Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019
Logalandið. Til
þess að komast í hið
dýrlega Logaland
þurfti mikið púl í
hjólamennsku í Fossvogsdaln-
um. Við dyrnar mætti maður
brosi og mikil tilhlökkun var því
að komast inn í ævintýrahöllina.
Þar voru í boði bestu pönnukök-
ur í heimi, talandi páfagaukur
sem hermdi eftir hverju manns-
orði og heilu hrúgurnar af kand-
ís. Efst á fjalli breyttist maður
síðan í heimsins flottasta orgel-
spilara þar sem margar litlar
styttur sátu sem aðdáendur í
áhorfendastúkunni. Drottningin
í Logalandinu var samt hún
Fríða, langamma mín.
Jenna Katrín
Kristjánsdóttir.
Elsku amma mín. Ég á svo
margar góðar æskuminningar
frá samveru okkar. Á sunnudög-
um fórum við fjölskyldan iðulega
í bíltúr og heimsóttum afa og
ömmu í Logalandið. Við systk-
inin vorum alltaf svo spennt þeg-
ar átti að fara í Logalandið því
Hólmfríður Bergey
Gestsdóttir
✝ HólmfríðurBergey Gests-
dóttir fæddist 13.
júlí 1923. Hún lést
18. apríl 2019.
Útför Hólm-
fríðar fór fram 2.
maí 2019.
þar var ávallt líf og
fjör. Amma var allt-
af með munnhörp-
una uppi við ásamt
hlaðborði í eldhús-
inu, alltaf kökur og
gotterí á boðstólum.
Orgelið í stofunni er
mér mjög minnis-
stætt og var það í
algjöru uppáhaldi
hjá mér þegar
amma leyfði mér að
spila á það. Amma setti einnig
oft plötur á fóninn og var mikið
fjör á bæ. Mér er einnig mjög
minnisstætt hvað amma var góð-
hjörtuð þegar það kom að dýr-
um, hún setti oft matarafganga
út á tröppur fyrir kisur og hunda
í hverfinu. Ég kveð þig amma
mín, þú munt alltaf eiga stað í
hjarta mínu.
Kær kveðja,
Hólmfríður Dögg
Einarsdóttir (Fríða).
Elsku amma mín er nú farin
úr þessum heimi og mig langar
til að kveðja hana og þakka fyrir
allar þær góðu stundir sem við
áttum saman við fjölskyldan.
Það var mikill gestagangur á
heimili þeirra ömmu og afa í
Logalandinu og líf og fjör eftir
því. Afi sat með pípuna við hægri
endann á græna eldhúsborðinu á
meðan amma sá um að fylla
borðið af ilmandi kræsingum
sem hún bauð okkur upp á.
Henni var mikið í mun að allir
færu saddir heim úr heimsókn
hjá sér og við hlógum stundum
að því þegar hún elti okkur fram
í anddyri til að mata okkur með
einhverju sem henni fannst við
hafa gleymt að smakka.
Amma var mjög gjafmild og
jólagjafirnar frá henni báru vott
um það. Hún fyllti kassa af alls
kyns dóti, spilum, vettlingum,
hosum, fötum, o.fl. sem henni
fannst okkur barnabörnin vanta.
Henni var mikið í mun að okkur
skorti ekki neitt. Við kunnum
mjög vel að meta þetta og það
þurfti í raun engar fleiri jólagjaf-
ir en þessa einu frá ömmu. Hún
elskaði að gefa okkur eitthvað
sem gaf frá sér hljóð og ég
gleymi seint talandi páfagaukn-
um sem hékk inni eldhúsi í Loga-
landinu og hermdi eftir öllu því
sem þar var sagt.
Amma kunni ógrynni af ljóð-
um utanbókar sem hún þuldi upp
reglulega okkur barnabörnunum
til skemmtunar. Hún elskaði líka
að spila á munnhörpuna sína og
hressti upp á margar samkom-
urnar með undirspili sínu sem
gestir tóku yfirleitt vel undir
með söng.
Amma las í bolla fyrir kon-
urnar sem komu í kaffi til henn-
ar. Stundum las hún líka í bolla
fyrir mig og mér fannst það
mjög áhugavert. Skemmtilegast
fannst mér þó þegar hún tók upp
tarotspilin sín og las úr spilunum
sem við drógum. Sumt af því sem
hún sagði hitti beint í mark mið-
að við það sem var að gerast í lífi
okkar í það og það skiptið.
