.
Hver er
hún
n Hún er fædd 7.
febrúar árið 1962.
n Hún nam sellóleik
í Tónlistarskóla
Akraness, Tónlistar-
skóla Reykjavíkur og Tónlistarskóla
Garðabæjar.
n Hún sá um tónlist í uppfærslu
Þjóðleikhússins á Kirkjugarðs-
klúbbnum.
n Hún var kjörin textahöfundur
ársins á Íslensku tónlistarverð-
laununum fyrir árin 1993 og 1994.
n Hún hefur spilað með hljóm-
sveitunum Tweety og Borgardætr-
um, svo dæmi séu nefnd.
SVAR: ANDREA GYLFADÓTTIR
Svarthöfði
Segist hafa verið hent
út á götu af leigusala
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is
H
inn ítalski Luudovico
Destifano segir farir sínar
ekki sléttar af samskiptum
sínum við íslenskan leigu-
sala. Segist hann hafa endað á göt-
unni þann 14. ágúst síðastliðinn
eftir að búið var að henda öllum
hans eigum út úr íbúðinni, þrátt
fyrir að hann sé með skriflegan
leigusamning. Segir hann leig-
usalann eiga við alvarleg, geðræn
vandamál að stríða.
Fór fram á skriflegan samning
Í samtali við DV segist Luudovico
hafa komið til Íslands vegna
mögulegs atvinnutækifæris en
hann er með háskólagráðu í við-
skiptafræði frá Bretlandi. „Ég vil
vera á Íslandi vegna þess að hef
trú á markaðnum og fólkinu sem
býr hérna.“
Luudovico segist hafa verið bú-
inn að kanna leigumarkaðinn á
Íslandi áður en hann kom hing-
að til lands og meðal annars hafi
hann skoðað auglýsingar á Face-
book-hópnum Leiga.
Þar hafi hann séð auglýsingu
frá íslenskri konu. Um var að ræða
herbergi í íbúð konunnar í þríbýl-
ihúsi miðsvæðis í höfuðborginni.
„Ég hitti hana og við gerðum
samning um að ég myndi leigja
herbergið í einn mánuð.“
Hann segir konuna hafa far-
ið fram á hann myndi greiða alla
leiguna fyrirfram og í reiðufé, en
þau hafi sammælst um að sleppa
greiðslu á tryggingu.
„Hún vildi ekki hleypa mér inn
í íbúðina fyrr en hún sæi pening-
ana,“ segir Luudovico og bæt-
ir við að hann hafi þurft að þrýsta
á konuna um að útbúa skriflegan
samning. Það hafi hún að lokum
gert og þau síðan undirritað. Sam-
kvæmt þeim samningi var leigu-
tímabilið 1. ágúst til 31. ágúst.
Hringdi á lögreglu
Hann segir að fljótlega hafi hann
orðið var við furðulega hegðun
hjá leigusalanum. Hún hafi til að
mynda meinað honum að borða
eftir klukkan 10 á kvöldin og í eitt
skipti hafi hún reiðst þegar hann
hugðist taka fötin sín úr þurrkar-
anum, sem staðsettur er í kjallara
hússins. „Þá snarreiddist hún og
öskraði á mig að ég gæti ekki bara
gert það sem ég vildi, það væri
hún sem réði og ég þyrfti að hlýða
hennar reglum.“
Luudovico nefnir að í eitt skipti
hafi konan hringt á lögregluna
af engri augljóstri ástæðu. „Lög-
reglan spurði mig hvort ég væri
með skriflegan samning og sýndi
þeim hann. Mér skilst að þessi
kona sé þekkt fyrir þessa hegðun
og að þetta sé ekki í fyrsta skipti
sem þeir hafa afskipti af henni.
Einn lögreglumaðurinn tók mig
til hliðar og ráðlagði mér vingjarn-
lega að finna mér annan stað til
vera á. Ég sagði honum að það
væri ekki svo auðvelt, enda veit
ég að leigumarkaðurinn er erfiður
hérna á Íslandi.“
Hann segir lögreglumennina
hafa verið yfirvegaða og kurteisa
og lagt sig fram við leysa málið.
Konan, leigusalinn, hafi hins vegar
reynst ósamvinnuþýð í alla staði.
Þá segir hann konuna hafa neit-
að að tala meira við lögregluna og
lokað á þá dyrunum.
Endaði á götunni
Luudovico segist hafa farið út fyrri
part dagsins 14. ágúst til að sinna
íslenskunámi á bókasafni. Þegar
hann kom til baka hafi konan ver-
ið búinn að henda fötunum hans
og öllum eigum út á götu, þar sem
þau lágu á víð og dreif. Þá hafi hún
verið búin að skipta um lás á úti-
dyrahurðinni.
„Ég hringdi þá aftur á lög-
regluna, en það var ekkert sem
lögreglan gat gert. Þetta er hennar
íbúð og hún ræður hvað hún ger-
ir. Ég var á götunni í fimm klukku-
tíma, einn með allar mínar eig-
ur, skjálfandi. Þetta var hræðilegt.
Ég endaði úti á götu, þrátt fyrir að
vera með undirritaðan leigusamn-
ing og þrátt fyrir að vera búinn að
greiða heilan mánuð í leigu!“
Luudovico segist hafa verið í
sambandi við syni og dóttur kon-
unnar eftir þetta og öll hafi þau
verið „eyðilögð“ vegna framkomu
hennar. „Yngri sonurinn bauðst
meira að segja til að fara í bankann
og taka pening út af eigin reikningi
til að borga mér leiguna til baka,
þrátt fyrir að hann væri sjálfur
að fara að gifta sig eftir nokkra
klukkutíma,“ segir Luudovico og
bætir við að hann hafi afþakkað
boðið og frekar viljað leysa málið
með öðrum hætti.
Luudovico segir að loks hafi
honum tekist að útvega sér annað
herbergi til leigu og hafi núverandi
leigusali sýnt honum mikinn
skilning. Hann segist vera búinn
að leita réttar síns í málinu og að
nágrannar konunnar geti vitn-
að um að hann sé ekki fyrsti leigj-
andinn sem fer illa út úr samskipt-
um sínum við hana.
„Ég er búinn að tala við þrjá lög-
fræðinga og þetta er komið í ferli.
Það eru vitni og lögregluskýrslur
til staðar. Þetta er skýrt brot á mín-
um réttindum. Ég veit að ég hef
fullan rétt til að vera í íbúðinni til
31. ágúst.Ég vil vara aðra leigjend-
ur við henni. Ég veit að ég er ekki
sá fyrsti, þó svo að ég sé sá fyrsti
sem leitar réttar síns. Þessi mann-
eskja þarf hjálp. Mér skilst að þetta
sé ekki einsdæmi hérna á Íslandi,
og að þetta sé mikið stundað á
leigumarkaðnum.“ n