Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Útlit er fyrir að samdráttur verði í gjaldeyristekjum af ferðaþjónustu á þessu ári, sem yrði í fyrsta skipti síðan árið 2006. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um ferðaþjónustuna, sem kynnt var í gær. Þar kemur fram að á síðasta ári hafi tekjur ferðaþjónustunnar numið 520 milljörðum króna, og skilaði greinin 39% af heildargjald- eyristekjum það ár samanborið við 18% framlag sjávarútvegs og 17% framlag áliðnaðar. „Í ár eru hins vegar horfur á samdrætti í tekjum ferðaþjónustunnar. Horfur eru á að ferðamönnum fækki talsvert frá fyrra ári og árið í ár lendi á milli ár- anna 2016 og 2017 hvað tekjur varð- ar. Lægra gengi krónu og verð- hækkun á vörum og þjónustu í krónum talið vegur þó á móti,“ segir í skýrslunni. Þá segir að hver ferðamaður skili að mati skýrsluhöfunda meiri tekjum í krónum talið þetta árið en í fyrra. Áætlar bankinn að u.þ.b. 36% af heildarútflutningstekjum ársins komi frá ferðaþjónustu. Til saman- burðar muni sjávarútvegur og áliðn- aður væntanlega samanlagt skila í kringum 37% af heildartekjum þjóð- arbúsins af útflutningi í ár. Í skýrslunni er bent á að verð- mætaaukning ferðaþjónustunnar hafi verið drifin áfram af fjölgun ferðamanna frekar en aukinni neyslu þeirra meðan á dvöl stendur. Í þessu samhengi er sagt að fram undan sé verðug áskorun við að við- halda verðmætaaukningu greinar- innar. Ekki verði lengur hægt að stóla á fjölgun ferðamanna til að drífa hana áfram. „Þannig hlýtur að færast aukin áhersla á að auka verð- mæti á hvern ferðamann og viðhalda þannig verðmætaaukningu þrátt fyrir að hingað komi færri ferða- menn.“ Skráð gisting á uppleið Í skýrslunni er farið í saumana á breytingum í gistiþjónustu í landinu, og bent á að með tilkomu Airbnb hafi hlutdeild skráðrar gistiþjónustu í seldum gistinóttum fallið hratt, og náð minnst 74% hlutdeild árið 2017. Airbnb hafi hins vegar gefið eftir á síðasta ári og skráð gistiþjónusta aukið hlutdeild sína á ný. Telja skýrsluhöfundar að skráð gistiþjón- usta muni áfram að auka hlutdeild sína, ekki síst í ljósi þess árangurs sem hert eftirlit með óskráðri gist- ingu hafi verið, en einnig vegna þeirrar framboðsaukningar sem fyr- irhuguð sé hjá hótelunum. Þó sé hótelgisting í Reykjavík rúmlega þriðjungi dýrari en að meðaltali hjá hótelum innan Evrópu, samkvæmt skýrslunni, og 4,11% dýrari en í stórborgum á borð við New York, Barcelona og London. „Hátt verðlag hér á landi rýrir samkeppnishæfni landsins á alþjóðavísu og ljóst er að svigrúm fyrir frekari verðhækkanir hjá hótelum í Reykjavík, nú þegar nýting fer minnkandi og ferðamönn- um fækkandi, er lítið sem ekkert.“ Hótel í Reykjavík veltu sam- kvæmt skýrslunni tæplega 25 millj- örðum króna á síðasta ári, og jókst veltan um 5,8% frá árinu 2017. Nýt- ing dróst saman um fimm prósentu- stig á árinu 2018 frá fyrra ári. Þeirri spurningu er svo varpað fram hvort verð á hótelherbegjum komi til með að lækka, þar sem nýting fari minnkandi og það ásamt háu verði í alþjóðlegu samhengi skapi þrýsting á verðlækkanir. Fyrsti samdráttur síðan 2006 Morgunblaðið/Hari Iðnaður Tæplega helmingur fyrirtækja greinarinnar skilar tapi.  36% af heildarútflutningstekjum 2019 komi frá ferðaþjónustu  Airbnb gefur eftir en skráð gistiþjónusta sækir í sig veðrið  Verð hótelgistingar gæti lækkað Ferðaþjónusta » Bílaleiguflotinn hefur fjór- faldast frá 2010. 