Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019 ✝ Björn GrétarHjartarson fæddist í Reykjavík 22. febrúar 1967. Hann lést á hjarta- gjörgæsludeild Landspítalans 24. apríl 2019. Foreldrar hans eru Hjörtur Hjartarson, f. 23.12. 1929, d. 24.7. 2008, og Jensína Guðmundsdóttir, f. 9.9. 1928. Systkini: Drífa, maki Skúli Lýðsson. Ingibjörg, maki Sig- urður Ólafsson, Hjörtur, lést 2007, maki Vilborg Arin- bjarnar. Anna Ásta. Guðmundur Ingi, maki Sigríður Sigmars- dóttir. Björn Grétar ólst upp á Sel- tjarnarnesi, gekk í Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla. Eftir fermingu fluttist hann með for- eldrum sínum til Dubai og bjó þar í rúmlega ár. Hann lærði innrömmun í Þýskalandi og vann við þá iðn í fyrir- tæki foreldra sinna, versluninni Hjá Hirti. Björn Grétar hafði mikinn áhuga á kvikmyndum, leik- urum, leikstjórum og gerð sjón- varpsþátta. Hann þekkti flesta erlenda leikara og leikstjóra með nöfnum. Útför Björns Grétars fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag, 3. maí 2019, klukkan 13. Í dag kveðjum við fjölskyldan eina fallegustu sál sem gengið hefur á þessari jörð. Allir sem hafa hitt Bjössa frænda vita að hann var ekki bara yndisleg manneskja heldur einnig mikill húmoristi og var alltaf stutt í næsta brandara hjá okkar manni. Hann náði meira að segja að kitla hláturtaugarnar hjá fólkinu sínu á sínum síðustu dögum sem sýnir hversu frábær einstakling- ur hann var. Það er alltaf sárt að kveðja einhvern sem þú elskar og ég viðurkenni að ég á erfitt með að ímynda mér afmæli, jól og aðrar hátíðir án hans Bjössa þar sem ég hef aldrei haldið upp á neitt slíkt án hans. En sem betur fer eigum við fjölskyldan alveg óteljandi góðar og skemmtilegar minningar með honum sem við munum alltaf rifja upp með bros á vör og gleði í hjarta. Bjössi var sá sem kenndi mér að elska ofurhetjur og eyddi ég góðum parti af mínum upp- vaxtarárum með honum heima hjá ömmu og afa að horfa á Superman-þætti. Superman var uppáhalds ofurhetja þín og trúi ég ekki öðru en að þú sért núna fljúg- andi um himininn í rauðri skikkju verandi ofurhetjan sem þú varst alltaf í huga okkar allra. Tara Sif Khan. „Mamma, hann átti engin börn, samt átti hann öll börnin,“ sagði yngri sonur okkar þegar við sögðum þeim bræðrum að Bjössi frændi þeirra væri dáinn. Strákarnir okkar höfðu haft svo mikla von um að hægt yrði að bjarga lífi Bjössa þar sem hann var vaktaður dag og nótt á sjúkrahúsi. Dagana fyrir fráfall hans bárust fréttir af því að Bjössi hefði opnað augun og væri byrjaður að tala. Hann hafði engu gleymt. Hjartað hélt þó áfram að bila og við höfum ekki tölu á því hversu oft þurfti að koma því aftur af stað með hjálp læknavísindanna. Síðasti dagurinn hans var af- ar ánægjulegur. Nánasta fjöl- skylda var hjá honum, eins og alla daga eftir að hann var lagð- ur inn á sjúkrahús, það kjaftaði á honum hver tuska og húmor- inn hafði greinilega ekki beðið neinn skaða af hjartaáföllunum. Morguninn eftir vaknaði Bjössi ekki aftur. Við reyndum að útskýra fyrir strákunum okkar að hjartað í honum hefði hreinlega verið ónýtt. En, nei, það gat ekki staðist. Þeir vissu fyrir víst að það var ekkert að hjartanu í honum Bjössa, hann hefði besta hjarta í heimi. Eldri sonur okk- ar sagði að hann vildi ekki segja að neinn væri uppáhalds „en Bjössi var samt uppáhalds- frændi minn“. Við hittum Bjössa