Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.05.2019, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 2019 Melhaga 12. Engilbjört og Óli í risinu og við á hæðinni fyrir neðan. Sameiginlegur inngangur og stigagangur og á þessum ár- um reyndust hurðir hinn mesti óþarfi því að bæði krakkarnir og við sjálf þvældumst endalaust á milli íbúða og oftar en ekki end- uðu allir á öðrum hvorum staðn- um í kaffi, mat eða rauðvínslús. Dásamleg kommúna í hinum borgaralega Vesturbæ. Kannski var það einstakt jafnaðargeð Engilbjartar og sterkur persónuleiki sem gerði það að verkum að jafnvel þótt hún sé ekki lengur hér finnum við ennþá svo sterkt fyrir henni. Minningarnar eru sannar og hlýjar og við höfum á tilfinning- unni að þær muni ekkert fölna með árunum. Engilbjört sat óvenju vel í sjálfri sér, eins og sagt er, og það er kannski þess vegna sem myndin af henni í hugum okkar er svo skýr. Við höfum misst vinkonu, sambýliskonu, nágranna, bekkj- arsystur, sessunaut og sam- ferðakonu og ferðalagið verður snautlegra hér eftir án hennar. En hugur okkar og hjarta er hjá Óla Teiti, Guðna og Kára sem hafa misst fullkomna eig- inkonu og móður sem gaf þeim öllum ást og umhyggju og strák- unum breiðu brosin og fallegt hjartalag. Allar góðar vættir styrki þá í sorginni og Guð blessi minningu Engilbjartar. Gísli Marteinn Baldursson Vala Ágústa Káradóttir. Þegar Engilbjört skutlaði okkur Óla í bæinn eitt fimmtu- dagskvöld í febrúar síðastliðnum var það víðs fjarri öllum veru- leika að þar hefðum við Engil- björt hist og kvaðst í síðasta sinn. Óvænt lagðist kvilli svo þungt á að stuttu síðar háði Engilbjört harða baráttu upp á líf og dauða. Í þeirri baráttu fylgdumst við af aðdáun með Óla, Guðna, Kára og fjölskyldunni allri takast á við þetta óverðskuldaða og harkalega áfall með Engilbjörtu af æðruleysi og innri styrk. Allt var gert svo sigrast mætti á veikindunum og til þess stóðu góðar vonir. En það átti ekki að verða. Engilbjört var fyrir okkur eins góður vinur og hægt er að eignast. Lífsglöð og hláturmild. Réttsýn og jarðbundin. Af fundi hennar fór maður alltaf léttari í spori en maður kom. Ef fleiri væru eins og Engilbjört væri svo sannarlega minna vesen á veröldinni. Og fallegra um að lit- ast. Það er erfitt að færa söknuð og sorg í orð. Við erum þakklát fyrir vináttuna við Engilbjörtu. Henni munum við aldrei gleyma. Heimir Örn og Björg. Það er okkur ákaflega erfitt að kveðja okkar elskulegu Eng- ilbjörtu, trausta og góða sam- starfskonu og einstaka vinkonu sem er farin frá okkur langt fyr- ir aldur fram. Engilbjört hóf störf hjá In- victa árið 2011, en hún var fyrsti starfsmaður félagsins og var hún þá jafnframt að byrja á nýj- um starfsvettvangi. Hún var fljót að tileinka sér góð vinnu- brögð og leysti verkefni sem henni voru falin af stakri fag- mennsku. Samstarfsfólk hennar sem og viðskiptavinir vissu að allt sem frá henni kom var vel unnið og áreiðanlegt. Það var oft fjör og gaman hjá okkur á skrifstofunni og Engil- björt tók þátt í því öllu með sinni hlýju og notalegu fram- komu, fallega brosi og yndislega hlátri. Ótal minningar koma upp í hugann þegar hugurinn reikar til þess tíma sem við störfuðum með Engilbjörtu og alltaf var hún tilbúin að taka þátt í skemmtunum sem við héldum og lagði sitt af mörkum við undirbúning og annað, ávallt hress og kát. Einhverju sinni kom það upp á skrifstofunni að Engilbjört var kosin starfs- maður mánaðarins, meira í gríni en alvöru, mikið var grínast með þetta og ekki síst af henni sjálfri en þann titil átti hún og bar all- an tímann okkar saman á skrif- stofunni. Það sem einkenndi hana var hversu traust hún var, bæði í vinnu og á meðal vina. Það er með mikilli sorg í hjarta sem við kveðjum okkar elskulegu Engilbjörtu. Elsku Óli, Guðni og Kári, ykkar missir er mikill og sorgin ólýsanleg. Megi góður Guð veita ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Þú sofnað hefur síðasta blund í sælli von um endurfund, nú englar drottins undurhljótt þér yfir vaki – sofðu rótt. (Aðalbjörg Magnúsdóttir) Blessuð sé minning Engil- bjartar. Vinir og samstarfsfélagar hjá Invicta, Berglind, Hanna Björg, Karítas, Kjartan, Kristín, Pálína og Ragnheiður. „Hrunsa mín!