Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 10
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands eru um 6.200 manns atvinnulausir, sem samsvarar 3% at- vinnuleysi. Til samanburðar séu um 3.500 störf laus á íslenskum vinnu- markaði. Af því leiðir að tæplega tveir atvinnulausir eru um hvert laust starf í hagkerfinu. Upplýsingar um laus störf eru fengnar úr svonefndri starfaskráningu, sem er rannsókn á lausum störfum, og er hún gerð árs- fjórðungslega, eða að jafnaði um mið- bik hvers fjórðungs. Ólafur Már Sigurðsson, sérfræð- ingur hjá Hagstofu Íslands, segir þetta í fyrsta sinn sem Hagstofan spyrji um laus störf. Alls 601 lögaðili hafi verið í úrtakinu og af þeim hafi 561 svarað, sem jafngildi 93% svar- hlutfalli. Niðurstöðurnar séu svo yfir- færðar á vinnumarkaðinn. Gögnum hafi verið safnað á tíma- bilinu 18. febrúar til 4. apríl 2019. Með hliðsjón af því að WOW air hætti starfsemi 26. mars megi ætla að áhrif- in af falli félagsins séu óveruleg fyrir niðurstöðu könnunarinnar. Vinnumarkaðsrannsóknin bendir til að atvinnuleysi standi nokkurn veginn í stað frá fyrsta ársfjórðungi 2018. Mælt atvinnuleysi hafi verið 0,1 prósentustigi hærra, sem sé innan skekkjumarka. Hlutfall starfandi hafi einnig staðið í stað frá fyrra ári. Karlar að missa vinnuna Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir atvinnuleysi að aukast, einkum meðal karla. „Ég geri ráð fyrir að niðurstöður könnunar Hagstofu Íslands um laus störf séu í takt við könnun meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem bendir til minni skorts á starfsfólki og áformum um uppsagnir,“ segir Karl. Eftir gjaldþrot WOW air og fyrir- séðan samdrátt í ferðaþjónustu hafi Vinnumálastofnun endurmetið spár um fjölda nýrra starfa í ár. Stofnunin hafi í árbyrjun spáð um 2.000 nýjum störfum á árinu 2019 en hafi lækkað spána niður í 500-1.000 störf. Til samanburðar sé áætlað að störfum þurfi að fjölga um nálægt 1.500-2.000 á ári til að halda í við nátt- úrulega fjölgun á vinnumarkaði, mið- að við hóflegan aðflutning erlends vinnuafls. Því sé fyrirséð að fjölgun starfa haldi ekki í við fjölgun á vinnu- markaði og að atvinnuleysi muni aukast á árinu. Vegna samdráttar í ferðaþjónustu verði heildarfjölgun starfa mun minni en áætlað var. Á móti komi fjölgun starfa í ýmsum þjónustugreinum og Samkeppnin um hvert starf harðnar  VMST telur að fjölgun starfa haldi ekki í við eftirspurn í ár Morgunblaðið/Eggert Kólnun Byggt í Urriðaholti. Útlit er fyrir minni hagvöxt í ár en í fyrra. hjá hinu opinbera. Samandregið telur Karl því útlit fyrir harðnandi sam- keppni um þau störf sem eru í boði og með auknu atvinnuleysi verði erfiðara fyrir atvinnulausa að finna störf. Áfram aðflutningur til Íslands „Þá mun draga verulega úr fólks- flutningum til landsins með minnk- andi eftirspurn í hagkerfinu. Hins vegar má búast við að það verði eitt- hvað um búferlaflutninga vegna sam- einingar fjölskyldna sem eru af er- lendu bergi brotnar. Atvinnuástandið hefur verið mjög gott nú um margra ára skeið. Þegar hægir á hagkerfinu og atvinnuleysi eykst fjölgar þeim hins vegar sem eru að leita að vinnu og atvinnuleitin verður erfiðari. Við höfum séð vinnutíma heldur vera að styttast síðustu misseri. Vinnumagnið er að minnka.“ Spurður um starfaframboð fyrir ungt fólk bendir Karl á að heldur hafi fækkað í nýjum árgöngum ungs fólks sem eru að koma inn á vinnumarkað. „Ungu fólki á vinnumarkaði fjölg- aði ekki að marki nú í þenslunni, ein- göngu af þessum lýðfræðilegu ástæð- um. Færri eru að koma inn á vinnumarkaðinn en færast upp í vinnualdri. Að sama skapi er atvinnu- þátttaka ungs fólks nú tekin að minnka. Maður hefur það á tilfinning- unni að það sé til dæmis orðið erfiðara fyrir ungt fólk að finna sumarvinnu. Við höfum hins vegar ekki góða töl- fræði um það. Margt ungt fólk skráir sig ekki endilega atvinnulaust. Það hefur ekki bótarétt og sér því ekki mikinn tilgang í að skrá sig. Við vor- um með átak um sumarstörf fyrir ungt fólk á árunum eftir hrun. Þörfin minnkaði svo hratt að þetta var slegið af fyrir nokkrum árum. Flestir fengu þá orðið störf án aðstoðar.