Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019 ✝ Jón Halldórs-son fæddist á Eyrarbakka 14. júní 1950. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi á páska- dag, 21. apríl 2019. Foreldrar Jóns voru Valgerður Jóna Pálsdóttir, f. 5.5. 1926, d. 26.10. 2006, og Halldór Jónsson, f. 30.9. 1927, d. 16.7. 2005. Jón á fjögur systkin, þau Ingunni, f. 12.9. 1944, Stefán Anton, f. 14.6. 1950, d. 27.5. 2011, Pál, f. 21.10. 1953, og Önnu Oddnýju, f. 19.7. 1955. Jón kvæntist Svönu Péturs- dóttur, f. 4.9. 1948, hinn 8. hennar er Hlynur Rafn Guð- jónsson, f. 9.3. 1978. Þau eiga tvö börn: Gyðu Karen og Nökkva Rafn. Jón ólst upp á Eyrarbakka, byrjaði ungur til sjós og lauk vélstjórnarprófi. Reri fyrst frá Eyrarbakka og síðar frá Vest- mannaeyjum. Jón og Svana byrjuðu að búa á Eyrarbakka árið 1971 og fluttu til Vest- mannaeyja sumarið 1972. Í Vestmannaeyjum hafa þau búið alla tíð að undanskildum þeim tíma sem gosið á Heimaey varði. Árið 1990 fór Jón að vinna í landi sem útgerðarstjóri og reddari hjá Bylgju VE 75, sem er í eigu frænda hans, og vann hann þar allt til síðasta dags. Jón var félagi í Oddfellowregl- unni. Jón verður jarðsunginn frá Landakirkju i Vestmannaeyjum í dag, 3. maí 2019, klukkan 13. september 1973. Foreldrar hennar voru Guðríður Ólafsdóttir, f. 21.10. 1919, d. 21.10. 1984, og Pétur Sigurðsson, f. 30.7. 1921, d. 16.3. 2012. Börn Jóns og Svönu eru: 1) Guðríður, f. 26.3. 1972, gift Kolbeini Agnars- syni, f. 6.7. 1970. Þau eiga þrjú börn: Svönu Björk, Örnu Dögg og Völu Dröfn. 2) Valgerður Jóna, f. 17.3. 1973, gift Viktori Ragnarssyni, f. 26.8. 1972. Þau eiga þrjú börn: Sigríði, Jón Val- garð og Helgu Dís. 3) Svandís, f. 14.6. 1980, sambýlismaður Munið þið þegar við vorum bara þrjú? Svona gantaðist ég stundum við mömmu og pabba. Ég man auðvitað ekkert eftir þessum tíma því Vala mætti inn- an árs á eftir mér. Hann pabbi var sterkasti maðurinn í heimin- um, hann gat allt. Í uppvexti mín- um var hann mikið á sjó. Ég man að ég hlýddi pabba frekar en mömmu þegar hann var í landi, hann kunni að halda aga. Þá var ekki verið að hringja heim dag- lega. Pabbi hringdi á sunnudög- um um hádegi þegar hann var á sjó og allar töluðum við við hann. Pabbi fór ansi oft í siglingar, þá voru sko jólin. Hann kunni að versla á okkur systur eins og háhælaskó, förðunarkassa, eyrnalokka sem hann kallaði svo spúna, vasadiskó og ýmislegt fleira sem var alveg bráðnauð- synlegt fyrir unglingsstúlkur. Í einni ferðinni keypti hann sauma- vél handa mér, hún virkar enn þann dag í dag. Pabbi og mamma voru mjög dugleg að fara með okkur systur í útilegur á sumrin þau voru ekk- ert að láta það stoppa sig þó við systur værum ferðaveikar hvort sem það var á sjó eða í bíl. Í Herj- ólfi kom pabbi í klefann til okkar og var alltaf jafn hissa og sagði iðulega: „Hva! Eruð þið sjó- veikar? Báturinn hreyfist ekki“. Í þessum ferðum okkar var sofið í tjaldi og veitt í matinn og stund- um smá karla kók handa full- orðna fólkinu, algjörlega frábær tími. Pabbi var þolinmóður að kenna okkur að græja veiðistang- irnar og allt sem tengdist veiði- skapnum. Pabbi var mikill tækjakarl og fylgdist vel með tækninýjungum. Vídeótækið og stódastreamið kom snemma, farsími (frekar stór) varð algjörlega nauðsynlegt að eiga og endurnýjaður reglu- lega, myndbandsupptökutæki fyrir VHS spólur. Digital-mynda- vélar, snjalltæki og svo lengi mætti telja. Eftir að hann veiktist keypti hann sér nýjustu gerð digital-súrefnis og sykurmæli. Pabbi var duglegur að endurnýja bílana sína og átti nýja og flotta bíla. Var hann