“ „Já, Engla mín?“ Upphaf á samtali eða af- ruglun í miðju samtali. Smá glott, ákveðni og húmor. Alltaf stutt í hláturinn. Man alltaf þegar ég sá Engil- björtu fyrst. Það var um borð í Romeo í fyrstu ferð okkar Skarpa til Jeddah og hún var að koma sér fyrir með Óla sínum í miðröð til að ná hvíld í löngu flugi. Við lærðum aðferðina seinna en þarna fannst mér þetta frekar kúl og fannst þau flott par. Kynntumst svo betur og betur svolítið seinna – í flug- um, stoppum og partíum. Þá átt- aði ég mig fljótt á því hvaða gimsteinn þessi stelpa var. Man eftir fimlegum balletthreyfing- um sem skinu í gegnum demóið. Jólastoppið okkar í Manila var eitt uppáhalds og oft rifjað upp. Lagið „Creep“ verður alltaf Engilbjartar eftir þá ferð. Man sambúðina okkar á sveitabýlinu í Englandi. Keypt- um saman gamlan bláan Volvo sem við kölluðum Keikó og keyrðum í bæinn á vídeóleiguna þar sem við leigðum Friends og horfðum á þátt eftir þátt á standby í sveitinni. Við héldum með Rachel og Skarpi hélt með Ross. Man þegar við fórum í partí og ætluðum bara að vera stutt en svo var klukkunni breytt um klukkutíma og þá fannst okkur kjörið að djamma fram á morgun. Þegar Engilbjört fór heim í frí og þegar hún kom loksins til baka tók ég buguð á móti henni fyrir utan húsið eftir sambúð með þremur köllum. Það lék hún endurtekið eftir, með viðeigandi og vel ýktum svipbrigðum mínum og skellihló. Man síðustu flugferðina okkar saman. Vorum orðnar ábyrgar mömmur og tókum vikudvöl í Höfðaborg full alvarlega – „litlu mömmurnar“. Það sem hún var stolt af strákunum sínum. Man allar góðu stundirnar. Mikið sem mér þykir vænt um eitt af síðustu samtölunum okk- ar þar sem við fórum yfir vin- áttuna okkar, hvernig við náðum alltaf saman og hversu ruglaðar við vorum að hittast ekki oftar. Man þig alltaf elsku Engla mín, hreinskiptna, heiðarlega, ljúfa, einlæga, jarðbundna, fyndna, skemmtilega og fallega vinkonu. Megi allar heimsins góðar vættir vaka yfir strákunum þínum. Þín Hrund (Hrunsa). Einhvers staðar í kassa í bíl- skúrnum hjá mér eru líklega 26- 27 ára gömul ljósrit af glósum úr stjórnmálafræði í rithönd Engilbjartar. Glósur úr mörgum kúrsum sem hjálpuðu mér að klára próf sem ég átti líklega ekki að klára, sökum slakrar mætingar eða leti og alls konar ómennsku en tókst samt að ná með hennar hjálp. Ég hef staðið í þakkarskuld við Engilbjörtu í öll þessi ár sem ég fæ aldrei að greiða úr þessu. Maður heldur alltaf að það sé nægur tími til alls. Stuttu eftir að við Liz flutt- um heim frá Bandaríkjunum bauð Svandís Nína okkur Liz í mat og Óla og Engilbjörtu, kvöldverð sem var svo endurtek- inn hjá Óla og Engilbjörtu sex árum síðar. Við Liz töluðum ný- verið um að þessi litli hópur þyrfti að hittast aftur í mat og þá hjá okkur, en grínuðumst með að við þyrftum samt að bíða í 3-4 ár með boðið til að halda réttum rytma. Það er nú fyrir bí og ég sé svo eftir því að hafa ekki átt eina kvöldstund enn með henni og Óla. Það er áminn- ing um að maður á ekki að bíða, ekki geyma góðar ákvarðanir, heldur nota tímann til að vera með góðu fólki. Frestur er ekki á neinu bestur. Kæri Óli og fjölskylda, ég náði