Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 31
DAGBÓK 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019 „Þvílíkur munur! Ég bæði sef fastar og sofna fyrr. Ég ligg ekki andvaka á koddanum og vakna endurnærð og úthvíld. Ég sef alla nóttina og er ekki sífellt að vakna upp eins og áður. Ég mæli hiklaust með Melissa Dream fyrir alla“ Elsa M. Víðis Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Nánari á icecare.is Valið besta bætiefni við streituhjá National Nutrition í Kanada Betri svefn Melissa Dream er vísindalega samsett náttúrulyf, hannað til að stuðla að djúpri slökun og værum svefni. Þessi blanda inniheldur ekki efni sem hafa sljóvgandi áhrif. „ÉG SAGÐI HONUM AÐ VIÐ ÆTTUM AÐ FARA AÐ HITTA ANNAÐ FÓLK – AÐ ÞÉR FRÁTALINNI.” „ÞAÐ ER SVO SKRÝTIÐ AÐ MÉR TEKST ALDREI AÐ RÆKTA NEITT GRÆNMETI VIÐ ÞESSA GIRÐINGU!” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að dekra við sig í fjarveru hans. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG SKYNJA AÐ MYRKRAÖFLIN ERU AÐ EFLAST HEYRÐU GRETTIR, HVERNIG VÆRI GRÆNMETISBORGARI Í STAÐ HAMBORGARA? ÞAU HAFA SIGRAÐ GEÐILLSKA MÍN HEFUR LIÐIÐ HJÁ! MÍN ER RÉTT AÐ BYRJA! HJÓNABANDS- RÁÐGJÖF 1986. Hún sat í samvinnunefnd fornleifafræðideilda sænskra há- skóla og sænska þjóðminjavarð- arembættisins 1984-1985 og var formaður Fornleifafræðafélags Ís- lands 1999-2001. „Áhugamál mín eru útivist og ég reyni að fylgjast með menning- unni; sýningum, tónleikum, leik- húsum og Bíó Paradís.“ Fjölskylda Fyrrverandi eiginmaður Mar- grétar er Þorlákur Helgason, f. 23.9. 1948, fræðslustjóri. Dóttir þeirra er Auður Ýrr, f. 12.4. 1973, líffræðingur, búsett í Reykjavík. Maki: Andri Vilhjálmur Sigurðs- son, hdl. Börn: Atli Hrafn, f. 1999, Ásthildur, f. 2005, og Edda Mar- grét, f. 2007. Systkini Margrétar eru Jón, f. 16.11. 1939, tæknifræðingur, bú- settur í Reykjavík; Einar, f. 24.12. 1942, skipaverkfræðingur í Reykjavík; og Árni, f. 30.8. 1954, sagnfræðingur og mennta- skólakennari, búsettur í Reykja- vík. Foreldrar Margrétar voru Auð- ur Jónsdóttir Auðuns lögfræð- ingur, borgarstjóri og ráðherra, f. á Ísafirði 18.2. 1911, d. 19.10. 1999, og Hermann Jónsson hrl., f. í Reykjavík 23.12. 1912 d. 28.9. 1969. Þau skildu. Á Leir undir yfirskriftinni„mjaldrar“ segir Sigurlín Her- mannsdóttir: „Öðru hvoru fáum við fréttir af tveim hvölum á leið til Vestmannaeyja en gengur illa að komast á áfangastað þar sem þeir ku illa þola sjóferðir“: Allt vaknar á vorin við galdra í Vestmannaeyjum menn skvaldra eftir skipi þeir blína að komi frá Kína með sérdeilis sjóveika mjaldra. Ólafur Stefánsson skrifar: „Ein- hver sagði „vorið strjúka vanga“ Það er vant að hefna sín“: Þótt sé giska gott í dag, gamall er sá passinn, að norðanátt með napurt lag, nái að sparka’ í rassinn. Til gamans skýt ég því hér inn að orðið „giska“ í merkingunni „mjög“ lærði ég af Steinþóri Gestssyni, þeg- ar við sátum saman á þingi, og var þetta honum eðlilegt talmál. Og svo mun vera í uppsveitum Árnessýslu því að aldrei heyrði ég þetta í Litlu- Sandvík í Flóa og var ég þar þó átta sumur. Magnús Halldórsson kvartar yfir „stoðkerfisvanda“ á Boðnarmiði: Hástemmdur jafnan er hugurinn, heldur mig sækir á spikið, stoðkerfisvanda ég stundum finn, ef staupunum fjölgar of mikið. Guðrún Bjarnadóttir leit þannig á málið: Staupin víst má væta, sé virði þeirra mikið. Stoðkerfi stafir bæta, þeir staulast, jafnvel með spikið. Jón Atli Játvarðarson horfir á björtu hliðarnar: Köllum ei rennur af raupið, rís þeim nú sól í hag. Stoðkerfi þeirra er staupið og stefnir í góðan dag. Jón Atli Játvarðarson fer út í aðra og gamalkunna sálma: „Klaust- urmálin skila sínu enn og lögmenn kuflmunkanna ekki af baki dottnir“: Allt er svo vænt á vorin og virðingin söm við Þing. Klausturbeljan er borin og byrjuð að snúast í hring. Guðmundur Arnfinnsson skrifaði 1. maí á Boðnarmjöð: „Gleðilegan 1. maí“: Fallegt veður fyrsta maí, færist líf í hræður, kröfugöngur, húllum hæ, og haldnar margar ræður. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af mjöldrum, stoðkerfis- vanda og Snæfellsjökli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.