mjög viljugur að skutla barnabörnunum. Pabbi var viljugur að lána hlut- ina sína. Þegar hann hafði fest kaup nýjum bílum þá fengu aðrir að prufukeyra. Hann var tilbúinn að rétta fram hjálparhönd þegar hana vantaði. Það kom sér vel að hann var laghentur. Þó að hann hafi verið nýjungagjarn þá var hann ansi nýtinn, hlutum ekki hent heldur lagaðir. Pabbi hafði gaman af að taka ljósmyndir og festa minningar á filmu. Ég er óendanlega þakklát fyrir það í dag. Við höfum verið heppin að njóta þess að ferðast saman til heitari landa. Ég er óendanlega þakklát fyrir ferðina sem við stórfjölskyldan fórum í sl. haust. Mamma og pabbi gáfu okkur systrum og fjölskyldum ferðina í tilefni af stórafmæli mömmu. Þessi ferð á eftir að lifa í hjarta okkar um ókomna tíð. Undanfarna mánuði hefur pabbi átt í erfiðum veikindum. Oft verið ansi slæmur og útlitið ekki verið gott. Þegar bráði af honum og hann hresstist gerði hann það sem hann vildi. Laug- ardaginn 20. apríl setti hann sam- an rennibekkinn sem hann var nýbúinn að festa kaup á. Já, einu sinni vorum við þrjú, í dag erum við fleiri en stórt skarð er komið í hópinn. Elsku pabbi, ég trúi því að við tökum aftur upp þráðinn er minn tími kemur. Þín dóttir, Guðríður. Elsku pabbi, nú er komið að kveðjustund, takk fyrir að vera til staðar fyrir mig og mína fjöl- skyldu. Þú settir fjölskyldu þína alltaf í fyrsta sæti og varst alltaf til staðar fyrir okkur. Það eru svo ótal minningar sem við eigum öll um þig og munum við geyma þær í hjörtum okkar og bera áfram. Þú varst kletturinn okkar og er- um við sérstaklega þakklát fyrir hvað þú varst duglegur að taka ljósmyndir sem er ómetanlegt og erum við síðustu daga búin að vera að skoða þær, hlæja og rifja margt upp. Við erum þakklát fyrir ferðina sem öll stórfjölskyldan fór til Te- nerife í tilefni afmæli mömmu í haust og nutum við samverunnar öll saman. Þín verður sárt saknað og sem afi varstu í uppáhaldi, gafst þeim allan þeim tíma sem þau þurftu, fórst með þau í ferðir hvort sem er í sæluna í bústaðinn, hjólhýsið, veiða, brasa í bílskúrnum eða gefa þeim kremju sem var topp- urinn og þau elskuðu. Ég hugga mig við það að nú sértu laus við kvalirnar og þér líði betur. Takk, elsku pabbi minn, fyrir allt, við munum ávallt vera til staðar fyrir mömmu og þú verður alltaf með okkur. Þín Valgerður (Vala). Afi Nonni var besti afinn. Hann var mjög góður í golfi. Mér fannst gaman að vera með honum í sumó, spila við hann og fá kremjur frá honum. Það var gam- an að fara með honum að veiða fisk og líka að fara að sjá tröllin og prufa kóngulóna með honum. Afi var lagaramaður, hann var sterkur og rosalega fyndinn. Ég sakna afa. Nökkvi Rafn. Afi Nonni var uppáhaldsafinn í öllum heiminum. Mér fannst gaman að vera með honum. Hann var alltaf góður að kremja mann. Hann var góður maður. Hann var klár, sterkur og fyndinn. Það var alltaf gaman að fara til hans til Vestmannaeyja og fá hann í heimsókn til okkar, oft í marga daga. Það var gott að kúra með honum. Ég sakna hans svakalega mikið og mér þykir mjög vænt um hann. Það var gaman með honum á þjóðhátíð, í bílskúrnum og í sumó. Það var líka mjög gam- an að fara með honum til Te- nerife. Hann gerði flotta steina og skóhorn fyrir okkur. Ég á mjög góðar minningar um hann. Gyða Karen. Hugrekki, vinátta, tryggð og skemmtilegheit er það sem kem- ur upp í hugann þegar reynt er að setja á blað minningu um „Nonna bró“, bróður og mág sem er og verður í huga okkar besti vinur. Hvernig lífið breytist við fráfall hans verður verkefni sem við hjónin tökumst á við í