Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2004, Síða 2

Skessuhorn - 21.12.2004, Síða 2
2 ÞRIÐTUDAGUR 21. DESEMBER 2004 an£99Unui.. Til minnis jólin. Þann 24. desember n.k. verbur abfangadagur um allt land, daginn eftir jóladagur og lokst annar í jólum. Óvenju snubbótt jól frá sjónarhóli launamanns- ins þar sem abfangadag ber upp á föstudag o.s.frv. Notib því jólin vel og ver- ib gób hvert vib annab. m Ve?RThorftfr Þab snýst í norbanátt í dag, slyddu eba snjókomuog kólnandi vebur. Norövest- anátt og él verbur hér Vest- anlands á mibvikudag og talsvert frost. Á Þorláks- messu, Abfangadag og jóladag lítur út fyrir norö- anátt meb snjókomu eöa éljum, en lengst af bjart- vibri sunnanlands. Þab er því lítill vafi á því ab hér verba hvít jól. Til hamingju meb þab krakkar! SptTrnincj viktAnrtar I síbustu viku spuröum vib: „Hlakkar þú til jólanna?" Úrslit urbu eftirfarandi: „Já, alveg rosalega" 43,8%, „já, pínulítib" 32,5%, „Nei, eiginlega ekki" 11,2%, „Nei, alls ekki", 12,5%. Það sem eftir lifir þessa árs spyrjum við: „Strengir þú áro- mótaheit?" Svarið skýrt og skilmerkilega á www.skessuhorn. is Vestlendirujtvr viktynnar Eru krakkarnir í Grunnskóla Borgarness sem stóbu fyrir útvarpsrekstri í Borgar- byggb í vikunni, jólaút- varpib FM Óöal. Vilja ekki hreindýr í hreppinn Hreppsnefnd Reykhóla- hrepps hefur tekið fyrir erindi frá Skotveiðifélagi Islands, und- irritað af Sigmari B Haukssyni formanni, þar sem greint er frá áhuga félagsins á að hreindýr yrðu flutt frá Austurlandi til annarra staða á landinu. Meðal þeirra staða sem helst þóttu koma til greina var Barða- strönd. I bréfinu var tilgreint að gert yrði ráð fyrir að dýrin yrðu þá jafhframt í Djúpinu, Stein- grímsfirði, Bitrufirði og Kolla- firði. Erindi Skotvís var að kanna hug sveitarstjórnarmanna til málsins áður en því yrði fýlgt frekar eftir. Undirtektir hrepps- nefndarmanna voru vægast sagt neikvæðar en hreppsnefnd sam- þykkti samhljóða að hafna hug- myndum Skotvís. GE Hreppsnefnd Reykhólahrepps leggst gegn því að hreindýr fái lög- heimili á Barðaströnd. Svæðisskipulag sunnan Skarðsheiðar fellt niður Akurnesingar segja mikla hagsmuni í húfi og vilja halda í skipulagið Fjögur sveitarfélög í Borgar firði sunnan Skarðsheiðar vilja fella úr gildi svæðisskipulag sem nær meðal annars til Grundartangasvæðisins þar sem gríðarleg uppbygging er fýrirsjáanleg á næstu árum. Akraneskaupstaður telur hins- vegar nauðsynlegt að halda skipulaginu. Svæðisskipulagið nær til fimm sveitarfélaga; Skilmanna- hrepps, Leirár og Melahrepps, Innri Akraneshrepps, Hval- fjarðarstrandarhrepps og Akra- neskaupstaðar. Það á að gilda fyrir árin 1992 - 2012. I ágúst sl. óskaði Hvalfjarðarstrandar- hreppur hinsvegar eftir því að skipuð yrði samvinnunefnd um breytingar á skipulaginu og í framhaldi af þeirri vinnu hefur komið fram ósk frá öllum sveitarfélögunum, nema Akra- neskaupstað, þess efnis að svæðisskipulagið verði fellt úr gildi. Bæjarstjórn Akraness hefur lagst alfarið gegn því að kasta svæðisskipulaginu fýrir róða og á fundi hennar í liðinni viku var bókað að afar brýnt sé að tekið sé á sameiginlegum hags- munamálum svæðisins í heild í svæðisskipulagi, ekki síst vegna uppbyggingar athafnasvæðis- ins á Grundartanga. Miklir hagsmunir séu í húfi að vel tak- ist til við að skapa skýra fram- tíðarsýn og þar gegni svæðis- skipulag mikilvægu hlutverki. Hallfreður Vilhjálmsson oddviti Hvalfjarðarstrandar- hrepps segir ástæðuna fýrir því að hrepparnir fjórir hafi lagt til að svæðisskipulagið yrði fellt úr gildi, einfaldlega vera þá að þeir hafi allir staðið í vinnu við gerð aðalskipulags