Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019 ✝ Ólöf ElfaLeifsdóttir fæddist á sjúkra- húsinu á Akureyri 31. janúar 1960. Hún lést á sama stað 23. apríl 2019. Hún var elsta barn hjónanna Kristínar Báru Ólafsdóttur, f. 1936, og Leifs Þórarinssonar, f. 1936, d. 2006, ábúenda í Keldudal í Hegranesi, Skagafirði. Þar ólst hún upp, elst í sex syst- kina hópi. Þau eru í aldursröð: Stefanía Hjördís, f. 1965, Þór- kona Axels Aage er Sigrún Skaftadóttir og þau eiga dótt- urina Snæfríði Björt, f. 2017. Ólöf lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1980. Þaðan fluttist hún til Óslóar til náms í iðjuþjálf- un, þar sem maður hennar stundaði nám í dýralækn- ingum. Ólöf starfaði sem iðju- þjálfi alla sína starfsævi, fyrst í Noregi, síðar á Húsavík, þá á Kristnesi í Eyjafirði en lengst af veitti hún forstöðu Plastiðj- unni Bjargi-Iðjulundi á Akur- eyri. Hún lét þar af störfum vegna veikinda árið 2013. Ólöfu var umhugað um mann- réttindi og réttindi fatlaðra alla tíð og tók virkan þátt í þjóðmálaumræðu og félags- störfum. Kveðjuathöfn um Ólöfu fer fram á Laugarborg á Hrafna- gili í Eyjafjarðarsveit í dag, 3. maí 2019, klukkan 13. arinn, f. 1966, Kristbjörg, f. 1969, Guðleif, f. 1974, og Álfhildur, f. 1977. Árið 1977 tók Ólöf saman við Al- freð Schiöth, f. 1958, og þau gengu í hjónaband árið 1990. Ólöf og Alfreð eignuðust tvö börn, Kristínu Helgu Schiöth, f. 1987, og Axel Aage Schiöth, f. 1988. Kristín Helga er gift Ottó Elí- assyni og eiga þau tvo syni, Ólaf Elías, f. 2014, og Unn- stein Ægi, f. 2018. Sambýlis- Mamma sagði stundum að ég ætti ekki að bíða með að segja henni hvað mér þætti vænt um hana fram að minningargreinun- um, hún myndi hvort eð er ekki lesa þær. Svo skellihló hún. Ég hlýddi henni, eins og oftast, og ég held og vona að hún hafi vitað hve hún var elskuð af mér og mínum. En minningargreinina fær hún líka. Fyrir mér var mamma nátt- úruafl, hún var svo full af krafti, orku og hlýju. Ég veit að hún reyndist mörgum klettur og þau eru ófá sem hafa þegið góð ráð og leiðbeiningar við eldhúsborðið í Huldugilinu. Þannig var hún einnig sem móðir, tilbúin að ráðleggja og styðja, óendanlega hvetjandi og ástrík. Hún var heilsteypt og samkvæm sjálfri sér, forvitin, skörp og réttsýn. Mamma var óhrædd við að berjast fyrir rétt- látara samfélagi og kom alltaf til dyranna eins og hún var klædd. Betri fyrirmynd er ekki hægt að biðja um. Mamma veiktist af brjósta- krabbameini árið 2013, einungis 53 ára gömul. Fljótlega kom í ljós að krabbameinið var með mein- vörpum og lífslengjandi meðferð var hafin. Það var einstakt að fylgjast með henni safna vopnum sínum og takast á við veikindin. Mömmu mislíkaði reyndar allt tal um baráttu við krabbamein því henni hugnaðist ekki að hefja stríð við andstæðing sem hún vissi að yrði henni á endanum sterkari. Það þjónaði nú litlum tilgangi að eyða orkunni í það. Hún leit hins vegar á veikindin sem verkefni sem henni var falið að takast á við og það gerði hún af ótrúlegri seiglu og kjarki. Okkur sem næst henni stóðum þóttu veikindin vægðarlaus og tilveran heldur ósanngjörn, en mamma vorkenndi sjálfri sér aldrei. Jú, þetta var skítt, sagði