Undir það síðasta, þegar
amma var farin að gleyma og
samtölin orðin samhengislaus,
var samt hægt að eiga góðar
samræður við hana í gegnum ta-
rotspilin. Þá birtist leiksvið lífs-
ins í orðum hennar í öllum sínum
myndum.
Ég kveð ömmu mína með
miklum söknuði og líka þakklæti
fyrir að hún skyldi fá að vera
svona lengi með okkur.
Lilja Karlsdóttir.
Elsku amma mín. Nú er kom-
ið að kveðjustund. Nú hefur þú
sofnað svefninum langa og ég
veit þér líður miklu betur núna
og ert búin að finna afa.
Síðustu dagarnir þínir voru
erfiðir, það var svo sárt að horfa
á þig líða svona illa. Ég er samt
sem áður svo þakklát fyrir síð-
ustu stundirnar okkar, því ein-
hvern veginn fannst mér eins og
þú vissir af mér við rúmgaflinn
þinn. Þú hélst fast í höndina á
mér og lagðir höfuð þitt upp að
mínu.
Það eru svo margar minning-
ar sem koma upp í hugann þegar
ég hugsa til þín, bæði nýjar og
gamlar, en allar ylja þær mér í
hjartanu. Mér þykir svo vænt
um þig, elsku amma mín. Þú
lýstir upp og léttir andrúmsloftið
hvert sem þú komst.
Þú varst alltaf svo kát og glöð
með munnhörpuna á lofti. Ég
man hvað þú hafðir gaman af því
að taka nokkur lög fyrir mig og
vildir endilega kenna mér að
spila. Ég hafði meira gaman af
því að hlusta á þig galdra fram
fagra tóna á munnhörpuna. Ég
kannski reyni að æfa mig á hana
einn daginn og spila „Hafið bláa
hafið“ fyrir mín börn eins og þú
gerðir fyrir þín. Mamma var svo
dugleg að koma til þín í heim-
sókn og passaði svo vel upp á
þig. Ég nýtti stundum tækifærið
og kom með mömmu að heim-
sækja þig í Sunnuhlíð. Þú áttir
það oft til að þylja upp alls konar
skemmtilegar vísur og lög og svo
passaðir þú auðvitað að við
fengjum nú örugglega kaffi og
helst eitthvað gott með því.
Bestu stundirnar áttum við
þegar sólin lét sjá sig og við gát-
um setið saman úti í garði,
drukkið saman kaffi og jafnvel
hlustað á lög sem okkur þótti
skemmtileg og þú þekktir vel.
Ég vissi að þótt þú myndir ekki
alltaf hver ég var þá gætum við
tengst og notið okkar saman á
þennan hátt.
Það var alltaf notalegt að vera
hjá þér, elsku amma mín. Ég
man svo vel eftir tímanum þegar
þið afi bjugguð í Logalandinu.
Það var alltaf svo gaman að
koma til ykkar. Við sátum oft
saman úti í garði þegar sólin
skein, afi var að slá grasið og þú
með kaffi og kandís að sóla þig.
Ég fékk oft að rífa smá rabar-
bara sem þú ræktaðir í garðinum
og gæða mér á honum með mikl-
um sykri.
Þegar við vorum búin að eiga
góðan dag hjá ykkur afa í Loga-
landinu og settumst út í bíl stóð-
uð þið ætíð úti á stétt og veifuðuð
okkur alveg þangað til við gátum
ekki séð ykkur lengur.
Ég veit þið afi haldist nú í
hendur og veifið fólkinu ykkar
með bros á vör.
Bið að heilsa afa.
Elska þig, elsku amma mín.
Þín
Laufey Karlsdóttir.
„Það lék aldrei
neinn vafi þar á,“
svaraði Björg móð-
ursystir mín þegar
ég spurði hana, er við hittumst
í síðasta sinn fyrir nokkrum
vikum, hvort það hefði ekki
verið erfitt sem ung kona um
1960 að ákveða að leggja fyrir
sig myndlist. Svarið var af-
dráttarlaust, rétt eins og Björg
var í listsköpun sinni, en skildi
þó eftir sig spurningar í mínum
huga. Hvaða fyrirmyndir hafði
hún og þurfti ekki áræði og þor
til að halda út á myndlistar-
brautina á þessum tíma?
