Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019 Eftir útskrift í iðngreinum þurfa nemendur að finna sér starfsþjálf- unarpláss og ljúka sveins- prófi. Þess vegna er áríðandi að vekja athygli at- vinnulífsins á út- skriftarefnum, en í dag ætla 23 útskriftarnemar í Upplýsinga- tækniskólanum í grafískri miðlun, ljósmyndun og prentun að halda útskriftarsýningu þar sem þeir kynna sig fyrir forsvarsmönnum og starfsmönnum fyrirtækja í þeim iðngreinum, sem allar eru löggildar iðngreinar. Sýningin á verkum þeirra verð- ur í hátíðarsal Tækniskólans, Há- teigsvegi 35-39, í dag, föstudag, 3. maí kl. 15-18. Allir eru hjartan- lega velkomnir, léttar veitingar í boði og heitt á könnunni. Útskriftarnemar með sýningu Gaman Allt á fullu við að undirbúa. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Ef Sameinuðu þjóðirnar setja markmið fyrir heiminn, þá hljóta þau að eiga við um Skaftárhrepp. Því hann er líka hluti af heiminum og við stöndum frammi fyrir ná- kvæmlega sömu verkefnum og heimsbyggðin.“ Þetta segir Eva Björk Harðar- dóttir, oddviti Skaftárhrepps, en þar fer nú fram vinna við mótun stefnu og aðalskipulags í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóð- anna um sjálfbæra þróun. Það er líklega í fyrsta skiptið sem þau markmið eru lögð til grundvallar í slíkri vinnu hér á landi. Heimsmarkmið SÞ voru sett árið 2015, þau eru flokkur 17 markmiða og 369 undirmarkmiða sem taka til alls heimsins, og ber aðildarríkjum SÞ að ná þeim fyrir 2030. Meðal markmiðanna eru jafnrétti kynjanna, sjálfbærni, ábyrg neysla og fram- leiðsla, aðgerðir í loftslagsmálum og hreint vatn. Þau markmið sem Skaft- árhreppur hyggst leggja áherslu á eru sjálfbærni, náttúruvernd, fram- leiðni í atvinnulífi með fjölbreyttum tækninýjungum og nýsköpun í ferða- þjónustu. Einnig eru uppi hugmyndir um að koma á fót þekkingarsetri um loftslagsmál í hreppnum. Eva Björk segir að þegar ljóst hafi verið að tímabært væri að taka upp stefnumótunaðalskipulag Skaft- árhrepps og farið að huga að því hvaða markmið íbúar sveitar- félagsins gætu sameinast um hefði fljótlega komið í ljós að nærtækast væri að horfa á heimsmarkmiðin. Allur gangur hafi verið á því hvern- ig sveitarstjórnarfólk á svæðinu hafi tekið í hugmyndina þegar hún kom fyrst upp. Sumum hafi fundist markmið SÞ vera helst til fjarlæg og óvíst um hvort þau ættu við, en skipt um skoðun þegar þeir hafi far- ið að kynna sér málin. „Einhverjir sögðu að þetta væri svolítið langt frá okkar veruleika, en allir sem komu að þessu voru til- búnir til að kynna sér þessa hug- mynd með opnum huga. Ég get ekki merkt annað en að íbúar og sveit- arstjórnarfólk sé almennt áhuga- samt og jákvætt.“ Áskoranir í umhverfismálum Eftir að ákveðið hafði verið að fara þessa leið hófst stefnumótunar- vinna sem leidd er af Evu Magn- úsdóttur, ráðgjafa hjá Podium. Meðal þess sem til stendur er að halda íbúafundi og koma á fót mál- efnahópum. Þá verður unnið með sum markmiðanna í nefndum þar sem fjallað verður nánar um út- færslu á þeim. Spurð hver séu helstu verkefnin sem sveitarfélagið stendur frammi fyrir og hvernig nýta megi heims- markmiðin við lausn þeirra segir Eva Björk að meðal þeirra séu áskoranir í umhverfis- og loftslags- málum. „Það er gríðarleg áskorun fyrir svona lítið samfélag að reka sig á skilvirkan og ábyrgan hátt. En við erum að fást við sömu vandamál og öll önnur, t.d. varðandi frárennsl- is- og sorpmál sem eru einn af stærri málaflokkum margra sveitar- félaga og heimsmarkmiðin eru góð- ur leiðarvísir við að leysa þau.