Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 35
Eitt ogannað ÍÞRÓTTIR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019 Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri Flugvallarþjónusta BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda. 5-8 manneskjur 19.500 kr. 1-4 manneskjur 15.500 kr. Verð aðra leið:  Sigvaldi Björn Guðjónsson, lands- liðsmaður í handknattleik, og Þráinn Orri Jónsson, fyrrverandi leikmaður Gróttu, voru í sigurliði Elverum í gærkvöldi þegar liðið lagði Fyllingen, 37:32, í þriðju viðureign liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni norska handknattleiksins. Elverum hefur unnið tvo leiki en tapað einum og þarf einn sigur til viðbótar til að komast í úrslit. Sigvaldi Björn skor- aði fjögur mörk í leiknum í gær og Þráinn Orri eitt.  Víkingar í Ólafsvík fengu í gær þrjá leikmenn fyrir baráttuna í 1. deild karla í fótbolta í sumar. Miðju- maðurinn Stefán Þór Pálsson kom frá ÍR en hann hefur leikið 18 leiki í efstu deild með Víkingi R. og Breiða- bliki. Bakvörðurinn Kristófer Jacob- son Reyes kemur aftur til Ólafsvíkur eftir að hafa leikið með Fram í 1. deildinni undanfarin þrjú ár. Þá bætt- ist í hópinn framherjinn Sallieu Tara- wallie frá Síerra Leóne en hann á að baki fjóra landsleiki fyrir þjóð sína og hefur skorað eitt mark.  Spænski miðju- maðurinn Xavi Hern- ández, sem um ára- bil var lykilmaður í liði Barcelona, hefur ákveðið að leggja skóna á hill- una eftir tímabilið. Xavi, sem er 39 ára gamall, er á sínu fjórða tímabili með liði Al Sadd í Katar. Í EYJUM Guðmundur T. Sigfússon sport@mbl.is ÍBV bar sigur úr býtum í öðrum leik einvígisins gegn Haukum í undan- úrslitum Íslandsmótsins í hand- knattleik í gærkvöldi. Leiknum lauk með tveggja marka sigri, 32:30, og ætlaði allt um koll að keyra í húsinu þegar Eyjamenn sigu fram úr í lok- in. Haukar unnu fyrri leikinn nokkuð sannfærandi og virkuðu þar eins og vel smurð díselvél og áttu Eyjamenn fá svör við stórskyttum Hauka. Daníel Þór Ingason og Adam Hauk- ur Baumruk héldu uppteknum hætti í gærkvöldi og spiluðu glimrandi vel, skiptu á milli sín 15 mörkum. Andri Scheving Sigmarsson átti frábæra innkomu í seinni hálfleikinn og gerði allt sem hann gat til að reyna að ná öðrum vinningi Hauka í hús. Björn Viðar Björnsson var aft- ur flottur í marki Eyjamanna og varði þó nokkur færi. Hornamenn Eyjamanna voru markahæstir í þeirra liði, Hákon Daði Styrmisson skoraði átta mörk og Gabríel Martinez skoraði sex, úr sex skotum. Hann hefur verið frá- bær í úrslitakeppninni og hefur ekki enn klikkað á skoti. Hitastigið í Íþróttamiðstöð Vest- mannaeyja var hátt, nánast hættu- lega hátt. Haukar mættu með mikla sveit og fjöruga peyja í Hersveitinni, stuðningsmannasveit Haukamanna. Hvítu Riddararnir voru þó engum líkir í stúkunni og héldu uppi stuðinu lengi í gærkvöldi. Háttsettir menn frá Haukum voru ekki lengi að finna Róbert Geir Gíslason og menn hans frá HSÍ og kvarta undan rauðu spjöldum Haukamanna, en það lítur allt út fyrir að rauða spjaldið á Adam Hauk Baumruk hafi verið þvæla. Adam var þó ekki sá eini sem fékk rautt spjald þar sem Darri Aronsson fékk rautt spjald fyrir að fara aug- ljóslega í andlitið á Degi Arnarssyni er hann skoraði eitt af fimm mörk- um sínum. Róbert Sigurðarson fékk síðan rautt spjald sem Eyjamenn voru ósáttir við og Adam Haukur einnig rautt