Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.2019, Side 6
6 30. ágúst 2019FRÉTTIR Þvo hendur sínar af ryksuguróbótum n Fyrirtækinu Renmax lokað fyrirvaralaust n Viðskiptavinir sitja eftir með sárt ennið n „Ég vil fá peninginn minn til baka“ É g var búin að borga og ryksugan var alltaf á leiðinni. Nú er búið að loka öllu hjá þeim og netfangið einnig óvirkt. Ég er að pæla í að kæra. Ég vil fá peninginn minn til baka,“ segir kona, sem kýs að njóta nafn- leyndar, í samtali við DV um við- skipti sín við fyrirtækið Renmax. Fyrirtækið hóf starfsemi í fyrra og seldi ryksuguróbóta á hag- stæðara verði en gerist og gengur. Var fyrir tækið með heimasíðu og virka Facebook-síðu. Jafnframt var fyrirtækið skráð með skrifstofu við Suðurlandsbraut í Reykja- vík, með skrifstofutíma frá 8 til 20 og símanúmer í símaskrá. Fyrir- tækið afgreiddi eitthvert magn af ryksuguróbótum og viðskiptavinir virtust almennt ánægðir með vör- una. Öllum samskiptaleiðum lokað Um mitt sumar fóru hins vegar grunsemdir viðskiptavina Ren- max að vakna þegar sendingar af ryksuguróbótum, sem búið var að greiða fyrir, komu ekki til lands- ins. Þeir viðskiptavinir sem DV hefur rætt við segja að þær upp- lýsingar hafi borist frá Renmax að sending væri væntanleg í júlí, en sú sending kom aldrei. Svo fór að fyrir tækið hætti að svara skilaboðum þeirra viðskiptavina sem DV talaði við og í byrjun ágúst var líkt og heimasíðunni hefði verið lok- að og netfang- ið gert óvirkt. Nokkrum dög- um síðar, eða um eða eftir miðjan ágúst, kom heimasíð- an aftur í loftið með þeim skila- boðum að vef- síðan lægi niðri og hægt væri að hafa samband við fyrirtækið í gegnum netfangið ren- max@renmax.is. Þann póst fengu viðskipta- vinir hins vegar í hausinn. Nú fyr- ir nokkrum dögum var síðan búið að taka niður Facebook-síðu fyrir- tækisins og fjarlægja símanúmerið úr símaskrá. Tveimur dögum áður en DV fór í prentun var búið að breyta skilaboð- um á heimasíðu fyr- irtækisins á þá leið að fyrirtækið væri hætt rekstri. Þá voru við- skiptavinir Renmax, sem DV talaði við, ekki búnir að heyra frá fyrirtækinu síðan um mitt sumar og ekki höfðu ekki verið upplýstir um rekstrarstöðvunina. „Af óviðráðan- legum ástæð- um getur Ren- max ekki haldið áfram rekstri á Íslandi. Þetta er búið að vera einstakt ferðalag og við þökkum viðskiptavinum okkar fyrir við- skiptin og einstaka velvild frá upphafi. Takk fyrir okkur,“ stendur nú á heima- síðunni. Varar við svindli í netverslunum Breki Karlsson, formaður Neyt- endasamtakanna, segir í samtali við DV að þrjú mál tengd Ren- max séu nú á borði samtakanna í skoðun. Hann segir þá neytendur sem hafa greitt fyrir vöru hjá Ren- max með greiðslukorti eða Net- gíró geta haft samband við sína greiðslumiðlun og feng- ið endurgreitt. Hins vegar missa gjafa- kort gildi sitt við greiðslustöðv- un. „Þeir sem hafa greitt með reiðu- fé eða eiga gjafakort sitja eftir með sárt ennið,“ segir Breki. Breki segist ekki vita hvort Ren- max hafi stundað ólöglega við- skiptahætti eða einhvers konar svindl á netinu, en hvetur neyt- endur til að vara sig á netverslun- um þar sem erlendar svindlversl- anir skjóti reglulega upp kollinum. „Því miður er mikið um netsvindl. Þá eru settir upp eins konar frontar og fólk platað til að kaupa vöru á lægra verði en býðst annars staðar. Þannig eru hafðir fjármunir af grandalausum. Það er eitthvað sem fólk þarf að varast mjög á netinu. Neytendur þurfa að passa að versla bara við viður- kennda aðila og kanna hvort við- komandi verslun sé ný af nál- inni. Það eru síður á netinu, eins og Trustpilot, þar sem hægt er að ganga úr skugga um hvort aðr- ir hafi lent í veseni með viðkom- andi verslun,“ segir Breki og held- ur áfram. „Ég hef ekki heyrt um íslenskar svindlsíður á netinu en það mjög alvarlegt ef slíkt kem- ur til Íslands því fólk hefur aukið traust á því sem það þekkir.“ Áminntur af Neytendastofu Fyrirtækið sem heldur utan um reksturinn á Renmax er Nordecom ehf. Það var stofnað í júní í fyrra og er í eigu Tryggva Gunnarssonar, sem er tvítugur, og Jóhanns Bjarna Péturssonar, sem er 24 ára. Jóhann Bjarni situr í stjórn Nordecom ehf. og er einnig skráður prókúruhafi. Þá er hann einnig stofnandi tveggja annarra fyrirtækja; heildverslun- arinnar Sölubrúar ehf. og fram- leiðslufyrirtækisins Árheims ehf. Hann situr einnig í stjórn JST ehf., sem samkvæmt fyrirtækja- skrá stundar smásölu á netinu. Tryggvi er prókúruhafi í síðast- nefnda fyrir tækinu og situr einnig í stjórn þess. Þá er Tryggvi einnig í stjórn og skráður prókúruhafi hjá fyrirtækinu Stratton ehf. Það fyrir- tæki hélt utan um vefsíðuna gam- atilbod.is sem er ekki lengur virk. Neytendastofa áminnti Stratton ehf. í fyrra fyrir að auglýsa lækkað verð á vörum án þess að hafa sýnt fram á verðlækkun. Var fyrirtæk- inu bannað að viðhafa þessa við- skiptahætti. Nokkrum vikum áður en Neytendastofa birti úrskurðinn voru miklar umræður á Bland þar sem varað var við viðskiptum við gamatilbod.is þar sem um væri að ræða ódýrar vörur af Ali Express sem seldar voru á uppsprengdu verði. n Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is „Því miður er mikið um netsvindl“ Ryksugan Hér er fræga ryksugan. Mynd: Skjáskot/ Facebook Þrjú mál á borði samtak- anna Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Lækkað verð Renmax auglýsti ryksuguróbót á betra verði en gengur og gerist. Mynd: Skjáskot

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.