samein- ingu. Nonni hafði mikil áhrif á líf okkar. Strax í bernsku sem stóri bróðir og svo þróaðist samband sem verður að sterkri vináttu sem aldrei bar skugga á, þó að ekki væru allir alltaf sammála. Það var eins og í góðu hjóna- bandi, reynt að sofna ekki frá smá misklíð. Gæfa Nonna í lífinu var konan sem hann elskaði, Svana Péturs- dóttir frá Vestmannaeyjum, sem gerði hann endalaust að betri manni og fyllti líf hans, líf sem var litríkt og orkumikið. Alltaf eitthvað að gerast hjá þeim hjón- um, með fullt hús af fólki og þannig vildu þau hafa það. Gleði og hamingja var þeirra og alls konar sem fólk þarf að takast á við, en allt gert þannig að hægt var að læra af. Barnaláni eiga þau að fagna, þar með taldir tengda- synir sem urðu vinir þeirra og sem synir. Ferðalög, veiði og tækni var það sem heillaði Nonna. Var hann ákaflega fær í allri tækni og tileinkaði sér allt það nýjasta. Honum þótti ekki verra ef hann átti flottustu tækin og kynni a.m.k. næstbest á þau. Einnig gladdi hann stór og flott- ur bíll á sama hátt. Okkar bestu stundir voru þegar stelpurnar þeirra og strákarnir okkar voru börn og við að ferðast saman. Töldum við það ekki eftir að hendast eftir vinnu og tjalda við hlið þeirra og veiða í fallegu vatni eða á. Krakkarnir smullu saman og léku sér og fullorðna fólkið treysti vinaböndin. Hvar í heim- inum sem þau voru að ferðast var hringt oftar en tvisvar til að segja frá upplifun og heyra hvort allt væri í lagi hjá okkur. Slík var tryggðin. Þegar strákarnir okkar áttu von á að hitta Nonna frænda var alltaf eitthvað skemmtilegt í vændum. Ekki var móðurinni alltaf rótt við uppátæki frændans og þá voru eldri bræðurnir ekk- ert minna spenntir en synir okkar. Þegar leið á lífið kom að sameign í sumarbústað og þar voru margar yndisstundir. Þang- að stóð hugur þeirra hjóna eftir að tjaldferðum sleppti. Ekki þótti þeim verra ef gesti bar að garði og þar kusu barnabörnin að vera hjá ömmu og afa. Nú er miklu lífi lokið og fjöl- skyldu Nonna og Svönu falið það verkefni að halda áfram lífi sínu með öðrum formerkjum. Við vit- um að þau takast á við það í sam- einingu og við hin líka, en stórt skarð er í okkar röðum sem verð- ur vandfyllt. Hugur okkar er hjá þeim. Þar átti ég bernsku við brimsorfin sker og bjartasta hamingjudaga. Um gamla Bakkann er minningin mér svo margþætt og hjartfólgin saga. Hún er ekki um hallir og höfðingjaslot né háreysti á strætum og torgum, heldur um einyrkjans ævi og kot með erfiði, gleði og sorgum. Þótt oft væri lítið í búi um brauð og börnum veturinn langur og lifðu þar fáir við alsnægt og auð var Alfaðir sjaldan of strangur. Og Bakkinn er óðal mitt þrátt fyrir það og þangað huga minn dreymir. Því bið ég Drottinn að blessa þann stað sem bernskusporin mín geymir. (Aron Guðbrandsson) Páll Halldórsson og Ingibjörg Eiríksdóttir. Jón Halldórsson ✝ Helgi Lárussonfæddist í Reykjavík 26. mars 1964. Hann lést á Sjúkrahúsi Akur- eyrar 18. apríl 2019. Foreldrar hans eru Mary Wal- derhaug, f. 1936, og Lárus Helgason, f. 1938. Fósturfaðir Helga frá árinu 1981 er Ævar Þiðr- andason, f. 1946. Systkini Helga eru Sigurlaug Hrönn, Vala, Ólöf Ýr, Andri, Tinna og Sölvi og Guðrún Þórisdóttir. Samfeðra á Helgi fimm systkini, þau eru Kristján, Sigurður, Guðrún, Anna Marie og Kristín. Börn Helga eru Lárus Helga- son, f. 1991, og Arnhildur Helgadóttir, f. 1993, móðir þeirra er Anna Sigríður Bjarna- dóttir, og Felix Sömmering, f. 2005, móðir hans er Nicole Sömmering. Helgi átti eitt barnabarn, Írisi Ástu Lárus- dóttur, og er eitt afabarn á leið- inni. Helgi flutti