sem Haukamenn voru alls ekki sáttir við. Gunnar Magn- ússon sagði það vera skandal að VAR hefði ekki verið notað í leikn- um. ÍBV og Haukar hafa átt margar rimmurnar á síðustu árum og alltaf virðast þeir ná að toppa þá síðustu. Eyjamenn sópuðu Haukum úr leik í fyrra á leið sinni að Íslandsmeist- aratitlinum. Það er ljóst að allt verð- ur lagt undir á sunnudaginn þegar þriðji leikur fer fram, vonandi mun kappið ekki bera fegurðina ofurliði. Háspenna og rauð spjöld þegar ÍBV jafnaði metin  Mikill hiti í Íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum  Næsti leikur á sunnudag Ljósmynd/Sigfús Gunnar Víti? Kári Kr. Kristjánsson, ÍBV, í skotstöðu í leiknum í gær. Ásgeir Örn Hallgrímsson stendur innan teigs en Heim- ir Óli Heimisson og Daníel Þór Ingason fá ekki rönd við reist ekki frekar en Adam Baumruk og Orri Þorkelsson Vestmannaeyjar, undanúrslit karla, annar leikur, fimmtudag 2. maí 2019. Gangur leiksins: 1:0, 3:2, 5:5, 7:5, 9:5, 12:11, 13:16, 18:19, 20:19, 21:20, 24:22, 26:25, 27:28, 32:30. Mörk ÍBV: Hákon Daði Styrmisson 8/4, Gabríel Martinez 6, Kristján Örn Kristjánsson 5, Dagur Arn- arsson 5, Fannar Þór Friðgeirsson 4, Sigurbergur Sveinsson 2, Daníel Örn Griffin 1, Kári Kristján Kristjánsson 1. Varin skot: Björn Viðar Björnsson 14. ÍBV – Haukar 32:30 Utan vallar: 12 mínútur. Mörk Hauka: Adam Haukur Baum- ruk 8, Daníel Þór Ingason 7, Orri Freyr Þorkelsson 5/2, Heimir Óli Heimsson 4, Atli Már Báruson 3, Ás- geir Örn Hallgrímsson 2, Halldór Ingi Jónasson 1. Varin skot: Grétar Ari Guðjónsson 7, Andri Sigmarsson Scheving 6/1. Utan vallar: 22 mínútur. Dómarar: Sigurður Hjörtur Þrast- arson og Svavar Ólafur Pétursson. Áhorfendur: 700.  Staðan er 1:1. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í gær stefnumótun ráðuneytisins í íþróttamálum sem gildir til ársins 2030 en verður endurmetin á veg- um íþróttanefndar árið 2024. Víða er komið við í stefnumótuninni en Morgunblaðið spurði ráðherra hvað henni þætti athyglisverðast. „Við leggjum aukna áherslu á menntun þjálfara sem hefur sýnt sig að skilar verulegum árangri. Við aukum þann þátt enn frekar. Einnig er lögð áhersla á aukið ör- yggi iðkenda. Til dæmis erum við með samskiptafulltrúa sem á að bregðast við því kynferðislega of- beldi sem viðgengist hefur innan íþróttahreyfingarinnar í ein- hverjum mæli. Einnig má nefna að við leggjum til að fjölga tímum í viðmiðunarstundatöflunni er varð- ar íþróttir og hreyfingu. Við ætlum að vinna það frekar en rannsóknir sýna okkur að börnum sem eru í íþróttastarfi gengur betur í skóla og þau hugsa betur um heilsuna til lengri tíma litið. Eitt af því sem við leggjum sérstaka áherslu á er að fjölga iðkendum í íþróttahreyfing- unni sem eru með annað móðurmál en íslensku. Þátttaka þeirra hefur ekki verið eins mikil og við hefðum viljað sjá. Ég myndi segja að þetta væru helstu atriðin ásamt því að við höfum búið til ramma fyrir um- sóknarferli varðandi þjóðar- leikvanga. Í stefnunni eru nýmæli en við erum til dæmis að takast á við áskoranir eins og þau mál sem komu upp í #Églíka-byltingunni og nýtt landslag barna sem eru með annað móðurmál en íslensku. Ég myndi segja að þetta væri fram- sækið,“ sagði Lilja. kris@mbl.is Enn frekari áhersla á menntun þjálfara Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Stefna Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.