Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 30
30 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019 Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Verð 6.990 Verð 2.990 Tunikur Klútar Gerið verðsamanburð Stútfull búð af Nýjum vörum 50 ára Arnfríður ólst upp á Seyðisfirði en býr í Reykjavík. Hún er matvælafræðingur að mennt frá Háskóla Ís- lands og hefur unnið við rannsóknir hjá Ís- lenskri erfðagreiningu frá árinu 2006. Maki: Sigurður Másson, f. 1968, stjórn- málafræðingur að mennt og er deild- arstjóri öryggislausna hjá Advania. Börn: Margrét Sigurðardóttir, f. 1993, og Fanney Ágústa Sigurðardóttir, f. 2000. Foreldrar: Ragnar Gísli Daníelsson, f. 1932, d. 1991, vélstjóri og stálsmiður, og Jóna Sæmundsdóttir, f. 1935, d. 2008. Þau bjuggu lengst af á Seyðisfirði. Arnfríður Ragnarsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Fáein skynsamleg orð hjálpa fjöl- skyldumeðlimum við að halda sig við sam- eiginlega stefnu. Hlustaðu á það sem aðrir hafa að segja áður en þú lætur álit þitt í ljós. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú stendur frammi fyrir viðamikilli ákvörðun og verður að gefa þér góðan tíma til þess að kanna allar hliðar mála. Nú er ekki rétti tíminn til að setja sjálfstýring- una á. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú færð endalaust nýjar hug- myndir, eiginlega svo margar að þú verður að reyna að setja þér mörk. Rómantík gæti komið inn í líf þitt með miklum látum í dag. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert í skapi til að láta ljós þitt skína en þarft þó ekki að ganga ekki fram af viðstöddum. Vertu í samhljómi við alla í kringum þig, líka fólk sem þú þekkir ekki. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Félagar og fjölskylda virðast leika sér að því að ýta við þér. Ef þú beitir ekki þvingunum munu orð þín hafa tilætluð áhrif. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert í góðum samböndum og ætt- ir að notfæra þér þau til að koma góðum málum á framfæri. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú heillar alla þá sem verða á vegi þín- um í dag án þess þó að leggja nokkuð á þig til þess. Verður er verkamaður launa sinna. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú býrð yfir orkunni og ein- beitingunni til að vinna nákvæmnisverk í dag – og jafnvel til að leysa leiðinleg verk af hendi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur vanrækt sjálfan þig bæði til líkama og sálar og þarft nú að taka þér tak og færa til betri vegar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Maður hræðist bara það sem maður getur ekki nefnt á nafn. Hlýddu vel á sjónarmið annarra áður en þú tekur ákvörðun. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Gættu þess að hrapa ekki að neinu, þótt þér þyki skoðanir annarra framandi. Varastu að taka að þér fleiri verkefni en þú ræður við. 19. feb. - 20. mars Fiskar Einkalíf þitt verðskuldar jafn mikla athygli og lífið í vinnunni. Frjótt ímyndunar- afl þitt gerir það að verkum að þú sérð möguleika sem aðrir sjá ekki. minja víða um land. „Lengi hafði verið kennt að járnvinnsla hefði ekki verið stunduð á Íslandi held- ur hafi járn verið flutt inn.“ „Og það varð allt vitlaust. Sagn- fræðingar réðu ferðinni á Íslandi en heimildirnar sem þeir byggja á, þær skrifuðu, voru ritfærðar nokkur hundruð árum eftir land- nám. En erlendis var fólk í mínu fagi mjög forvitið yfir þessum nið- urstöðum sem nutu ráðgjafar læri- feðra sem fengist höfðu við rann- sóknir á bændasamfélagi járnaldar og víkingatímabilinu í Noregi, Skotlandi og skoskum eyj- um. Ég svaraði gagnrýni á rit- gerðina í grein í tímaritinu Acta Borealia árið 1992.