Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019 Í dag verður sætasta stúlkan í Reykjavík borin til grafar. Engilbjört Auðunsdóttir, mín yndislega vin- kona, lést nokkuð skyndilega af völdum hjartameins 11. apríl síð- astliðinn. Dauði hennar var okk- ur vinum hennar og fjölskyldu algert áfall enda var Engilbjört á besta aldri, fílhraust og sprikl- andi fjörug. Missirinn er algjör og sorgin nístandi. Engilbjört var einstök mann- eskja. Hún bar nafn sitt með rentu enda ægifögur, með fal- legt bros og blik í auga. Þegar ég kynntist henni, í Háskóla Ís- lands haustið 1993, var útlit hennar það fyrsta sem ég tók eftir. Mér stóð í fyrstu smávegis ógn af henni enda sjálf nýbúin að eignast barn og með frekar slæma líkamsmynd. Þessi til- finning varði þó ekki lengi. Á af- ar skömmum tíma bræddi Eng- ilbjört mig alveg og úr varð náin og djúp vinátta. Eins ólíkar og við vorum áttum við samt afar vel saman. Við höfðum sama húmor og gátum flissað og hleg- ið endalaust að kjánalegum at- vikum og uppákomum. Atvikum sem enginn skildi nema við tvær. Einnig höfðum við ákaf- lega gaman af því að tala og er Engilbjört persónulega ábyrg fyrir því að ég keypti mér tíu metra langa símasnúru í heim- ilissímann svo ég gæti sinnt heimilisverkum og talað við hana á sama tíma. Að öðru leyti vorum við eins og svart og hvítt. Engilbjört var róleg og dramalaus en ég var nokkurs konar dramadrottning. Hún gekk skipulega í öll verk og vann þau fumlaust og af yfirveg- un á meðan ég var eins og æðib- una með verkkvíða í bland. Eng- ilbjört var jarðbundin og stóð eins og klettur mér við hlið í þeim mikla ólgusjó sem líf mitt stundum var. Hún var óendanlega hlý og al- gjörlega gersneydd öllum hroka og sjálfumgleði. Enda drógust allir að henni. Engilbjört eign- aðist vini hvar sem hún fór. Og einhvern veginn tókst henni að halda sambandi við þá alla. Hún fór ekki í manngreinarálit og mat fólk einungis eftir persónu- legum verðleikum þess en ekki stétt og stöðu. Þessir eiginleikar hennar urðu til þess að hún var algjör- lega óumdeild. Engin manneskja hefur hvorki fyrr né síðar talað illa um Engilbjörtu eða sagt nokkuð misjafnt um hana. Öðru nær. Engilbjört sameinaði fólk en sundraði því ekki. Hún tók ekki afstöðu gegn fólki og átti auðvelt með að leggja ágrein- ingsmál á hilluna til að vernda vináttu- og fjölskyldubönd. Hún var frábær móðir og eiginkona og stóð með eiginmanni sínum og sonum í gegnum súrt og sætt. Elsku besta vinkona, ég á óendanlega erfitt með að kveðja þig og heiti því að halda minn- ingu þinni á lofti. Ég mun taka þig til fyrirmyndar og sameina fólk en ekki sundra. Ég ætla að vinna verkin mín af meiri ró og sinna vinum mínum betur en ég hef gert þessi síðustu ár. En umfram allt mun ég halda í húmorinn og léttleikann sem einkenndi þig. Elsku Óli, Guðni og Kári, ég sendi ykkur mínar innilegustu Engilbjört Auðunsdóttir ✝ EngilbjörtAuðunsdóttir fæddist 5. júlí 1972. Hún lést 11. apríl 2019. Útför Engil- bjartar fór fram 2. maí 2019. samúðarkveðjur og bið guð og góða vætti að veita ykk- ur styrk í sorginni. Ykkar vinkona alltaf, Svandís. Elsku besta Böttan okkar. Það er óraunverulegt að sitja