Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 40
Mengi við Óðinsgötu í Reykjavík stendur fyrir tónleikahaldi að vanda um helgina. Í kvöld mun Kristín Anna flytja efni fyrir píanó og rödd en hún gaf nýverið út plöt- una I Must be the Devil. Annað kvöld treður danski bassaleikarinn og tónskáldið Richard Andersson upp með saxófónleikaranum Óskari Guðjónssyni og trommuleikaranum Matthíasi Hemstock. Tónleikar hefj- ast kl. 21 bæði kvöld. Kristín Anna og tríó Anderssons í Mengi FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 123. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. KR og ÍR mætast í hreinum úrslita- leik um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla á laugardags- kvöld á heimavelli KR-inga. Þetta varð staðreynd eftir að KR vann ÍR í fjórða úrslitaleik liðanna í Selja- skóla í gærkvöldi, 80:75, eftir æsi- spennandi lokakafla. Hvorugt liðið hefur unnið heimaleik til þessa í rimmunni. »34 Hreinn úrslitaleikur á laugardagskvöld ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Atli Már Indriðason hefur verið val- inn listamaður Listar án landamæra árið 2019 og munu verk eftir hann því prýða allt kynningarefni hátíð- arinnar sem haldin verður í október. Atli Már opnar einkasýningu í dag kl. 16 í Listasal Mosfellsbæjar af þessu tilefni. Atli Már útskrifaðist úr dip- lómanámi Myndlistaskólans í Reykjavík vorið 2017 og hefur sótt vinnustofur í myndlist við sama skóla frá árinu 2013. Hann hef- ur einnig sótt nám- skeið í leiklist og var einn af með- limum hljóm- sveitarinnar Gunnar and the Rest. Listamaður Listar án landamæra 2019 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Enn ein nýjungin verður að veruleika hjá fataframleiðandanum Henson á næstu vikum, þegar samsettir æf- ingagallar, í grunninn frá Asíu, koma á markað hérlendis. „Ég vildi að ég hefði fengið þessa hugmynd fyrr, því þegar þetta verður farið að virka á fullu í byrjun júní verður til þjónusta á æfingagöllum til landsmanna með alveg nýjum möguleikum,“ segir Halldór Einarsson, eigandi Henson frá upphafi. Henson hefur framleitt föt og fyrst og fremst íþróttavörur í hálfa öld. Hann stofnaði fyrirtækið með tvær hendur tómar 1. maí 1969, byrjaði með tvær saumakonur í Lækjargötu gegnt Menntaskólanum í Reykjavík, en hefur nú vart undan í Brautarholt- inu og vinnur langan vinnudag, er mættur fyrir allar aldir og fer síð- astur út á kvöldin. „Ég var á kafi í íþróttum og vildi fara út í framleiðslu því það var engin þjónusta hérna á þessum markaði,“ rifjar hann upp. „Vissulega höfum við tekið dýfur en þessi þrotlausa vinna hefur skilað sér og vinnan er alltaf jafn fjölbreytt og skemmtileg,“ segir athafnamaðurinn og leggur áherslu á að fjölskyldan hafi staðið þétt saman í gegnum öll árin og haft á að skipa mjög góðu starfsfólki. Sagan skráð Halldór er hugmyndaríkur, fær teiknari og hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir. Hann bendir á að hvert smáatriði kosti sitt og hagræð- ing, eins og framundan sé með æf- ingabúningana, hafi mikið að segja. Hann geti með engum fyrirvara út- vegað búninga, merkta eða ómerkta, í hvaða stærð sem er, hvort sem er eitt stykki eða fleiri þúsund. „Núna erum við til dæmis að ganga frá stórri pönt- un á gömlu Aston Villa-treyjunni til stuðningsmanna í Birmingham,“ seg- ir hann. „Þess má geta að Eurosport valdi treyjuna, sem ég hannaði, sem eina af tuttugu flottustu treyjum ní- unda áratugar liðinnar aldar.“ Á list- anum voru treyjur Manchester Unit- ed, Barcelona, Real Madrid og Santos í Brasilíu svo dæmi séu tekin. Saga fyrirtækisins er merkileg og Halldór upplýsir að verið sé að vinna að bók um gang mála undanfarin fimmtíu ár. „Ég gerði búninga fyrir nokkur ensk félög, ævintýrið í Bandaríkjunum var merkilegt og ekki síður framleiðslan í Úkraínu,“ segir hann. Á tímabili voru öll tólf körfubolta- liðin í efstu deild karla í búningum frá Henson og fyrirtækið framleiddi fyrstu búninga fyrir mörg félög. „Oft höfum við þurft að bjarga málum á síðustu stundu og segja má að slíkar reddingar hafi verið rauði þráðurinn í sögu fyrirtækisins.“ Henson er að ganga frá ferðagöll- um fyrir Hatara og Hatara-fatnaði til dreifingar í samvinnu við Döðlur vegna Eurovision og framleiðsla á merktum handklæðum fyrir kylfinga hefst senn, en helsti draumur Hall- dórs tengist fótboltanum. „Ég vil sjá hugmyndir verða að veruleika og tak- markið er að félög í efstu deild leiki í búningum frá okkur. Mig langar líka til þess að landsliðin spili í búningum frá Henson eftir að landsmenn hafi sent inn tillögur í samkeppni.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Æfingagalli Halldór Einarsson í Henson með sýnishorn af galla, þar sem grunnurinn kemur frá Asíu. Hugmyndir að veruleika  Samkeppni svarað  Reddingar fyrir viðskiptavini á síðustu stundu rauði þráðurinn í 50 ára sögu fyrirtækisins VW GOLF GTE PANORAMA nýskráður 05/2018, ekinn 19 þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur. Hlaðinn aukahlutum, t.d. Marseille felgur, virtual cockpit, ACC, glerþak o.fl.Verð 4.890.000 kr. Raðnúmer 259338 AUDI A3 E-TRON S-LINE nýskr. 11/2017, ekinn 16 Þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur, hlaðinn aukabúnaði s.s. Virtual cockpit, S-line innan og utan o.fl.Verð 4.650.000 kr. Raðnúmer 259292 AUDI A3 E-TRON SPORT nýskr. 01/2017, ekinn 16 Þ.km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur, hlaðinn aukabúnaði s.s. Virtual cockpit, B&O hljómkerfi, Matrix led ljós o.fl.Verð 4.390.000 kr. Raðnúmer 259069 BMW 225XE IPERFORMANCE ekinn 12 Þ.km, bensín & rafmagn (tengitvinn), sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn. Verð 3.970.000 kr. Raðnúmer 259005 BMW 530E IPERFORMANCE M-SPORT nýskr. 06/2018, ekinn 4þkm. bensín/rafmagn, sjálfskiptur. M-sport innan og utan. Verð 6.590.000 kr. Raðnúmer 259344 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 www.bilo.is | bilo@bilo.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.