26 þúsund bílar voru í umferð þegar mest lét síðasta sumar. » Hagnaður ferðaþjónust- unnar dróst saman úr rúmum 27 milljörðum króna í tæplega 11 ma.kr. á árinu 2017 frá 2016. Úrvalsvísitalan hækkaði um 6,3% á milli mánaða og stendur nú í 2.044 stigum. Á aðalmarkaði Kauphallarinnar voru Fossar markaðir með mestu hlutdeildina, 32,1%, Íslandsbanki með 18,1% og Arion banki með 16,9%. Í lok apríl voru hlutabréf 23 félaga skráð á aðalmarkaði og Nas- daq First North á Íslandi. Nemur heildarmarkaðsvirði skráðra fé- laga 1.097 milljörðum króna sam- anborið við 1.054 milljarða í mars. Skuldabréfaviðskipti aukast Heildarviðskipti með skuldabréf námu 134,8 milljörðum í síðasta mánuði samkvæmt yfirlitinu, sem samsvarar 7,5 milljarða veltu á dag. Þetta er 0,5% hækkun frá fyrri mánuði og 63% hækkun frá fyrra ári, sem þýðir að um mestu við- skipti með skuldabréf er að ræða frá því í mars 2017. Alls námu viðskipti með ríkisbréf 97,3 milljörðum, viðskipti með bankabréf námu 25,7 milljörðum og viðskipti með íbúðabréf 2,6 millj- örðum. tobj@mbl.is Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöll Íslands í aprílmánuði síð- astliðnum námu 65,1 milljarði króna eða 3.616 milljónum á dag. Það er 15% hækkun frá fyrri mán- uði, en í mars námu viðskipti með hlutabréf 3.131 milljón á dag sem er 77% hækkun á milli ára. Um er að ræða mestu viðskipti með hluta- bréf síðan í febrúar 2017, að því er fram kemur í nýju viðskiptayfirliti Kauphallarinnar. Mest viðskipti með Arion Mest voru viðskipti með bréf Arion banka, eða 18,3 milljarðar. Þar á eftir komu viðskipti með Marel upp á átta milljarða, og hlutabréf Reita komu þar á eftir með 5,7 milljarða. Mestu viðskipti síðan í febrúar 2017  Úrvalsvísitalan hækkaði um 6,3% Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Markaður Líflegt var í kauphöllinni í aprílmánuði. 3. maí 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 121.22 121.8 121.51 Sterlingspund 157.5 158.26 157.88 Kanadadalur 90.11 90.63 90.37 Dönsk króna 18.192 18.298 18.245 Norsk króna 14.037 14.119 14.078 Sænsk króna 12.771 12.845 12.808 Svissn. franki 118.93 119.59 119.26 Japanskt jen 1.0876 1.094 1.0908 SDR 167.86 168.86 168.36 Evra 135.82 136.58 136.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.7454 Hrávöruverð Gull 1281.8 ($/únsa) Ál 1808.0 ($/tonn) LME Hráolía 71.94 ($/fatið) Brent ● Te & kaffi og Innnes hafa undirritað samstarfssamning sem felur í sér að þjónusta á kaffi- og vélbúnaði Te & kaffi á fyrirtækja- og veitingamarkaði verður í höndum Innness. Hið sama gildir um meirihluta smásölumarkaðarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Te & kaffi. Í tilkynningunni segir að Innnes verði dreifingaraðili á kaffivörum Te & kaffi og muni jafnframt sjá um uppsetningu, þjónustu og viðhald á kaffivélum fyrir- tækisins. Samstarfið mun samkvæmt tilkynningunni hafa í för með sér tíðari og betri þjónustu fyrir viðskiptavini Te & kaffi enda segir einnig að hjá Innnes starfi öflugur hópur starfsmanna sem leggi höfuðáherslu á lipra og góða þjón- ustu og persónuleg samskipti við við- skiptavini. „Þetta gefur okkur betra rými til að sinna okkar kjarnastarfsemi sem er framleiðsla á gæðakaffi og rekstur kaffihúsa. Innnes er rótgróið fyrirtæki og þekkt fyrir frábæra þjónustu. Við er- um þess fullviss að viðskiptavinir okkar muni upplifa þessar breytingar á já- kvæðan hátt,“ segir Guðmundur Hall- dórsson, framkvæmdastjóri Te & kaffi, í tilkynningunni. tobj@mbl.is Innnes þjónustar og dreifir fyrir Te og kaffi Kaffi Halldór Guðmundsson og Guð- mundur Halldórsson stýra Te & kaffi. STUTT BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR Sunnumörk 2, Hveragerði, sími 483 1919, Almar bakari • Opið alla daga kl. 7-18 SÉRBAKAÐfyrir þig SALATBAR ferskur allan daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.