hér og skrifa um þig minningargrein. Sársaukinn nístir í gegnum merg og bein. Við, stubbarnir þrír, höfum fylgst að alla tíð, í gegnum súrt og sætt, og tilhugs- unin um að þú sért ekki hér lengur er óhugsandi. Núna erum við alltaf að bíða eftir að þú birt- ist og heilsir okkur með þínu ómótstæðilega fallega brosi. Við erum tómar og hjartað er brost- ið. Allt er breytt. Við vorum fullar af von og trú um að þú myndir komast í gegn- um þessi alvarlegu veikindi. Ákveðnari og duglegri konu er einfaldlega ekki hægt að finna. Við vorum vissar um að þegar við kæmum til ykkar Óla myndi það veita þér aukakraft. Svo sterk var trúin. Það var ótrúlega gott að sjá þig og sú staðreynd að þú varst svona vel vakandi ýtti undir trú okkar um að þetta myndi hafast. Skellurinn kom daginn eftir. Við gengum yfir á spítalann, þegjandi. Við vissum að við yrðum aldrei tilbúin. Þetta er það erfiðasta sem við höfum tekist á við og svo óraun- verulegt að við værum þarna til að halda í höndina á þér síðasta spölinn. Þakklæti er okkur þó efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa komist til þín í tæka tíð. Þakklæti fyrir að hafa verið til staðar fyrir þig og elsku Óla þinn og þakklæti fyrir að fá að hughreysta þig og segja þér allt sem við þurftum að segja áður en leiðir skildi. Við vorum með þér til enda og það tekur enginn frá okkur. Þú varst ein af þessum ein- stöku. Hlý, traust, skemmtileg, fyndin og sú allra besta vinkona sem nokkur getur eignast. Við verðum alltaf stoltar af því að þú hafir valið okkur til að vera þínar nánustu vinkonur og munum alla tíð varðveita minninguna um okkar einstaka samband. Við þrjár virkuðum alltaf. Þessi yndislega vinátta byrjaði þegar þú baðst Hildi að leiða þig inn í kennslustofuna fyrsta daginn í sex ára bekk. Inga bættist svo í stubbahópinn okkar nokkrum árum seinna. Segja má að við höfum leiðst alla tíð síðan. Hlátur, LaMinnÞinn, snakk, ídýfa, súkkulaðikaka og Grease. Það var allt sem þurfti og ekki vantaði húmorinn. Stundum höfðu eiginmennirnir orð á því að þeir skildu ekki orð af því sem við værum að segja þegar við vorum saman og allar að tala nánast á sama tímanum. Inn- skotin endalaus í frásagnir hver annarrar og hlátrasköll þess á milli, þetta gat verið mjög ruglingslegt. En við skildum alltaf hver aðra og það er það sem skiptir máli. Núna er svo dýrmætt hvað við vorum dugleg- ar að hittast og spjalla. Að tala hefur alltaf verið mjög auðvelt fyrir okkur og ótrúlegt hvað okkur entist aldrei tíminn til að fara yfir allt sem við vildum fara yfir. Einhvern veginn vorum við alltaf eins, breyttumst ekkert og nutum þess alltaf að vera sam- an. Endalausir hittingar, sauma- klúbbar, ferðalög, óvissu- og sumarbústaðaferðir með saumó. Gleði og hlátur fylgdi okkur allt- af. Þannig vorum við fjölskyldan sem við völdum okkur. Elsku Engilbjört, við kveðjum þig með sorg og trega en brosið þitt og hláturinn lifir með okkur um ókomna tíð. Elsku Óli, Guðni og Kári, þið eigið okkur alltaf að. Ástarkveðjur, Hildur og Inga. Það er sárt að kveðja Engil- björtu, hún hafði einstakt nafn og var einstök kona, sem hafði blik í auga og engil í brosi sem töfraði okkur. Nafn