Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019
✝ Einar JúlíusHallgrímsson
garðyrkjumaður
fæddist á Munka-
þverá í Eyjafirði
11. júlí 1928. Hann
lést á Dvalar- og
hjúkrunarheim-
ilinu Hlíð á Ak-
ureyri 18. mars
2019.
Foreldrar hans
voru hjónin Sess-
elja Jóhannesdóttir húsmóðir, f.
8.6. 1896, d. 1968, og Hallgrímur
Júlíusson, bóndi og organisti, f.
7.9. 1894, d. 1961. Bjuggu þau
hjón á Munkaþverá frá 1926 og
byggðu sér þar nýbýlið Ein-
arsstaði 1931, en þar bjuggu þau
til 1961.
Einar Júlíus lauk gagnfræða-
prófi frá Gagnfræðaskólanum á
Akureyri 1947. Veturinn eftir
var hann við nám í Kenn-
araskóla Íslands í Reykjavík.
Síðar stundaði hann flugnám,
er Þorgerður Þorgilsdóttir.
Sonur þeirra er Viktor Logi.
Fyrir átti Þorgerður soninn
Magnús Halldórsson. 2) Hall-
grímur Jóhannes, f. 4.7. 1964,
búsettur í Houston í Texas. Eig-
inkona hans er Courtney
Wright. Fyrverandi eiginkona
hans er Fjóla Heiðrún Héðins-
dóttir. Dætur þeirra eru Hulda
Margrét og Heiðrún Anna. Fyr-
ir átti Courtney soninn Devin. 3)
Friðrik Sighvatur, f. 19.7. 1965,
búsettur á Akureyri. Fyrrver-
andi eiginkona hans er Nataya
Sripasong. Dætur þeirra eru
Anna Margrét og Júlía Lind.
Systir Einars Júlíusar var
Anna Kristín, f. 11.3. 1935, d.
25.3. 2014.
Hálfsystir Einars Júlíusar
samfeðra var Lára, f. 28.12.
1917, d. 1973, gift Valdemar
Thorarensen, f. 26.9. 1919, d.
1974. Börn þeirra: Jakob, f.
1937, látinn, Guðrún Ólína, f.
1938, látin, Júlíus, f. 1940,
Soffía, f. 1942, látin, Valdemar,
f. 1944, Leifur, f. 1945, Miriam,
f. 1950, Lára, f. 1952, Margrét, f.
1953, og Halla, f. 1958.
Útför Einars Júlíusar hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
fyrst á Melgerð-
ismelum, svo í
Reykjavík. Um
skeið var hann við
nám í Garðyrkju-
skólanum í Hvera-
gerði. Á Akureyri
stundaði hann ým-
iskonar störf, var
t.d. um langt skeið
húsvörður í Gagn-
fræðaskólanum á
Akureyri og hafði í
nokkur ár umsjón með leik-
völlum Akureyrar. Síðustu ára-
tugina rak hann eigið garð-
yrkjufyrirtæki.
Þann 25. maí 1963 kvæntist
Einar Júlíus Margréti Alberts-
dóttur, f. 18.8. 1929, d. 24.2.
2014.
Synir Einars Júlíusar og Mar-
grétar eru: 1) Magnús Albert, f.
19.2. 1961, búsettur í Nott-
ingham á Englandi. Sambýlis-
kona hans er Denise Mosley.
Fyrrverandi sambýliskona hans
Á bernskuárum mínum á sjö-
unda og áttunda áratugnum fór-
um við á hverju sumri frá
Reykjavík til Akureyrar til þess
að dveljast hjá ömmu minni og
afasystur sem bjuggu saman í
Vanabyggð 2 B. Fyrsti maður-
inn sem við sáum þegar rútan
kom á leiðarenda var Júlíus
frændi minn því hann beið alltaf
með bílinn sinn til þess að aka
okkur upp í Vanabyggð. Þetta
var táknrænt fyrir stöðu Júl-
íusar í lífi mínu, hann var
frændinn á Akureyri, ævinlega
tilbúinn að hjálpa.
