Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019 „Þetta var góður fundur,“ sagði Katrín Jakbosdóttir, forsætisráð- herra Íslands, sem átti tvíhliða fund með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í Downingstræti 10 í Lundúnum í gær. Loftslagsmálin bar á góma en þau eru mikið rædd í Bretlandi eftir að tillaga var lögð fram í breska þinginu í fyrradag. Katrín sagði að May hefði spurt út í nálgun Íslend- inga varðandi loftslagsmálin. Þær ræddu einnig jafnréttismál, ekki síst mansalsmál og kynbundið ofbeldi. Katrín sagði að May hefði persónulegan áhuga á jafnréttis- málum. „Ég tel að við getum ým- islegt lært af því sem þau [Bretar] hafa verið að gera í þeim efnum,“ sagði Katrín. Samskipti Íslands og Bretlands og staðan í Brexit voru einnig rædd. Katrín sagði að May væri bjartsýn varðandi samtal milli Íhaldsflokks- ins og Verkamannaflokksins um lendingu í málinu. Katrín sagði mik- ilvægt að samskipti Íslands við Bret- land yrðu ekki aðeins jafn góð í framtíðinni og hingað til heldur betri og meiri. Hún sagði að Bretar vildu viðhalda mjög góðum sam- skiptum við Íslendinga. Katrín Jakobsdóttir fundaði með Theresu May í Downingstræti 10 Brexit, loftslag og jafnrétti AFP Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Verð á eldsneyti hefur hækkað að undanförnu og í gær var verð á bens- ínlítra komið í 241,50 krónur án vild- arafsláttar á stöðvum N1 og Olís og verð á lítra af dísilolíu var 233,10 krónur. Algengt verð á mannlausum stöðvum var 237,30 krónur fyrir bensínlítra og 228,90 krónur fyrir lítra af dísilolíu. Um síðustu áramót var algengt verð á bensínlítranum um 220 krón- ur, þannig að á fjórum mánuðum hef- ur hann víða hækkað um 20 krónur. Hinrik Örn Bjarnason, fram- kvæmdastjóri N1, segir að skýringar á breytingu á heimsmarkaðsverði á olíu að undanförnu liggi fyrst og fremst í því að víða á olíuframleiðslu- svæðum hafi ríkt ófriðarástand. Nefndi hann sérstaklega Venesúela, Líbíu og Íran. „Söluverð á Íslandi endurspeglast af þróun heimsmarkaðsverðs og þró- un gjaldmiðilsins okkar,“ sagði Hin- rik Örn í samtali við Morgunblaðið í gær. Hinrik sagði ómögulegt að segja til um það hvort frekari verðhækk- anir yrðu á næstunni. „Þetta ræðst auðvitað mikið af ytra umhverfi, en ef við horfum á verðþróun olíunnar við eðlilegrar aðstæður, þá höfum við oft séð hækkanir á vorin sem jafna sig svo yfir sumartímann, þegar eft- irspurnin er minni,“ sagði Hinrik Örn. Olíuverðshækkanir hafa orðið vegna ófriðarástands  Bensínlítrinn víða hækkað um 20 krónur frá áramótum Morgunblaðið/Ómar Hækkanir Umtalsverðar verðhækk- anir hafa orðið á eldsneyti. Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands var lagt niður sem sérstakt svið innan bankans í byrjun þessa mánaðar. Eftirstandandi verkefni gjaldeyriseftirlits flytjast annars vegar til fjármálastöðugleikasviðs Seðlabankans og hins vegar til lög- fræðiráðgjafar bankans. Segir frá þessu í tilkynningu frá bankanum. Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans var formlega sett á fót í september 2009 og hefur sinnt verkefnum tengdum fjármagnshöftum frá þeim tíma. Auk þess að sinna lögbundnum verkefnum á borð við eftirlit með fjármagnshöftum, rannsóknum á meintum brotum gegn þeim og veit- ingu undanþága frá þeim hefur gjaldeyriseftirlit unnið að öðrum verkefnum sem tengjast fram- kvæmd og losun fjármagnshafta. Þegar mest lét störfuðu 24 við gjaldeyriseftirlit, að því er fram kemur í tilkynningu Seðlabanka Ís- lands. Lagt af sem svið  Eftirstandandi verkefni fara annað TANGARHÖFÐA 13 577 1313 - kistufell.com BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ Hjóla- legur Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála hefur fellt úr gildi bygging- arleyfi fyrir parhús með geymslum og bílgeymslum í kjallara á lóð við Blesu- gróf 12 í Reykjavík. Útgefið bygging- arleyfi var ekki í samræmi við skil- mála deiliskipulags Blesugrófar þar sem byggingin var talin hafa veruleg grenndaráhrif gagnvart nærliggjandi fasteign þeirra sem kærðu málið. Byggingarleyfið var samþykkt á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Reykjavíkur í fyrra og staðfesti borg- arráð afgreiðslu byggingarfulltrúa á fundi sínum. Framkvæmdir hófust í janúar á þessu ári. Kærendur héldu því fram að framkvæmdir þær sem samþykktar höfðu verið með bygg- ingarleyfinu hefðu aldrei verið kynnt- ar þeim. Í svari skipulags- og bygg- ingarsviðs sem kærendum barst 14. febrúar 2019 kom fram að hæð fyr- irhugaðrar nýbyggingar yrði innan gildandi deiliskipulags. Þegar fram- kvæmdir byrjuðu og búið hefði verið að koma púða fyrir á lóðinni og slá upp sökklum hefði komið í ljós að framangreind svör hefðu einfaldlega ekki verið rétt, segir í málsástæðum kærenda. Taldi úrskurðarnefndin að ljóst væri að hæð byggingarinnar yrði ekki í samræmi við deiliskipulag og að hún myndi hafa veruleg grenndar- áhrif á fasteign kærenda. Þurfa að sækja bætur frá borginni „Það sem gerist núna er það að eig- andinn þarf að senda inn nýtt bygg- ingarleyfi,“ segir Nikulás Úlfur Más- son, byggingarfulltrúi Reykjavíkur. „Hvað það hefur í för með sér á eftir að koma í ljós. Við funduðum með eig- endum en þeir eru núna að láta vinna nýtt byggingarleyfi sem verður svo skoðað hér og hvort það sé í samræmi við úrskurðinn,“ segir Nikulás og bætir við að í kjölfarið verði tekin ákvörðun um áframhaldandi fram- kvæmdir. Spurður um hvort eigendur geti ekki farið fram á bætur frá borg- inni, segir Nikulás þá þurfa að sækja þær. Byggingarleyfi fellt úr gildi  Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellir úr gildi byggingarleyfi  Áð- ur samþykkt af byggingarfulltrúa og borgarráði  Unnið að nýju byggingarleyfi Morgunblaðið/RAX Blesugróf 12 Útgefið byggingarleyfi var ekki í samræmi við deiliskipulag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.