hennar rím- aði við nafn Herbjartar, tengda- móður hennar, og þegar hún féll frá var Engilbjört sú sem mátti reiða sig á. Engilbjört gat verið ákveðin og lét skoðanir sínar óhikað í ljós í okkar hópi, og stóð fast á sínu meðan hægt var. En við vissum að þetta var meðfætt keppnisskap og þegar leik lauk var slegið á létta strengi. Alltaf var hún vel tilhöfð og glæsilega til fara, fríð og með sitt bjarta bros. Hún var ákaflega stolt af son- um sínum og hugsaði vel um þá, tók ríkulega mark á því sem þeir lögðu til málanna og skein þar í móðureðlið, sem var svo sterkt í hennar skapgerð. Fjölskylduboðin einkenndust vitaskuld m.a. af því að það þurfti mikinn mat, og á áramót- um var alltaf tekin fram áætl- unin frá síðasta ári. Hana skráði Engilbjört og geymdi til að hægt væri að vega og endur- meta hver þörfin væri í stöðugt stækkandi hópi okkar. Og svo þurfti að skipta með sér verkum. Það var gott og gefandi að eiga samstarf við hana og alltaf mátti treysta því sem hún sagði og tók að sér. Það var líka aðdáunar- vert hve þau Ólafur voru sam- hent og samstiga í starfi og leik. Með þeim ríkti mikið jafnræði. Hún hafði alltaf gott til málanna að leggja án þess að trana sér fram og var jákvæð í þeim verk- efnum sem fjölskyldunni voru lögð í fang. Góðar minningar eru gulli betri og síðustu jól voru engin undantekning. Við hjónin gáfum börnum og tengdabörnum leik- húsferð og var tekinn frá dagur til að fara saman. Sú sýning var viku áður en hún veiktist og af sérstökum ástæðum þurfti hún að yfirgefa hópinn strax að lok- inni sýningu og kvaddi okkur hvert og eitt með sérstökum virktum. Það má segja að þetta hafi verið síðasta kveðjustundin og dýrmæt sú minning sem hún gaf okkur þarna í lok skemmti- legrar samveru. Þarna kvöddum við hana svo glæsilega á háum hælum og í pelsinum og af henni geislaði eins og endranær, og hún á leið í sumarbústað með vinkvennahópnum. Það var dýr- mætt að geta heimsótt hana í Gautaborg og sjá blikið í augum hennar áður en hún var kölluð á braut svo löngu fyrir aldur fram. Við kveðjum og þökkum góð- um Guði fyrir samfylgdina við Engilbjörtu. Samúðarkveðja til ykkar elsku feðgar, megi góður Guð blessa ykkur og leiða svo að góð- ar minningar geymist og lýsi bjart inn í framtíðina. Guðni Þór og Guðrún Lára Melstað. Það er erfitt að sætta sig við þær fregnir sem bárust okkur 11. apríl síðastliðinn að elsku vinkona okkar væri fallin frá eft- ir skammvinn og erfið veikindi. Leiðir okkur lágu fyrst saman þegar við hófum allar störf árið 1996 í Sádi-Arabíu fyrir flug- félagið Atlanta. Það var okkar gæfa að kynnast eins vandaðri manneskju og Engilbjört var í þessum framandi aðstæðum. Við ferðuðumst heimshorna á milli, kynntumst ólíkum menningar- heimum og bundumst órjúfan- legum og sterkum vináttubönd- um sem hafa haldist sterk allt til dagsins í dag. Frá því að við hættum allar störfum hjá Atl- anta hefur vinátta okkar ein- kennst af því að við höfum alltaf gefið okkur tíma í að hittast mjög reglulega án fyrirvara í gegnum árin, sem auðgaði hversdagleikann og kenndi okk- ur hversu dýrmætt það er að rækta vinskapinn og deila sorg- um sínum og sigrum með sínum nánustu. Það