Mikilvægi fyrirmynda og þá
sérstaklega í tengslum við jafn-
réttisbaráttu kynjanna hefur
verið mér hugleikið á síðustu
árum, einkum innan lista. Því
brann á mér að vita hvaða fyr-
irmyndir hún hefði haft og
hvernig það hefði verið að hefja
þessa vegferð. Hvort sem
Björg hefur átt sér fyrirmyndir
meðal fyrirrennara sinna í ís-
lensku myndlistarlífi eða ekki
þá er ekki nokkur vafi á að á
löngum ferli hefur hún verið
hvort tveggja í senn brautryðj-
andi á sínu sviði sem og glæsi-
leg fyrirmynd fyrir þá sem á
eftir hafa komið.
Við þessi tímamót sé ég að
Björg hefur haft meiri áhrif á
mig en ég hef hingað til áttað
mig á. Frá blautu barnsbeini og
fram yfir táningsaldur voru
þær systur, Björg og mamma,
duglegar að teyma mig með sér
á allar myndlistarsýningar og
opnanir á höfuðborgarsvæðinu
um helgar. Þetta var mikil kvöl
og pína en opnanirnar voru þó
heldur skárri því þá eygði mað-
Björg
Þorsteinsdóttir
✝ Björg Þor-steinsdóttir
fæddist 21. maí
1940. Hún lést 22.
apríl 2019.
Útför Bjargar
fór fram 2. maí
2019.
ur von um að fá
appelsín eða jafn-
vel kók í sárabót
fyrir alla listina
sem var verið að
þvinga mann til að
sjá og upplifa.
Minningarnar frá
opnunum sýninga
Bjargar eru þó af
öðrum toga. Allt
umstangið í kring-
um þær, uppsetn-
ing verkanna, boðskortin og
eftirvæntingin fyrir opnunina
sjálfa fannst mér æðisgengin
og gilda enn sem hápunktar
þegar ég lít til baka.
Þótt ég hafi lagt tónlistina
fyrir mig þá hefur áhugasviðið
í gegnum árin færst yfir á
braut myndlistarinnar. Segja
má að þau fræ sem þær systur
sáðu hafi borið ávöxt og nú er
það ég sem teymi mín börn
óviljug á sýningar um helgar
með von um að sá fræjum sem
kannski ná að spíra seinna
meir.
Eftir því sem ég kynnist
myndlistarheiminum betur öðl-
ast ég dýpri skilning á því um-
hverfi sem mótaði móðursystur
mína. Þær áskoranir sem hún
hlýtur að hafa staðið frammi
fyrir í þessum enn karllæga
heimi myndlistarinnar. Ég lít
yfir feril hennar og sé þær orr-
ustur sem hún hefur háð og
unnið. Ég sé listakonu sem hef-
ur ekkert gefið eftir og unnið
sleitulaust svo að segja fram á
síðasta dag.
Ég minnist gjafmildrar móð-
ursystur og vinkonu, stórglæsi-
legrar konu og áhrifavalds. Ég
minnist brautryðjanda, fyrir-
myndar og áræðinnar baráttu-
konu með þor, sem mun halda
áfram að hafa áhrif á samfélag-
ið í gegnum verk sín um
ókomna tíð.
Það er með miklu þakklæti
og söknuði sem leiðir skilur.
Guðný Þóra
Guðmundsdóttir.
Konur eru mjög mismunandi
en það er eitt sem er sameig-
inlegt með þeim – þær eru
þrjóskar. Þannig svaraði Björg
mín mér ekki fyrir löngu þegar
ég spurði hana hvort hún hefði
ekki fundið til þegar hún tókst á
við eitt af mörgum veikindatil-
fellum síðustu ára, þar sem hún
sýndi ótrúlega þrautseigju í
veikindum sem höfðu hrjáð hana
lengi. Það sást hins vegar ekki á
henni að hún ætti við veikindi að
stríða. Hún var einhver glæsi-
legasta og fallegasta kona sem
ég hef kynnst, alltaf, hvernig
sem stóð á hjá henni. Hún tókst
þannig á við veikindi sín að
manni fannst eiginlega að hún
yrði eilíf, að ekkert gæti náð til
hennar. Enda vann hún marga
sigra í viðureign sinni við óvæg-
inn sjúkdóm og var alveg ótrú-
lega úrræðagóð við að bjarga
sér.