“ Minni hentistefna Eva Björk segist binda vonir við að þessi notkun heimsmarkmiðanna við stefnumótun sveitarfélagsins verði til þess að hún verði skilvirk- ari. „Ég er viss um að þessi nálgun hjálpar okkur við að verða faglegri og kemur í veg fyrir hentistefnu hverju sinni. Ég tel líka að stefnan verði meira til langtíma og að mark- miðin verði góður leiðarvísir. Þó að við séum pínulítið samfélag, þá ber- um við jafnmikla ábyrgð og allir aðrir í heiminum. Þessi markmið snúast um velferð fólks, sem er helsta verkefni sveitarfélaganna.“ Pínulítil samfélög bera líka ábyrgð  Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru lögð til grundvallar við gerð stefnumótunar Skaftárhrepps  Hreppurinn er líka hluti af heiminum  Sömu verkefni í litlum samfélögum og þeim sem stærri eru Skaftárhreppur » Sveitarfélagið Skaftár- hreppur varð til árið 1990 við sameiningu fimm hreppa: Hörgslands-, Kirkjubæjar-, Leiðvalla-, Skaftártungu- og Álftavershrepps. » Í byrjun ársins voru tæplega 600 íbúar skráðir til heimilis í Skaftárhreppi. » Eini þéttbýliskjarninn í sveit- arfélaginu er Kirkjubæjar- klaustur. » Skaftárhreppur nær yfir 7% af Íslandi, en íbúar þar eru ein- göngu um 0,16% af íbúafjölda landsins.Í Skaftárhreppi Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, til vinstri og Eva Magnúsdóttir, ráðgjafi hjá Podium, sem leiddi stefnumótunarvinnuna. Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is Kæru landsmenn, við úthlutum yfir 900 matargjöfum í hverjum mánuði. Reykjavíkurborg styrkir starfið um eina milljón króna árið 2019 Félagsmálaráðuneytið styrkir starfið um eina milljón árið 2019 Hjálpið okkur að hjálpa fátæku fólki á Íslandi. Margt smátt gerir eitt stórt. 0546-26-6609 kt. 660903-2590 Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ. Neyðarsöfnun í matarsjóðinn endanlegan hátt hvort þessi hlýindi tengist hnattrænni hlýnun á ein- hvern hátt, því veðurfarsbreytingar séu á margan hátt lúmskar. „En vik- in eru miklu meiri í mánuðinum en Nýliðinn aprílmánuður var sá næsthlýjasti á landsvísu, samkvæmt pistli Trausta Jónssonar veður- fræðings á bloggsíðu sinni Hungur- diskum. „Þetta var hlýjasti aprílmánuður sögunnar í Reykjavík, Stykkishólmi, Bolungarvík og á Akureyri, næsthlýjasti apríl á Egilsstöðum og sá fjórði hlýjasti á Dalatanga, í 6. til 8. hlýjasta sæti á Teigarhorni og því fimmta hlýjasta á Stórhöfða í Vest- mannaeyjum,“ segir Trausti Jónsson jafnframt á bloggsíðu sinni. Í Reykjavík mældist hiti mest 17,1 stig hinn 30. apríl. Eldra metið var 15,2 stig, sett 29. apríl 1942. Trausti segir þetta ekki vera út úr myndinni og bendir á að hiti hafi farið mest í 18,0 stig í borginni 7. maí 2006 og 20,6 stig 14. maí 1960. Trausti segir ekki hægt að svara á hnattræn hlýnun ein og sér ber með sér. Líkur eru á að loftstraumar hafi einfaldlega verið óvenjuhagstæðir,“ skrifar hann í pistli sínum. steinthor@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Húsdýragarðurinn Veðrið lék við menn og dýr í Reykjavík í apríl. Víða hlýjasti aprílmánuðurinn  Líklega hag- stæðir loftstraumar Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.