er því höggvið stórt skarð í okkar litla vinahóp og fjarstæðukennt að hún sitji ekki með okkur núna. Engilbjört var einstaklega traust vinkona með fallegt hjartalag. Hún hafði sterkan persónuleika, var mikill húmor- isti og með mjög svo smitandi og dillandi hlátur. Okkur vinkonunum var oft mikið niðri fyrir en Engilbjört hafði sérstakt lag á því að sjá spaugilegar hliðar á málunum. Enduðum við oftar en ekki á að gleyma okkur fram á nótt í gríni og glensi þótt vinnudagur væri fram undan. Þegar Engilbjört átti orðið þá var á hana hlustað og var hún ráðagóð vinkona. Engilbjört kom til dyranna eins og hún var klædd og laus við alla tilgerð. Hún var prin- sippkona, fylgin sér og tók sem dæmi ekki þátt í hégómlegum samfélagsmiðlalækum. Hún var mikil félagsvera og var oft drif- krafturinn í því þegar átti að gera sér glaða stund. Hún var mikill tónlistarunnandi, hlustaði þá gjarnan á rokk og hafði unun af því að dansa. Það voru ófáar ferðir farnar á Dillon til að dansa við undirspil Dj Andreu Jóns. Engilbjört var mikil fjöl- skyldumanneskja og skein í gegn hversu mikla virðingu og ást hún bar til drengjanna sinna og eiginmanns. Elsku Óli, Guðni og Kári, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð á þessum sorgartímum. Engilbjört var einstök mann- eskja og góð vinkona og hennar verður sárt saknað. Takk fyrir samfylgdina í þessu lífi elsku vinkona, hitt- umst síðar. Áslaug, Berglind og Ragnheiður. Það hefur stórt skarð verið höggvið í okkar litla Versló- klúbb. Engill er fallinn frá. Við kynntumst Engilbjörtu þegar við hófum nám í sama bekk í Versló og já við kölluðum hana alltaf Engil. Ein af fyrstu minningum úr bekknum eru af Engilbjörtu leiðrétta kennarana sem sífellt fóru rangt með nafnið hennar og þótti henni ekki mikið til þess koma. Við áttum góð fjögur ár saman í Versló, bekkurinn var líflegur og Engilbjört lét ekki sitt eftir liggja þar, alltaf hress, skemmtileg en jafnframt ákveð- in og sterkur persónuleiki. Hún hafði ákveðnar skoðanir á hlut- unum og var gjarnan með mikla leikræna tilburði sem krydduðu frásagnir hennar sem við sjáum svo ljóslifandi fyrir okkur í dag þegar við skrifum þessi orð. Eftir útskrift okkar úr Versló lágu leiðir okkar í ýmsar áttir. Í gegnum árin hittumst við nokkr- um sinnum stelpurnar úr bekkn- um þar sem gleðin var við völd. Alltaf var jafn skemmtilegt að rifja upp gamla tíma frá menntaskólaárunum sem oft á tíðum voru ansi skrautleg. Það var þó ekki fyrr en á 25 ára útskriftarafmæli okkar frá Versló sem ákveðið var að núna skyldum við fara að hittast aftur reglulega og við það stóðum við svo sannarlega. Við áttum frá- bærar stundir síðustu ár þar sem við bekkjarsystur hittumst reglulega, bæði í heimahúsum og annars staðar þó að varla værum við húsum hæfar þar sem hlátrasköllin ómuðu við upprifjun á hinum ýmsu atvikum enda af nógu að taka. Eitt kvöld sem átti að vera eitt af þessum skemmtilegu kvöldum okkar saman fengum við tíðindin um skyndileg veikindi Engilbjartar. Allar sem höfðu boðað sig mætt- ar nema Engilbjört, það fór að valda okkur áhyggjum því það var ólíkt henni að mæta ekki og láta ekki frá sér heyra. Því mið- ur voru