undanfarin ár. Þeirri vinnu sé nú að ljúka og að þegar sveitahrepparnir fjórir verði sameinaðir, eins og þegar hefur verið samþykkt, verði til aðalskipulag fýrir allt svæðið að Akranesi undan- skildu. Hallfreður segir til- gangslaust að hafa í gildi bæði aðalskipulag og svæðisskipulag fyrir sama svæðið en þó sé full ástæða til að hafa samstarf um skipulagsmál við nágranna- sveitarfélögin og til greina komi að hafa gildandi svæðis- skipulag um ákveðna þætti. Það megi hinsvegar ekki gera úlfalda úr mýflugu því ekkert hafi enn verið ákveðið en mál- in verði afgreidd í sátt og sam- lyndi við alla nágranna. GE Stoftia sjóð vegna íþróttamannvirkj a Bæjarstjórn Akraness hefur samþykkt að stofnaður verði sjóður sem hafi það hlutverk að standa undir uppbyggingu íþróttamannvirkja í bæjarfé- laginu á næstu árum. Gert verði ráð fýrir byggingu fjöl- nota íþróttahúss á Jaðarsbökk- um, framkvæmdasamningi við Golfklúbbinn Leyni og fram- kvæmdum vegna sundlaugar- mála á Jaðarsbökkum, en þar er fyrirhugað að reisa nýja innilaug. Kostnaður við þessar framkvæmdir verði vistaðar undir nýja sjóðnum og að gert verði ráð fýrir framlögum úr aðalsjóði til að standa undir kostnaði við þau verkefni sem farið verður í. MM Hross fældist og hljóp fyrir bíl Síðastlið fimmtudagskvöld var ekið á hross skammt ffá hesthúsahverfinu í Borgarnesi. Engin slys urðu á fólki en hross- ið drapst samstundis. Atvik voru með þeim hætti að maður var á útreiðum skammt £rá hesthúsa- hverfunum ofan við Borgarnes þegar hesturinn sem hann reið hnaut og maðurinn datt af baki. Hesturinn fældist og hljóp inn á veginn í veg fýrir flutningabíl. Steinar Snorrason lögreglu- þjónn í Borgarnesi sagði í sam- tali við Skessuhorn að það hafi þó verið lán í óláni að það var flutningabíll sem ók á hrossið en ekki fólksbiffeið því þá hefði ör- ugglega orðið stórslys. Engan mann sakaði sem fýrr segir en vörubifreiðin er stórskemmd eftir áreksturinn. GE Kárastaða- flugvelli frestað Tvör ár eru liðin síðan til stóð að hefja framkvæmdir við Kárastaðaflugvöll í Borgarnesi. Ætlunin var að lengja flugbrautina og leggja á hana bundið slitlag. Miðað var við að völlurinn gæti m.a. nýst fýrir kennsluflug. Framkvæmdir eru hinsvegar ekki hafnar og sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra í sam- tali við Skesshorn að end- urbótum á Kárastaðaflug- velli hafi verið frestað og önnur verkefni sem talin voru brýnni sett framfýrir. Hann sagði að áfram yrði stefnt að endurbótum á flugvellinum en kvaðst ekki geta tímasett þær nákvæm- lega. GE Næsta blað Ritstjórn Skessuhorns fer í frí milli jóla og nýárs og kemur næsta tölublað Skessuhorns því út í byrjun nýs árs, miðvikudaginn 5. janúar 2005. Þá verða með- al annars kynnt úrslit í vali á manni ársins á Vestur- landi 2004. Minnt er á að á- bendingar um kandídata í því vali er hægt að senda á netfangið: ritstjori@skessuhorn.is. Þá skal einnig bent á að aug- lýsingadeild Skessuhorns verður opin á milli jóla og nýjárs, dagana 29. og 30. desember kl. 10-15, en þar er síminn sem fyrr 433- 5500. Akvörðun frestað Eins og sagt hefur verið frá í Skessuhorni er nefnd sem skipuð var af sveitarfé- lögunum á Snæfellsnesi til að kanna kosti og galla sameiningar sveitarfélag- anna að ljúka störfum. Boltinn er því hjá sveitar- stjórnum á Nesinu en á- kveðið hefur verið að fresta frekari afgreiðslu þar til á nýju ári. Þá verður tekin endanleg ákvörðun um það í hverju sveitarfélagi fýrir sig hvort farið verður í formlegar sameiningarvið- ræður og stefnt að kosn- ingu um sameiningu í vor. GE

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.