alltaf þegar við komum til ömmu Jennýjar. Hann hafði mikinn áhuga á kvikmyndum og gaf börnunum alltaf mynddiska með kvikmynd- um í jólagjöf. Hann starfaði um árabil við innrömmun og var af- ar fær á sínu sviði. Á sama tíma og við syrgjum Bjössa erum við óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Ömmu Jennýju, systkinum hans og öllu frænd- fólki og vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Guðmundur, Jón Ari, Skúli og Melkorka. Elsku kæri Bjössi minn. Mik- ið eigum við öll eftir að sakna þín. Okkar geisli og okkar frændi. Ég mun seint gleyma okkar stundum saman, sérstaklega eft- ir að þú fluttir heim frá Dúbaí. Ég hlakkaði alltaf svo til að koma yfir til ykkar ömmu og afa því ég vissi að ég gæti alltaf tal- að þig til til að sýna mér ein- hverja skemmtilega þætti sem hefðu verið teknir upp í Dúbaí eða bíómyndir með arabískum texta. Árin á milli mín, þín og Domma voru ekki það mörg og þess vegna hef ég alltaf litið á ykkur báða sem bræður frekar en frændur. Það hefur alltaf verið stutt í hláturinn hjá okkur og oft varstu með mér í að stríða litla bróður þínum þegar ég var í pössun hjá ömmu. Ég á eftir að sakna að sjá þig ekki þegar ég kem heim frá Am- eríku og spjalla um hvort ég væri búin að sjá nýjustu James Bond eða Batman. Ég þorði því miður aldrei að viðurkenna að ég heillaðist meira af gamanmyndum og hafði því ekki séð James Bond síðan 1989, þegar Timothy Dal- ton var 007, eða Batman síðan 1992. Ég sagði þér það ekki því mér fannst bara alltaf svo gam- an að hlusta á þig tala um Spiderman, Batman og hver væri nýjasti 007. Þú varst svo ástríðufullur um bíómyndir og við frændsystkinin munum aldrei gleyma vídeóleigu Bjössa frænda á Miðbraut. Þar gátum við komið og „leigt“ VHS-spólur í nokkra daga og þegar við vorum ekki búin að skila eftir viku þá byrjuðu sím- tölin. Sem betur fer sektaðir þú okkur ekki en þú varst með það á hreinu hver væri með spólu númer 42. Kæri Bjössi, þú varst svo hæfileikaríkur í mörgu, til dæm- is að passa upp á ömmu og afa og að passa vel upp á okkur systurnar og hin frændsystkin- in. Fyrir það er ég mjög þakk- lát. Ég er langþakklátust fyrir að hafa kynnst þér og getað kallað þig frænda minn. Sjáumst síðar elsku frændi og vonandi færðu að sjá allar nýj- ustu 007-bíómyndirnar á undan öllum. Til allra vina hans Bjössa og ættingja okkar sendi ég kærar samúðarkveðjur að utan. Þín frænka, Jenný Klara Sigurðardóttir. Mig langar í nokkrum orðum að minnast vinar míns, Björns Grétars Hjartarsonar, sem nú er fallinn frá langt um aldur fram. Bjössi var raunverulega einn þeirra sem ég get sagst hafa þekkt frá blautu barns- beini, því þegar ég fluttist með foreldrum mínum á Seltjarnar- nesið – aðeins nokkurra ára gamall – voru þeir bræður Björn og Guðmundur Ingi, eða Bjössi og Dommi, eins og þeir voru jafnan kallaðir, á meðal þeirra fyrstu sem ég bast vin- áttuböndum. Samband þeirra bræðra var þá þegar innilegt og aðdáunarvert að sjá hve það var gott og náið alla tíð. Við vorum samtíða í skóla, gengum í Mýrarhúsaskóla og Valhúsa- skóla og síðar á lífsleiðinni lágu leiðir á stundum saman í amstri dagsins eins og gengur og ætíð fagnaðarfundir. Bjössi var hjartahreinn og heilsteyptur maður. Hann átti vissulega við heilsufarsvanda að etja en lét það ekki á sig fá, heldur tókst á við hversdaginn og lífið á jákvæðan og uppbyggi- legan