Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 32
32 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019 Pepsi Max-deild kvenna ÍBV – Breiðablik....................................... 0:2 Stjarnan – Selfoss .................................... 1:0 Fylkir – Keflavík ...................................... 2:1 HK/Víkingur – KR ................................... 1:0 Evrópudeild UEFA Undanúrslit, fyrri leikir: Arsenal – Valencia .................................. 3:1 Alexandre Lacazette 18., 26., Pierre-Em- erick Aubameyang 90. – Mouctar Diakhaby 11. Eintracht Frankfurt – Chelsea.............. 1:1 Luka Jovic 23. – Pedro Rodriguez 45. Pólland Úrslitaleikur bikarkeppninnar: Jagiellonia – Lechia Gdansk .................. 0:1  Böðvar Böðvarsson lék allan leikinn með Jagiellonia. KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildin: Origo-völlur: Valur – Þór/KA................... 18 Mjólkurbikar kvenna, 1. umferð: Varmárvöllur: Afturelding – ÍR............... 19 Fífan: Augnablik – Álftanes ..................... 19 Vivaldi-völlur: Grótta – Leiknir R ........... 19 3. deild karla: Fjölnisvöllur: Vængir Júpíters – KV....... 20 HANDKNATTLEIKUR Undanúrslit karla, annar leikur: Origo-höllin: Valur – Selfoss (0:1)............ 20 Í KVÖLD! FÓTBOLTINN Þórður Yngvi Sigursveinsson Jóhann Ingi Hafþórsson Víðir Sigurðsson Edda Garðarsdóttir Fjörugur leikur fór fram í Vest- mannaeyjum í gær þar sem Eyja- stelpur tóku á móti Íslands- og bikar- meisturum Breiðabliks í fyrsta leik Pepsi Max-deildar kvenna í knatt- spyrnu. Breiðablik var þar betra liðið og vann ÍBV 2:0. Fyrri hálfleikurinn byrjaði vel fyrir Breiðablik þar sem Agla María Al- bertsdóttir skoraði fyrsta mark leiks- ins eftir að hafa fengið boltann í vítat- eignum og setti hún hann fallega í hægra hornið hjá ÍBV. Eftir að ísinn var brotinn sótti ÍBV mjög og þar voru Clara Sigurðardóttir og Cloé Lacasse mikilvægar í sóknarleik ÍBV. En þrátt fyrir það komst Breiðablik í 2:0 þegar Ingibjörg Lucia var svo óheppin að fá boltann í sig og inn í eigið mark á 28. mínútu eftir fyrirgjöf Karólínu Leu Vil- hjálmsdóttur. Í seinni hálfleik höfðu bæði lið orku til að breyta leiknum. Eyjastelpur til að komast aftur inn í leikinn og Blik- astelpur reyndu að gera út um leikinn með þriðja markinu. Leikurinn end- aði þó 2;0 og Blikar fóru heim frá Vestmannaeyjum með þrjú stig. Þrátt fyrir tapið sýndu ÍBV- stelpurnar að þær munu verða sterk- ar í sumar. Þær eru með mjög sterkt og fljótt lið og spiluðu mjög vel í þess- um leik. Breiðablik var samt betra liðið á Hásteinsvelli í gær og ekki er ólíklegt að það verði í baráttunni á toppnum í sumar. Nýtt lið Stjörnunnar vann Stjarnan hafði betur gegn Selfossi á heimavelli, 1:0. Birna Jóhannsdóttir skoraði sigurmarkið á 24. mínútu er hún kláraði vel innan teigs eftir glæsilega sendingu frá Sóleyju Guð- mundsdóttur. Eftir markið gaf Stjarnan fá færi á sér og sigldi góðum sigri í hús, án þess að spila stórkost- lega vel. Stjarnan gerði nóg og Sel- foss var ekki með nægilega mikil gæði til að jafna. Margir biðu spenntir eftir því að sjá Stjörnuliðið, enda margar ósvar- aðar spurningar í kringum liðið. Það er gjörbreytt og með Kristján Guð- mundsson, sem aldrei áður hefur þjálfað kvennalið, við stjórn. Frammistaða Stjörnukvenna var heilsteypt og var Selfossliðið ekki sérstaklega líklegt til að skora, þrátt fyrir að vera meira með boltann í seinni hálfleik. Stjörnukonur litu vel út í vörninni og Birta Guðlaugsdóttir, sem var að leika sinn fyrsta leik í efstu deild, stóð vaktina vel í mark- inu. Það gæti hins vegar reynst haus- verkur að skora í sumar. Hin mexí- kóska Renae Cuéllar var einangruð í sókninni og fékk hún litla þjónustu. Á móti betra liði en Selfossi gæti Stjarnan þurft að skora meira en eitt mark til að vinna og það gæti reynst erfitt, miðað við leikinn í gær. Byrja