Skessuhorn - 21.12.2004, Side 26
26
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004
S
Frá pallborðsumræðum FM Óðals.
Jólaútvarp Óðals
í síðustu yiku starfræktu nemendur
Grunnskólans í Borgarnesi sitt árlega
jólaútvarp, FM Oðal og gerðu það af
stakri prýði að vanda. Boðið var upp á
fjölbreytt efni og samkvæmt venju sá
fréttastofan um pallborðsumræður, und-
ir stjórn Bjarka Kristjánssonar frétta-
stjóra, þar sem Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra og Bergþór Ólason að-
stoðarmaður hans voru á meðal gesta.
Einnig komu þangað bæjarstjórnar-
menn, kaupmenn, yfirlögregluþjónn og
sóknarprestur.
GE
Sem kunnugt er hefur verið opnað fyrir umferð um nýjan veg yfir Kolgrafarfjörð. Enn er þó
lokafrágangur eftir og í síðustu viku voru starfsmenn að koma fyrir vegstikum til að varða
leiðina. Mynd: Sverrir
Kirkjukór Olafsvíkur
gefur út jólablað
I síðustu viku kom út kórblað
Kirkjukórs Ólafsvíkur 2004.
Kórinn hefur reynt að standa
að svipaðri útgáfu annað hvert
ár. I blaðinu er fjallað um kór-
starfið á sl. ári, ferðalög og tón-
leika. Riíjuð er upp ferð kórsins
í Rangárþing og Mýrdal nú á
haustdögum með tilheyrandi
myndum þar sem m.a. má sjá
kórinn sigla í gegnum gatið á
Dyrhólaey á hjólabáti og syngja
á tónleikum í Þykkvabæjar-
kirkju. I blaðinu er einnig sagt
frá fyrirhugaðri ferð kórsins til
Þýskalands nk. haust. Sögur,
ljóð og stutt viðtöl við íbúa bæj-
arfélagsins um jólaundirbún-
inginn er líka meðal þess sem
prýðir blaðið. Þá er jólahug-
vekja eftir sóknarprestinn í
Ólafsvík, sr. Óskar Hafstein
Oskarsson og afar skemmtileg
frásögn af bernskujólum Elín-
borgar Agústsdóttur frá Máva-
hlíð. Rúmlega 20 manns eru í
Kirkjukór Ólafsvíkur, kórstjóri
er Veronica Osterhammer og
undirleikari Valentina Kiai.
MM
Af brídslífi Borgfirðinga
Frá jólasveinatvímenningi félagsins sl. föstudagskvöld.
Á mánudag í síðustu
viku lauk aðaltvímenn-
ingi Bridsfélags Borg-
arfjarðar en félagið
spilar öll mánudags-
kvöld í Logalandi í
Reykholtsdal. Þátttaka
í bridsstarfi í héraðinu
er, ólíkt sambærilegum
félögum víða um land,
alltaf að eflast og til
marks um það tóku 22
pör þátt í tvímenn-
ingnum að þessu sinni.
Fjölgun félaga í BB
má rekja til nokkurra
þátta. Spilarar eru
farnir að koma frá Bif-
röst auk þess sem
nokkrir Borgnesingar spila nú í Loga-
landi. Félagið hefur lagt áherslu á ný-
liðun í félaginu og námskeið hafa verið
haldin fýrir ungmenni sem eldri félagar
taka einatt vel á móti og líta á sem jafh-
ingja frá fýrstu stundu. Einnig má vafa-
lítið þakka vöxt í félaginu þeirri góðu
stemningu sem jafnan ríkir meðal
bridsspilara á þessum stað, en hún er að
sögn kunnugra, léttari en víðast hvar
annarsstaðar.
Eins og mörg undanfarin ár lauk
starfinu fýrir áramót með því að spilað-
ur var svokallaður jólasveinatvímenn-
ingur. Þá er sá siður viðhafður að pörin
draga sig saman og síðan er spilað fram
á nótt. Jólasveina tvímenningar þessa
árs urðu þeir Ásgeir Ásgeirsson, Bifröst
og Magnús Magnússon í Birkihlíð. I
öðru sæti urðu Sveinbjörn Eyjólfsson á
Hvanneyri og Orn Einarsson í Mið-
garði. I þriðja sæti urðu Hrefna Jóns-
dóttir í Björk og Ingimundur Jónsson í
Deildartungu.
Það voru þeir félagar Sveinbjörn Eyj-
ólfsson og Lárus Pétursson sem sigr-
uðu í aðaltvímeningi félagsins, eins og
oft áður, og voru þeir heilum 103 stig-
um hærri en parið sem varð í öðru sæti,
en það voru þau Anna Einarsdóttir og
Jón H Einarsson úr Borgarnesi. I þriðja
sæti urðu gömlu kempurnar Þorvaldur
Pálmason og Jón Viðar Jónmundsson,
en þess má geta að þeir aka vikulega úr
Reykjavík til að spila með gömlu spila-
félögum sínum í Logalandi. I fjórða
sæti urðu síðan Kristján Axelsson og
Örn Einarsson og í fimmta sæti for-
maður félagsins; Jón Eyjólfsson ásamt
Baldri Björnssyni. MM
okhaid og uppgjor
Hpékstrarráögjöf %
misiengd þjónusta^
M2:ráðgjöf ehFM
Kirkjubraut 54-56 .? Akranesi
?? KKflíl _ fg&A'}? KZM _ mO(r\
33 5501 - m2(a)m2.is
simi 433 550