áhyggjur okkar ekki ástæðulausar og komumst þá að því að hún væri komin á spítala erlendis. Við vorum vissulega harmi slegnar en trúðum því þó allt til enda að hún myndi hafa betur í þessari baráttu. Mikið óskaplega erum við þakklátar fyrir að hafa endur- vakið kynnin og kynnst lífi hver annarrar í dag og fengið að njóta þessa tíma með okkar hláturmildu Engilbjörtu. Minning hennar mun ávallt lifa í okkar hópi og ylja okkur um ókomna tíð. Elsku Óli Teitur, synir, og aðrir ástvinir, ykkar missir er mikill. Megi Guð veita ykkar styrk og huggun í þessari miklu sorg. Anna, Elísabet (Lizzý), Ragna Sigrún og Þórunn. Elsku vinkona. Það er skrítið að sitja hér og rifja upp minningar sem höfum búið til saman og ótrúlegt að þær verði ekki fleiri. Fyrst þeg- ar við systur sáum þig vorum við hugfangnar yfir fegurð þinni og tignarlegu fasi. Það var ótta- blandin virðing því við vissum ekkert hvernig ætti að nálgast stelpu eins og þig. Við vorum gapandi hissa og ekki breyttist það þegar við kynntumst þér. Stóísk ró þín og húmor átti vel við þegar við vinkonurnar hitt- umst því einhver af okkur þurfti svo sannarlega að vera yfirveg- uð. Þú tókst það hlutverk og á sama tíma alltaf til í skemmtun og gleði. Það er afar stutt síðan við vorum saman á skíðum fyrir norðan og vorum farnar að huga að næstu ferðum. Síðastliðið sumar var ógleymanlegt þegar við þurftum að takast á við ítölsku dömurnar á ströndinni. Við vildum beita rótækum að- gerðum til að losa okkur undan þeim en yfirvegun þín hélt aftur af okkur. Það er sárt að kveðja þig svona snemma og ekkert nema þakklæti að fá að hafa fengið að hafa þig í lífi okkar. Við systur munum gæta Hildar og Ingu eins og þú hefur alltaf gert. Óli, Guðni og Kári voru svo sannarlega gæfusamir að hafa þig í lífi sínu og þú svona þakk- lát og ánægð með þá. Við vott- um þeim og öðrum ættingjum og vinum dýpstu samúðar- kveðjur. Þórunn Ósk og Rósa. Við vorum harmi slegin þegar við fengum þær fréttir frá Sví- þjóð að hún Engilbjört, kær vin- kona okkar, væri dáin, langt fyr- ir aldur fram. Við vissum að bráð veikindi hennar væru alvarleg. Við fund- um á Óla að það gæti brugðið til beggja vona, þótt alltaf væri hann jákvæður og bjartsýnn á að allt færi vel, eins og við hin. En svo þegar fréttin barst um að vinkona okkar og eiginkona náins og góðs vinar væri dáin fylltumst við tómleika og sorg, sérstaklega fyrir hönd hennar sjálfrar, Óla og drengjanna þeirra tveggja, Guðna Þórs og Kára Freys. Það er enginn undir það bú- inn að náinn vinur deyi svona sviplega í blóma lífsins. Höggið sem fylgir því að fá fréttir af slíku andláti er óskaplega þungt og sárt. Engilbjört var tekin frá okkur alltof fljótt. Hún átti svo margt eftir ógert. Sérstaklega með Óla og strákunum, en líka okkur hinum. Hún Engilbjört bar nafn með rentu. Yndisleg kona, eiginkona, móðir og vinur. Það sá Óli um leið og hann kynntist henni. Hún var engillinn hans og um þann engil samdi hann lag sem hann flutti á sinn einstaka hátt á brúðkaupsdaginn þeirra. Sú stund var falleg og eftirminnileg öllum sem þá samglöddust þeim hjónum og hrifust með. Óli og Engilbjört eru hluti af okkar nánasta vinahópi. Þann