Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 33
braggaðist þó í seinni hálfleiknum og
á að vera með reynslu í sínum röðum
til að gera miklu betur en þetta.
Fjör og stress í nýliðaslag
Það var fyrirséð að búast mætti við
því að spilaður yrði fjörlegur stress-
bolti í nýliðaeinvígi Pepsi Max-
deildar kvenna milli Fylkis og Kefla-
víkur í Árbænum en þar vann Fylkir
sigur, 2:1.
Ída Marín Hermannsdóttir fékk
boltann á sínum eigin vallarhelmingi í
blábyrjun leiks, tók hann með sér og
þrykkti boltanum af um 30 metra
færi í markið. Hin öfluga Ída átti
margar marktilraunir í leiknum, og
bar uppi sóknarleik síns liðs ásamt
hinni ógnandi Mariju Radojicic. Kefl-
víkingar létu þó ekki slá sig út af lag-
inu og jöfnuðu tveimur mínútum
seinna með mögnuðu einstaklings-
framtaki Sveindísar Jane Jónsdóttur,
1:1, sem saumaði sig í gegnum varn-
arlínu Fylkis upp við endalínu og
skóflaði boltanum inn.
Fylkiskonur hefðu skorað fleiri
mörk í fyrri hálfleik ef ekki hefði ver-
ið fyrir stórkostlega frammistöðu Na-
töshu Anasi sem var á við tvo í varn-
arlínunni. Keflavíkurdömur dældu
boltum fram á tvo fljóta framherja
sína, en Fylkisvörnin ásamt Berglind
Rós Ágústsdóttur sáu við þeim. Berg-
lind stýrði miðjunni í vörn og sókn og
var að öðrum ólöstuðum langbesti
maður vallarins í dag.
Fylkir fór betur af stað í seinni
hálfleik og Stefanía Ragnarsdóttir
setti strax mark sitt á sóknarleikinn.
Sigurmarkið kom svo á 52. mínútu
þegar Radojicic skoraði með þrumu-
fleyg af vítateigshorninu eftir skyndi-
sókn. Suðurnesjamenn gerðu tvö-
falda skiptingu og flögguðu öllu sem
þeir áttu. Fengu tvö stórgóð mark-
tækifæri sem ekkert varð úr.
Leiknum lauk með sigri Fylkis-
kvenna sem virðast vera betur í stakk
búnar fyrir baráttuna við bestu lið
landsins en mótherjar þeirra í dag.
Fylkir leysti hápressu Keflvíkinga
með fyrirtaks spilamennsku á meðan
gestirnir þurftu hálfleikinn til að
jafna sig á átökunum. Stór prófraun
bíður Fylkis á Akureyri í næstu um-
ferð á meðan Keflavík mætir ÍBV.
vel af stað
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Fyrsta Blikinn Agla María Albertsdóttir skorar fyrsta mark Íslandsmóts
kvenna 2019 með því að senda boltann framhjá Guðnýju Geirsdóttur.Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Garðabær Sigrún Ella
Einarsdóttur úr Stjörn-
unni á undan Magdalenu
Önnu Reimus frá Selfossi.
Stjarnan teflir fram mik-
ið breyttu liði þar sem
Sigrún er komin í hóp
reyndustu leikmannanna.
ÍÞRÓTTIR 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019
Ég hef lengi haldið því fram
að Lionel Messi sé besti fót-
boltamaður sögunnar og enn og
aftur hef ég fengið staðfestingu
á því.
Argentínski snillingurinn
sýndi það og sannaði í 3:0 sigri
Barcelona gegn Liverpool á
Camp Nou í undanúrslitum
Meistaradeildarinnar í fótbolta í
fyrrakvöld.
Menn geta talað um Pelé,
Cruyff, Maradona, Puskas,
Beckenbauer, Cristiano Ronaldo
eða einhverja aðra í hópi bestu
fótboltamanna sögunnar en fyr-
ir mér stendur Messi framar öll-
um þessum köppum.
Litli töframaðurinn sá til
þess að Barcelona er með pálm-
ann í höndunum að komast í úr-
slitaleikinn í Meistaradeildinni.
Hann skoraði tvö síðustu mörk
Börsunga og seinna mark hans í
leiknum var hreint meistara-
stykki sem lengi verður í minn-
um haft.
Þetta glæsimark Messi var
það 600. sem hann skorar fyrir
Katalóníuliðið í 683 leikjum.