Júlíus var ljúfur í viðmóti, ró-
legur og glaðlyndur. Hann var
sérlega bóngóður og gestrisinn
og margoft vorum við boðin
heim til hans og Margrétar
konu hans í Austurbyggð 5, en
Anna systir hans bjó þar einnig
og svo áttu Júlíus og Margrét
þrjá syni. Það var einmitt á
bernskuárum mínum sem Júlíus
varð umsjónarmaður leikvalla á
Akureyri. Þar sem ég fór oft á
leikvöll rétt hjá Vanabyggð var
auðvelt fyrir mig að fylgjast
með því hvað Júlíus sýndi mik-
inn metnað í þessu starfi. Hvað
eftir annað birtust ný leiktæki á
vellinum. Eitt var bíll úr viði
með tveimur stýrum svo krakk-
ar gátu setið þar hlið við hlið og
þóst aka. Svo var lítil búð, alveg
tilvalin í búðarleik. Og hjá sand-
kössunum voru settar upp litlar
borðplötur sem hentuðu vel fyr-
ir drullukökur. Júlíus var líka
frumkvöðull á Akureyri í því að
setja á stofn svokallaða starfs-
velli þar sem börn gátu smíðað
sér hús. Sjálf smíðaði ég hús ár
eftir ár á velli sem hét því
ágæta nafni Frábær.
Þegar ég komst á unglingsár
starfaði Júlíus sem húsvörður
við Gagnfræðaskólann. Það kom
sér vel fyrir okkur því árið 1981
var Vanabyggð 2 B seld, en Júl-
íus útvegaði okkur aðstöðu í
Gagnfræðaskólanum svo að við
gátum haldið áfram að dveljast
á Akureyri á hverju sumri. Þeg-
ar mig vantaði sumarvinnu kom
Júlíus enn til bjargar og bauð
mér vinnu í garðyrkju hjá sér,
en hann ræktaði ýmsar runna-
tegundir og seldi.
Eftir að Júlíus hætti sem hús-
vörður urðu Akureyrardvalir
okkar styttri, en oft var okkur
boðið að gista í Austurbyggð og
ég hef sofið í flestum herbergj-
um í því húsi: svefnherbergj-
unum, stofunni og kjallaranum.
Þannig hefur Júlíus verið fastur
punktur í lífi mínu sem frænd-
inn á Akureyri í þau rúmu 50 ár
sem ég hef lifað. Það er und-
arlegt að eiga nú ekki lengur
von á því að sjá hann þar, en
gleðilegt er að hugsa til þess að
2018 var haldið upp á níræðis-
afmæli hans með veislu þar sem
vinir og ættingjar voru saman
komnir. Móðir mín og bræður
hennar fengu Óskar Pétursson
söngvara til að syngja í afmæl-
inu. Óskar ætlaði fyrst að heilsa
allt öðrum manni sem afmæl-
isbarninu, en þegar honum var
bent á að Júlíus væri afmæl-
isbarnið sagði hann: „Mér datt
ekki í hug að þessi maður væri
eldri en sextugur.“ Þau orð voru
ekki út í bláinn því Júlíus var
alla tíð mjög unglegur, bæði í
útliti og anda. Ég gleðst yfir því
láni að hafa átt hann sem
frænda, hann átti mikinn þátt í
því að gera sumardvalir mínar á
Akureyri að hamingjuríkum
dögum sem aldrei gleymast.
Una Margrét Jónsdóttir.
Einar Júlíus var elstur okkar
frændsystkinanna sem ólumst
upp á Munkaþverá í Eyjafirði á
4. og 5. áratug síðustu aldar.
Hann var í senn leiðtogi og
verndari okkar yngri barnanna.