hátt, á hátt sem er eft- irbreytniverður og líklegri til að skapa fólki lífshamingju í annars ófullkominni veröld en að ein- blína á allt sem miður fer eða upp á vantar. Hann var virkur í leik og starfi, vann lengi við hlið föður síns í fjölskyldufyrirtæk- inu, átti sér mörg áhugamál og fylgdist vel með ýmsu – til dæmis í bæjarmálunum á Nes- inu. Á árum mínum sem bæjar- stjóri bar fundum okkar Bjössa oft saman á Eiðistorgi og alltaf hlýnaði mér um hjartarætur að sjá hann þar og taka tali. Kannski var það vegna þess að hann minnti mig á hamingjuríka æskudaga á Nesinu en örugg- lega vegna þess að í honum fannst mér ég eiga góðan vin. Ég vona að honum hafi fundist það sama og væri sannur heiður að því. Að kveðja kallar fram ótal minningar og söknuð en í anda Bjössa er mér einnig ofarlega í huga gleði og þakklæti yfir að hafa þekkt góðan dreng sem átti góða að og innihaldsríka jarð- vist. Móður Björns, Jensínu, systkinum hans og fjölskyldunni allri vil ég færa innilegar sam- úðarkveðjur á þessum erfiðu tímamótum. Jónmundur Guðmarsson. Björn Grétar Hjartarson ✝ Ingibjörgfæddist 8. apr- íl 1948. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi 15. apríl 2019. Ingibjörg var yngsta dóttir hjónanna Gísla Þorkelssonar efna- verkfræðings og Elínar Helgu Þor- kelsson snyrti- fræðings og ólst upp upp í Kópavogi. Eftirlif- andi systur Ingibjargar eru Jó- Bender, f. 1969, maður hennar er Bjarni Bender. 3) Guðmann, f. 1974, eiginkona hans er Hild- ur D. Guðmundsdóttir. 4) Jens, f. 1978, eiginkona hans er Sól- rún Hannesdóttir. Barnabörnin eru sextán talsins. Ingibjörg vann lengi við Apótek Austurbæjar en síðan menntaði hún sig við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan sem heilbrigðisritari og vann eftir það við Heilsugæslu Kópavogs og er ekki langt síð- an hún hætti störfum þar. Síðustu árin, eftir að þau Ingibjörg og Kristján hættu að vinna, bjuggu þau á Stokks- eyri. Ingibjörg verður jarðsett frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, 3. maí 2019, kl. 15. hanna, f. 1940, og Rannveig, f. 1943. Ingibjörg gekk í hjónaband með Kristjáni Guð- mannssyni, ljós- myndara og prent- ara, árið 1973. Þau byrjuðu sinn bú- skap í Kópavogi en byggðu sér hús í Hafnarfirði og fluttu þangað 1976. Börn þeirra eru: 1) Gísli, f. 1968, d. 2015. 2) Erla G. Ingibjörg er ein af mínum góðu æskuvinkonum og er sárt að horfa á eftir henni. Af þessu tilefni rifjar maður upp góða tíma og minnist þess hversu dýr- mæt vinátta okkar Ingibjargar var og hélst alla tíð eftir það. Við kynntumst í skátafélaginu Kópum á unglingsárum. Við náð- um fljótt mjög vel saman og var margt brallað á þessum tíma. Við stóðum á vorin í hvítu tjaldi á Rútstúni að selja skátaferm- ingarskeyti. Í minningunni var okkur aldrei kalt og mikið var gaman hjá okkur, fólk kom víðs vegar að til að styrkja skáta- starfið á þessum tíma. Félags- skapurinn í skátunum var einnig svo góður og margir skemmti- legir félagar sem við eignuðumst þar. Við fórum í margar útilegur og mót sem voru haldin hér og þar; Helgadal, Krísuvík, Botns- dal og Tröllafossi svo fáein dæmi séu nefnd. Til er mynd af okkur skvísunum í skátakjólum með hatta. Ég gaf þessa mynd í safn í skátafélagsins Kópa í fyrra en óskað var eftir gömlum myndum í tengslum við 70 ára afmæli fé- lagsins. Við vorum báðar mjög ungar þegar við festum ráð