Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fjölmiðlarsögðu fráþví að
Trump forseta
hefði verið gert að-
vart síðla aðfar-
anætur 30. apríl
um að Venesúela, sem hefur
logað í pólitískum átökum og
mótmælum og lögregla og her
barið þau niður af hörku, stæði
nú á ögurstundu sem Maduro
myndi vísast ekki standa af
sér. Hvergi í fjölmiðlum höfðu
sést dagana á undan getgátur
um að lokapunktur átaka í
landinu væri ákveðinn og
valdaskeið Maduro einræð-
isherra væri sennilega á enda.
Þessar fréttir og samtöl
sjónvarpsstöðva við Pompeo
utanríkisráðherra í beinni út-
sendingu þegar leið á þann
dag drógu upp þá mynd að
stjórnvöld í Washington hefðu
vænst slíks dags fljótlega, en
hann hefði lent í fanginu á
þeim fyrr en þau ætluðu.
Og samtölin við utanríkis-
ráðherrann gáfu einnig til
kynna að Trump forseti og
valdakerfið mikla sem undir
hann fellur hefði verið með
putta sína í öllu ferlinu. Það
þurfti ekki að koma á óvart.
Vandinn var sá að það höfðu
fleiri verið.
Juan Guaido, sem þjóðþing-
ið lítur á sem lögmætan for-
seta Venesúela og 50-60
stjórnir erlendra ríkja hafa
viðurkennt sem slíkan, boðaði
til fjöldamótmæla „mynd-
skreyttur“ með allmörgum
einkennisklæddum yfirmönn-
um í hernum, auk hefðbund-
inna stuðningsmanna. Til-
gangurinn var augljóslega sá
að senda þau skilaboð að
stuðningur hersins við forset-
ann, arftaka Chavesar, væri að
fjara út enda almennt talið að
valdaskeið Nicolas Maduro
standi eða falli með ákvörðun
hershöfðingjanna.
Flestum á óvart upplýsti
bandaríski utanríkisráðherr-
ann að Maduro forseti hefði
verið kominn um borð í flugvél
sem skyldi flytja hann og
fylgdarlið til Kúbu. En „þá
komu boð frá herra Hákoni“
en algjörlega öndverð við þau
sem Snorri fékk forðum. Boðin
frá herra Pútín úr hásölum
Kremlar til Maduro voru
þessi: „Farðu hvergi.“ Og öf-
ugt við Snorra hlýddi Maduro
eins og rakki. „Út vil ek“ sagði
Maduro, en meinti þá að hann
vildi út úr flugvélinni.
Við þessa seinustu atburða-
rás hefur margt orðið ljósara
en áður. Fullyrt er að sam-
herjar Maduro í Havana séu
með um það bil
25.000 öryggis-
lögreglumenn í
Caracas. Ríkis-
stjórnirnar í
Moskvu og Peking
hafa lánað stjórn
Maduro stórar fjárhæðir til að
halda stjórn hans á floti á með-
an fjöldinn sveltur. Það er því
ekki að undra að fyrirmælin úr
austri hafi mikla vigt.
Trump forseti, Pompeo
utanríkisráðherra og Bolton
öryggisráðgjafi hafa allir sagt
og ítrekað nú að þeir vilji eng-
an kost útiloka í þessari alvar-
legu stöðu. Þótt slík yfirlýsing
hljómi kunnuglega og sé í eðli
sínu almenn, er alls staðar litið
svo á að með henni sé átt við að
bandarískum her kunni að
verða beitt til að ýta Maduro
úr sessi. Matið er það að taki
herforingjarnir í kringum
Maduro þá hótun alvarlega og
jafnframt opinbert loforð
Guaido, tilvonandi (raunveru-
legs) forseta, um að hershöfð-
ingjunum verði ekki refsað og
stöðu þeirra og högum verði
ekki breytt, muni þeir loks
þora að hoppa um borð hjá
honum.
Það vekur athygli að þótt
sjaldan hafi verið lengra á
milli andstæðra fylkinga í
bandarískum stjórnmálum en
nú er þá er ekki neinn sjáan-
legur ágreiningur um andstöð-
una við Maduro og er talið víst
að leiðtogum demókrata hafi
verið haldið upplýstum.
Sjónvarpsmyndir, sem sýna
brynvörðum vögnum hersins
ekið af ráðnum hug og á mikilli
ferð inn í hóp mótmælenda,
hafa auðvitað styrkt þessa
samstöðu.
En þótt „ekkert sé útilokað“
þá er það þekkt að Trump hef-
ur margoft ítrekað andstöðu
sína við að beita Bandaríkja-
her til að steypa ríkisstjórnum
í öðrum löndum. Hann hefur
að auki séð, eins og aðrir, að
það er ekki alltaf auðvelt að
sitja uppi með sigurinn í slík-
um átökum.
Trump er að reyna að kom-
ast burt með her úr Afganist-
an eftir tæplega 20 ára viðveru
og bardaga þar. Og nú er svo
komið að talibanar eru taldir
ráða yfir meira en helmingi
landsins.
