Skessuhorn - 21.12.2004, Page 17
aHlíSSUIlUi..
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004
17
Vesturland 2004 í máli og myndimi
Ami níræður
Einn ötulastí talsmaður bindindismála hér á landi undanfarin
ár er tvímælalaust hin aldna kempa Arni Helgason í Stykkis-
hólrni. Hann fagnaði níu áratugum með vinum og velunnur-
um í samkomuhúsinu í Hólminum í mars. Við látum hér fylgja
með eina þekktustu lausavísu Arna þar sem hann fer ákveðn-
um orðum um baráttu sína gegn áfengisbölinu:
Hófdrykkjan er heldurflá,
henni er valt að jrjóna.
Hún er bara byrjmi á
að breyta manni í róna.
Fyrirtækjaklasar
Mikil undirbúningsvinna fór fram
á árinu vegna myndunar svokall-
aðra fyrirtækjaldasa í Borgarfirði.
Aðferðafræðin byggir á samstarfi
eða neti fyrirtækja og stofnana í
svipaðri atvinnustarfsemi á á-
kveðnum svæðum, jafnvel þó þau
séu í samkeppni, samstarf í mark-
aðssetningu og fleiri þáttum með
það fyrir augum að efla atvinnu á
svæðinu. Að þessari vinnu hafa
nokkrar stofnanir og fyrirtæki í Borgarfirði staðið á árinu und-
ir stjórn m.a. SSV þróunar og ráðgjafar, Iðntæknistofnunar og
ráðgjafarfyrirtækisins Calculus. Vifill Karlsson atvinnuráðgjafi
kynnti meðal annars verkefnið í Skessuhorni.
Kraftur í álinu
I mars urðu eigendaskipti á Norðuráli á Grundartanga þegar
Century Aluminium Company keypti fyrirtækið af frumkvöðl-
inum Kenneth Peterson. Línur fóru að skírast um stækkun
verksmiðjunnar í framhaldinu og þegar samningar höfðu náðst
um orkusölu tíl stækkaðrar verksmiðju var þann 9. maí tekin
fyrsta skóflustungan að stækkun verksmiðjunnar. Hún mun í
þessum áfanga stækka í 212.000 tonna framleiðslugetu og jafn-
vel meira innan langs tíma. Framkvæmdir eru nú á fullu við
byggingu nýrra kerskála og annarra mannvirkja.
Kennslu- og rannsóknafjós
Fyrr á þessu ári var nýtt og nútímalegt 1600 fm fjós vígt á
Hvanneyri. Við það batna mjög aðstæður til kennslu og rann-
sókna í hverskyns nautgripafræðum á Hvanneyri. Nýja fjósið
leystí af hólmi hitt „Nýja fjósið,“ sem svo var einatt nefnt þrátt
fyrir að það hafi þjónað hlutverki kennslufjóss á staðnum allar
götur frá 1929. Hér er Magnús B Jónsson, rektor LBH í síð-
ustu kennslustundinni í því fjósi þar sem hann fræddi nokkra
af verðandi bændur þessa lands uin kúadóma.
Fegurst allra
Ragnheiður Björnsdóttir,
19 ára Skagamær, var á ár-
inu kjörin Ungfrú Vestur-
land 2004. Fyrir skömmu
fór einnig fram val á mynd-
arlegasta karlmanninum á
svæðinu og reyndist það að
þessu sinni vera Haukur
Armannsson, einnig af
Akranesi.
Þakleki vegna tjaldhæla
Það má segja að óvenjulegt tjón hafi orðið á þaki íþróttahúss-
ins í Olafvík fyrr á árinu. Þakið fór að leka og í ljós kom að lek-
inn stafaði af því að tjaldað hafði verið á þakinu sem er tyrft að
hluta og því vel gróinn og sléttur blettur einkar vel lagaður
sem tjaldstæði.
<$*SPM
SPARISJÓÐUR MÝRASÝSLU - HORNSTEINN í HÉRAÐI
Borgarbraut 14 ■ 310 Borgarnes ■ Sími 430 7500 ■ Fax 430 7501 ■ spm@spm.is ■ www.spm.is
OPIÐ
Virka daga 9.15-16.00
Hyrnutorg & Borgarbraut 14
HRAÐBANKARSPM
* w ..
Hyrnan
Hyrnutorg
Borgarbraut 14
c Viöskiptahóskólinn Bifröst