Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.06.2019, Blaðsíða 42
FJARÐABYGGÐ fjardabyggd.is Sviðsstjóri fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar Fjarðabyggð auglýsir starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs laust til umsóknar. Starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs er nýtt starf í stjórnkerfi Fjarðabyggðar og heyrir það undir bæjarstjóra. Sviðsstjóri er yfirmaður fjölskyldusviðs og ber hann stjórnunarlega ábyrgð á málaflokkum sviðsins. Í starfinu felst þróun starfsemi sviðsins með framtíðarsýn bæjaryfirvalda að leiðarljósi þar sem málefni fjölskyldunnar eru í forgrunni. Leitað er að dugmiklum einstaklingi með mikinn áhuga og reynslu af stjórnun og teymisstarfi. Viðkomandi þarf að búa yfir mikilli hæfni til að leiða breytingar, skipuleggja og virkja samstarfsmenn til samráðs og samvinnu um málefni fjölskyldunnar með það að markmiði að áherslur fjölskyldustefnu sveitarfélagsins nái fram að ganga. Helstu verkefni: • Yfirstjórn þeirra málaflokka sem falla undir starfið m.a. félagsmála, fræðslumála, íþrótta- og tómstundamála. • Ábyrgð á samræmingu og samhæfingu félagsþjónustu, skóla- og íþróttastarfs. • Þróun öflugs stjórnendateymis innan sviðsins. • Þróun markmiða, mælikvarða og verkferla sem styðja við sýn og stefnu sveitarfélagsins. • Að byggja upp heildstæða samhæfða þjónustu við fjölskyldur. • Að auka samstarf og samþættingu starfsemi sviðsins þvert á málaflokka. • Að koma á og efla sérfræðiþjónustu innan sviðsins og tryggja tengingu hennar þvert á málaflokka. • Frumkvæði að samskiptum og aðgerðum til að styrkja samfélagið í Fjarðabyggð Hæfniskröfur: • Háskólamenntun. • Meistaragráða er æskileg. • Haldgóð þekking og reynsla á rekstri, teymisvinnu stjórnun og stefnumótun. • Þekking á stefnumótandi áætlanagerð og gerð rekstrar-og fjárhagsáætlana. • Þekking á helstu upplýsingakerfum. • Þekking á undirbúningi og stjórnun funda. • Góð málakunnátta (íslenska og enska) og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti. • Reynsla og þekking á málefnum sveitarfélaga er kostur. Starfið gegnir veigamiklu hlutverki í stjórnkerfi sveitarfélagsins. Rík áhersla er lögð á teymisvinnu og þverfaglega vinnu. Launakjör eru samkvæmt launakerfi sviðsstjóra hjá sveitarfélaginu. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um stöðuna. Allar frekari upplýsingar veitir Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri Fjarðabyggðar, í síma 470 9000 eða á netfanginu karl.petursson@fjardabyggd.is. Umsóknarfrestur er til og með 28. júní 2019 og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf eigi síðar en 1. september 2019. Sótt er um starfið í gegnum ráðningarvef Fjarðabyggðar á slóðinni starf.fjardabyggd.is. F Mj Upplýsingafulltrúi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir því að ráða upplýsinga- fulltrúa. Leitað er eftir einstaklingi sem hefur metnað til að ná árangri í starfi, þekkir vel íslenskt samfélag og hefur áhuga á málefnum ráðuneytisins. Upplýsingafulltrúi er tengiliður við innlenda og erlenda fjölmiðla og sér um fréttaskrif og kynningar á málefnum ráðuneytisins, í takt við samskipta- stefnu ráðuneytisins. Önnur verkefni eru m.a. umsjón með útgáfumálum og samfélagsmiðlum ráðuneytisins og ritstjórn ársrits ráðuneytisins. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Reynsla af starfi í eða með fjölmiðlum. • Reynsla af miðlun upplýsinga með fjölbreyttum aðferðum. • Þekking á umbroti kostur. • Framúrskarandi íslenskukunnátta í ræðu og riti. • Mjög góð enskukunnátta í ræðu og riti, góð kunnátta í einu Norðurlandamáli kostur. • Góð samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Geta til að vinna hratt og undir álagi. • Frumkvæði, drifkraftur og heilindi. Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri í síma 545 8200. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsóknarfrestur er til og með sunnudagsins 7. júlí nk. Umsóknum skal skila rafrænt á Starfatorgi – starfatorg.is. Þar má einnig finna nánari upplýsingar um starfið.        atvinna@mbl.is • Sölufulltrúi • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391 Við erum alltaf með bókara á skrá hagvangur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.