hún, en einhverjir þurfa víst að bera þessar byrðar og því þá ekki hún? Byrðarnar bar hún þó ekki ein, hún naut ómetanlegs stuðn- ings pabba, hvers verkefni varð æ stærra eftir því sem hún var rænd meiri líkamlegri færni. Það var aðdáunarvert að fylgjast með þeim finna saman leiðir í aðstæð- um sem virtust öllum sem að utan stóðu óyfirstíganlegar. Það er varla hægt að hugsa sér fallegri gjöf til elskunnar sinnar en að gera henni kleift að búa á eigin heimili allt til enda þegar líkam- inn svíkur. Við systkinin og fjöl- skyldur okkar getum seint full- þakkað pabba fyrir hans hlutverk síðustu ár. Alla tíð hefur mamma verið mikilvægasta manneskjan í mínu lífi og minn helsti stuðningur. Því hætti hún ekki þrátt fyrir þau erfiðu verkefni sem lífið færði henni og ég er svo þakklát fyrir að hafa getað leitað til hennar síð- ustu ár, fyrir öll samtölin, heim- sóknirnar, ferðalögin og sam- verustundirnar okkar. Hennar mesta gleði í lífinu var barna- börnin hennar og hún átti við þau einstakt samband. Missir barnanna minna er því mikill, en þau munu aldrei hætta að heyra sögur af bestu og hugrökkustu ömmu í heimi sem elskaði þau út af lífinu. Það liggur mikið eftir mömmu, handverkið hennar og hlýju flík- urnar, en viðhorf hennar til sjálfs lífsins er það dýrmætasta sem hún skilur eftir sig. Hún vissi vel að einn daginn myndi hún deyja, en öllum öðrum ætlaði hún að lifa. Og hún lifði svo fallega. Takk fyrir allt, elsku mamma. Kristín Helga Schiöth. Mikið afskaplega sem mér þótti vænt um tengdamóður mína. Núna er hún ekki lengur hér til að þykja vænt um, þannig að nú þykir mér vænt um minn- inguna um hana. Ég horfi á myndir og orna mér við góðar minningar um stundir sem við áttum saman, en það er ekki nóg. Því að skarðið eftir heila mann- eskju úr lífi manns sem tók svo mikið pláss skilur eftir mikinn söknuð og tóm sem tekur tíma að fylla. Hlýjan af minningum er held- ur ekki nema veikur endurómur af hlýjunni sem ég fann hjá henni. Mér var svo afskaplega hlýlega tekið í Huldugilinu, frá fyrsta degi og alla daga síðan. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast Ólöfu minni og sýn hennar á lífið, upphaf þess og endi. Lífið lagði henni til ranglátt verkefni sem hún amaðist aldrei við, heldur tókst á við veikindin af fordæmalausu æðruleysi. Þannig létti hún byrðar þeirra sem henni stóðu næst, þá sem alla aðra daga. Ólöf vildi nefnilega alltaf hjálpa öllum sem hún gat í kring- um sig og auðvelda þeim lífið. Ólöf var stöðugt að leiðbeina fólkinu sínu. Hún hjálpaði mér að læra það betur að bera virðingu fyrir fólki. Svo var hún svo góð í að eyða tímanum sínum í sitt eig- ið fólk, skrafhreifin, lífsglöð og skemmtileg. Eldri drengurinn okkar Kristínar náði að kynnast henni vel og þeirra samband var fallegt. Svo uppfullt af gagn- kvæmri virðingu og hreinskilni um lífsins gang. Takk fyrir að vera börnunum mínum svo góð amma. Mig langar að deila ljóði eftir Snorra Hjartarson, sem mér finnst fallegt. Myndmálið í ljóð- inu er svo margslungið og það er eitt það skemmtilegasta sem ég veit þegar orð taka á sig ólíkar myndir allt eftir því hvernig þau eru lesin. Það er líka tregi í