“ Margrét fékkst einnig við rann- sóknir á verslunarstaðnum á Gás- um á Gáseyrinni inn af yngri Toppeyri við Hörgárósa í Eyja- firði og fleiri fornleifastöðum á Norðurlandi eystra 1986-1993, sem gátu varpað ljósi á fram- leiðslu og vöruskipti í innanlands- og utanlandsviðskiptum á Gásum. Rannsóknirnar beindust einnig að rauðablæstri, vinnslu járns úr mýrarauða í samvinnu við Þor- björn Á. Friðriksson, sem unnið hafði að skráningu rauðablástur- M argrét Hermanns Auðardóttir fædd- ist í Reykjavík 3. maí 1949. Hún gekk í Ísaksskóla, Melaskóla, Hagaskóla og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1969. „Ég var í skát- unum sem barn og körfubolta hjá ÍR og vann sumarstörf í skólafrí- um hjá Ísbirninum, dagblaðinu Vísi, gamla Landsbankanum, Hólavallakirkjugarði og Ramma- gerðinni.“ Margrét hóf nám í norrænni fornleifafræði, þjóðhátta- og þjóð- sagnafræði við Uppsalaháskóla haustið 1969 og lauk phil.kand.- prófi (BA) 1972. Hún var í fram- haldsnámi í forsögulegri forn- leifafræði og miðaldafornleifafræði við Lundarháskóla 1974-1976, safnafræði og hagnýtum nám- skeiðum í forvörslu, verndun og skráningu menningarminja. Hún var í doktorsnámi í nor- rænni miðaldafornleifafræði við Lundarháskóla 1978-1980 og 1983- 1987 í forsögulegri fornleifafræði sem NorFA-styrkþegi og styrk- þegi hjá Gautaborgarháskóla við úrvinnslu grunnrannsókna á landnámsbæjarstæði í Herjólfsdal í Eyjum. En þjóðhátíðarsjóður veitti styrki til rannsókna á vett- vangi sem lauk 1982, ásamt um- talsverðu framlagi Vestmanna- eyjabæjar. Hún varð phil.dr. í forsögulegri fornleifafræði og mið- aldafornleifafræði við Háskólann í Umeå 1989 að undangenginni doktorsvörn um Herjólfsdalsrann- sóknir og aldur byggðar á Íslandi. Margrét hóf fornleifarannsókn- irnar í Herjólfsdal árið 1971 en gera þurfti hlé á þeim í allnokkur ár vegna eldgossins í Vest- mannaeyjum 1973. Niðurstöður rannsóknanna voru þær að byggð- in í Herjólfsdal næði aftur á 8. öld, mun eldri en áður hafði verið talið. Niðurstöðurnar byggjast á Kol-14-aldursgreiningum, húsa- gerð o.fl., en einnig mannvist- arlögum/búsetulögum sem eru eldri en landnámsgjóskulagið frá um 870, sem áður var talið að landnámið hefði hafist. Á árunum 1987-1990 gegndi Margrét rannsóknarstöðu í fornleifafræði við Háskóla Íslands og rannsóknarstöðu í minningu dr. Kristjáns Eldjárn 1993-1995 hjá Þjóðminjasafninu. Þá átti hún frumkvæði að og stjórnaði þver- faglegu norrænu vísindasamstarfs- verkefni 1993-1999 sem fékkst við rannsóknir á aldri byggðar á Ís- landi og í Færeyjum. Hún stjórn- aði einnig vinnu við líkamsmann- fræðilegan gagnagrunn yfir mannabeinasafn Þjóðminjasafns og Árbæjarsafns, sem Íslensk erfðagreining kostaði. Margrét hefur líka stundað rannsóknir er- lendis, í Svíþjóð, Noregi og Jórd- andalnum í Jórdaníu. „Ég hef unnið ýmis fleiri verk- efni gegnum tíðina og er enn að. Það síðasta var í Fjarðabyggð út af deiliskipulagi þar. Svo á ég fullt af efni sem ég sé fram á að geta nú farið að vinna úr.“ Margrét var fulltrúi í deildar- stjórn fornfræðadeildar Gauta- borgarháskóla 1984-1985 og sat í doktorataráði sama skóla 1984- Dr. Margrét Hermanns Auðardóttir fornleifafræðingur – 70 ára Morgunblaðið/Golli Á Þingvöllum Margrét stjórnaði tilbúnum fornleifauppgreftri fyrir börn í tilefni af Kristnitökuhátíðinni árið 2000. Raskaði viðteknum hugmyndum Ljósmynd/Bændablaðið/HKr. Fornleifafræðingurinn Margrét. 40 ára Lísa er frá Hvammstanga en býr í Kópavogi. Hún er söngkona og söngkennari, rekur skólann Vocal-isa, og er flugfreyja hjá Icelandair. Hún var að gefa út sitt fyrsta lag, sem heitir Hitti þig í draumi, og er að finna á Spotify. Maki: Egill Guðmundur Egilsson, f. 1976, flugmaður hjá Icelandair. Börn: Pétur Ingi Egilsson, f. 2006, og Gabríel Egilsson, f. 2009. Foreldrar: Ólafur Jakobsson, f. 1956, byggingatæknifræðingur á Hvamms- tanga, Jóhanna Guðbjörg Einarsdóttir, f. 1955, íþróttakennari á Akureyri. Elísabet Ólafsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.