til Reykjavíkur 1990 þar sem hann hóf nám í rennismíði við Iðnskólann í Reykjavík og stofnaði þá fjöl- skyldu og sneri sér að ýmsum störfum. Fjölskyldan flutti svo til Ólafsfjarðar þar sem Helgi vann á bílverkstæði. Árið 1995 flutti Helgi ásamt fjölskyldu sinni á Kirkjubæjarklaustur þar sem hann byggði sér hús og starfaði við húsasmíði og sem grafari við kirkjugarðinn við Prestbakkakirkju á Síðu. Árið 1998 flutti Helgi til Reykjavíkur, skilinn að skiptum við Önnu Sig- ríði. Hann settist að á Akureyri á árinu 2002, vann við vélsmíði og bílaviðgerðir. Hann kynntist barnsmóður sinni Nicole. Þau eignuðust soninn Felix árið 2005 og voru í sambúð um tíma. Allt er tengdist vélbúnaði átti hug Helga alla tíð. Helgi var greind- ur með briskrabbamein 13. mars sl. og lést rúmum mánuði síðar. Útför Helga fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 3. maí 2019, klukkan 13.30. Jarðsett verður síðar í kirkjugarðinum við Minningarkapellu Jóns Steingrímssonar á Kirkjubæjar- klaustri. Meira: mbl.is/minningar Helgi var fæddur í Reykjavík og sleit þar barnsskónum. Eftir að hann komst á legg eyddi hann mörgum sumrum hjá föðurömmu sinni á Kirkju- bæjarklaustri. Helgi gekk í fyrstu í skóla í Reykjavík en lauk grunn- skólaprófi frá Kirkjubæjarskóla á Síðu. Eftir það starfaði Helgi við bíla- sprautun í Kópavogi en flutti ár- ið 1981 til Ólafsfjarðar þar sem hann vann við frystihúsið og var síðar á sjó á Ólafi Bekk til nokk- urra ára, lauk meiraprófi og stundaði nám í vélavörslu. Eftir alvarlegt slys árið 1987 lamaðist Helgi en náði að komast aftur á fætur með þrautseigju og góðri hjálp endurhæfingardeildar Landspítalans á Grensásdeild og fjölskyldu sinnar. Helgi náði þó aldrei fullum mætti á ný og lifði með afleiðingum slyssins það sem eftir var. Elsku Helgi bróðir. Ef ég mætti bara velja eitt orð til að lýsa þér þá yrði hugrekki fyrir valinu. Þú varst alltaf fyrsti maður til að umbera og fyrirgefa enda hafðir þú einstakan hæfileika til að setja þig í spor annars fólks og dæmdir engan. Það er sjald- gæft hugrekki. Þótt þú værir ljúfur og friðsamur og hefðir borist lítið á þá gekkst þú jafnan hiklaust inn í aðstæður til að skakka leikinn ef þess þurfti. Skipti þá engu þó við ofurefli væri að etja, bæði líkamlega og andlega. Réttlætið var þér í blóð borið og þú varst hinn hljóðláti hermaður þess. Þó að tíminn hafi verið ótrúlega skammur frá því þú greindist með krabbamein á lokastigi þar til þú kvaddir þá gerðist engu að síður kraftaverk hvern einasta dag á þeim tíma. Það var magnað að fylgjast með þér. Þarna stóðst þú enn og aftur frammi fyrir ofurefli og hvað gerðir þú? Það sama og þú hafðir gert allt þitt líf. Möglunarlaust tókst þú við verkefninu og tókst á við það með því einstaka, lítil- láta hugrekki og þolgæði sem einkenndi þig. Þú sagðir mér að þú litir á þetta verkefni sem þolinmæðis- verk. Þetta hugarfar lýsir þér svo vel. Þú vissir að tíminn var af skornum skammti, yrði jafnvel aðeins mældur í klukkustundum. Enn og aftur tókst þér hið ómögulega eins og þegar þú lam- aðist ungur og þú nýttir þann tíma til hins ýtrasta í samveru- stundir með þínum nánustu. Á þinn milda hátt lést þú ekkert koma í veg fyrir að taka upp dýr- mæta þræði þar sem frá var horfið enda veitti það þér gleði, kraft og styrk í þessu erfiða ferli. Allt þitt líf hafðir þú einstakan hæfileika til að laga það sem var brotið, bilað og skemmt. Skemmtilegast var ef það sneri að alls konar jeppum og bílum. Það var ekkert endilega víst að það sem var lagað liti út eins og í upphafi, en ef það var