ljóðinu, sem er viðeigandi. Á grunnsævi kvölds flæðir gullinn straumur um þéttriðin net nakinna trjánna og fyllir þau ljóskvikum fiskum Bráðum kemur rökkrið undir brúnum seglum og vitjar um aflann. Þótt hún tengdamamma sé farin býr hlýja hennar enn í ullar- peysunum sem hún prjónaði og gaf mér. Ég veit að hún heldur ennþá hita í mörgum af fólkinu sínu með þessum hætti. Takk fyr- ir allt, elsku Ólöf mín. Ég á eftir að sakna þín. Ottó Elíasson. Elsku hjartans tengdamóðir mín hún Ólöf kvaddi okkur þriðjudaginn 23. apríl eftir erfiða baráttu við krabbamein. Þegar ég kom í fyrsta sinn í Huldugilið gekk ég með Snæfríði Björt. Ólöf tók á móti mér með hlýju knúsi og ég fann strax að ég var vel- komin í fjölskylduna. Við Ólöf vorum miklar skoð- anasystur og gátum rætt femín- isma, norræna velferðarkerfið, andúð okkar á ilmefnum og svo skiptumst við á sögum um hina og þessa því enginn vissi meira um fólk en Ólöf. Hún hafði þenn- an frábæra hæfileika að láta sig fólk varða og sýndi svo mikla hlýju. Hún var alltaf einlæg og laus við alla tilgerð. Ég minnist svo margra góðra stunda með henni. Vænst þykir mér um einfaldar stundir með henni þar sem við sátum í Huldu- gilinu eða í mörgum af bústaða- ferðunum sem við fórum í og drukkum óhóflegt magn af kaffi og borðuðum ostaköku. Við Ólöf höfðum einnig einstaklega gam- an af því að fara á kaffihús og reyndum að nýta hverja stund sem við gátum til þess að sitja og sötra kaffi. Mér þykir það afar leitt og í raun og veru finnst mér það öm- urlegt að hafa ekki fengið lengri tíma með henni Ólöfu, verst þykir mér að hún Snæfríður Björt okk- ar Axels fái ekki að kynnast þess- ari mögnuðu konu, ömmu Ólöfu, betur. Lífið meikar ekki alltaf sens og er á köflum ósanngjarnt. Ég er ekki trúuð og það var hún tengdamóðir mín ekki heldur en eitt verð ég þó að segja. Ég trúi því ekki að við eigum ekki eftir að mætast einhvers staðar einhvern tíma aftur. Þakka þér, elsku Ólöf, fyrir allt. Sigrún Skaftadóttir. Baráttunni er lokið, dauðinn hafði betur, en sigurvegarinn er samt Ólöf. Það eru bara sigur- vegarar sem geta farið í gegnum svona langa og erfiða baráttu með kjark, jákvæðni, kraft og ást að vopni. Hún Ólöf Elfa er engum lík, svo einstök á sinn hátt, stóra brosið sem náði til augnanna, hláturinn sem smitaði út frá sér og áhuginn á öllum og öllu. Svo fróð og vel lesin með sterkar skoðanir, skemmtileg, gefandi og með opinn faðminn fyrir þá sem þess þurftu. Ólöf frænka mín er sex árum eldri en ég, þegar ég var lítill krakki í sveit í Keldudal var ald- ursbilið á milli okkar mjög stórt. Hún var í mínum huga harðfull- orðin kona 17 ára, byrjuð í menntaskóla og komin með Al- freð sinn. Það voru ófá skiptin sem ég gekk langt yfir strikið í stríðni minni gagnvart þessu unga kærustupari og gátu þau al- veg látið í ljós hversu þreytandi þetta gat verið. En ekki risti það dýpra en svo að manni var stundum boðið upp á apótekaralakkrís inni í herbergi þeirra og enn á ég ígulker sem Alfreð kom með heim af sjónum og þau gáfu mér. Síðan kom að því að Ólöf frænka fór í háskóla erlendis, þvílík heimskona, sem ég leit upp til. Ég var svo heppin að hafa komið til þeirra