ekki að kveðja Engilbjörtu nema með þessum fátæklegu orðum. Það er svo óraunverulegt og ótrúlegt að þessi lífsglaða, skemmtilega og fallega kona sé farin. En ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst henni, ekki bara fyrir glósurnar, sem voru jú mikilvægar, heldur fyrir stund- irnar í HÍ og síðar. Engilbjört auðgaði líf allra sem hana þekktu. Megi Guð og góðar vættir geyma hana núna. Friðjón R. Friðjónsson. Minningar streymdu fljótt fram með tárunum eftir að sú sorgarfrétt barst að Engilbjört væri fallin frá. Hugur okkar beggja leitaði aftur til áranna í Versló þegar við kynntumst þessari lífsglöðu stelpu úr Lang- holtshverfi. Sérstaklega leituðu á okkur minningar frá útskrift- arárinu, ekki síst úr ferðinni til Korfú, þar sem vináttan við Engilbjörtu og hópinn í kringum hana var fléttuð böndum sem halda myndu alla tíð. Sjálfsagt hafði okkur öllum verið uppálagt að fara vel með þennan tíma. Við veltum því ekkert fyrir okkur þá; við vorum áhyggjulaus, bjartsýn og von- glöð. Enginn ætlaði að lífið yrði svona stutt. Það er þyngra en tárum taki að strax sé komið að kveðjustund, þótt dýrmætar minningar lifi. Engilbjört var frá fyrstu kynnum blátt áfram, sjálfstæð og sterk. Hún sagði hug sinn óhikað, án málalenginga, og gat þannig auðveldlega slegið öll vopn úr höndum manns. En svo var hún hlý og brosmild, fyndin og skemmtileg; kryddaði sögur með leikrænum tilburðum, lað- aði að sér alla í kring, án þess að reyna að vera önnur en hún sjálf. Umfram allt var hún traust og góð vinkona. Okkar yndislegi vinur og fé- lagi, Ólafur Teitur, var lánsamur að eignast Engilbjörtu sem lífs- förunaut. En hún var líka hepp- in að eiga hann að og drengina Guðna Þór og Kára Frey. Sam- band þeirra Óla reyndist líka okkar lán. Að fá að fylgja þeim í gegnum árin í stórum vinahópi. Þó að við óskum þess núna að samverustundirnar hefðu verið fleiri hin síðari ár erum við ævinlega þakklátir fyrir þær sem við áttum. Við vottum Óla, Guðna og Kára, fjölskyldu Engilbjartar og öðrum ástvinum dýpstu samúð okkar og biðjum að þau fái styrk til að takast á við sinn mikla missi. Hvíl í friði, elskulega vinkona. Birgir Tjörvi Pétursson og Kristinn Vilbergsson. Minn kæri frændi. Ég sest niður og hugsa. Margt kemur manni til hugar og ég veit ekki hvað maður á að setja niður í þessa minningu um Þóra frænda, af mörgu er að taka. Í lífinu er maður mótaður af atburðum, fólki og upplifun. Frændi okkar snerti sál mína þannig að hann mótaði mig áfram í lífið. Gaf mér tíma og þolinmæði. Kenndi mér að lesa, skrifa og svo margt fleira. Mað- ur sem er með mikil áhrif með því hvað hann segir og svo merkingarþrungin áhrif með nærveru fyrir okkur öll. Frændi hvíl í friði og þú verður ávallt í minningu okkar. Ásgeir Már Andrésson og fjölskylda. Þórólfur var þriðja barn Kristínar og Helga Magnússon- ar sem fæddist í Núpsöxl á Laxárdal syðri. Hann ólst þar upp við hin algengu störf og hjálp við búskapinn til 12 ára aldurs er fjölskyldan fluttist að Skollatungu í Gönguskörðum, þar átti hann síðan heimili til dauðadags, 95 ára. Hann var snemma ötull og duglegur við öll verk og vann allt af sérstakri natni og trú- mennsku, varð snemma frábær fjármaður, glöggur og mikill dýravinur. Hann var afburða námsmaður sín fáu barnaskóla- ár, ávallt með hæstu einkunnir. Hvers manns hugljúfi, prúður og góður félagi. Veturinn eftir fermingu bað séra Gunnar Árnason á Æsu- stöðum pabba um hann fyrir fjármann og skyldi hann kenna honum til undirbúnings menntaskóla, en pabbi taldi sig ekki mega missa hann að heim- an og þar við sat. Síðan vann hann á búi föður okkar alla tíð. Af sömu trúmennsku fór hann sjaldan af bæ og tók sér aðeins