Skessuhorn - 21.12.2004, Page 48
48
ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004
utttðDUnu...
Ung Skagastúlka dvelur í Ekvador um jólin
Vinnur meðal annars í kirkju við að þjóna fátæku fólki og hjálparþurfi
Góðir tímar í matarboði hjá Karinu frá Noregi. Lucia og Anita, báðar frá Þýskalandi, Mimi frá Bandarfkjunum
og greinarhöfundur lengst til hægri.
bækur notaðar nema af kenn-
urunum og allt er frekar frjáls-
legt. Húsnæðið fyrir mér er
orðið mjög eðlilegt en fyrstu
dagarnir voru frekar hrikalegir.
Það eru göt á gólfunum,
kakkalakkar, kóngulær, litlar
eðlur, hundar, kettir, eldflugur
og haugur af moskítóflugum
um allan skólann en í dag er
þetta allt nijög eðlilegt og ég á
eftir að sakna þess þegar ég sný
aftur heim næsta sumar!
Eg er búin að upplifa ótrú-
legustu hluti og ferðast um
nærri allt landið. Fór með rútu
í 12 klukkustundir til að sjá
landsleik milli Ekvador og
Brasilíu í Quito og það var al-
gjör draumur. Þvílík stemmn-
ing allan leikinn og það lá við
að maður hefði farið að hágráta
eftir á, af stolti af sinni nýju
þjóð. Eg er einnig búin að fara
á miðbaug heimsins sem var ó-
trúleg upplifun, það er ekki á
hverjum degi sem maður
stendur í miðjunni á hnettinum
svo þetta allt er búið að vera
frábær upplifun.
Ekvador er án efa eitt falleg-
asta land sem ég hef séð og
menning þeirra er allt önnur
en ég hef vanist heima. Hér eru
allir mjög trúaðir og ég fer
reglulega með fjölskyldu minni
í kirkju og allir sunnudagar eru
fjölskyldudagar. Eg er farin að
venjast þessu öllu þótt það væri
erfitt í byrjun en þetta er búið
að vera alveg frábær lífsreynsla
og eftir aðeins 3 mánuði finnst
mér ég vera allt önnur mann-
eskja en áður en ég kom hing-
að.
Það styttist í jólin og fólkið
hér í Pinas byrjaði ad skreyta
um miðjan nóvember, sem er
frekar snemmt, en þeirra siður.
Hér eru einungis tveir dagar
haldnir hátíðlegir; 24. og 25.
desember. A aðfangadag fer ég
til ömmu Bertitu og afa Carlos
um morguninn til að borða
Enfanatas, einn af þjóðaréttum
Ekvadora, drekka kaffi og fara í
kirkju klukkan 10. Eftir kirkju
fara allir heim til ömmu Itu og
borða hádegismat sem er hrís-
grjón með svínakjöti og
minestro sósu. Seinni partinn
höldum við heim og undirbú-
um jólamáltíðina sjálfa. I ár er
boðið upp á kjúkling med
frönskum kartöflum, hrís-
grjónum og rauðvíni. Jólasteik-
in hér er oftast kjúklingur eða
naggrís með hrísgrjónum og
víni. Þetta er frekar öðruvísi en
heima á fróninu en ég bíð
spennt eftir því að upplifa allt
þetta. Eftir matinn eru opnað-
ar gjafir sem eru ekki oftast það
margar þar sem fólkið hér
gleðst frekar yfir því að fá að
vera með fjölskyldu sinni á
þessurn sérstaka tíma. Eftir
gjafirnar förum við í messu frá
10 til miðnættis og eftir það er
farið heim að sofa eftir langan
dag. Eg er smá kvíðin yfir því
að fá ekki að borða jólasteikina
hans Gunna míns og borða ís-
inn hennar mömmu en þetta
verður án efa ein af eftirminni-
legustu og skemmtilegustu lífs-
reynslu minni hér. A jóladag
förum við aftur í kirkju um
morguninn og eftir messu för-
um við til systur minnar og
eyðum deginum þar með allri
fjölskyldu minni. Þann 23. des-
ember eru AFS jólin. Allar fjöl-
skyldurnar og skiptinemarnir
koma saman, borða jólamat
sem við krakkarnir eldum sem
verður að sjálfsögðu frá okkar
löndum, spilum okkar jólalög
og dönsum.
