Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2004, Page 8

Skessuhorn - 21.12.2004, Page 8
ÞRIÐTUDAGUR 21. DESEMBER 2004 jnMSUtUJ.- Anna Birna, sýslumaður og foreldri er hér að lesa fyrir börnin í grunn- skólanum í Búðardal. Lesio fyrir bömin á aðventunni Sá staður, sem gestafjöldi eykst hvað mest á fyrir jólin í Dölum, er Héraðsbókasafnið. Ekki er það margt sem fæst ó- keypis á þessum tímum en Dalamenn njóta þess eitt árið enn að fá bækurnar frítt að láni og er boðið upp á allar nýjustu jólabækurnar á safninu. Er þetta í takt við Grunnskólann í Búðardal, sem nú á vetrarmán- uðum er í átaki að bæta læsi meðal nemenda skólans. Hafa börnin verið hvött með einum eða öðrum hætti til lesturs og heimsóknir þeirra á bókasafnið hafa aukist. Kom til góðrar samvinnu skólans og heimila í héraðinu og foreldrar barna komu í heimsókn og lásu upp- hátt fyrir nemendurna. SJök. Mikið annríki hjá nemendum TOSKA Frá einum af fjöimörgum tónleikum nemenda Tónlistarskólans sl. þriðjudag. A undanförnum vik- um hafa nemendur Tónlistarskólans á Akranesi haft í nógu að snúast við að halda tónleika í skólanum og víðsvegar um bæinn. Nú í desember hafa verið haldnir sex opin- berir tónleikar á Akra- nesi en auk þess hafa nemendahópar farið og leikið hjá ýmsum félögum og stofnunum og má þar nefna t.d. Oddfellowstúkuna, Kiwanisklúbbinn, Lionsklúbbinn, Orku- veitu Reykjavíkur og víðar. Skólahljómsveit- in hélt sína árlegu jólatónleika fyrsta sunnudag í aðventu og Þjóð- lagasveitin hélt eftirminnilega tónleika í Borgarleikhúsinu og hefúr auk þess Ieikið fyrir m.a. Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík og hjá Alþýðusambandinu. Þá voru haldnir skemmtilegir tón- leikar með Stórsveit skólans og Léttsveit Tónlistarskólans í Reykjanesbæ. Gaman er að geta þess að við skólaslit FVA sl. laugardag útskrifuðust frá hon- um nokkrir nemendur sem einnig stunda nám við Tónlist- arskólann og léku þeir við út- skrifdna. Nemendur Tónlistar- skólans á Akranesi hafa aldrei verið fleiri en í vetur og eru nú rúmlega 300. Kennarar eru 17 auk skólastjóra og aðrir starfs- menn eru tveir. Arið 2005 verður mikið um að vera hjá skólanum því að í nóvember verða liðin 50 ár frá stofnun skólans og er stefnt að því að minnast afmælisins á eft- irminnilega hátt með mikilli tónlistarveislu. Ldrus Sighvatsson Eftirtaldir aðilar óska viðskiptavinum og Vestlendingum öllumgleðilegrajóla, árs ogfriðar með þökkfyrir árið sem er að líða. GARÐAPRESTAKALL Á AKRANESI SKÓLABRAUT 13-17 SlMI 433 1500 .. SAFNAHÚS %JJ BORGARFJARÐAR Sæferðir M þj ónustan Vesturbraut 20 - 370 Búðardalur Sími 434 1611 - Fax 434 1610 Kt. 410300-2220 - Vsk.nr. 88395 OJoza-rl Hársnyrtistofa Kirkjubraut 1 - Akranesi Sími 431 4520 Grundar- tangahöfn Stafna á milli ehf Útfararþjónusta Þorbergs Þórðarsonar Heiðargerði 3 Akranesi Varmalandsskóli Varmalandi Borgarbyggð

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.