vinskap má rekja allt til Versl- unarskólaáranna. Á hann hefur aldrei borið nokkurn skugga, enda betri og samhentari vini en þau tvö ekki hægt að hugsa sér. Við minnumst með miklu þakklæti allra góðu samveru- stundanna með Engilbjörtu, heima hjá þeim Óla, hérlendis og erlendis. Þær stundir hefðu átt að verða svo miklu, miklu fleiri. Það er bæði sárt og óraun- verulegt að hugsa til þess að svo verði ekki. Við fylgdumst af aðdáun með því hversu vel hann Óli stóð með Engilbjörtu þegar veikindin riðu yfir. Við dáðumst að æðruleysi hans, væntumþykju og ást í hennar garð. Það hlýtur að hafa verið Engilbjörtu huggun harmi gegn að eiga svo einstakan eig- inmann sér við hlið við þessar erfiðu aðstæður og ekki síður svo góðan föður drengjanna þeirra, Guðna Þórs og Kára Freys, sem Óli hefur haldið utan um, styrkt og stutt á þessum miklu sorgartímum í þeirra lífi. Betri mann en hann Óla Teit gat Engilbjört ekki fundið. En nú er hún Engilbjört dáin. Við syrgjum hana af öllu hjarta, með hlýju og miklu þakklæti. Kær minningin um Engilbjörtu mun lifa í hjörtum okkar alla tíð. Elsku vinir, Óli Teitur, Guðni Þór og Kári Freyr. Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Okkar vinátta mun lifa áfram. Við sendum ykkur, fjöl- skyldu ykkar og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Engil- bjartar. Birna Bragadóttir og Sigurður Kári Kristjánsson Engilbjört hét ekki bara fal- legasta nafni sem til er heldur var augljóst að hún gat ekki heitið neinu öðru nafni. Engilfríð og lýsti upp umhverfið með sínu breiða bjarta brosi og léttu lund. Við kynntumst öll í Versló þar sem bekkjarsystkini í 6-S gáfu henni gælunafnið Engill og hún bar það með rentu. Hún gat allt. Öflugur námsmaður, dansari í nemendamótum, hrókur alls fagnaðar og traust vinkona á raunastundum. Árin í Versló voru þó aðeins upphafið að vin- skap og samgangi okkar við Óla Teit og Engilbjörtu sem hefur teygt sig yfir aldarfjórðung. Við vorum í háskólanum þeg- ar Óli og Engilbjört fóru að draga sig saman og það leið ekki á löngu þar til við vorum öll fjögur komin saman til Sádi-Ar- abíu að vinna við pílagrímaflug. Við bjuggum saman í íbúð í Rose Village í Jeddah og betra sambýlisfólk var ekki hægt að hugsa sér. Mörgum árum síðar þegar Óli Teitur talaði um Engilbjörtu við okkur vini sína skömmu fyrir brúðkaup þeirra sagði hann að hún hefði einstakt lag á að fínstilla hann eins og góðan gítar – þannig að líf hans væri ekki falskt heldur í fal- legum samhljómi. Einmitt þann- ig var líka að búa með Engil- björtu. Allt í kringum hana var í einstöku jafnvægi. Hún var allt- af kát, alltaf með á nótunum, stutt í brosið, föst fyrir þegar þurfti en aldrei frek og dillandi hlátur gerði allt gott. Okkur eru minnisstæðar ótal stundir í Jeddah við elda- mennsku, púsl, sólböð, bæjar- ferðir og hvers konar hangs þar sem nærvera Engilbjartar er hlý og einlæg og skapaði gott andrúmsloft. Og aldrei neitt vesen. Hún þoldi ekki vesen. Eftir Jeddah fórum við fjögur saman til Þýskalands einn vetur í skiptinám og þegar heim var komið leið ekki á löngu þar til við vorum öll flutt saman inn á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.