Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019 Sigurfari skoðaður Á Byggðasafninu í Görðum Akranesi ber margt forvitnilegt fyrir augu og á grunnsýningu þess er lögð áhersla á sögu útgerðar, landbúnaðar, heimilishalds og þjóðlífs á svæðinu. Á Byggðasafninu geta gestir meðal annars skoðað Kútter Sigurfara, 85 smálesta tvímastra kútter, sem var smíðaður árið 1885 á Englandi, gerður út frá Hull og keyptur til Íslands 1897. Eggert Að sjá elda loga í þaki Notre-Dame (Maríukirkjunnar) í París undir kvöld mánudaginn 15. apríl líður seint úr minni. Þegar turnspíran féll og ekki var enn neina slökkviliðsmenn að sjá í beinu sjónvarps- útsendingunni vaknaði ótti um að eldurinn væri í raun óviðráð- anlegur og þessi mikli dýrgripur yrði honum allur að bráð. Eldsvoðinn vakti sterkar tilfinn- ingar. Myndir af fólki á bæn og syngjandi sálma í nágrenni kirkj- unnar voru táknrænar fyrir ótta margra um heim allan. Emmanuel Macron Frakklands- forseti fór tvisvar á vettvang til að kynnast aðstæðum af eigin raun. Síðan tók hann af skarið og lýsti vilja sínum til að „endurreisa“ dómkirkj- una og gera hana „enn fallegri“ á að- eins fimm árum, fyrir ólympíu- leikana í París 2024. Til að ná þessu markmiði sam- þykkti ríkisstjórnin frumvarp til laga sem heimilar sniðgöngu við lög um opinber útboð og minjavernd- arlög við endurreisnina. Eins konar fjárframlagakeppni auðugustu fjölskyldna Frakklands í endurreisnarsjóðinn voru eins og ol- ía á þjóðfélagseldana sem loga í landinu og birtast í baráttu gulvest- unga gegn Macron. Kirkjubruninn eyddi ekki þeim vanda forsetans. Ákvörðun Macrons um að ráðast í viðgerðir á Notre-Dame án þess að virða allar settar reglur vakti að sögn franska blaðsins Le Figaro stórfurðu og gífurlegar áhyggjur meðal sérfræðinga í minjavernd og -vörslu um heim allan. Mánu- daginn 29. apríl birti blaðið opið bréf til Frakklandsforseta sem 1.170 minjaverðir, arki- tektar og prófessorar hvaðanæva úr heim- inum rita undir og hvetja til að gengið sé fram af aðgát og ábyrgð við viðgerð- irnar á kirkjunni. Segir Le Figaro bréfið einstakt í sinni röð því að þeir sem undir það skrifa komi úr hópi sérfræðinga sem jafnan kjósi að vinna mikilvæg störf í kyrrþey. Nú bendi þeir á að endur- reisn Notre-Dame snerti okkur öll. Það má til sanns vegar færa. Árleg- ur gestafjöldi í kirkjuna er um 13 milljónir manna og í hópnum eru allra þjóða konur og karlar, börn og fullorðnir. Áhrif Victors Hugos Í bréfinu er forsetinn minntur á að Frakkar hafi rutt brautina við setningu laga um vernd sögulegra minnismerkja. Það megi að hluta rekja til áhrifa frá skáldsögunni sem Victor Hugo skrifaði til varnar Notre-Dame. Á frönsku heitir bókin Notre- Dame de Paris og kom hún út 1831. Tilgangur Hugos var að vekja at- hygli samtíðarmanna sinna á gildi gotneskrar byggingarlistar. Að kirkjunni var vegið á ýmsan veg, til dæmis með því að setja venjulegt gler í glugga hennar í stað litaða glersins frá miðöldum. Var þetta gert til að auka birtu inni í kirkju- skipinu. Björgúlfur Ólafsson (d. 1973) læknir þýddi bók Hugos á íslensku og kom hún út árið 1948 undir heit- inu Maríukirkjan í París (518 bls.). Síðar, líklega vegna áhrifa frá kvik- myndum, breyttist titillinn á ís- lensku þýðingunni í Hringjarann frá Notre Dame. Árið 1956 var gerð ein af mörgum kvikmyndum eftir bókinni með Ant- hony Quinn í hlutverki kroppinbaks- ins, hringjarans Quasimodos, en Gina Lollobrigida lék Esmeröldu, svarthærðu stúlkuna fögru sem sýndi hringjaranum vináttu. Þetta er eftirminnileg mynd fyrir fólk af minni kynslóð. Disney-fyrirtækið gerði teiknimynd um hringjarann 