“ 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Tengslatorg Háskóla Íslands er atvinnumiðlun fyrir stúd- enta skólans. 11 störf voru í boði á Tengslatorgi í gær. Jónína Ólafsdóttir Kárdal, verkefnisstjóri Tengslatorgs HÍ og náms- og starfsráðgjafi við Háskóla Íslands, segir yfirleitt ráðið í flest sumarstörf fyrir stúdenta í byrjun árs. Um 60 störf hafi verið í boði í febrúar og mars. Ætla megi að búið sé að ráða í þau flest. Því sé ekki óeðlilegt að 11 störf séu nú í boði. Staðan hafi verið svipuð í fyrra. „Tengslatorgið er samstarfsvettvangur skólans og at- vinnulífsins á forsendum beggja. Þau tengsl geta birst á marga vegu. Það getur verið út frá því að koma á tengslum vegna vinnu, rannsóknarverkefna eða jafnvel nýsköpunarverkefna. Staðan er að mínu mati nokkuð góð. Ég fæ góðar undirtektir frá vinnuveitendum og ég veit af ráðningum í gegnum Tengslatorgið. Síðan er skólinn í umfangsmiklu samstarfi við atvinnulífið í gegnum fjölbreyttar námsleiðir. Það er mögulegt fyrir stúdenta að verða sér úti um vinnu. Það er hins vegar spurning hvort starfið er beintengt því sem viðkomandi er að mennta sig til.“ 11 störf í boði hjá Tengslatorgi STAÐAN SVIPUÐ OG Í FYRRA Jónína Kárdal Baldur Arnarson baldura@mbl.is Félagið Kársnesbyggð afhendir í dag fyrstu íbúðirnar í fjölbýlishúsinu Hafnarbraut 9 á Kársnesi. Afhend- ingin sætir tíðindum í skipulagssögu Kópavogs enda er þetta fyrsta ný- byggingin á nýju Kársnesi. Hluti íbúðanna er með útsýni til vesturs yfir Álftanesið og sundin. Tveggja, þriggja og fjögurra her- bergja íbúðir eru í húsinu og fylgir bílastæði í kjallara. Húsið er austan við smábátahöfnina á Kársnesinu. Efnt var til hugmyndasamkeppni um svæðið en þar munu rísa um 700 íbúð- ir í bland við atvinnustarfsemi. Fanney Magnúsdóttir, verkefna- stjóri hjá Kársnesbyggð, segir söluna hafa hafist í október. Áhuginn hafi verið mikill sem birtist í því að búið sé að selja um helming íbúða á Hafnar- braut 9. Næsta skref sé að hefja sölu á næstu húsum. Á Kársnesinu standa yfir fram- kvæmdir við sex önnur fjölbýlishús auk þess sem fleiri eru skemmra á veg komin. Fanney segir að fljótlega muni koma í sölu endurgerðar íbúðir við fjölbýlishúsið á Hafnarbraut 11 og síðan hefjist sala á 58 nýjum íbúðum við Hafnarbraut 13-15. Samtals á Hafnarbraut 9-15 eru 123 íbúðir. Annað hús að verða tilbúið Áætlað er að ljúka framkvæmdum við Hafnarbraut 11 á næstu vikum og Hafnarbraut 13-15 í desember nk. Íbúðir í þessum fjölbýlishúsum munu koma í sölu fyrr. Að sögn Fanneyjar er áætlað að uppbyggingu í hverfinu ljúki um mitt ár 2023. Samhliða þess- ari uppbyggingu er verið að byggja fjölda íbúða í bryggjuhverfi á norður- hluta Kársness en fjöldi íbúða hefur þegar risið þar við Naustavör. Fyrsta húsið afhent á nýju Kársnesi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á efstu hæð Fanney Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Kársnesbyggð.  Hafnarbraut tekur á sig mynd Við sjóinn Mikið útsýni er til vesturs frá mörgum íbúðum á Hafnarbraut 9. Allt að 172 fermetrar » Samkvæmt söluvefnum Kársnes.is er búið að selja 11 af 24 íbúðum á Hafnarbraut 9. » Stærsta íbúðin í húsinu er 172,4 fermetrar en það er þak- íbúð með miklu útsýni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.