okkar og eignuðumst fjölskyldur. Eftir það varð sambandið minna en við hittumst alltaf reglulega, gjarn- an í tengslum við afmælin okkar, fleiri vinkonur voru með í hitt- ingum og samband okkar var alltaf traust. Síðustu ár höfum við haldið sambandi í gegnum jólakortin sem mér þótti alltaf vænt um að fá inn um lúguna. Ingibjörg elskaði fjölskyldu sína og vini og gaf þeim mikla ást og umhyggju. Hún var alltaf reiðubúin að takast á við lífið og það sem að höndum bæri. Hún var algjör nagli í veikindum sín- um með Stjána sinn sér við hlið. Ég votta Stjána og fjölskyldu mína dýpstu samúð, minning þín lifir elsku vinkona. Svanhildur Árnadóttir (Svana). Kær vinkona hefur kvatt og þó það hafi verið vitað að brottförin væri væntanleg þá er staðreynd- in erfið og við sem eftir stöndum reynum að átta okkur á því að svona er lífið. Fyrir 27 árum kynntumst við Sævar þeim Ingu og Stjána eins og þau Ingibjörg og Kristján maður hennar voru alltaf kölluð. Við kynnumst þeim í húsbíla- ferð þar sem við þekktum varla nokkurn. Fyrsta fólk sem tók á móti okkur voru þau hjón, Inga og Stjáni. Það var eins og við hefðum alla tíð þekkt þau, „ekki málið, leggið bara hér hjá okkur“, þar með hófst vinátta sem aldrei hef- ur borið skugga á í nær þrjá ára- tugi. Inga var frekar hlédræg en meðal vina var hún kát og glað- vær, hlátur hennar var dillandi og smitandi og hún naut þess að vera með þegar brugðið var á leik. Við í nánasta vinahópnum sem mikið höfum ferðast saman höfum stundum notið þess að gleyma því að við værum full- orðin og hagað okkur eins og krakkar. Þá hafa hlátrasköllin ómað í hópnum og minningar orðið til. Ég minnist húsbílaferðar þar sem þau Inga og Stjáni voru á Barbýbílnum sem var ekki stór en samt var innanrýmið ótrúlega mikið. Er leið á kvöldið og galsi var kominn í mannskapinn þá komust ótrúlega margir inn í þennan litla bíl, bæði gítarspil- arar og aðrir sem vildu njóta og syngja með. Inga og Stjáni nutu þess fram í fingurgóma að vera gestgjafar í þessu partíi. Ég minnist margra bústaða- ferða gegnum árin. Eina ferð fór- um við um vetur og það var svo mikill snjór að við festum bílana hvað eftir annað, þá var mikið hlegið, því þetta var bara skemmtilegt. Við fengum ekki nóg og um kvöldið fórum við út að leika okkur í snjónum, Inga, Gerður og ég og fórum upp í næstu brekku og renndum okkur niður hana eins og við værum smástelpur. Við vorum að njóta þess að lifa. Ég minnist páskaferðar sem við fórum í, í dásamlegu veðri á Hvammstanga. Við fundum auð- an pall og settum hátalara út og spiluðum countrytónlist og döns- uðum fram á kvöld. Ég minnist líka margra kvölda við varðeld, ýmist þar sem var sungið meðal vina í Félagi húsbílaeigenda eða í vinahópnum. Sérstaklega minn- ist ég kvölds í Álftafirðinum þar sem Sigurjón félagi okkar kveikti varðeld á fallegu kvöldi í léttum regnúða og við Inga sátum eins og hefðardömur meðan kallarnir okkar héldu á regnhlífum yfir okkur svo við yrðum ekki votar. Svona horfðum við inn í snark- andi varðeldinn á fallegu vor- kvöldinu og nutum þess að vera til. Allar ógleymanlegu stundirn- ar sem við áttum saman inni í húsbílunum okkar. Allar litlu trúnaðarstundirnar þegar kall- arnir okkar sátu úti en við laum- uðumst inn því okkur var farið að kólna, þá sátum við saman og röbbuðum um lífið. Inga bar ekki tilfinningar sínar á torg en það var