eitthvað heillegt í einhverju þá var það þess virði að koma því aftur í gang. Þú hirtir heldur ekki mikið um hvort yfirborðið væri þá fág- að og fínt eða hvert álit annarra var á tímanum sem í viðgerðirn- ar var varið í samhengi við mæl- anleg verðmæti. Fyrir þér skipti innihaldið, ekki útlitið máli. Ferðalagið var mikilvægara en áfangastaðurinn. Elsku bróðir minn Ljóns- hjarta. Þakka þér fyrir hugrekk- ið, æðruleysið og takmarkalausa kærleikann sem þú bjóst yfir og gafst af þér. Þakka þér fyrir styrkinn og endalausu þolin- mæðina sem þú sýndir ávallt í verki. Þakka þér fyrir að kenna okkur hinum að allt sem þarf til að breyta því sem hægt er að breyta er kjarkur og að æðru- leysið er ævinlega besta vopnið til að sætta sig við það sem fæst ekki breytt. Vonandi höfum við svo vit á að feta í fótspor þín í vinnunni við að greina þar á milli. Þegar upp er staðið er lífið nefni- lega einfaldlega eins og þú sagð- ir: þolinmæðisverk. Það er gott að vita af þér á stað þar sem þú ert loksins laus frá öllum mein- um. Farðu í friði, elsku bróðir. Sjáumst síðar. Þín systir, Meira: mbl.is/minningar Ólöf Ýr Lárusdóttir. Helgi Lárusson Elsku yndislega Hekla mín. Að kveðja þig er þyngra en orð fá lýst. Minningin tekur mig aftur í tímann þar sem þú varst lítil, hógvær og prúð í leik við frændsystkini þín. Þú og Halli frændi þinn voru svo miklir englar saman, hann að stríða þér og þú með stóru fallegu augun þín, skildir ekkert í þessari stríðni. Halli var spurður: „Var Hekla aldrei að stríða þér?“ Hann sagði: „Nei, hún var alltaf svo góð.“ Þetta lýsir þér vel, allt- af svo góð. Á þessum árum var mikið samband þar sem þið börn- in voruð á líkum aldri. Á sumar- daginn fyrsta fóru fjölskylda þín og okkar saman í skrúðgöngu í Seljahverfinu og gangan endaði með því að við öll fórum í Selja- kirkju og svo lékuð þið ykkur smá stund fyrir utan eftir messu. Síðan enduðum við hjá ömmu Gauju og afa Halla í vöfflukaffi og þú Hekla mín, Halli, Hafdís og Hrannar lékuð ykkur öll saman á eftir. Fallegir englar þar á ferð. Svo liðu árin og ég minnist þess þegar ég var viðstödd þegar þú og Halli útskrifuðust úr Fjöl- brautaskóla Garðabæjar og feng- uð hvítu kollana ykkar. Þið stóð- Hekla Lind Jónsdóttir ✝ Hekla Lindfæddist 8. mars 1994. Hún lést 9. apríl 2019. Útför hennar fór fram 30. apríl 2019. uð hlið við hlið eins og svo oft áður. Við vorum öll svo stolt og þið glöð og ham- ingjusöm. Búin að ljúka þessum áfanga og falleg voruð þið. Þú varst afburðanámsmað- ur, fékkst verðlaun fyrir góðan árang- ur í skólanum. Þarna voruð þið að stíga ný spor inn í framtíð ykkar, orðin fullorðin, samt ennþá engl- arnir okkar, bara orðnir stærri og fallegri. Þú stefndir í lækn- isfræði og gerðir allt með stæl sem þú gerðir og hefðir orðið frá- bær læknir. En nú hefur þú, góði engillinn okkar allra sem þig þekktu, kvatt okkur og eftir situr stór fjölskylda með sár í hjarta að þurfa að takast á við mestu sorg sem hægt er að upplifa, að missa barnið sitt, systur, barna- barn og frænku sem allir, sem þig þekktu, elskuðu og vildu allt fyrir þig gera. En stundum eru tekin hliðarspor í lífinu og í þínu tilfelli, eins og svo margra, end- uðu þau spor með því að þú kvaddir lífið alltof fljótt. Sorgin nístir en minning þín mun lifa með okkur svo lengi sem við lif- um. Við fjölskyldan biðjum Guð að senda foreldrum þínum, Gunna bróður þínum og allri fjölskyldu þinni styrk og kærleik til að tak- ast á við þennan erfiða missi. Innilegar samúðarkveðjur. Hafdís Sigurbjörnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.