Við Björg kynntumst í gegn-
um myndlistina. Hún var
nokkru eldri en ég, en okkur
varð strax vel til vina. Saman
sýndum við bæði á Íslandi og
erlendis, einkum við þrjár, hún,
Jóhanna Bogadóttir myndlistar-
kona og ég, þar sem við vorum
með sýningar til dæmis í Sví-
þjóð og í Færeyjum. Björg nam
myndlist á Íslandi, í Þýskalandi
og Frakklandi, m.a. á þekktu
grafíkverkstæði í París, Atelier
17, þar sem hún lærði hjá S.W.
Hayter sérstaka grafíktækni
sem hún tileinkaði sér í grafík-
verkum sínum. Síðar sneri hún
sér í auknum mæli að málverk-
inu en vann einnig mjög falleg
verk með blandaðri tækni.
Verkin hennar, málverkin, graf-
íkverkin, hvað sem hún vann,
drógu mann að sér, bæði fyrir
hversu listilega þau voru unnin
og vegna hinnar einstöku birtu
og samspils lita, enda meistari á
ferð.
Það var í raun alveg sama
hvað Björg tók sér fyrir hendur,
allt varð fagurlega gert í hennar
höndum hvort sem það var hún
sjálf, heimilið hennar, garður-
inn, matarboðin eða listin. Það
er enn hálfótrúlegt að Björg
hafi nú kvatt okkur, þessi sterki
persónuleiki, þessi virðulega,
fágaða, fallega og hæfileikaríka
kona. Ég mun sakna hennar.
Því miður get ég ekki verið við-
stödd jarðarför Bjargar vegna
starfa erlendis, en verð í huga
með fjölskyldu hennar og vin-
um þegar hún verður kvödd frá
Dómkirkjunni í Reykjavík.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til fjölskyldu hennar,
einkum til dóttur hennar, dótt-
ursonar og systur.
Valgerður Hauksdóttir.
Kær vinkona og bekkjarsyst-
ir úr MR er gengin yfir landa-
mærin. Með henni hverfur brot
af mér. Við vorum vanar að tala
saman nær daglega – rökræða
um ástina, lífið, menninguna,
jafnvel pólitík! Björg fylgdist
vel með, fór mikið á sinfóníu-
tónleika og leiksýningar – og
gaf mér góða innsýn. Ég var
alltaf betur upplýst eftir samtal
við Björgu. Hún var minn
menningarviti.
Björg var einstaklega glæsi-
leg kona, með ljóst liðað hár, há
og grönn og bar sig vel. Og hún
bar mikla innri fegurð – mál-
verkin hennar endurspegla
mikið listfengi, speglun lita og
samspil tákna. Litirnir í mál-
verkunum upphefja hver annan
og grafíkmyndirnar eru
ógleymanlegar.
Vágest mannlegra meina,
krabbameinið, var hún búin að
berjast við í mörg ár. Þeir sem
þekktu hana lítið áttu erfitt
með að trúa að hún glímdi við
erfiðan sjúkdóm. Hún stóð allt-
af upprétt. Aldrei barmaði hún
sér, hugsaði meira um dóttur
sína, hvað það væri erfitt fyrir
hana að taka við málverkasafn-
inu sem hún skilur eftir sig.
Já, Björg mín, þú talaðir oft
um hve illa væri komið fyrir
náttúru Íslands og mannlífi. Ég
trúi því að þú sért kölluð til
æðri starfa. Nú stígur þú á vit
innri heima, dulheima listar-
innar.
Málverkin þín spegla innri fegurð
andi þinn hverfur aldrei, hann geislar
til okkar úr listaverkum þínum.
Elsku Björg, þú varst algjör
fyrirmynd. Þakka þér fyrir þína
góðu vináttu. Ég sakna þín.
Þín vinkona,
Oddný Sv. Björgvins (Obba).
Kær vinkona er horfin. Þeg-
ar leiðir okkar Bjargar Þor-
steinsdóttur lágu fyrst saman
kringum 1983 veitti hún Safni
Ásgríms Jónssonar forstöðu.
Mér þótti mikið til koma að
kynnast listakonu, sem var
tilbúin að hlúa að verkum ann-
arra listamanna auk þess að
sinna eigin listsköpun. Þegar
einkasafninu Listasafni Sigur-
jóns Ólafssonar var breytt í
sjálfseignarstofnun árið 1989 og
skipa átti í 12 manna fulltrúa-
ráð safnsins kom það af sjálfu
sér að biðja Björgu að taka
sæti í fulltrúaráðinu. Þessu
sjálfboðaliðastarfi sinnti Björg
frá upphafi til ársins 2012, þeg-
ar sjálfseignarstofnunin var
lögð niður. Björgu var mjög
annt um hag safnsins, mætti á
nær alla fundi og miðlaði af
sinni reynslu á sviði myndlistar.