þarf á markmanni og góðri vörn til að búa til gott lið og er Stjarnan því með fínan grunn. Nái Stjörnukonur meiri krafti í sóknarleikinn getur liðið náð langt. Stjörnukonur leyfðu gestunum frá Selfossi að vera með boltann í seinni hálfleik, en þrátt fyrir það var marki Stjörnunnar sjaldan ógnað. Magda- lena Anna Reimus reyndi hvað hún gat, en hún fékk úr litlu að moða. Sóknarleikurinn var heilt yfir bitlaus, en Selfossliðið lék boltanum oft vel á milli sín. Það skilaði hins vegar sára- sjaldan færum. Bæði lið þurfa því að hugsa sinn gang í sóknarleiknum. HK/Víkingur mun betri Miðað við spárnar fyrir Íslands- mótið átti viðureign HK/Víkings og KR í Kórnum í gærkvöld að vera uppgjör liðanna sem væru líklegust til að falla í haust. Ef þessi fyrsti leik- ur segir eitthvað um fallbaráttu, sem er að sjálfsögðu alltof snemmt að segja til um, þá er niðurstaðan ein- faldlega sú að lið HK/Víkings virðist líklegra til að halda velli í deildinni. Byrjunin var allavega góð hjá lið- inu. Þórhildur Þórhallsdóttir tryggði HK/Víkingi verðskuldaðan sigur, 1:0, með marki seint í fyrri hálfleik eftir að Fatma Kara sendi boltann fyrir mark KR-inga. HK/Víkingur hafði nokkra yfir- burði í fyrri hálfleik og hefði getað skorað fleiri mörk. Fatma Kara, besti maður vallarins lengi vel, átti m.a. skot í samskeytin. Í byrjun seinni hálfleiks kom hinsvegar Halla Mar- grét Hinriksdóttir í veg fyrir að KR jafnaði þegar hún varði glæsilega frá Söndru Dögg Bjarnadóttur úr dauða- færi. Lið HK/Víkings spilaði stóran hluta leiksins af öryggi og sjálfs- trausti. Þar eru kornungar stúlkur í nokkrum lykilstöðum, m.a. hin 15 ára gamla Þórhildur sem skoraði markið dýrmæta, og Arna Eiríksdóttir sem er 16 ára en spilaði miðvarðarstöðuna eins og hún væri með áralanga reynslu á bakinu. Mikið efni þar á ferð. Katrín Ómarsdóttir lék ekki með KR vegna meiðsla og munar um minna. Guðmunda Brynja Óladóttir var lengi ein á báti í framlínunni og fékk ákaflega litla hjálp. KR-liðið Meistararnir fóru  Breiðablik með sigur í Eyjum  Stjarnan, HK/Víkingur og Fylkir unnu líka í fyrstu umferðinni HANDBOLTI Olísdeild karla Undanúrslit, annar leikur: ÍBV – Haukar ....................................... 32:30  Staðan er 1:1 og þriðji leikur á Ásvöllum á sunnudag kl. 16. Þýskaland Bergischer – Füchse Berlín ............... 28:26  Arnór Þór Gunnarsson skoraði 4 mörk fyrir Bergischer.  Bjarki Már Elísson skoraði 6 mörk fyrir Füchse.  Efstu lið: Flensburg 56, Kiel 50, RN Lö- wen 44, Magdeburg 42, Melsungen 36, Bergischer 33, Füchse Berlín 32. Noregur Undanúrslit, þriðji leikur: Elverum – Fyllingen ........................... 37:32  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 4 mörk fyrir Elverum og Þráinn Orri Jóns- son 1.  Staðan er 2:1 fyrir Elverum. Ensku liðin Arsenal og Chelsea standa vel að vígi eftir fyrri leik- ina í undanúrslitum Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu karla í gær. Arsenal vann Valencia, 3:1, á heimavelli á sama tíma og Chelsea og Eintracht Frankfurt skildu jöfn, 1:1, í Þýskalandi. Mouctar Diakhaby kom Val- encia yfir á 11. mínútu í London. Adam var ekki lengi í paradís fyr- ir leikmenn Valencia því Alex- andre Lacazette jafnaði metin sjö mínútum síðar og kom Arsenal marki yfir á 26. mínútu. Pierre- Emerick Aubameyang gulltryggði sigur Arsenal á síðustu mínútu leiksins með þriðja marki liðsins. Luka Jovic skoraði mark Ein- tracht Frankfurt á 23. mínútu við mikinn fögnuð heimamanna. Pedro Rodriguez jafnaði hins- vegar metin á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Þar við sat því hvorugu liðinu tókst að bæta við mörkum í síðari hálfleik. Síðari leikir undanúrslitanna fara fram að viku liðinni. AFP Mark Pierre-Emerick Aubameyang innsiglaði sigur Arsenal í gærkvöld. Líkurnar aukast á enskum úrslitaleik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.