einu sinni frí er hann heimsótti okkur Magnús til Ástralíu ásamt Valdísi systur í allt of stuttan tíma, sem var þó okkur öllum til mikillar ánægju. Hann var ljúfur mað- ur, glaður á góðri stund, söng- elskur, félagslyndur og skemmtilegur en tranaði sér aldrei eða hafði sig mikið í frammi. Hann átti góð reið- hross, er hann tamdi sjálfur, og átti með yndisstundir. Það voru mörg börn sem sinntu sumarsnúningum og hjálpuðu heimilisfólkinu í Tungu, þessi ungmenni hænd- ust öll að Þóra og áttu hjá hon- um vísan skilning, hjálp og ráð ef eitthvað var erfitt. Já, það er margs að minnast. Ég kveð minn góða bróður með virðingu og þökk fyrir allar okkar ljúfu samverustundir. Hans fórnfúsa líf. Guð geymi hann ávallt. Kidda. Kristín Helgadóttir. Nú eru mínir góðu bræður fjórir, Egill, Guðmundur, Stef- án og Þórólfur, búnir að kveðja þessa jarðvist og njóta sín sam- an í eilífðinni trúi ég, semja ljóð og vísur, kveða, spjalla, syngja og spila, segja sögur og hafa gaman. Eftirlaunin ómæld. Einlæg þökk fyrir samfylgdina alla. Blessuð sé minning þeirra. Þórólfur, minn hjartkæri, einstaki og prúði bróðir, kvaddi þennan heim 16. apríl sl., á sinn Þórólfur Helgason ✝ ÞórólfurHelgason fæddist 27. október 1923. Hann lést 16. apríl 2019. Útför Þórólfs fór fram 2. maí 2019. hljóða hátt, 95 ára. Hans „lífsmottó“ var að vera ekki öðrum til ama. Hann var heima meðan stætt var, það var hans ósk, heima var hans. Þökk sé öllum skyldum og vanda- lausum sem léttu honum síðustu stundirnar. Hann var „dáðadrengur“. Hlaut það lífsstarf að vera burðarstoð æskuheimilisins alla ævi. Ábyrgð, elja og ósérhlífni voru hans heilræði. Á hans uppvaxtarárum var skólaganga umfram skyldu ekki í boði fyrir fátæka drengi frá barnmörgum heimilum, þar sem „baráttan um brauðið“ þurfti að hafa for- gang, þrátt fyrir góða hæfileika og vilja sem fylgdu honum alla tíð. Sjálfmenntaður var hann, las mikið, næmur og stálminnugur. Krossgátur stóðu ekki lengi fyrir honum. Hann hafði unun af ferðalögum. M.a. skrapp hann til Ástralíu árið 1981, til systur okkar og fjölskyldu, sem átti heima þar. Hann var nátt- úrubarn, ótrúlega léttur á fæti, mikill göngugarpur, þolgóður, liðugur og fótviss á meðan heilsan entist. Mörg voru spor- in um fjöll og ófærur við leit og smölun á búfé í öllum veðrum, oft í næstu sýslu. Hann átti traust og góð reiðhross, gæð- inga, sem voru hans miklu vin- ir, þörfu félagar og gleðigjafar. Stuttu sumardagsferðirnar okkar saman á seinni árum voru alltaf sérstakar ánægju- stundir, sem þeir nutu saman Siggi Björns og hann, góðir vinir. Hann hafði ákveðnar skoð- anir, þurfti ekki mörg orð til að tjá þær en hafði frá mörgu að segja, naut góðra félaga og við- mælenda. Hans meðfædda jafn- aðargeð og yfirvegun var alltaf til fyrirmyndar. Andrés minn, Ásdís, Ásgeir, Víkingur, Elísabet, Gunnar og öll börnin, ykkar missir er mik- ill. Við kveðjum með söknuði en eigum góðar minningar, þær eru ómetanlegar og geymast vel. Mæja systir. María Helgadóttir. Elsku frændi, þá er komið að kveðjustund, á þínu 96. aldurs- ári. Minningarnar streyma um hugann um einstakan mann af þessari kynslóð sem við sem er- um yngri getum lært svo mikið af. