Skessuhorn


Skessuhorn - 21.12.2004, Qupperneq 26

Skessuhorn - 21.12.2004, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 S Frá pallborðsumræðum FM Óðals. Jólaútvarp Óðals í síðustu yiku starfræktu nemendur Grunnskólans í Borgarnesi sitt árlega jólaútvarp, FM Oðal og gerðu það af stakri prýði að vanda. Boðið var upp á fjölbreytt efni og samkvæmt venju sá fréttastofan um pallborðsumræður, und- ir stjórn Bjarka Kristjánssonar frétta- stjóra, þar sem Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra og Bergþór Ólason að- stoðarmaður hans voru á meðal gesta. Einnig komu þangað bæjarstjórnar- menn, kaupmenn, yfirlögregluþjónn og sóknarprestur. GE Sem kunnugt er hefur verið opnað fyrir umferð um nýjan veg yfir Kolgrafarfjörð. Enn er þó lokafrágangur eftir og í síðustu viku voru starfsmenn að koma fyrir vegstikum til að varða leiðina. Mynd: Sverrir Kirkjukór Olafsvíkur gefur út jólablað I síðustu viku kom út kórblað Kirkjukórs Ólafsvíkur 2004. Kórinn hefur reynt að standa að svipaðri útgáfu annað hvert ár. I blaðinu er fjallað um kór- starfið á sl. ári, ferðalög og tón- leika. Riíjuð er upp ferð kórsins í Rangárþing og Mýrdal nú á haustdögum með tilheyrandi myndum þar sem m.a. má sjá kórinn sigla í gegnum gatið á Dyrhólaey á hjólabáti og syngja á tónleikum í Þykkvabæjar- kirkju. I blaðinu er einnig sagt frá fyrirhugaðri ferð kórsins til Þýskalands nk. haust. Sögur, ljóð og stutt viðtöl við íbúa bæj- arfélagsins um jólaundirbún- inginn er líka meðal þess sem prýðir blaðið. Þá er jólahug- vekja eftir sóknarprestinn í Ólafsvík, sr. Óskar Hafstein Oskarsson og afar skemmtileg frásögn af bernskujólum Elín- borgar Agústsdóttur frá Máva- hlíð. Rúmlega 20 manns eru í Kirkjukór Ólafsvíkur, kórstjóri er Veronica Osterhammer og undirleikari Valentina Kiai. MM Af brídslífi Borgfirðinga Frá jólasveinatvímenningi félagsins sl. föstudagskvöld. Á mánudag í síðustu viku lauk aðaltvímenn- ingi Bridsfélags Borg- arfjarðar en félagið spilar öll mánudags- kvöld í Logalandi í Reykholtsdal. Þátttaka í bridsstarfi í héraðinu er, ólíkt sambærilegum félögum víða um land, alltaf að eflast og til marks um það tóku 22 pör þátt í tvímenn- ingnum að þessu sinni. Fjölgun félaga í BB má rekja til nokkurra þátta. Spilarar eru farnir að koma frá Bif- röst auk þess sem nokkrir Borgnesingar spila nú í Loga- landi. Félagið hefur lagt áherslu á ný- liðun í félaginu og námskeið hafa verið haldin fýrir ungmenni sem eldri félagar taka einatt vel á móti og líta á sem jafh- ingja frá fýrstu stundu. Einnig má vafa- lítið þakka vöxt í félaginu þeirri góðu stemningu sem jafnan ríkir meðal bridsspilara á þessum stað, en hún er að sögn kunnugra, léttari en víðast hvar annarsstaðar. Eins og mörg undanfarin ár lauk starfinu fýrir áramót með því að spilað- ur var svokallaður jólasveinatvímenn- ingur. Þá er sá siður viðhafður að pörin draga sig saman og síðan er spilað fram á nótt. Jólasveina tvímenningar þessa árs urðu þeir Ásgeir Ásgeirsson, Bifröst og Magnús Magnússon í Birkihlíð. I öðru sæti urðu Sveinbjörn Eyjólfsson á Hvanneyri og Orn Einarsson í Mið- garði. I þriðja sæti urðu Hrefna Jóns- dóttir í Björk og Ingimundur Jónsson í Deildartungu. Það voru þeir félagar Sveinbjörn Eyj- ólfsson og Lárus Pétursson sem sigr- uðu í aðaltvímeningi félagsins, eins og oft áður, og voru þeir heilum 103 stig- um hærri en parið sem varð í öðru sæti, en það voru þau Anna Einarsdóttir og Jón H Einarsson úr Borgarnesi. I þriðja sæti urðu gömlu kempurnar Þorvaldur Pálmason og Jón Viðar Jónmundsson, en þess má geta að þeir aka vikulega úr Reykjavík til að spila með gömlu spila- félögum sínum í Logalandi. I fjórða sæti urðu síðan Kristján Axelsson og Örn Einarsson og í fimmta sæti for- maður félagsins; Jón Eyjólfsson ásamt Baldri Björnssyni. MM okhaid og uppgjor Hpékstrarráögjöf % misiengd þjónusta^ M2:ráðgjöf ehFM Kirkjubraut 54-56 .? Akranesi ?? KKflíl _ fg&A'}? KZM _ mO(r\ 33 5501 - m2(a)m2.is simi 433 550
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.