Stjórnspekingar benda
einnig á það að verði niður-
staðan sú að Juan Guaido komi
siglandi inn í forsetahöllina í
Caracas sitjandi á bandarísk-
um skriðdreka muni hann
seint og illa má af sér stimp-
ilinn um að þar sitji hann sem
bandarískur leppstjóri.
Trump var vakinn
upp við ljúfan
draum sem lét þó
illa að stjórn}
Nicolas Maduro lék
tapaðri stöðu í bið
R
íkisstjórnin myndi græða á því að
leyfa þeim eldri borgurum að
vinna sem það vilja og þá án
skerðingar á atvinnutekjum
þeirra. Gróðinn fyrir ríkið yrði í
skatttekjum og betri heilsu þeirra eldri borg-
ara sem vilja eða geta unnið. Það er fáránlegt
að skerða vinnulaun og þá einnig lífeyrissjóðs-
laun frá lífeyrissjóðunum sem eru ekkert ann-
að en laun viðkomandi plús vextir og verð-
trygging. Vextina og verðtrygginguna ætti að
skatta sem fjármagnstekjur, en ekki launa-
tekjur. Þetta er eignaupptaka af verstu gerð.
Ríkisstjórnin skerðir laun þeirra eldri borg-
ara sem vinna fulla vinnu að fráteknu frítekju-
marki upp á 100.000 krónur um 45%, en sama
ríkisstjórn hefur nýlega komið á hálfum lífeyr-
issjóðsgreiðslum frá lífeyrissjóðum og hálfum
frá Tryggingastofnun ríkisins og það án allra
skerðinga fyrir eldri borgara!
Sá sem er með eina milljón króna frá lífeyrissjóði sín-
um í ½-á-móti-½-kerfinu fær 124.053 krónur á mánuði frá
Tryggingastofnun ríkisins. Láglaunamaðurinn sem er
bara með 125.000 krónur frá lífeyrissjóðnum sínum fær
það sama og sá hálaunaði, eða 124.053 krónur á mánuði
frá Tryggingastofnun ríkisins.
Sá sem hefur ekki nema 125.000 krónur frá lífeyrissjóði
í þessu kerfi, sem er yfirleitt láglaunafólk, fær útborgaðar
233.000 krónur á mánuði, en sá sem er með eina milljón
króna frá lífeyrissjóði fær útborgaðar 738.000 krónur á
mánuði með 124.000 á mánuði í gjöf frá ríkinu.
Hvernig í ósköpunum er þetta hægt?
Þegar sótt er um þennan hálfa rétt fyrir
einhvern sem er með minna en 124.052 krónur
úr lífeyrissjóði á mánuði segir orðrétt á vef
Tryggingastofnunar ríkisins: „Lífeyrissjóðs-
tekjur eru of lágar, þar af leiðandi átt þú ekki
rétt á 50% lífeyri og 50% frá lífeyrissjóðunum
miðað við þær lífeyristekjur sem þú gefur
upp. Lífeyrissjóðstekjurnar þurfa að vera
hærri en 124.053 krónur á mánuði svo að þú
eigir rétt. En þú getur sótt um almennan elli-
lífeyri.“
Vegna þess að viðkomandi hefur verið lág-
launamaður alla tíð fær hann ekki 124.053
krónur á mánuði frá ríkinu eins og hálaunaði
milljón króna maðurinn fær. Þess vegna hefur
Flokkur fólksins lagt fram frumvarp um
breytingar á lögum um almannatryggingar,
um afnám skerðinga ellilífeyris vegna atvinnutekna eldri
borgara með stuðningi frá öðrum flokkum. Frumvarp
sem mun ekki mismuna eldri borgurum, eins og þessi fá-
ránlegu lög um hálfan lífeyrissjóð á móti hálfum bótum
Tryggingastofnunar frá núverandi ríkisstjórn.
Vonandi kemst frumvarp Flokks fólksins út úr velferð-
arnefnd á næstunni og verður að lögum á þessu þingi, öll-
um eldri borgurum til góða.
Gudmundurk@althingi.is
Guðmundur
Ingi
Kristinsson
Pistill
Hættum að skerða tekjur aldraðra
Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Nokkrir hafnarsjóðir eiga ívanda vegna skulda oglítilla tekna. StaðaReykjaneshafnar er
langverst, eins og lengi hefur verið.
Skuldaði höfnin tæpa 9 milljarða við
lok árs 2017 eða rösklega helming af
heildarskuldum allra hafnarsjóða.
Skuldahlutfall Hvammstangahafnar
er litlu lægra en umsvifin lítil þannig
að vandinn er ekki sambærilegur.
Koma þessar upplýsingar fram í
skýrslu um úttekt og greiningu á
fjárhagsstöðu íslenskra hafna á
árinu 2017 sem Samband íslenskra
sveitarfélaga vann fyrir Hafnasam-
band Íslands. Staðan er tekin á árinu
2017 og þróunin skoðuð í tvö ár þar á
undan.