Við kölluðum hann alltaf Júlíus
og það er mér tamast, en á Ak-
ureyri þekktu hann flestir undir
Einars-nafninu. Feður okkar
voru bræður og var mikil vin-
átta milli fjölskyldnanna. Saman
gengum við börnin í farskóla
sem þá var á næsta bæ, Rifkels-
stöðum. Í huga mér er sterk
minning frá þeim tíma. Við er-
um á göngu heim úr skólanum í
svartasta skammdeginu.
Skyndilega brestur á haglél. Ég,
sex ára gömul, missi kjarkinn og
fór að gráta. Þá tók Júlíus af sér
ullartrefilinn sinn og batt um
kinnarnar á mér. Þetta atvik
lýsir Júlíusi vel. Alltaf var hann
boðinn og búinn að hjálpa öðr-
um og hugsaði meira um aðra
en sjálfan sig. Frá fyrstu tíð var
hann ljúfur í lund, glaðsinna og
hógvær. Hann var hæfileikarík-
ur, góður námsmaður, hagur í
höndum og mjög músíkalskur.
Hann gat spilað eftir eyranu
nýjustu danslögin á orgel föður
síns og varð síðar einn af vin-
sælustu harmóníkuleikurum á
böllunum í sveitinni. Mjög var
hann natinn við búskapinn, lag-
inn við skepnur og var stundum
sóttur á nágrannabæina ef eitt-
hvað var að skepnunum.
Að loknu gagnfræðaprófi
hneigðist hugur Júlíusar að flugi
og stundaði hann flugnám um
skeið. Draumur hans um að
verða flugmaður rættist þó ekki
því heilsa foreldra hans bilaði
um þær mundir og Júlíus kom
heim og tók við búskapnum
ásamt Önnu systur sinni. Eftir
lát föður þeirra fluttist fjöl-
skyldan til Akureyrar. Þau eign-
uðust gott hús í Austurbyggð 5
og þar átti hann heima alla tíð
síðan.
Júlíus brá sér eitt sinn til
Reykjavíkur til að lyfta sér upp
og hitta okkur frændsystkin sín.
Þá fóru þeir saman út á lífið,
hann og Eysteinn bróðir minn.
Þeir fóru í Naustið, sem þá var
dansstaður. Þar hittu þeir vin-
konurnar Margréti og Erlu og
voru þetta mikil gæfuspor því
þær urðu konurnar þeirra.
Á Akureyri starfaði Júlíus
lengi sem húsvörður við Gagn-
fræðaskólann. Það átti vel við
hann að vera innan um börn og
unglinga, eins mildur og skiln-
ingsríkur og hann var. Á sumrin
var hann umsjónarmaður leik-
valla bæjarins og Margrét kona
hans var honum stoð og stytta
því hún var menntaður kennari.
Síðustu starfsár Júlíusar var
garðyrkja aðalstarf hans og
mátti oft sjá hann sýsla við
runnana fyrir utan litla gróð-
urhúsið sitt í Austurbyggð.
Þrátt fyrir erfið veikindi sem
hann varð fyrir 1997 náði hann
sér furðu vel og má það vafa-
laust þakka góðu skaplyndi hans
og æðruleysi.
Það var honum mikið áfall
þegar Margrét og Anna systir
hans, sem hafði alltaf átt heimili
með þeim, létust með stuttu
millibili fyrir nokkrum árum, en
Júlíus tók því með hugarró eins
og öðru andstreymi í lífinu. Síð-
ustu árin bjó Júlíus með Frið-
riki syni sínum og sonardætr-
um, en Friðrik sýndi föður
sínum einstaka umhyggju og
elsku.
Við systkinin fjögur eigum
Júlíusi mikið að þakka frá fyrstu
tíð. Við nutum vináttu hans og
gestrisni fram á síðasta ár og
minnumst hans sem eins besta
manns sem við kynntumst.
Kristín Jónsdóttir.
Kæri Einar.
Ég vil þakka þér fyrir allt
sem þú gerðir hér í heiminum,
fyrir allt sem þú gerðir fyrir
fjölskyldu þína, fyrir allt sem þú
gerðir fyrir vini þína og fyrir
allt sem þú gerðir fyrir mig, en
á sínum tíma leit ég á þig sem
fósturföður.
