Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019 VIÐTAL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Eyrún Ólafsdóttir brautskráist sem M.Ed frá Menntavísindasviði Há- skóla Íslands um helgina. Lokaverk- efni hennar er fyrsta meistaraprófs- verkefni við HÍ, sem er sett fram á íslensku táknmáli og tekur það á fimmtu klukkustund í sýningu. Verkefnið heitir „Byrjendalæsi sem brú milli íslensks táknmáls og íslensks ritmáls: Reynsla döff kenn- ara“. Verkefnið byggist á starfenda- rannsókn sem Eyrún gerði á eigin starfi í lestrarkennslu barna með táknmál að móðurmáli 2012-2017. Tilgangurinn var að þróa byrjenda- læsi og laga það að þörfum döff nem- enda. Rannsóknarspurningin var hvernig best væri að nýta byrjenda- læsi og samskipti við nemendur til að þróa kennslufræði í lestrar- kennslu heyrnarlausra. Leiðbein- endur voru Karen Rut Gísladóttir dósent og Hafdís Guðjónsdóttir pró- fessor, báðar í kennslu- og mennt- unarfræðideild. Móðurmálið Eyrún segir að til þessa hafi hún skilað öllum verkefnum sínum á rit- máli eins og aðrir nemendur. Þegar leiðbeinendur hennar hafi stungið upp á að hún skilaði meistaraprófs- verkefninu á íslensku táknmáli hafi hún haft ákveðnar efasemdir. Það hafi aldrei verið gert. „En svo hugs- aði ég með mér að það væri gaman að láta á það reyna. Þetta er mitt móðurmál og því gæti ég tjáð mig hindrunarlaust. Í leiðinni gæti ég sýnt samfélaginu að táknmál er full- gilt tungumál og viðurkennt, ég gæti kynnt það með þessum hætti.“ Faraldur rauðra hunda olli því að Eyrún fæddist döff. „Ég nota orðið döff í staðinn fyrir heyrnarlaus eða heyrnarskertur enda er það eitthvað sem tengist líffræði eyrans og mæl- ingum en döff er skilgreining á manneskjunni mér. Ég er hluti af samfélagi döff þar sem okkar tungu- mál krefst þess að við tölum saman og myndum augnsamband. Þar hitti ég mína jafningja, þar samsama ég mig við fólkið mitt. Döff er því ekki tengt því að ég heyri ekki heldur manneskjunni Eyrúnu.“ Táknmál bannað Skólaskylda fyrir döff börn var frá fjögurra til 16 ára auk þess sem þau gátu fengið tveggja ára viðbótar- nám. Þegar Eyrún hóf skólagöngu segir hún að hafi ríkt raddmáls- stefna, svokölluð oral-stefna, og táknmál verið bannað. Miklar nýj- ungar hafi verið í heyrnartækjum og því hafi henni verið gert að hlusta og æfa sig í að tala. „Markmiðið var að kenna okkur og þjálfa okkur í því að tala en minni áhersla var lögð á faggreinakennslu. Þetta gekk þannig fyrir sig að ég og kennarinn áttum að vera með hend- urnar á hálsi hvort annars og ég átti að finna þegar hann talaði. Hann átti að æfa mig í að tala rétt. Mjög fáir náðu þeim árangri að tala með þess- ari aðferð þannig að oralisminn virk- aði alls ekki í kennslu.“ Táknmálssamfélag Eyrún segir að áður en hún fermdist hafi orðið breytingar í kennsluháttum. Umræða um tákn- mál hafi aukist og byrjað hafi verið að nota tákn. „Jafnaldrar mínir, sem bjuggu á heimavist Heyrnleysingja- skólans, lærðu táknmál af eldri döff nemendum og við, sem bjuggum á höfuðborgarsvæðinu, tókum eftir þessu. „Þarna fór íslenskt táknmál að verða til og við fórum að nota táknmál meira til samskipta. Þá valdi ég þá samskiptaleið að nota táknmál frekar en talmál vegna þess að táknmál gefur mér dýpt, upplýs- ingar og möguleika á að tjá mig, en upplýsingar í gegnum talmál og að lesa af vörum eru svo takmarkaðar. Með táknmáli hef ég fullt aðgengi að samfélagi, að samskiptum, að tján- ingu. Með táknmáli get ég rifist, rök- rætt hlutina, við getum strítt hvert öðru, en talmálið gefur mér svo miklu minna.“ Uppgjöf Þegar Eyrún var búin með grunn- skólann velti hún fyrir sér hvað tæki við. „Það var afskaplega lítið úrval fyrir okkur döff. Það var helst hægt að afla sér menntunar í Iðnskól- anum. Ég sá mig ekki fyrir mér í Iðnskólanum. Mig langaði til þess að fara í venjulegan framhaldsskóla og eftir að hafa lokið náminu í döff- skólanum byrjaði ég í Fjölbrauta- skólanum í Ármúla. Mig minnir að við höfum verið sjö döff saman í hópi. Það var enginn túlkur á þeim tíma og við áttum bara að lesa af vörum, þegar kennarinn talaði, og reyna að glósa allan tímann. Það var afskaplega lítið sem við gátum til- einkað okkur af menntun og námi. Stöðugt fækkaði í hópnum, þar til við vorum tvær eftir. Við reyndum að þrauka eitt ár í viðbót. Þá hætti hin stúlkan og ég tók eina önn í við- bót. Mig langaði svo mikið að klára stúdentinn en ég var orðin svo þreytt. Ég var ein, engin félagsleg tengsl, þannig að ég hætti um jólin.“ Sveinspróf Um hálfu ári seinna ákvað Eyrún að fara í Iðnskólann því þar var þá boðið upp á túlkun í fyrsta sinn. „Annað stóð mér ekki til boða. Ég fór í nám í prentsetningu og útskrif- aðist með sveinspróf. Fann samt að þetta hentaði mér engan veginn. Í starfsþjálfunarnáminu fann ég að starfið var mjög einhæft. Ég var hálfsyfjuð allan tímann. Það voru Byggir brú á milli íslensks táknmáls og íslensks ritmáls  Lokaverkefni til meistaraprófs við Háskóla Íslands í fyrsta sinn á íslensku táknmáli Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Verkefnið í höfn Frá vinstri: Margrét Baldursdóttir táknmálstúlkur, Eyrún Ólafsdóttir og Hafdís Guðjónsdóttir og Karen Rut Gísladóttir leiðbeinendur. Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.