40 árum síðar, árið 1996. Listinn yfir allt sem gert hefur verið á grunni þessarar bókar Vict- ors Hugos er langur. Nú á dögum líta fáir á verkið sem varnarrit fyrir Notre-Dame svo sjálfsagt finnst öll- um að kirkjan sé óaðskiljanlegur hluti Parísar og fastur punktur í borgarmyndinni. Einstætt afreksverk Í opna bréfinu til Frakklands- forseta rifja höfundar þess upp að í áranna rás hafi Frakkar áunnið sér alþjóðlega viðurkenningu og virð- ingu fyrir forystu á sviði minja- verndar og við varðveislu þjóðminja. Sýnileg dæmi þess séu mörg, meðal annars skráning árbakka Signu með Notre-Dame sem eitt af höfuðdjásn- unum á heimsminjaskrá UNESCO árið 1991. Kirkjuna og allt sem við hana sé gert verði að skoða í því ljósi og með vísan til alþjóðlegra skuld- bindinga sem Frakkar hafi sam- þykkt á þessu sviði. Í bréfinu segir að einstæð virðing Frakka fyrir menningarverðmætum hafi birst í vasklegri framgöngu slökkviliðsmanna í baráttunni við eldinn í Notre-Dame. Þeim hafi tek- ist að bjarga kirkjunni og mikilvæg- ustu listaverkunum sem flytja mátti úr henni. Vegna þessa afreksverks varðveitist áfram 850 ára saga bygg- ingarinnar. Að flýta sér hægt Megintilgangurinn með bréfinu til forsetans er ekki kynna tillögur um hvernig staðið skuli að fram- kvæmdum við endurreisnina heldur hvetja hann til að fara sér hægt. Ekki megi hrapa að neinu heldur verði að átta sig á öllum aðstæðum, greina stöðuna og finna bestu leiðir að settu marki. Bréfritarar segjast vita að stjórn- málamenn búi við kröfu um skjótar ákvarðanir og einnig sé þeim ljóst að skuggi hvíli á ímynd Frakklands á meðan Notre-Dame sé í sárum. Þrátt fyrir þetta verði menn að gefa sér tíma til að búa kirkjuna sem best undir framtíðina og dóm hennar. Of snemmt sé að benda á einhverjar lausnir. Rannsaka verði tæknilegar forsendur betur og ekki megi gleyma sögu Maríukirkjunnar í Par- ís. Ekki sé allt sýni- eða efnislegt sem hafa beri í huga. Ekki megi hunsa hve þetta sé flókin framkvæmd með því einu að skjóta sér á bak við skilvirkni. Óhjá- kvæmilegt sé að leita ráða hjá bestu sérfræðingum á öllum sviðum og kynna sér rannsóknir tengdar Notre-Dame sem gerðar hafi verið um heim allan. Sérfræðingarnir segja að allt sem gert verði í Notre-Dame veki at- hygli um alla heimsbyggðina. Þetta sé ekki ein ákvörðun arkitekts held- ur milljónir handtaka iðnaðar- manna og sérfræðinga. Í húfi sé að treysta dómkirkju okkar allra sess í sögunni og framtíðinni. Þótt margir áhrifamiklir kunn- áttumenn skrifi undir þetta bréf eru aðrir annarrar skoðunar. Opið bréf af þessu tagi verði aðeins til að hægja á ákvörðunum í kerfinu og allt fari síðan stefnulaust í hringi. Auðvitað þurfi að velta hlutum vel fyrir sér en samtímis sé unnt að stíga pólitísk skref. Greina megi á milli lína í bréfinu ótta við að stjórn- völd vilji færa útlit Notre-Dame meira til nútímans. Eiga þessar vangaveltur erindi hingað? Þær snerta áhugamenn um Notre-Dame en einnig úrlausn verkefna er lúta að menningararf- inum hvar sem er. Í hjarta Reykjavíkur ræðst skipulag nú af pólitískri þrákelkni í stað íhugunar. Mál eru rædd metnaðarlaust. Skortur á menning- arlegri og siðferðilegri virðingu borgaryfirvalda birtist best í umróti Víkurkirkjugarðs. Þeir eru varla virtir viðlits sem vilja sporna við fæti – sýnir Frakklandsforseti bréf- riturunum 1.170 sambærilegt tóm- læti? Eftir Björn Bjarnason » Þetta snertir áhugamenn um Notre-Dame en einnig úrlausn verkefna er lúta að menningararfinum hvar sem er. Björn Bjarnason Höfundur er fv. ráðherra. Frá Notre-Dame til Víkurkirkjugarðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.