Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Sýning myndlistarmannanna Birgis
Snæbjörns Birgissonar og hinna
finnsku Heidi Lampenius og Miikka
Vaskola, sem verður opnuð í BERG
Contemporary við Klapparstíg
klukkan 17 í dag, föstudag, ber heit-
ið Louder Than Bombs. Á sýning-
unni eru stór málverk sem hvert
þeirra vann með sínum hætti á
undanförnu einu og hálfu ári en á
þeim tíma voru þau þó í reglulegu
sambandi og ræddu þróun og
vinnslu verkanna. Og þrátt fyrir að
sýningin beri heiti sem vísar í meiri
hávaða en sprengja getur skapað
lögðu þau upp með að rannsaka
þemað þögn og minningar og vinnu-
heitið í byrjun var ólíkt lágstemmd-
ara: Minningar varðveittar í þögn.
Þegar blaðamaður hittir Birgi
Snæbjörn, Lampenius og Vaskola
þar sem þau voru að ganga frá upp-
setningu sýningarinnar, þá segja þau
heitið komið frá sýningarstjóranum
Mika Hannula sem þau hafa öll unn-
ið með að ólíkum sýningum. Hann
hafi tekið virkan þátt í samtali í und-
irbúningi verkefnisins og mótað það
á afgerandi hátt.
Hugmyndin að samstarfi þre-
menninganna kom frá Heidi Lamp-
enius. Hún fékk þriggja ára starfs-
laun til að vinna að list sinni í Villa
Snäcksund, vinnustofu úti í skógi en
þó við hafið í Suður-Finnlandi. Og
þangað stefndi hún hinum tveimur til
að vinna einnig í fyrrasumar; hver að
sínu en þó í samtali, um þögnina og
minningar. Öll segjast vön að túlka
þögnina, en með ólíkum hætti eins
og glögglega má sjá.
Sýna næst í Finnlandi
Verk Birgis Snæbjörns hafa verið
sýnd nokrum sinnum í Finnlandi,
meðal annars í Helsinki Contempor-
ary. „Við höfum öll sýnt þar og höf-
um lengi vitað hvert af öðru,“ segir
hann. „Það var svo mjög áhugavert
að hefja þetta samtal, um minningar
og þögn, sem myndi verða að sýn-
ingaverkefni. Samstarfið heldur
áfram því við mætumst aftur í sýn-
ingu í Tampere í Finnlandi á næsta
ári, með önnur verk en hér.“
Þegar spurt er segjast þau ekki
hafa komið að vinnu hvert annars í
ferlinu, og það þótt þau hafi um tíma
unnið nánast hlið við hlið.
Málverk Vaskola eru á stórum
óstrengdum strigum og eru afar líf-
ræn; bylgjuform úr bleki virðast ber-
ast um flötinn, á mishraðan hátt.
„Ég vinn með ýmiskonar blek sem
ég held á mikilli hreyfingu um strig-
ann, til að fá þessi form fram á
markvissan hátt,“ segir hann.
„Það má segja að eins konar
landslag verði til í þessu ferli. Ég hef
líka verið að skoða gamlar glerfilmur
frá miðri nítjándu öld af stjörnu-
himninum og það hefur haft áhrif á
mig. Þetta eru myndir teknar á
löngum lýsingartíma og ramminn er
kyrr, það er algjör þögn en samt
sýna myndirnar fyrirbæri þar sem
allt er á fleygiferð og við horfum í átt
að þúsundum stjarna; þar eru stjörn-
ur að springa og það er tryllt ferli en
samt er algjör þögn og kyrrð á yf-
irborði glerfilmunnar.“
Málverk Heidi Lampenius eru ólík
en þó einnig afar lífræn, hún segir að
vissulega megi sjá talsverða nátt-
úruskynjun í þeim, til að mynda til-
finningu fyrir skóginum í verki sem
við stöndum frammi fyrir. „Og það
er líka um ljós og liti, um tilfinningar
og tengingar,“ segir hún. Og Lampe-
nius segir að það hafi vissulega haft
áhrif á verk sín undanfarið að hátt í
þrjú ár hafi hún starfað í vinnustof-
unni í skóginum við hafið. Hún notar
líka blek á ógrunnaða striga og eftir
að mála á þá skolar hún hluta bleks-
ins á brott með öflugri vatnsbyssu
sem hún teiknar með á flötinn.
„Þetta er afar líkamleg vinna sem ég
nýt. Í þessum verkum má sjá eins
konar minningar um skóginn, um
náttúru sem lifnar og sölnar síðan.
Það er er líka fegurð í niðurbrotinu.“
Birgir kveðst hafa notið þess að
fylgjast með finnsku listamönn-
unum vinna og finnst merkilegt
hvað verk þeirra eru hljóðlát miðað
við hvað mikið gangi á við vinnuna
að þeim. Sjálfur sýnir Birgir fimm
málverk sem eru, eins og myndlist-
aráhugamenn þekkja, afar dauf, en
þegar rýnt er í þau tekur myndin
að skýrast. Og þessi sýna náttúru;
þar eru tré, strönd, bátur …
„Þessi tvö málverk hér eru gerð
eftir ljósmyndum úr fjölskyldu-
albúmi sem ég fann á flóamarkaði.