„Þetta segir okkur að flestir
hafnarsjóðirnir standa eilítið betur
en árið á undan. Það eru eftir sem
áður nokkir hafnarsjóðir áhyggju-
efni og spurning hvernig þeim reiðir
af á næstu árum,“ segir Gísli Gísla-
son, hafnarstjóri Faxaflóahafna og
formaður Hafnasambands Íslands.
Hann segir útlitið ekki nógu gott hjá
skuldugustu hafnarsjóðunum en
jafnframt eftirtektarvert að nokkrar
hafnir hafi náð að sýna betri afkomu
en áður og nefnir Ísafjörð og Akur-
eyri sem dæmi um það. Sjálfbær
rekstur eigi að vera markmiðið.
Misjöfn staða hafna
Hafnarsjóðirnir eru 35 en reka
mun fleiri hafnir. Flestar eru hafn-
irnar fiskihafnir að uppistöðu til.
Hafnarsjóðirnir hafa tekjur af afla-
gjöldum vegna löndunar á fiski,
vörugjöldum vegna vöruflutninga og
gjöldum skemmtiferðaskipa. Faxa-
flóahafnir sem reka hafnirnar í
Reykjavík auk Akraness, Grundar-
tanga og Borgarness hafa algera
sérstöðu vegna tekna af vöruflutn-
ingum og komum skemmtiferða-
skipa. Heildartekjur hafnarinnar
eru tæpir 3,7 milljarðar sem er 39%
af heildartekjum hafnarsjóða lands-
ins. Fjarðabyggðarhafnir voru
tekjuhæsta fiskihöfnin enda var þar
landað um 30% alls afla sem á land
kom.
Ef litið er á allar hafnirnar sést
að afkoman var jákvæð um 1,4 millj-
arða kr. á árinu 2017. Staðan er þó
misjöfn sem sést af því að afkoma
þeirra átta hafnarsjóða sem reknir
voru með tapi var neikvæð um rúm-
ar 670 milljónir og þar af nam tap
Reykjaneshafnar 655 milljónum.
Minna tap var hjá Reykjaneshöfn á
árinu 2018 og hélt Reykjanesbær
höfninni á floti það árið með 190
milljóna króna framlagi.
Þessi munur sést einnig þegar
litið er á eigið fé. Eigið fé Faxaflóa-
hafna var rösklega 13 milljarðar
króna eða sem svarar 64% af eigin fé
hafnarsjóða í heild. Til viðbótar kem-
ur eigið fé Fjarðabyggðarhafnar
sem losaði 4 milljarða eða um fimmt-
ung af eigin fé allra hafna. Hins veg-
ar var eigið fé sjö hafnarsjóða nei-
kvætt, þar á meðal Reykjaneshafnar
með liðlega 6 milljarða króna.
Erfitt er um vik fyrir illa stadd-
ar hafnir að halda uppi þjónustu,
dýpka og sinna öðru viðhaldi. Þá
mun loðnubrestur í ár koma illa við
hafnir á Austur- og Norðausturlandi
og í Vestmannaeyjum.
Mætti sameina
„Ég hef lengi talað fyrir því að
fækka hafnarsjóðum og auka sam-
starf. Annars vegar í því skyni að ná
fram hagræðingu í rekstri og vinna
sameiginlega að því að auka veltu.
Hins vegar að byggja upp tæknilega
og fjárhagslega þekkingu sem þarf
að vera til staðar til lengri tíma. Með
fækkun hafnarsjóða er hægt að
styrkja innviði, auka markaðs-
setningu og afla nýrra verkefna,“
segir Gísli þegar hann er spurður um
leiðir til lausnar á vanda hafna.
Helmingur skuldanna
er hjá Reykjaneshöfn
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sumarnótt Fjölgun skemmtiferðaskipa síðustu ár hefur skapað nokkrum
höfnum verulegar tekjur, til dæmis á Ísafirði og Akureyri, auk Reykjavíkur.
Hvammstanga-
höfn er nefnd
sem dæmi um
hafnarsjóð í
vanda. Skulda-
hlutfallið hækk-
aði verulega frá
2015 til 2017
án þess að ráð-
ist hefði verið í
fjárfestingu og tekjur lækkuðu.
Skuldir Hvammstangahafnar
eru um 100 milljónir, þar af 76
milljónir við sveitarsjóð. Veltufé
frá rekstri hefur verið neikvætt
um rúma milljón, sem er fjórð-
ungur af tekjum.
Guðný Hrund Karlsdóttir,
sveitarstjóri og hafnarstjóri,
segir að umsvifin við höfnina
hafi minnkað mikið frá því sem
áður var. Eigi að síður verði að
hafa starfsmenn til að taka á
móti skipum og bátum og það
verði að halda mannvirkjum við.
Þegar veltan er lítil geti smá-
vægilegar framkvæmdir valdið
sveiflu milli ára. „Við verðum að
hafa höfn, eins og aðra þjón-
ustu, og hún er ekki að sliga
sveitarsjóð,“ segir Guðný.
Verðum að
hafa höfn
HVAMMSTANGI
Guðný Hrund
Karlsdóttir