Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2004, Page 4

Skessuhorn - 21.12.2004, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 ^■uúi9unv/>. WWW.SKESSUHORN.IS Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501 SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-14 ALLA VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf 433 5500 Framkv.stj. og blm. Magnús Magnússon 894 8998 Ritstjóri og úbm: Gísli Einarsson 899 4098 Augl. og dreifing: Iris Arthúrsdóttir 696 7139 Umbrot: Guðrún Björk Friðriksdóttir 437 1677 Prentun: Prentmet ehf. skessuhorn@skessuhorn.is magnus@skessuhorn.is ritstjori@skessuhorn.is iris@skessuhorn.is gudrun@skessuhorn.is .udaga. Skilafreslur auglýsinga er kl. 14:00 ó rent a^að nanta auglýsingaplass tímanlega. Skessuhorn kemur út alla miðviki þriðjudögum. Auglýsendum er Skilafrestur smúauglýsinga er t Blaðið er gefið út í 4.000 eintökum og selt til úskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 850 krónur með vsk. ú múnuði en krónur/50 sé greitt með greiðslukorti. Verð i lausasölu er 300 kr. 433 5500 borni maður þarf að fást við meðan hann dvelst ofar moldu kostar jafn mikið andlegt álag, innri átök og geðsveiflur og biðin eftir því að tæta pappírinn utan af jólagjöfunum með tilheyrandi djöf- ulgangi. Andleg og líkamleg áreynsla sem biðinni fylgir er nær ólýsanleg og loks þegar á hólminn er komið er flestir meðaljónar (Medecine Johns á frummálinu) orðnir það út- taugaðir og yfirkeyrðir að þeir megna vart að njóta augna- bliksins. Þess ber að geta að vandamálið er tvíþætt. Annars vegar er það óvissuástandið sem ríkir síðustu vikurnar fyrir jól og sí- felld heilabrot í vöku og svefni yfir því hvað leynist innan við umbúðirnar, mjúkt eða hart, stórt eða smátt, fallegt eða Ijótt eða yfirhöfuð nokkur skapaður hlutur. Hin hliðin og sú dekkri er þessi innri togstreyta sem flest- ir þurfa að glíma við, það vill segja, á maður eða á maður ekki að stytta sér leið og losa sig við áhyggjurnar með því að gægj- ast á bak við tjöldin og forskoða innihald pakkans. Þessi möguleiki er vissulega fyrir hendi svo fremi að pakkinn sé ekki þeim mun betur falinn og mín reynsla er einmitt sú að vönduð rannsóknarvinna geti svift hulunni af flestum leynd- armálum af þessu tagi. Vandamálið við að fara þessa leið er að tilhlökkuninni er varpað fyrir róða og jólin verða lítils virði fyrir vikið. Nú bregður svo við að allt í einu hefur óvissunni verið eitt því það er búið að höggva á hnútinn og enginn þarf að engj- ast af kvölum fyrir þessi jól. Það var hæstvirtur utanríkisráð- herra sem tók af skarið og tók utan af pakkanum fyrir alla þjóðina. I honum var hvorki meira né minna en afdankaður skákmaður sem kominn var í pattstöðu úti í Japan. Að sjálfsögðu gladdist þjóðin yfir gjöfinni þótt einhverjir kunni að benda á að það þurfi ekki að fylgjast með mörkum íþróttakappleikjum hér á landi til að komast að því að nú þeg- ar er hér alveg þokkalegt framboð af biluðum íþróttamönn- um. Það dylst þó engum að þetta er rándýr og fín gjöf enda hefðu flestir orðið svekktir ef við hefðum bara fengið venju- legan stríðshrjáðan og landflótta verkamann. Maður hefði meira að segja verið svekktur yfir að fá svoleiðis í skóinn. Hvað sem því líður þá vonast ég til að lesendur Skessu- horns fái næg tilefni til að gleðjast yfir hátíðirnar. I það minnsta óska ég þeim sem allra gleðilegastra jóla og þakka fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. Lifið beil. Gísli Einarsson, í síðasta sinn á þessu ári. Pakkhúsið fær andHtslyftingn Endurbótum á öðru af pakk- húsunum tveimur í Englend- ingavík er að verða lokið. Hús- ið var híft af grunni sínum í sumar og síðan hefur grunnur- inn verið endurhlaðinn og gert við burðargrind hússins og það klætt að utan með timbri eins og það var upphaflega. Það eru Hollvinasamtök Englendingavíkur sem standa fyrir endurbótunum en SÓ húsbyggingar sjá um