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga góðar fyrir- myndir í lífinu og þú ert svo sannarlega ein af þeim. Þú varst hógvær, nægjusamur og maður orða þinna. Það voru forréttindi að alast upp með þér og hafa þig í okkar lífi. Tunga verður tómleg án þín. Enginn Þóri frændi lengur við skrifborðið sitt að lesa eða gera krossgátur og kíkja út um gluggann sinn með kíkinn eða stríða yngstu kynslóðinni með stafnum sínum. Nærvera þín var sterk og henni fylgdi mikil kyrrð og friður. Það var ávallt gott að vera í kringum þig, orð voru oft óþörf. Það var lærdómsríkt að fylgjast með þér í fjárhúsunum og aldrei voru nein verk erfið þótt aldurinn færi að færast yf- ir. Síðustu árin fórstu lítið í fjárhúsin og munaði þá heldur betur um þitt vinnuframlag. Bæjarhólinn slóst þú alltaf með orfi og ljá og á sumrin voru ófá handtökin með hrífunni. Þú kenndir okkur að raka saman og mörg önnur góð vinnubrögð í sveitinni. Þú varst lestrarmaður mikill og það var vel við hæfi að þú kenndir okkur systkinunum að lesa vel fyrir grunnskólaaldur og gafst okkur lengi vel alltaf bók í jólagjöf. Þú varst fróður maður en á sama tíma varstu afar hæglátur og hafðir enga þörf fyrir að upphefja sjálfan þig. Þér fannst gaman að rifja upp gamla tíma og sagðir mér meðal annars frá flutningum ykkar í Tungu frá Núpsöxl þegar þú varst á barnsaldri. Þú lifðir tímana tvenna og meira en það. Þrjóskur varstu, sumir myndu kalla það að vera stað- fastur og ákveðinn, en á góðan hátt. Þú varst ekkert mikið fyr- ir að fara til læknis, það var óþarfi, heldur var bara harkað af sér og aldrei kvartað. Þú varst samkvæmur sjálf- um þér og stóðst við orð þín. Ef þú sagðist ekki vilja afmælis- gjafir þá meintir þú það, sem sýndi sig best með stólnum sem við gáfum þér í áttræðis- afmælisgjöf. Það að standa við það sem maður segir og hvika hvergi frá því, líkt og þú gerðir svo oft, er aðdáunarvert. Þú varst afskaplega hlýr og góður við börnin okkar og ljóm- aðir oft í kringum þau. Þuldir upp vísur meðan þau horfðu á þig átekta. Börn hændust að þér og þú varst sannarlega barngóður maður þótt þér þætti stundum um of lætin og agaleysið sem fylgir nútíma- uppeldi. Ég vona að sonur minn og nafni þinn fái sem flesta af þínum mannkostum. Með virð- ingu og söknuði þakka ég þér fyrir samfylgdina í gegnum líf- ið. Hvíl í friði, elsku frændi. Elísabet Rán Andrésdóttir. Frændi minn, Þórólfur í Tungu, er fallinn frá. Kominn til bræðra sinna sem mér finnst að ég hafi aldrei náð að kveðja. Þeir bræður voru mér allir kærir en Þóri var sá sem ég átti mesta samleið með á mín- um uppvaxtarárum. Ég fór í sveit í Tungu sjö ára gamall. Ég var herbergisfélagi Þóra öll fimm árin sem ég var þar í sveit og það var mér alltaf trygging að hafa hann í nálægð. Mörg kvöld man ég að við sát- um við borðið undir glugganum við að ráða myndakrossgátuna í Vikunni. Ég hef sjálfsagt ekki verið alltof klár en mér fannst ég alltaf vera virkur þátttak- andi í öllu sem við gerðum sam- an. Þóri var þannig gerður að honum tókst alltaf að byggja upp sjálfstraust og vilja í mér til að gera betur. Hann kenndi mér að bæta göt á slöngu og gúmmískóm, gera við girðing- ar, setja tinda í hrífur og brýna ljá. Ég lærði fljótt að það væri hægt að gera við allt. Aldrei man ég eftir að hann atyrti mig á nokkurn hátt, afi sá um það, en þessir tveir öðlingsmenn, Þóri og Helgi afi, áttu stóran þátt í uppeldi mínu og er ég foreldrum mínum þakklátur fyrir að hafa sent mig í sveit í Tungu. Tíminn líður hægt þegar maður er lítill og mér fannst sumrin löng. Þegar ég lít til baka er þetta stutt brot úr æv- inni og hlutverk Þóra í lífi mínu stærra en búast mætti við. Af honum lærði ég að það er hægt að hugsa sjálfstætt og sömu- leiðis ganga í gegnum lífið með tilliti til annarra. Þóri hafði góða kímnigáfu og sagði mér margar skemmtileg- ar sögur af samferðamönnum þar sem hann lýsti þeim öllum á þann hátt að aldrei var vottur af meinsemi. Hann var hugsunarsamur og virti alla sem hann átti við- skipti við. Eftirlifandi systkinum hans, frændfólki og fjölskyldunni í Tungu sendi ég innilegar sam- úðaróskir. Jón Björn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.