Þetta er sturluð staðreynd og
600. markið skoraði hann upp á
dag 14 árum eftir að hann opn-
aði markareikning sinn með lið-
inu þegar hann skoraði á móti
Albacete 1. maí 2005.
Messi verður 32 ára gamall
í næsta mánuði og á því nóg
eftir sem betur fer. Það er unun
að sjá Messi leika listir sínar og
ég ætla að spá því að hann lyfti
Evrópubikarnum glæsilega á loft
á Wanda Metropolitano-
leikvanginum glæsilega í Madrid
þann 1. júní.
Messi lofaði stuðnings-
mönnum Barcelona í ágúst að
koma með Evrópubikarinn aftur
heim og hann ætlar að standa
við þau orð.
BAKVÖRÐUR
Guðmundur
Hilmarsson
gummih@mbl.is
ÍBV – Breiðablik 0:2
0:1 Agla María Albertsdóttir 11.
0:2 Sjálfsmark 28.
MM
Agla María Albertsdóttir, Breiðabliki
M
Cloé Lacasse, ÍBV
Clara Sigurðardóttir, ÍBV
Emma Kelly, ÍBV
Caroline van Slambrouck, ÍBV
Hildur Antonsdóttir, Breiðabliki
Alexandra Jóhannsdóttir, Breiðabliki
Sólveig Larsen, Breiðabliki
Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason – 8.
Stjarnan – Selfoss 1:0
1:0 Birna Jóhannsdóttir 24.
M
Jasmín Erla Ingadóttir, Stjörnunni
Sóley Guðmundsdóttir, Stjörnunni
Birta Guðlaugsdóttir, Stjörnunni
Anna María Baldursdóttir, Stjörnunni
Birna Jóhannsdóttir, Stjörnunni
Magdalena Anna Reimus, Selfossi
Anna María Friðgeirsdóttir, Selfossi
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson – 7.
HK/Víkingur – KR 1:0
1:0 Þórhildur Þórhallsdóttir 38.
M
Fatma Kara, HK/Víkingi
Arna Eiríksdóttir, HK/Víkingi
Þórhildur Þórhallsdóttir, HK/Vík.
Halla M. Hinriksdóttir, HK/Vík.
Tinna Óðinsdóttir, HK/Víkingi
Lilja Dögg Valþórsdóttir, KR
Laufey Björnsdóttir, KR
Dómari: Kristinn F. Hrafnsson – 7.
Fylkir – Keflavík 2:1
1:0 Ída Marín Hermannsdóttir 2.
1:1 Sveindís Jane Jónsdóttir 4.
2:1 Marija Radojicic 52.
MM
Berglind Rós Ágústsdóttir, Fylki
Natasha Anasi, Keflavík
M
Ída Marín Hermannsdóttir, Fylki
Margrét Björg Ástvaldsdóttir, Fylki
Sveindís Jane Jónsdóttir, Keflavík
Dómari: Helgi Ólafsson – 6.
1. umferð
Mörkin og M-gjöfin
„Ég er ótrúlega spenntur og ég tel
þetta vera gott skref á mínum ferli
að koma til FH,“ sagði handknatt-
leiksmaðurinn Egill Magnússon í
samtali við Morgunblaðið í gær eft-
ir að hafa skrifað undir þriggja ára
samning við Hafnarfjarðarliðið.
„FH er toppklúbbur og umgjörð-
in hjá félaginu er virkilega góð,“
sagði Egill sem kemur til FH frá
Stjörnunni.
„Það kom svo sem alveg til
greina að vera áfram í Stjörnunni
en mér fannst eiginlega verið kom-
inn tími á að breyta um umhverfi
og mér finnst FH vera fullkominn
staður í það. Ég hef spilað með
yngri landsliðunum undir stjórn
Sigursteins og ég veit því alveg að
hverju ég geng. Ég er mjög spennt-
ur fyrir því að spila á ný undir hans
stjórn,“ sagði Egill, sem um tíma
reyndi fyrir sér í atvinnumennsku
með danska liðinu Tvis Holstebro.
Egill er 23 ára gamall og var
markahæsti leikmaður Stjörnunnar
á síðasta keppnistímabili með 110
mörk í 17 leikjum. gummih@mbl.is
Morgunblaðið/Guðmundur Hilmarsson
Í Hafnarfirði Egill Magnússon, Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiks-
deildar FH, og Sigursteinn Arndal þjálfari, við komu Egils til FH í gær.
„Tel þetta vera rétt
skref á mínum ferli“