Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 KIEL/ - OG FRYSTITJEKI ., '*-�-��,�rKu�, Kæli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Rösle þeytari Verð 3.490 kr. „Það er alltaf gaman fyrir tónlistar- mann að fá nýtt hljóðfæri,“ segir tón- listarmaðurinn Júníus Meyvant, réttu nafni Unnar Gísli Sigurmunds- son, sem hlaut í gær Langspilið, verðlaun STEFs, Sambands tón- skálda og eigenda flutningsréttar. Langspilið hlýtur höfundur sem þyk- ir hafa skarað fram úr og náð eftir- tektarverðum árangri á síðastliðnu ári, að mati STEFs, og er verðlauna- gripurinn, hið íslenska langspil, smíðað fyrir STEF af Jóni Sigurðs- syni á Þingeyri. Unnar kann ekki á langspil en seg- ist ætla að læra á það. Mun það þá koma við sögu á næstu plötu? „Já, al- veg pottþétt,“ svarar Unnar. Önnur breiðskífa hans, Across the Borders, kom út í janúar en átti upphaflega að koma út í fyrrahaust. Útgáfunni var frestað út af samningi sem Unnar gerði við bandaríska útgáfufyrirtæk- ið Glassnote Records „korteri fyrir útgáfudag“, eins og hann orðar það. Landamæri í ýmsum myndum Titill plötunnar vísar í landamæri, nánar tiltekið það sem er handan þeirra, og leikur blaðamanni forvitni á að vita hvort Unnar sé í textum sín- um að fjalla um flóttamenn og annað sem landamærum tengist á vorum dögum. Jú, hann segir svo vera og að landamærin séu margs konar, líka andleg. „Stundum er maður fastur í lífinu og vill gera eitthvað annað og það eru alls konar landamæri að stoppa mann. Síðan er það flótta- maðurinn sem er þvingaður yfir önn- ur landamæri,“ nefnir Unnar, „þetta eru allt saman mjög erfið málefni.“ –Þú fékkst Íslensku tónlistarverð- launin árið 2017 fyrir plötuna Float- ing Harmonies. Hvaða breytingum hefurðu tekið sem tónlistarmaður milli þessara tveggja platna? „Ég nota meira auto-tune,“ svarar Unnar að bragði en segist svo vera að spauga. „Það er alltaf breyting, ég nota mikið hljóðfæri sem ég hef ekki notað áður, hljóðgervla og annað sem ég blanda við. Ég fór ekki alveg í elektróið, þetta er meira eins og synþapopp frá áttunda áratugnum.“ Unnar segir fönktónlist hafa kveikt með honum áhuga upphaflega á því að gera tónlist og heyra má áhrif frá henni og sálartónlist á báð- um plötum. Hann tekur þó fram að hann kunni að meta alla góða tónlist. Um alla Evrópu –Fór mestallt púðrið hjá þér í fyrra í plötuna? „Já, púðrið fór mest í plötuna og núna er ég að dusta rykið af spila- mennskunni, er að fara út núna í maí og svo fer ég út í ágúst og eitthvað í september,“ svarar Unnar. En hefur hann leikið mikið er- lendis? „Já, mjög mikið, sérstaklega í Evrópu,“ svarar Unnar, „ég tók túra núna í janúar og febrúar út um alla Evrópu, í 18 daga.