Þú varst sá sem hafði trú á
mér, þrátt fyrir fiðrildalíf mitt
sem einkenndi öll mín æskuár.
Takk fyrir að hafa leyft mér að
fylgjast með plönturæktun þinni
og að hjálpa þér stundum. Takk
fyrir að leyfa mér að taka þátt í
blátoppsræktun þinni sem um-
lykur næstum allt land. Allir
brosandi garðar á Akureyri hafa
átt þig að föður, og náttúran
sem slík hefur sjaldan verið jafn
hamingjusöm og á meðan þú
hlúðir að henni.
Kæri Einar, mér mun alltaf
þykja vænt um þig.
Þinn
Cosimo H. F. Einarsson.
Einar Júlíus
Hallgrímsson
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á
þeim sjálfum, sem hér segir:
Bæjarholt 9, Bláskógabyggð, fnr. 231-6815 þingl. eig. Pálmi Þór
Erlingsson, gerðarbeiðendur Arion banki hf. og Greiðslumiðlun ehf.
og Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Sýslumaðurinn á Suðurlandi,
miðvikudaginn 8. maí nk. kl. 10:50.
Þrastalundur lóð 2, Grímsnes- og Grafnhr, fnr. 235-3930, þingl. eig.
V63 ehf., gerðarbeiðandi Grímsnes-og Grafningshreppur, miðviku-
daginn 8. maí nk. kl. 10:10.
Þrastalundur lóð 3, Grímsnes- og Grafnhr, fnr. 235-3931, þingl. eig.
V63 ehf., gerðarbeiðandi Grímsnes-og Grafningshreppur, miðviku-
daginn 8. maí nk. kl. 10:05.
Þrastalundur lóð 4, Grímsnes- og Grafnhr, fnr. 235-7553, þingl. eig.
V63 ehf., gerðarbeiðandi Grímsnes-og Grafningshreppur, miðviku-
daginn 8. maí nk. kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á Suðurlandi
2. maí 2019
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum
Athugun Skipulagsstofnunar
Landmótun og stækkun Jaðarsvallar, Akureyri
Akureyrarbær hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummats-
skýrslu um landmótun og stækkun Jaðarsvallar, Akureyri.
Kynning á frummatsskýrslu:Tillaga að ofangreindri framkvæmd og
skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar
frá 3. maí.—14. júní á eftirtöldum stöðum: Í ráðhúsinu á Akureyri, í
Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Frummatsskýrslan er
aðgengileg á vef Skipulagsstofnunar www.skipulag.is.
Athugasemdafrestur: Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt
fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi
síðar en 14. júní 2019 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105
Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, Zumba Gold kl. 10.30.
BINGÓ kl. 13.30. spjaldið kostar 250 kr. veglegir vinningar. Kaffi kl.
14.30-15.20.
Árbæjarkirkja Strætókórinn verður með vortónleika sína laugardag-
inn 4. maí kl. 16. Strætókórinn var stofnaður 5. maí 1958 og hefur
starfað síðan. Kórinn syngur við ýmis tækifæri, eins og afmælum,
árshátíðum, þorrablótum og fer á öldrunarheimili borgarinnar svo
eitthvað sé nefnt. Í ár verður með kórnum gítarleikari, fiðluleikari,
trommuleikari og að sjálfsögðu píanóleikari. Engin aðgangseyrir.
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-
16. Gerðubergskór, tónleikar kl. 14. Bókabíllinn kemur við Árskóga 6-8
kl. 16.15-17. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala
kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700.
Boðinn Hugvekja kl. 13.30. Vöfflukaffi kl. 14.30. Línudans kl. 16.
Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl. 10.15.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffispjall og blöðin við hring-
borðið kl. 8.50. Opin listasmiðja kl. 9-16. Thai chi með Ólafi kl. 9-10.
