Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 3. M A Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  103. tölublað  107. árgangur  LANDAMÆRI Í ÝMSUM MYNDUM MINNINGAR OG ÞÖGN AGLA MARÍA SKOR- AÐI FYRSTA MARK ÍSLANDSMÓTSINS SÝNA LÁGSTEMMDAR SPRENGINGAR 36 ÍÞRÓTTIR 32-35FÉKK LANGSPILIÐ 37 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vinnumálastofnun hefur endurmetið spár um fjölda nýrra starfa í ár til lækkunar. Stofnunin spáði í árs- byrjun um 2.000 nýjum störfum en hefur lækkað spána í 500-1.000 störf. Ástæðan er samdráttur í hagkerf- inu, ekki síst í ferðaþjónustu. Á móti komi fjölgun starfa í ýmsum þjón- ustugreinum og hjá hinu opinbera. Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir fyrirséð að sú fjölgun starfa haldi ekki í við fjölg- un á vinnumarkaði og að atvinnuleysi muni aukast á árinu. Þá m.t.t. eðli- legrar fjölgunar á vinnumarkaði og aðflutnings erlends verkafólks. Sömu vísbendingar um kólnun í hagkerfinu má lesa úr nýrri starfa- skráningu Hagstofunnar. Hún bend- ir til að 3.500 störf séu laus á íslensk- um vinnumarkaði. Til samanburðar á undanförnum mánuðum sem með einum eða öðrum hætti tengjast fjórðu iðnbyltingunni. Þróun í smá- sölu og heildsölu sé gífurlega hröð. Vegna hennar sé afgreiðslufólki að fækka. Fjöldi þess hafi til dæmis náð hámarki í matvöruverslunum. „Stjórnvöld verða að tryggja að menntakerfið aðlagi sig að þessum gífurlegu breytingum til að tryggja samkeppnishæfni íslensks atvinnu- lífs. Þá ekki síst í verslun.“ Tengslatorg Háskóla Íslands er at- vinnumiðlun fyrir stúdenta skólans. Jónína Ólafsdóttir Kárdal, verkefn- isstjóri Tengslatorgs, segir Vinnu- málastofnun hafa hafið átak fyrir þá sem eru háskólamenntaðir og án vinnu í samstarfi við BHM. „Atvinnuleysið er áhyggjuefni. Ég tel þó að í ljósi þess að stjórnvöld vilja efla nýsköpun – hér við Háskóla Ís- lands eru að rísa Vísindagarðar – sé mikil gróska og tækifæri.“ »10 er áætlað að 6.200 manns hafi verið án vinnu. Samkvæmt því eru nærri tveir atvinnulausir um hvert starf. Afgreiðslufólki fækkar Þessi þróun helst í hendur við vax- andi notkun sjálfvirkni á kostnað starfa, meðal annars við sjálfs- afgreiðslu í matvöruverslunum. Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), segir um þúsund fé- lagsmenn hafa sótt fræðslufundi SVÞ Barátta um störf á Íslandi harðnar með atvinnuleysi  Vinnumálastofnun spáir nú færri nýjum störfum í ár  Hagstofan áætlar að nærri tveir séu um hvert laust starf Morgunblaðið/Eggert Krónan Afgreiðslufólki fækkar. Landeyjahöfn var opnuð í gær en hún hafði verið lokið frá því í nóvember. Herjólfur sigldi sjö ferðir milli lands og Vestmanna- eyja. „Ég er mjög kátur,“ sagði Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. sem annast nú rekstur ferjunnar. „Við höfum einsett okkur að sigla sjö ferðir alla daga. Um leið og Landeyjahöfn opnast kvikn- ar líf hér í Eyjum. Það er allt annað að sigla þessa stuttu leið en til Þorlákshafnar. Það varð algjör viðsnúningur í bæjarlífinu og mjög margir ferðamenn. Ég heyri ekki annað en að rekstraraðilar hér brosi nú allan hring- inn.“ Kristín Jóhannsdóttir, safnvörður Eld- heima, sagði að fyrstu tvo klukkutímana eftir að safnið var opnað í gærmorgun hefði komið jafn mikið í kassann og á tveimur vikum í apríl á meðan Herjólfur sigldi til Þorláks- hafnar. »4 Morgunblaðið/Hallur Már Hallsson Herjólfur í Landeyjahöfn Ferjan siglir nú sjö sinnum á dag milli lands og Eyja. Áfram verður unnið að dýpkun hafnarinnar og mun Björgun vinna að dýpkuninni jafnt nótt sem dag. Líflegt í Eyjum þegar Landeyjahöfn opnast Nokkrir hafnarsjóðir eiga í vanda vegna skulda og lítilla tekna. Staða Reykjaneshafnar er langverst. Höfnin skuldaði tæpa níu milljarða við lok árs 2017 eða rösklega helm- ing af heildarskuldum allra hafnar- sjóða. Skuldahlutfall Hvammstanga- hafnar er litlu lægra en umsvifin lítil þannig að vandinn er ekki sambæri- legur. Staðan hefur víða batnað. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu um úttekt og greiningu á fjárhagsstöðu íslenskra hafna á árinu 2017 sem Samband íslenskra sveitarfélaga vann fyrir Hafnasam- band Íslands. Hafnarsjóðirnir eru 35 en reka mun fleiri hafnir sem flestar eru fiskihafnir að uppistöðu til. »14 Skuldir og litlar tekjur  Hafnir í vanda Reykjanes Höfnin er mjög skuldug. „Ef Sameinuðu þjóðirnar setja markmið fyrir heiminn, þá hljóta þau að eiga við um Skaftárhrepp. Því hann er líka hluti af heiminum og við stöndum frammi fyrir ná- kvæmlega sömu verkefnum og heimsbyggðin.“ Þetta segir Eva Björk Harðar- dóttir, oddviti Skaftárhrepps, en þar fer nú fram vinna við mótun stefnu og aðalskipulags í anda heimsmark- miða Sameinuðu þjóðanna um sjálf- bæra þróun. Það er líklega í fyrsta skipti sem þau markmið eru lögð til grundvallar í slíkri vinnu hér á landi. Þau markmið sem Skaftárhreppur hyggst leggja áherslu á eru sjálf- bærni, náttúruvernd, framleiðni í at- vinnulífi með fjölbreyttum tækninýj- ungum og nýsköpun í ferðaþjónustu. Einnig eru uppi hugmyndir um að koma á fót þekkingarsetri um lofts- lagsmál í hreppnum. »11 Stefnan mörkuð  Skaftárhreppur Eva Björk Harðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.