Ólafar og Alfreðs á heimili þeirra á meðan þau bjuggu í Ósló, þegar ég var í heimsókn hjá Gunnu móður- systur okkar. Ekki minnkaði aðdáun mín á Ólöfu við það og það sem hún hafði bakað gott kaffibrauð. Eftir því sem tíminn hefur liðið hefur aldursbilið á milli okkar Ólafar minnkað og á síðustu árum erum við nánast orðnar jafnöldrur. En eitt hefur ekki breyst, alltaf er jafn gott að hitta Ólöfu og að koma í heimsókn til hennar, ein- stök gestrisni og einstakt kaffi- brauð. Eftir að Ólöf veiktist fyrir tæp- um sex árum hef ég enn og aftur litið upp til hennar frænku minn- ar, hvernig hægt er að takast á við þessi veikindi á þann hátt sem hún gerði og hvernig hún notaði tímann sem hún fékk á svo já- kvæðan og gefandi hátt. Ég er svo þakklát fyrir að Ólöf kom í heimsókn til mín til Óslóar fyrir tæpum þremur árum, ásamt 18 öðrum frænkum. Þrjár kynslóðir sem skemmtu sér saman í fjóra daga er ógleymanlegt. Ekki kvartaði Ólöf þó að henni liði ekki alltaf vel heldur var hún þvílíkur gleðigjafi og naut sín á gömlum slóðum. Erfitt er að standa frammi fyr- ir þeirri staðreynd að byrjað sé að höggva skarð í manns eigin kynslóð. Ólöf er fyrst af okkur 22 frændsystkinunum til að vera kölluð til að sinna nýjum verk- efnum í sumarlandinu. Hversu óréttlátt getur það verið að kalla eftir konu á besta aldri frá fjöl- skyldu sinni, ungum barnabörn- um og vinum. En með öllum sínum persónu- leika og hæfileikum á svo mörg- um sviðum, kemur hún til með að sinna nýjum verkefnum með miklum sóma. Kaffibrauðið sem hún mun bjóða upp á þegar við hittumst næst á nýjum stað verð- ur einstakt. Elsku Alfreð, Kristín Helga, Axel Aage, Stína frænka, Helga tengdamóðir, tengdabörn, barna- börn, systkini og fjölskyldur, megi minningar um góða konu veita ykkur styrk í sorginni. Ég og fjölskylda mín vottum ykkur innilega samúð. Hafdís Þórisdóttir. Það er ekki einfalt að finna nægilega góð orð til þess að lýsa Ólöfu móðursystur okkar og hennar frábæru eiginleikum sem gerðu það að verkum að í návist hennar var allt gott og alltaf svo gott að vera. Fyrir okkur systkinin eru minningarnar úr Huldugilinu fylltar svo mikilli hlýju. Þangað var alltaf hægt að leita þegar eitt- hvað bjátaði á þar sem Ólöf tók á móti manni með innilegum faðm- lögum og var alltaf tilbúin í langt spjall við eldhúsbekkinn. Um- kringd orkídeum hlustaði hún alltaf áhugasöm á allt sem segja þurfti og fyllti mann kjarki með áhuga sínum og lífskrafti. Það er ekki hægt að segja ann- að en að Ólöf hafi verið mikil áhugamanneskja um lífið og það smitaði svo sannarlega út frá sér. Með djúpa réttlætiskennd, knús og hlátrasköll að vopni hafði hún þann eiginleika að láta öllum í kringum sig líða eins og þeir væru einstakir. Lífsgleðin, ástin og umhyggjan geislaði alltaf af henni og munu allar þær góðu stundir sem við fengum að njóta með Ólöfu aldrei gleymast. Elsku Ólöf, okkar besta fyrir- mynd, takk fyrir allt. Ríkey Þöll Jóhannesdóttir, Kristinn Knörr Jóhannesson, Ólafur Ísar Jóhannesson, Leifur Hlér Jóhannesson. Sólríkur dagur, ys og þys. Fólk að störfum, húsmóðirin önnum kafin í eldhúsinu, heimilið mann- margt og gestakomur tíðar. Heimilisfaðirinn duglegur