“ Fimm tónlistarmenn skipa hljómsveit Unn- ars auk hans sjálfs en á síðasta ferðalagi voru tveir þýskir blást- urshljóðfæraleikarar með í för. Hann segir hljómsveitina hafa fengið mjög góðar viðtökur á ferðum sínum og að uppselt hafi verið á alla tón- leikana nema þrenna. „Og við spil- uðum ferna tónleika,“ bætir hann við kíminn og biðst svo afsökunar á grín- inu. Tónleikarnir hafi verið miklu fleiri. Styrkir afhentir Styrkir úr Nótnasjóði og Upptökusjóði STEFs voru veittir við sama tilefni í gær. Sjóðirnir úthluta styrkjum tvisvar sinnum á ári, að vori og að hausti og er markmið Nótnasjóðs að styrkja útgáfu ís- lenskra tónverka á nótum og á staf- rænu formi og markmið Upp- tökusjóðs að styrkja útgáfu íslenskra tónverka á hljómplötum, hljóm- diskum og öðrum hljóðritum. Að þessu sinni voru afhentir 33 styrkir úr Upptökusjóði og 16 styrkir úr Nótnasjóði og námu þeir samtals um 10 milljónum króna. helgisnaer@mbl.is  Júníus Meyvant hlýtur Langspilið, verðlaun STEFs  Segist ætla að læra að leika á verðlaunagripinn Alls konar landamæri Morgunblaðið/Hari Kampakátur Unnar Gísli, öðru nafni Júníus Meyvant, með verðlaunagripinn, Langspilið, í húsi STEFs í gær. Myndlistarmaðurinn Erró afhenti kollega sínum Huldu Rós Guðna- dóttur Guðmunduverðlaunin, viður- kenningu Guðmundusjóðs, fyrir árið 2019 við opnun nýrrar sýningar á verkum hans, Heimsferð Maós, í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsi í fyrradag, 1. maí. Hulda er fædd árið 1973 og er með meistaragráðu í gagnvirkri hönnun frá Middlesex- háskólanum í London, BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands og BA-gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur bæði starfað við myndlist og kvikmyndagerð og hlot- ið fjölda viðurkenninga. Styrkur úr listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur er veittur fram- úrskarandi listakonu ár hvert og er ætlað að efla og styrkja listsköpun kvenna. Erró stofnaði Guðmundu- verðlaunin til minningar um móður- systur sína, Guðmundu S. Kristins- dóttur frá Miðengi. Morgunblaðið/Hari Styrkur Hulda Rós tók við Guðmunduverðlaununum, viðurkenningu Guðmundusjóðs, úr hendi Errós 1. maí. Hulda hlaut Guðmunduverðlaunin Myndlistarsýningin Fixed-points, eða Fastir punktar, verður opnuð í Verksmiðjunni á Hjalteyri á morg- un, 4. maí, kl. 14. Að henni standa listamennirnir Helene Garberg, Kah Bee Chow, Bjarni Þór Pét- ursson og Þorbjörg Jónsdóttir en sýningarstjórar eru Bjarni Þór Pét- ursson og Gústav Geir Bollason. Fixed-points sýnir hreyfimyndir sem sökkva sér í goðafræði og draumaveröld náttúrulegra svæða, að því er fram kemur í tilkynningu. „Myndað er á mörgum stöðum svo sem eins og Yucatán í Mexíkó og Amasón-héraðið í Kólumbíu, þar sem listamennirnir skoða og rann- saka sérkenni, sögu og andrúms- loft viðfangsefnis og staða. Langt í burtu og þó nær en nokkru sinni, reyndu fjórir lista- menn að vefa gagnsæjan vef á milli okkar veruleika og annars. Í sameiningu gerðu hreyfimynd- irnar og vídeóverkin eftir Bjarna Þór Pétursson, Helene Garberg, Kah Bee Chow og Þorbjörgu Jónsdóttur kleift að sýna fram á stað þar sem efnið kemur á eftir goðsögunum, þar sem umbreyt- ing og endursköpun eru sjálf- sagðir hlutir,“ segir í tilkynning- unni. Sýningin stendur yfir til 9. júní. Verksmiðjan er neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð og má kynna sér hana frekar á vefsíðu hennar, verksmidjanhjalteyri.com. Goðafræði og draumaveröld Auðn Kynningarmynd fyrir sýninguna sem opnuð verður á morgun.  Fastir punktar í Verksmiðjunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.