fram- kvæmdina. Stefnt er að því að ráðast í endurbætur á neðra pakkhúsinu á næsta ári ef fjármagn fæst til verksins en leitað hefur verið til fyrirtækja og stofhana jafht í héraði og utan þess eftir stuðn- ingi við verndun og endurbæt- ur húsanna. GE Fjárhagsáædun afgreidd með halla A fundi sinum þann 14. des- fýrir að rekstarniðurstaða verði ember s.l. samþykkti bæjar- stjórn Akraness samhljóða fjár- hagsáætlun Akraneskaupstaðar. Nokkrar breytingar voru gerð- ar á upphaflegu fruinvarpi og voru rekstarliðir hækkaðir um 41,4 m.kr. sem voru einkum hækkanir vegna launaliða. I heild sinni gerir áætlunin ráð neikvæð um 4,06%, veltufé frá rekstri verði 6,89%, veltufjár- hlutfall verði 1,14 og eiginfjár- hlutfall verði 0,57. Heildar tekjur eru 1.914 m.kr. útgjöld eru 1.992 m.kr. Heildar eignir eru 5.112 m.kr. og skuldir og skuldbindingar eru 2.169 m.kr. MM Síðastliðinn mánudag var tekin fyrsta skóftustungan að nýju fjölbýlis- húsi við Borgarbraut i Borgarnesi, sem við sögðum frá f sfðasta Skessuhorni. Það eru smiðirnir Ólafur Axelsson og Stefán Ólafsson sem ætla að byggja húsið. Það var hinsvegar Hjörleifur Stefánsson sem tók fyrstu skóflustunguna með þar til gerðu áhaldi. Mynd: GE Grundfirðingar á Broadway Grundfirðingar ætla að mála bæinn rauðan í febrúar n.k. en þá hefur þeim verið boðið að setja á svið í Reykjavík Vorgleði, en það er hátíð sem Grundfirð- ingar hafa haldið síðastliðin þrjú ár. „Þetta verður svona úrval úr öllum hátíðunum, „best of ‘ vor- gleði getum við sagt,“ segir Gunnar Rristjánsson menning- arfrömuður í Grundarfirði. Vor- gleðin samanstendur af söngat- riðum, mest frá einstaklingum við undirleik hljómsveitar heiinamanna sem einnig mun trilla lýðinn á dansleik á Broad- way að dagskrá lokinni. GE Styrkur til skólahalds vegna verkfalls Á dögunum sendi mennta- málaráðuneytið sveitarstjórnum bréf þar sem ráðuneytið óskaði upplýsinga um með hvaða hætti skólahald verði skipulagt í ein- sökurn sveitarfélögum út skóla- árið í kjölfar verkfalls grunn- skólakennara. Nokkuð hefur verið fjallað um þetta mál af hálfu bæjaryfirvalda á Akranesi og samþykkti bæjarráð á fundi sínum í síðustu viku eftirfarandi bókun: „I því skyni að koma til móts við nemendur 9. og 10. bekkjar grunnskólanna og þá nemendur sem þurfa á sérstakri aðstoð að halda samþykkir bæj- arráð að verja af óráðstöfuðum fjármunum santkvæmt fjárhags- áætlun ársins 2005 kr. 1,5 m.kr. til hvors grunnskóla. Skóla- nefitd og skólastjórum grunn- skólanna er falið að leggja fyrir bæjarráð tillögu um ráðstöfun fjárins." MM Rekstur Bíó- hallarinnar boðinn út Bæjarstjórn Akraneskaupstað- ar hefur samþykkt að bjóða rekstur Bíóhallarinnar út á næsta ári. Bæjarritara hefur verið falið að leggja fyrir bæjarráð tillögu að útboðsgögnum þar sem m.a. verði gert ráð fyrir því að kaup- staðurinn styrki starfsemi húss- ins áffarn og að þar verði haldið úti fjölþættri starfsemi eins og verið hefur fram til þessa, svo sem kvikmyndasýningum, leik- sýningum, tónleikum og þess háttar. Einnig að ýmsum menn- ingarhópum eins og Skagaleik- flokknum verði gert áfram mögulegt að nýta húsið. MM x Osáttur við rjúpnatillögur Snorri Jóhannesson, bóndi og veiðimaður á Augastöðuin í Hálsasveit, er ósáttur við þær til- lögur sem nefnd umhverfisráðu- neytisins um fyrirkomulag rjúpnaveiða hefur sett fram. Þar er meðal annars gert ráð fýTÍr að allir veiðimenn fái útlhlutað jöfhum kvóta. „Það er gert ráð fýrir að allir sitji við sama borð en það gengur bara ekki upp því að landeigendur njóta þá ekki þeirra hlunninda sem jarðir þeirra gefa. Nefndin leggur upp með að þjóðin eigi fuglana. Það er bara della. Fuglinn á sig sjálf- ur þar til hann sest á land þar sem veiðar eru leyfðar, þá er það viðkomandi landeigandi sem á fuglinn. Við höfúm fuglana í fæði á okkar jörðum og teljum okkur því hafa rétt á að skjóta þá þar,“ segir Snorri. GE

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.