Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 2019
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 236.600 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS
Mjög mikið innifalið!
sp
ör
eh
f.
Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir
Blómleg beitilönd, djúpgrænir furuskógar og tignarlegir
tindar Dólómítanna umlykja bæinn St. Ulrich í Suður-Tíról.
Svæðið er einkar heillandi en á sama tíma róandi og
endurnærandi. Hér er einstakt tækifæri til útivistar, ótal
gönguleiðir eru á svæðinu og við munum fræðast um flóru,
dýralíf, jarðfræði og sögu þessa heillandi svæðis.
1. - 8. september
Trítlað í Suður-Tíról
Mjaldrarnir komnir til Íslands
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Vestmannaeyjamjaldrarnir Litla
Grá og Litla Hvít lentu í Keflavík
í gær heilir á húfi þrátt fyrir tals-
verða seinkun á ferðalaginu, sem
nam um fimm tímum. Þær voru
órólegar í byrjun flugferðarinnar
en þegar líða tók á flugið róuðust
þær talsvert að sögn Brynjars
Arnar Sveinjónssonar, yfirflug-
stjóra Cargolux, en annar mjaldr-
anna steinsofnaði í vélinni.
Aukahringur til heiðurs
nýju heimkynnunum
Tíu tíma flugferð Cargolux-
vélarinnar sem flutti mjaldrana til
landsins gekk vonum framar og
var hálftíma á undan áætlun, þrátt
fyrir seinkun á ferðalaginu í heild
sinni.
Aðstandendur verkefnisins, frá
Whale and Dolphin Conservation
og Sea Life Trust, biðu í ofvæni
ásamt fjölmiðlafólki eftir því að
berja flugvélina augum í Keflavík,
en fremri hluti vélarinnar minnti á
höfuð mjaldurs, sem er með hátt
enni en lítið höfuð. Vélin flaug
hringinn í kringum Vestmanna-
eyjar áður en hún nam staðar í
Keflavík, til heiðurs nýju heimili
mjaldranna.
Þegar vél Cargolux var lent í
Keflavík tók við langt en nauðsyn-
legt ferli; fulltrúar MAST gáfu
formlegt leyfi fyrir komu mjaldr-
anna og dýralæknar mátu ástand
þeirra eftir flugferðina. Að undir-
búningsvinnunni lokinni voru
tankar mjaldranna fluttir út um
nef flugvélarinnar og yfir í sér-
útbúna flutningabíla TVG-Zimzen.
„Fulltrúar allra mjaldra
sem sitja í prísund“
Mjaldrasysturnar Litla Hvít og
Litla Grá koma alla leið frá sæ-
dýragarðinum Changfeng Ocean
World í Sjanghæ, þar sem þær
hafa skemmt almenningi síðan
þær voru fangaðar við Rússland
árið 2011. Þá voru þær einungis
2-3 ára gamlar en vera þeirra í
Vestmannaeyjum gæti orðið löng,
þar sem mjaldrar geta náð 40-50
ára aldri.
Cathy Williamson frá dýra-
verndunarsamtökunum Whale and
Dolphin Conservation segir að nú
sé mikilvægast að huga að vellíðan
mjaldranna og stíga varlega til
jarðar.
„Þeta er í fyrsta skipti sem
þetta er gert – þetta eru fyrstu
mjaldrarnir sem fá að búa í sjókví
eftir að hafa verið í prísund í
nokkur ár. Í augnablikinu viljum
við fara varlega og við viljum
tryggja að þeim líði vel á griða-
svæðinu og viljum huga vel að því
að þeir aðlagist hinu nýja um-
hverfi sem er mjög svo ólíkt hinu
náttúrulega umhverfi þeirra,“
sagði Williamson. Umhverfið væri
svo ólíkt því sem mjaldrarnir
hefðu þurft að venjast á sæ-
dýrasafninu að mögulegt væri að
þeir dveldu þar drýgstan hluta
ævinnar.
Andy Bool, forstjóri Sea Life
Trust, segir að uppbygging hinna
nýju heimkynna mjaldranna,
sjókvíarinnar í Klettsvík, sé
gríðarlega mikilvægt skref í rétta
átt, enda sé sjókvíin sú fyrsta af
sínu tagi í heiminum fyrir mjaldra.
„Litla Grá og Litla Hvít eru
fulltrúar allra þeirra mjaldra í
heiminum sem hafa verið hnepptir
í prísund og búa í kerjum á sæ-
dýrasöfnum. Með því að kynna
þessa nýju leið til að annast dýrin
í náttúrulegu umhverfi sínu von-
umst við til þess að fleiri fylgi
okkar fordæmi og geri slíkt hið
sama,“ sagði Bool í samtali við
Morgunblaðið.
Litla Hvít og Litla Grá hafa
staðið í ströngu þjálfunarferli til
þess að venjast lífsskilyrðum í
Klettsvíkinni, sem eru töluvert
frábrugðin aðstæðunum í sædýra-
garðinum. Þær þurfa að venjast
hitastigi sjávarins og læra að
halda niðri í sér andanum lengur
áður en þær synda frjálsar í
sjókvínni að sögn Bool. Því verða
þær í sérstakri umönnunarlaug
fyrstu vikurnar í Vestmanna-
eyjum.
Mjaldrarnir hafa ólíka
persónuleika
Þjálfarar mjaldranna, sem
fylgja þeim alla leið til Vest-
mannaeyja, hafa myndað náin
tengsl við mjaldrana og gera stór-
an greinarmun á persónugerð
þeirra, að sögn Bool:
„Litla Grá er mun sjálfsörugg-
ari og tekur mun virkari þátt í
nýjum athöfnum en Litla Hvít,
sem er hlédrægari og aðeins ró-
legri en Litla Grá. En stundum
eru þær ófyrirsjáanlegar, stundum
hikar Litla Grá við að gera eitt-
hvað og Litla Hvít ríður á vaðið og
er allt í einu sjálfsöruggari.“
Mjaldrarnir lentu heilu og höldnu
Litla Hvít og Litla Grá lentu í Keflavík klukkan 13.41 í gær Annar mjaldurinn steinsofnaði í flug-
ferðinni frá Sjanghæ til nýju heimkynnanna í Vestmannaeyjum Líðan þeirra góð þrátt fyrir seinkun
Morgunblaðið/Eggert
Mjaldravélin Litla Grá og Litla Hvít lentu í Keflavík í gær eftir 10 og hálfs tíma ferðalag, alla leið frá Sjanghæ. Líðan mjaldranna var góð við lendingu.
Samstarf Andy Bool, forstjóri Sea Life Trust, og Cathy Williamson frá
Whale and Dolphin Conservation tóku á móti mjöldrunum ásamt fleirum.
Brynjar Örn Sveinjónsson yfirflug-
stjóri sagði að vel hefði gengið.
Flutningar Mjaldrarnir voru fluttir til Landeyjahafnar í flutningabílum sem fengu lögreglufylgd hluta leiðarinnar.