að bjóða öllum í kaffi og mat, spjalla og spyrja frétta. Mikill myndar- bragur á öllu innan sem utan dyra. Langir vinnudagar en kær- leikur og gleði. Húsmóðirin hafði í nægu að snúast því ekki þurfti bara að sinna eigin börnum að sumrinu heldur líka börnum ætt- ingja og vina sem og börnum sem tekin voru til sumardvalar. Allir voru velkomnir, allir nutu hlýj- unnar. Þetta eru þær minningar sem við systkinin í Keldudal eig- um frá æskuheimilinu okkar, það umhverfi sem elsta systir okkar ólst upp í og mótaði hennar per- sónuleika. Það var margt sem einkenndi hana á lífsleiðinni sem svipaði til foreldra okkar. Gestrisnin og dugnaðurinn. Ást á matseld og náttúrunni. Forvitni um málefni líðandi stundar. Sterkar skoðanir og réttlætiskennd. Ættfræðiá- huginn og félagslyndið. Seiglan og æðruleysið. Stoltið af sínu fólki. En ekki síst alúðin og um- hyggjan fyrir öðrum. Hún hafði einlægan áhuga fyr- ir öðru fólki, var hjálpsöm og ein- staklega úrræðagóð. Þessir eig- inleikar yfirgáfu hana ekki þegar hún þurfti að takast á við það stóra verkefni sem henni var fengið. Verkefni sem hún sagði að væri best að hún tækist á við fyrst því var úthlutað í fjölskyld- una. Hún átti ekki ung börn eins og hin systkinin sagði hún. En á þeim tæpu sex árum sem hún tókst á við krabbameinið eignað- ist hún þrjú barnabörn sem hún hafði yndi af að fylgjast með vaxa úr grasi. Blikið í augum hennar þegar hún naut nærveru þeirra var svo fallegt. Ólöf var einstak- lega mikil fjölskyldumanneskja og stóð heimili hennar og Alfreðs ætíð opið, ekki síst fyrir syst- kinabörn hennar sem nutu gest- risni þeirra hvort sem það var við eldhúsborðið í Huldugilinu eða í ævintýraferðum á bát um Eyja- fjörð. Ólöf helgaði lífi sitt því að bæta líðan annarra, fyrst sem iðjuþjálfi á Húsavík, svo á Kristnesi og síð- ast sem framkvæmdastjóri Plast- iðjunnar Bjargs. Hennar starfs- val kom ekki á óvart, það að láta sér annt um aðra var einkenn- andi fyrir hana alla tíð. Þegar hún sjálf veiktist aðstoðaði hún þá sem þurftu að eiga við „kerfið“ og lét í sér heyra þegar framkoma við fólk í hennar stöðu stríddi gegn réttlætiskennd hennar. Staðföst og málefnaleg. Hún kenndi okkur sem í kringum hana voru margt í veikindum sín- um. Áfram sýndi hún kjark, æðruleysi og dugnað, sjálfsvor- kunn var víðs fjarri. Hún sigraði margar áskoranir en að lokum gat líkaminn ekki meir þó að hug- urinn hafi verið fullur af baráttu- anda. Eftir lifa minningar um þenn- an sterka karakter, þennan klett í lífi þeirra sem hún elskaði. Og lærdómur af hugsunarhætti sem allir ættu að tileinka sér, því þá væri heimurinn réttlátari og betri. Í kringum hana Ólöfu okk- ar óx allt og dafnaði, blóm, dýr og fólk. Takk fyrir vegferðina, elsku systir. Systkinin frá Keldudal, Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Þórarinn Leifsson, Kristbjörg Leifsdóttir, Guðleif Birna Leifsdóttir, Álfhildur Leifsdóttir. Það eitt er víst að allt tekur enda. Sex ára baráttu Ólafar við illvígan sjúkdóm er lokið og þó ljóst hafi verið um tíma hvert stefndi er sárt að horfa í kjölfarið. Þvílíkur baráttujaxl, allt fram á síðustu stundu svaraði hún „allt hið besta“, þegar hún