augljóst hve mikils virði börnin voru henni. Þau voru henni alltaf í huga og hún var líka afar stolt af barnahópnum sínum. Öll afmælin, fermingarveisl- urnar, heimsóknirnar og allt það sem tengir vini í gegnum árin, allt kemur þetta upp í hugann núna þegar kær vinkona kveður. Það er skarð fyrir skildi í hópn- um. Við sem sjáum á eftir kærri vinkonu yljum okkur við minn- ingarnar. Ég vil þakka góðri vin- konu einstaka vináttu gegnum árin, lífið hefði verið litlausara án hennar. Elsku Stjáni okkar, elsku Jenni, Sólrún og börn. Guðmann og fjölskylda. Erla og fjölskylda og börnin hans Gísla, hugur okkar er hjá ykkur á þessum erfiða tíma. Sigríður Arna Arnþórsdóttir. Ingibjörg Gísladóttir Kveðja frá Rauða krossinum Hermann var formaður Vest- mannaeyjadeildar Rauða kross- ins um árabil og leiddi sem slíkur neyðarvarnastarf félagsins í Eyj- um. Í stjórnarstörfum sínum leit- aðist hann við að sætta sjónar- mið og ná fram samstöðu. Hann gat verið fastur fyrir en tók vel öllum rökum og gat gert þau að sínum ef svo bar undir. Deildarhúsnæði Vestmanna- eyjadeildar, Arnardrangur, stendur reisulegt á fallegum stað í bænum. Hermanni var alltaf umhugað um húsnæðið og að það þjónaði mannúðarstarfi deildar- innar sem best. Hermanni var veitt viður- kenning á aðalfundi félagsins fyrir áralangt framlag sitt til Rauða krossins. Rauði krossinn vottar að- standendum Hermanns innilega samúð og kveður góðan liðs- mann. Sveinn Kristinsson, formaður Rauða krossins á Íslandi. Ég hitti Hermann fyrst á Vestmannaeyjaflugvelli haustið 2006. Þá var ég starfsmaður Rauða krossins á leið á fund með Rauðakrossdeildinni í Eyjum og hann var formaður þar. Þegar Hermann Einarsson ✝ Hermann Ein-arsson fæddist 26. janúar 1942. Hann lést 20. apríl 2019. Útför Hermanns fór fram 27. apríl 2019. Minningarathöfn um Hermann fer fram í Neskirkju í Reykjavík í dag, 3. maí 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. við höfðum heilsast sagði hann við mig: „Hér ferðumst við með Herjólfi og treystum ekki á flug.“ Fyrir fundinn keyrði hann mig um og sagði mér sögu eyjanna, bæði fyrir og eftir gos. Þegar við svo komum í Arnardrang, hús deildarinnar, fræddi hann mig um sögu hússins og tengsl þess við Rauða krossinn. Í húsinu, sem er mikil bæj- arprýði, hanga uppi myndir sem sýna hve stórt hlutverk Rauða krossins var í tengslum við gosið. Hermann kynnti mér ekki að- eins sögu og náttúru Vestmanna- eyja, heldur einnig fyrir góðu fólki sem ég hef síðan tengst vinaböndum. Þennan vetur kom ég fimm sinnum til Eyja. Var þá með fræðslu fyrir sjálfboðaliða og að funda með stjórn. Þegar leið að vori sagði Hermann við mig: „Jæja Jóhanna, nú er þetta orðið gott. Nú kemur þú ekki aftur fyrr en í haust,“ enda vissi hann sem var að þegar ég var á ferð- inni þýddi það aukna vinnu fyrir sjálfboðaliða deildarinnar, sem var þó nægileg fyrir. Ég kom því ekki aftur fyrr en haustaði. Hermann var góður vinur og félagi, höfðingi heim að sækja og skemmtilegur. Öll þau ár sem ég starfaði með deildinni ferðaðist ég með Herjólfi milli lands og Eyja og treysti ekki á flug frekar en Hermann. Nú þegar hann hefur farið í sína síðustu ferð vil ég þakka honum samfylgdina um leið og ég votta fjölskyldu hans og fé- lögum deildarinnar samúð. Blessuð sé minning Hermanns Einarssonar. Jóhanna Róbertsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.