Botsía kl. 10.15-11.20. Hádegismatur kl. 11.30. Zumba kl. 12.30-13.30.
Bíó kl. 13.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Hugmyndabankinn opinn kl. 9-16.
Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790.
Furugerði 1 Föstudagar: Íslenskumorgnar kl. 10. leikfimi kl. 11.
hádegismatur kl. 11.30-12.30, ganga kl. 13, kaffisala kl. 14.30–15.30.
Föstudagsfjör: Alltaf mismunandi.
Garðabær Dansleikfimi Sjálandi kl. 9.30. Gönguhópur frá Jónshúsi
kl. 10. Félagsvist FEBG í Jónshúsi kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20.
Hleinum kl. 12.30. og frá Garðatorgi 7 kl. 12.40 og til baka að lokinni
félagsvist ef óskað er. Smiðja í Kirkjuhvoli opin kl. 13–16. Velkomin.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl.
12.45 tréskurður, kl. 20 félagsvist FEBK.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9–12. Útskurður kl. 9, verkfæri á staðnum og
nýliðar velkomnir. Botsía kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30. Bingó kl.
13.15. Kaffi kl. 14.30.
Hraunsel Kl. 8-12 ganga í Kaplakrika alla virka daga, kl. 11.30 línu-
dans, kl. 13 brids, kl. 13 botsía, kl. 10.45 leikfimi Hjallabraut, kl. 11.30
leikfimi Bjarkarhúsi.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og
púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45,
hádegismatur kl. 11.30, brids í handavinnustofu kl. 13, gönguferð á
kaffihús kl. 13.30 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 9. í Borgum, sundleikfimi kl. 9 í
Grafarvogssundlaug, brids-hópur Korpúlfa hefur spil kl. 12.30 í dag í
Borgum og hannyrðahópur Korpúlfa kl. 12.30 í Borgum. Vöfflukaffi frá
kl. 14.30 til 15.30 í Borgum. Tréútskurður á Korpúlfsstöðum kl. 13 í
dag. Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar.
Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9.45, lesið upp úr blöðum kl. 10.15,
upplestur kl. 11-11.30, trésmiðja kl. 9-12, Guðsþjónusta kl. 14.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Leikfimi með Evu í saln-
um á Skólabraut kl. 11. Syngjum saman í salnum á Skólabraut kl. 13.
Spilað í króknum kl. 13.30. Brids í Eiðismýri kl. 13.30. Munið skráning-
una á vorfagnaðinn fimmtudaginn 16. maí og ferðina þriðjudaginn 21.
maí. Skráningarblöð liggja frammi á Skólabraut og Eiðismýri.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–14. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Framhaldssaga eða
bíó kl. 13. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Dansað sunnudagskvöld 5. maí kl.
20-23. Hljómsveit hússins leikur fyrir dansi. Allir velkomnir.
SPÆNSKA; vegna mikils áhuga hefur verið bætt við aukanámskeiði
sem verður á mánudögum kl. 13.30 og hefst mánudaginn 6. maí.
Sem sagt spænska á mánudögum kl. 13.30 og föstudögum kl. 13.
Kennarar frá Spænskuskólanum Háblame.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
Jessenius Faculty of Medicine í
Martin Slóvakíu heldur kynningar-
fund um námið í læknisfræði í
Menntaskólanum í Kópavogi kl 17:00
miðvikudaginn 8. maí.
Uppl. kaldasel@islandia.is.
Húsviðhald
FLÍSALAGNIR - MÚRVERK
FLOTUN - SANDSPARSL
MÁLUN - TRÉVERK
Ásamt öllu almennu viðhaldi
fasteigna
Áratuga reynsla og þekking
skilar fagmennsku og gæðum
Tímavinna eða tilboð
Strúctor
byggingaþjónusta ehf.
S. 893 6994
Hreinsa
þakrennur
ryðbletta þök og
tek að mér
ýmis verkefni
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Smá- og raðauglýsingar
Vantar þig
pípara?
FINNA.is