Ég hef gluggað í þetta albúm í tvö
eða þrjú ár og er orðin eins og einn
af fjölskylduni; á endanum eru
þetta líka orðnar mínar minningar.“
Og hann segir málunaraðferðina
tengjast því að það er eins og þegar
fólk rifjar upp minningar, þá smá-
skýrast þær. „Verkin virka eins,
þau skýrast þegar þú ferð að horfa,
þá er eins og minningin sé að koma
aftur.“
Morgunblaðið/Einar Falur
Málarar Birgir Snæbjörn, Heidi Lampenius og Miikka Vaskola í sýningarsalnum, innan um nokkur verkanna.
Lágstemmdar sprengingar
Birgir Snæbjörn Birgisson, Heidi Lampenius og Miikka Vaskola sýna ný mál-
verk í BERG Contemporary Unnu í gefandi samtali með minningar og þögn
Hinn viðamikli
Feneyjatvíær-
ingur verður opn-
aður í næstu viku.
Hrafnhildur Arn-
ardóttir, Shop-
lifter, er fulltrúi
Íslands og sjónir
ýmissa blaða-
manna eru tekn-
ar að beinast að
íslenska skál-
anum. Einn rýna The Art News-
paper velur innsetningu Hrafnhild-
ar, Chromo Sapiens, sem eina þeirra
sýninga sem hún er spenntust fyrir.
Hún segir listakonuna nota aðallega
hár í verk sín. „Í Feneyjum breytir
hún vöruhúsi í gríðarstóran, sýru-
kenndan loðinn helli og færir okkur
þannig aftur til frumstæðra tíma
með hjálp íslensku þungarokks-
hljómsveitarinnar HAM. Þar gefst
tækifæri fyrir skynjunina til að
sleppa sér á skemmtilegan hátt.“
Hrafnhildur
Arnardóttir
Spennt fyrir
Chromo Sapiens
Már Örlygsson
hönnuður verður
með erindi í við-
burðaröðinni
Sunnudagskaffi í
Alþýðuhúsinu á
Siglufirði á
sunnudaginn kl.
14.30.
Már er uppal-
inn Siglfirðingur
en fluttist til
Reykjavíkur 1991 til að fara í
menntaskóla. Hann útskrifaðist úr
skúlptúrdeild Listaháskóla Íslands
árið 2001 og hefur unnið við vef-
hönnun og forritun í rúm 20 ár.
Fyrir ári fluttist Már aftur til
Siglufjarðar og mun hann í erindi
sínu fjalla um endurkynni sín af
Fjallabyggð, um lífsgæði og um
hagkvæmni smæðarinnar, hvernig
líta megi á félagsauðinn í litlum
samfélögum sem auðlind sem megi
virkja á skipulagðan hátt með út-
sjónarsemi og skapandi hugsun, til
að ná samkeppnisforskoti á stærri
þéttbýliskjarna, eins og því er lýst í
tilkynningu. Boðið verður upp á
kaffiveitingar.
Már í Sunnudags-
kaffi á Siglufirði
Már
Örlygsson
Ræður sænsku baráttukonunnar
Gretu Thunberg, sem er aðeins 16
ára, verða gefnar út á bók, ef
marka má frétt í dagblaðinu Guard-
ian. Thunberg vakti fyrst athygli í
fyrra fyrir baráttu sína gegn lofts-
lagshlýnun jarðar af mannavöldum
og í janúar síðastliðnum stal hún
senunni með ræðu sinni á ársfundi
Alþjóðaviðskiptaráðsins í Davos í
Sviss. Þar hvatti hún leiðtoga heims
og viðstadda til að grípa tafarlaust
til aðgerða til að sporna við frekari
loftslagshlýnun jarðar.
Thunberg átti frumkvæðið að
skólaverkföllum víða um heim þar
sem ungt fólk hefur hætt fyrr í
skóla til að sameinast í baráttunni
gegn mengun og loftslagshlýnun af
hennar völdum, m.a. hér á landi.
Penguin mun gefa út bókina með
ræðum Thunberg og mun hún bera
titilinn No One Is Too Small to
Make a Difference. Í henni verða 11
ræður og kemur bókin út 6. júní.
Ræður Thunberg
gefnar út á bók
Baráttukona Greta Thunberg.
Næsta kvikmynd leikstjórans
Quentins Tarantinos, Once Upon a
Time in Hollywood, verður heims-
frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í
Cannes sem hefst um miðjan mán-
uð. Um tíma var talið að hætt hefði
verið við að frumsýna hana á hátíð-
inni en nú er hún aftur komin á
dagskrána. Talið var að Tarantino
myndi ekki ná að klára myndina í
tæka tíð. Nú er orðið ljóst að mynd-
in mun keppa um Gullpálmann, að-
alverðlaunin í Cannes. Í aðal-
hlutverkum myndarinnar eru
Leonardo DiCap-
rio, Margot
Robbie og Brad
Pitt og er sögu-
sviðið Hollywood
árið 1969. DiCap-
rio leikur kvik-
myndaleikara og
Pitt áhættuleik-
ara. Robbie fer
með hlutverk
Sharon Tate sem
var myrt af Manson-genginu. Há-
tíðin hefst 14. maí.
Quentin
Tarantino
Kvikmynd Tarantinos sýnd í Cannes
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com