Eg er ekki alveg búin að gera
mér grein fyrir því að ég skuli
virkilega vera hérna og upplifa
þetta ævintýri sem er án efa ein
besta ákvörðun sem ég hef tek-
ið á ævi minni. Að fá það tæki-
færi að kynnast nýrri menn-
ingu og tungumáli og það að
fólkið hér tekur manni eins og
maður er, skiptir ekki máli
hvort þú talar tungumálið sem
er spænska reiprennandi, er al-
gjör draumur.
Eg er meira svekkt yfir því að
þurfa að yfirgefa þennan stað
en að hugsa til þess hvers ég er
að missa af heima á Islandi. Ég
er búin að kynnast frábæru
fólki og yndislegum stöðum.
Bíð spennt eftir því að fara til
Perú og Galapagos eyjanna og
fá að ferðast meira um landið í
skólafríinu.
Eg mun muna þetta ár allt
mitt líf og þetta er og verður án
efa besta lífsreynsla sem ég
eignast.
Hafið það sem allra best um
jólin.
Jólakveðjur frd Pinas,
Ekvador
Maríanna Pdlsdóttir
www.folk. is/mari
Ung stúlka af Akranesi, Mar-
íanna Pálsdóttir, hefur undan-
farna mánuði dvalið í Ekvador
sem skiptinemi. Hún sendir
vinum, vandamönnum og öðr-
um lesendum blaðsins jóla-
kveðju, en hún mun dvelja er-
lendis um hátíðirnar.
Gleðileg jól og
farsælt komandi ár!
Eg er núna búin að vera hér
í Ekvador í Suður Ameríku í
rúma 3 mánuði og líkar þetta
allt mjög vel. Ég bý í litlum bæ
sem heitir Pinas og er í syðri
hluta Ekvadors. Aður en ég
kom hingað fékk ég upplýsing-
ar frá AFS um bæinn og þar
stóð að hann hefði lítið breyst
frá því að Spánverjar fundu
hann fyrir hundruðum ára. Ég
bjóst því við að hér væri allt
gert í höndunum, enginn
keyrði bíla, engar verslanir
væru eða bankar og allt það
nauðsynlega til staðar sem
maður þyrfti á að halda. Mér
skjátlaðist. Hér getur maður
nálgast allt. AJlir keyra um á
bílum eða mótorhjólum og
héðan fara rútur um allt
Ekvador.
Að sjá það hversu mikil fá-
tækt er hérna í landinu kom
mér hinsvegar mjög mikið á ó-
vart og ég bjó mig alls ekki
undir það sjokk sem ég fékk og
fæ enn þegar ég ferðast um
landið. Ég er byrjuð að vinna í
kirkjunni hér í bænum í hádeg-
inu að búa til mat og þjóna fá-
tæka fólkinu og það kom mér á
óvart hvað það eru margir hér
sem lifa við þær aðstæður. Hér
búa rúmlega 15 þúsund manns
en bærinn er á stærð við gamla
góða Skagann. Hann er byggð-
ur á einni risastórri hæð svo
maður gengur bara upp og
liggur við að maður detti niður.
Þetta var fyrst allt saman mjög
mikið sjokk en núna er þetta
bara allt mjög eðlilegt og ég er
hætt að taka eftir því öllu
furðulega sem gerist hér á
hverjum degi. Eg geng í skóla
hér sem er einskonar grunn-
skóli og heitir Instituto
Tecnologico Ocho de Noviem-
bre. Þar eru krakkar á öllum
aldri. Það eru sex bekkir í skól-
anum og ég er í þeim elsta sem
er ætlaður krökkum á aldrinum
16-18 ára. En það eru nokkrir
nemendur yfir tvítugt þar líka
svo þetta er allt öðruvísi skóla-
kerfi en heima. Hér eru engar
Mimi frá Bandaríkjunum, Maríanna og Emily, frá USA í Buenaventura
ánni rétt fyrir utan Pihas.