Hún var ekki eingöngu stuðn-
ingsmaður safnsins heldur mér
mjög kær og trygg vinkona.
Listakonan Björg var hrein-
skiptin, viljasterk og gáfuð; hún
leitaði stöðugt að nýjum tján-
ingarformum í myndlist sinni
og fylgdist með því sem var
efst á döfinni í listaheiminum –
og hin glæsilega og fágaða
heimskona Björg var óþreyt-
andi í hetjulegri baráttu við
ólæknandi sjúkdóm. Á góðum
stundum bauð Björg vinkonum
sínum heim þar sem umræður
snerust um listir og þjóðfélags-
mál og gestgjafinn gladdi gesti
sína með nýstárlegum og holl-
um réttum.
Við fjölskyldan þökkum
Björgu fyrir samfylgdina og
vottum dóttur hennar Guðnýju
og öðrum aðstandendum inni-
lega samúð okkar.
Birgitta Spur.
Einn vordag fyrir hartnær
60 árum var ég á rölti í miðbæ
Reykjavíkur og kom þá auga á
ljósmyndir af nýstúdentum með
hvítu kollana sína sem blöstu
við í stórum verslunarglugga.
Ekki kannaðist ég við neitt af
þessu unga fólki en eitt andlitið
festist mér í minni. Það var ung
ljóshærð svipfalleg stúlka. Ekki
löngu síðar byrjaði nýr hópur
nemenda í Handíða- og mynd-
listarskólanum í Skipholti, og
var ég, sem þá kenndi við skól-
ann, beðin að aðstoða við að
taka á móti hópnum og finna
þeim sæti. Allt í einu kom ég
auga á andlit sem mér fannst ég
kannast við. Þarna var hún
komin, fallega ljóshærða
stúlkan af myndinni í gluggan-
um. Hún hét Björg Þorsteins-
dóttir og þannig hófust kynni
okkar. Í náminu þennan fyrsta
vetur komu eiginleikar hennar
fljótt í ljós: áhugi, hæfileikar,
prúðmennska og dugnaður. Það
kom því ekki á óvart að hún átti
eftir að afla sér meiri mennt-
unar í myndlist í útlöndum og
verða með tímanum einn af
þekktustu og virtustu lista-
mönnum þjóðarinnar. Í huga
mér var hún alltaf heimskonan
mikla, hnarreist, glæsileg og
kjarkmikil. Hún ferðaðist út um
allan heim, tók þátt í mörgum
alþjóðlegum listsýningum og
hlaut fjölmargar viðurkenningar
fyrir verk sín. Aldrei heyrði ég
hana miklast af þessu, það var
ekki í hennar eðli. Hún hafði þó
sterkar skoðanir á mönnum og
málefnum og fór ekki dult með
það, en hún var einnig mjög við-
kvæm í lund og næm á líðan
annarra. Fyrir rúmum 20 árum
hringdi hún til mín nokkuð
óvænt og spurði hvort hún gæti
ekki aðstoðað mig á einhvern
hátt. Hún hafði þá frétt af mikl-
um veikindum mannsins míns,
Jóns Óskars heitins. Þessi að-
stoð hennar var mér mjög dýr-
mæt og ekki síst hlýjan sem bjó
að baki henni. Síðan höfum við
verið tengdar sterkum vináttu-
böndum og höfðum samband
hvor við aðra næstum því dag-
lega. Björg var mikill húmoristi
og oft hlógum við saman. Sárt
var að fylgjast með langvarandi
veikindum hennar síðustu 16 ár-
in, en hún tók þeim með miklu
æðruleysi. Nú kveður hún þeg-
ar vorið er að koma og vorlit-
irnir sem voru svo ríkjandi í
verkum hennar setja svip sinn á
náttúruna. Ég minnist hennar
með söknuði og þakklæti fyrir
samverustundirnar. Verk henn-
ar munu lifa og einnig minn-
ingin um góða vinkonu.
Kristín Jónsdóttir
frá Munkaþverá.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi
liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er
hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á vefn-
um. Hægt er að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15
línur. Ekki er unnt að tengja við-
hengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin fer
fram. Þar mega einnig koma fram
upplýsingar um foreldra, systkini,
maka og börn. Ætlast er til að
þetta komi aðeins fram í formál-
anum, sem er feitletraður, en ekki í
minningargreinunum.
Minningargreinar