var spurð um líðan sína. Hún tók virkan þátt í að móta umönnunarferlið enda iðjuþjálfi og alvön að fást við þau mál sem síðan urðu hlut- skipti hennar sjálfrar. Þegar ég hugsa til Ólafar núna blasir við mér vesturglugginn í eldhúsinu með röð af orkídeum, í blóma allar saman, nánast árið um kring. Hún hafði einstaklega græna fingur og vildi eiga mikið af öllu; blómum, mat, prjónagarni og margt fólk að tala við – en þetta vita allir sem voru kringum þessa kraftmiklu konu og hafa setið við hlaðið borð í Huldu- gilinu. Hún var vön að verkstýra, vildi halda í alla þræði, pólitísk og með puttann á púlsinum eins og stundum er sagt en hlý og með mjúkan faðm. Það er sárt fyrir barnabörnin að eiga Ólöfu ömmu ekki lengur að sem vafði þau ást og um- hyggju og prjónaði á þau fallegar flíkur meðan hún gat. Sá elsti, nafni hennar Ólafur Elías, hefur átt miklar samræður við ömmu um eilífðarmálin og hann mun örugglega geyma minninguna um hana í hugskoti sínu, þó að hann sé bara fimm ára. Það er líka svolítið erfitt að vera amman sem eftir stendur og fær að njóta þess að fylgjast með ungunum vaxa upp en þannig fer, við fáum misjöfn spil á hendi og þetta kennir manni að meta raunveru- leg gæði lífsins. Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöð- um var ein fárra kvenna á 19. öld sem gátu sér orð fyrir skáldskap, hún lét sig einnig réttindi kvenna varða og hlúði að ungviðinu í gegnum starf sitt sem ljósmóðir. Ekki síst þess vegna læt ég ljóð- línurnar úr Sólstöðuþulu skáld- konunnar fylgja nöfnu hennar Leifsdóttur. Veltu burtu vetrarþunga vorið, vorið mitt! Leiddu mig nú eins og unga inn í draumland þitt! Minninganna töfratunga talar málið sitt, þegar mjúku, kyrru kveldin kynda á hafi sólareldinn. Starfandi hinn mikli máttur um mannheim gengur hljótt, alnáttúru æðasláttur iðar kyrrt og rótt, enginn heyrist andardráttur, engin kemur nótt. Elsku Alfreð, Kristín, Axel, Ottó, Sigrún og ungarnir þrír, við öll hér í Hólavegi 9 sendum ykk- ur okkar innilegustu samúðar- kveðjur, minninguna um elsku- lega dugnaðarkonu varðveitum við á góðum stað. Gunnhildur Ottósdóttir. Það var táknrænt að heyra lóuna syngja daginn sem Ólöf, okkar kæra vinkona, kvaddi jarð- vistina. Þessi elskaði fugl söng dirrindí fyrir sveitastúlkuna og blómakonuna, sem svo oft kvað burt leiðindi og bar sólskin og blómstur í sinn garð. Og eins og þessi litli þrautseigi fugl þreytir flugið sitt um langan veg til að búa sér hreiður á landinu kalda þreytti Ólöf flugið sitt. Það var aðdáunarvert að sjá hversu op- inskátt hún ræddi veikindi sín og eins samheldni fjölskyldunnar í þessum harða slag. Við sendum kærum vinum í Huldugili innileg- ar samúðarkveðjur. Að leiðar- lokum þökkum við trausta vin- áttu og góða samfylgd. Ólafur og Edda. Á sólríkum degi við Óslóar- fjörð bárust fregnir af oggulitlum gúmmíárabáti sem lagt hafði upp frá Ráðhúsbryggjunni. Að sögn þeirra sem vit höfðu á bátum var hann keyptur hjá Europris. Það glitti í tvo ljósa kolla. Löng ljós flétta sveiflaðist í takt við öldurn- ar og hún var lengri og öldurnar stærri en innfæddir áttu að Ólöf Elfa Leifsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.